Vonar að stærstur hluti þjóðarinnar hafi fengið bólusetningu í sumar Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 15. febrúar 2021 11:55 Þórólfur Guðnason, sóttvarnalæknir, á upplýsingafundi í liðinni viku. Vísir/Vilhelm Þórólfur Guðnason, sóttvarnalæknir, vonar að það sama muni vera uppi á teningnum hér á landi hvað bólusetningar varðar og stefnt er að í Danmörku, það er að stærstur hluti þjóðarinnar verði búinn að fá bólusetningu gegn Covid-19 í sumar. Hann minnir þó á að hægt sé að nota ýmsar aðferðir við að reikna sig niður á það hve stóran hluta þjóðarinnar búið verði að bólusetja á ákveðnum tímapunkti. „Það er hægt að nota tölur um dreifingaráætlun fyrirtækjanna, það er hægt að nota tölur um áætlun miðað við það magn sem við ætlum að kaupa og svo framvegis. Þannig að menn geta gert þetta á ýmsa vegu og það er bara mjög ánægjulegt ef Danir reikna sig fram á það á þennan hátt. Ég held að við munum þá geta flotið með þeim og verið í nokkurn veginn í sömu sporum og þeir,“ sagði Þórólfur á upplýsingafundi almannavarna og landlæknis í dag. Hann sagðist sjálfur ætla að halda sig við það hvernig dreifingaráætlun bóluefnaframleiðendanna lítur út og hún liggur ekki fyrir nema út marsmánuð. Þórólfur sagði dreifingaráætlunina enn vera að breytast en sem betur fer frekar á þann veg að við værum að fara fá meira bóluefni heldur en minna. „Við erum hins vegar einungis ennþá með dreifingaráætlun bóluefna út mars og samkvæmt þeim áætlunum sem fyrir liggja þá munum við fá rúmlega 70 þúsund skammta í lok mars en inni í þeirri tölu er ekki magn bóluefna frá AstraZeneca í mars þannig að það er ýmislegt óljóst í þessu en ég held að við getum verið vongóð um það að við munum fara að fá meira af bóluefnum. Raunar bárust þær fréttir frá Danmörku að þeir telja sig geta verið búna að bólusetja flesta núna í sumar og vonandi mun það gilda einnig um okkur,“ sagði Þórólfur og bætti við að hann teldi að betur muni ganga að bólusetja næstu mánuði en talið hefur verið. „En það er erfitt að segja nákvæmlega hversu stóran hluta þjóðarinnar verður búið að bólusetja í sumar, þetta ræðst allt af þeim dreifingaráætlunum sem við munum fá frá framleiðendum.“ Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Bólusetningar Mest lesið Tveggja stafa frost í kortunum og sundlaugar gætu þurft að loka Innlent Lygileg atburðarás í Landsbankanum Innlent Verið að athuga frekari þvingunaraðgerðir Innlent Sjálfstæðismönnum brugðið yfir mögulegri frestun landsfundar Innlent Kyrrðarstund í Árbæjarkirkju vegna drengsins sem lést á Ítalíu Innlent Framkvæmdastjóri Hagkaups furðar sig á heimsókn lögreglu Innlent Tíu ára drengur lést eftir bílslys á Ítalíu Erlent Spennan magnast fyrir fundi sem óvænt á að fresta Innlent Jólagjafirnar í ár hittu beint í mark Innlent Rann á snjóruðningstæki og bíllinn óökuhæfur Innlent Fleiri fréttir Tveggja stafa frost í kortunum og sundlaugar gætu þurft að loka Jólagjafirnar í ár hittu beint í mark Framkvæmdastjóri Hagkaups furðar sig á heimsókn lögreglu Kyrrðarstund í Árbæjarkirkju vegna drengsins sem lést á Ítalíu Verið að athuga frekari þvingunaraðgerðir Sjálfstæðismönnum brugðið yfir mögulegri frestun landsfundar Lygileg atburðarás í Landsbankanum Rann á snjóruðningstæki og bíllinn óökuhæfur Öryggisógn í Eystrasaltinu og óskiljanlegur „gjörningur“ lögreglu Tveir bílar rákust saman á brúnni við Fossála Veit vel að önnur kjör en laun þurfi að ræða Hætta leitinni í Meradölum Innan marka að kalla fjárfesta „nútíma þrælahaldara“ Súðavíkurhlíð opin á ný Leit við Meradali í snælduvitlausu veðri Búið að opna Holtavörðuheiði á ný Þungar vikur framundan Skilaréttur neytenda ríkari ef varan er keypt á netinu Lögregla hafi hálfpartinn „hrökklast frá“ Hæstiréttur fer beint í búvörulagamálið Spennan magnast fyrir fundi sem óvænt á að fresta Grímuskylda og ósáttir vínsalar Holtavörðuheiði enn lokuð Reyndu að ræna hraðbanka Komu hesti til bjargar úr gjótu Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Áfram töluverð snjóflóðahætta á Vestfjörðum Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Snjóflóðahætta á Vestfjörðum og frumsýning Yermu Holtavörðuheiðinni lokað aftur í kvöld Sjá meira
Hann minnir þó á að hægt sé að nota ýmsar aðferðir við að reikna sig niður á það hve stóran hluta þjóðarinnar búið verði að bólusetja á ákveðnum tímapunkti. „Það er hægt að nota tölur um dreifingaráætlun fyrirtækjanna, það er hægt að nota tölur um áætlun miðað við það magn sem við ætlum að kaupa og svo framvegis. Þannig að menn geta gert þetta á ýmsa vegu og það er bara mjög ánægjulegt ef Danir reikna sig fram á það á þennan hátt. Ég held að við munum þá geta flotið með þeim og verið í nokkurn veginn í sömu sporum og þeir,“ sagði Þórólfur á upplýsingafundi almannavarna og landlæknis í dag. Hann sagðist sjálfur ætla að halda sig við það hvernig dreifingaráætlun bóluefnaframleiðendanna lítur út og hún liggur ekki fyrir nema út marsmánuð. Þórólfur sagði dreifingaráætlunina enn vera að breytast en sem betur fer frekar á þann veg að við værum að fara fá meira bóluefni heldur en minna. „Við erum hins vegar einungis ennþá með dreifingaráætlun bóluefna út mars og samkvæmt þeim áætlunum sem fyrir liggja þá munum við fá rúmlega 70 þúsund skammta í lok mars en inni í þeirri tölu er ekki magn bóluefna frá AstraZeneca í mars þannig að það er ýmislegt óljóst í þessu en ég held að við getum verið vongóð um það að við munum fara að fá meira af bóluefnum. Raunar bárust þær fréttir frá Danmörku að þeir telja sig geta verið búna að bólusetja flesta núna í sumar og vonandi mun það gilda einnig um okkur,“ sagði Þórólfur og bætti við að hann teldi að betur muni ganga að bólusetja næstu mánuði en talið hefur verið. „En það er erfitt að segja nákvæmlega hversu stóran hluta þjóðarinnar verður búið að bólusetja í sumar, þetta ræðst allt af þeim dreifingaráætlunum sem við munum fá frá framleiðendum.“
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Bólusetningar Mest lesið Tveggja stafa frost í kortunum og sundlaugar gætu þurft að loka Innlent Lygileg atburðarás í Landsbankanum Innlent Verið að athuga frekari þvingunaraðgerðir Innlent Sjálfstæðismönnum brugðið yfir mögulegri frestun landsfundar Innlent Kyrrðarstund í Árbæjarkirkju vegna drengsins sem lést á Ítalíu Innlent Framkvæmdastjóri Hagkaups furðar sig á heimsókn lögreglu Innlent Tíu ára drengur lést eftir bílslys á Ítalíu Erlent Spennan magnast fyrir fundi sem óvænt á að fresta Innlent Jólagjafirnar í ár hittu beint í mark Innlent Rann á snjóruðningstæki og bíllinn óökuhæfur Innlent Fleiri fréttir Tveggja stafa frost í kortunum og sundlaugar gætu þurft að loka Jólagjafirnar í ár hittu beint í mark Framkvæmdastjóri Hagkaups furðar sig á heimsókn lögreglu Kyrrðarstund í Árbæjarkirkju vegna drengsins sem lést á Ítalíu Verið að athuga frekari þvingunaraðgerðir Sjálfstæðismönnum brugðið yfir mögulegri frestun landsfundar Lygileg atburðarás í Landsbankanum Rann á snjóruðningstæki og bíllinn óökuhæfur Öryggisógn í Eystrasaltinu og óskiljanlegur „gjörningur“ lögreglu Tveir bílar rákust saman á brúnni við Fossála Veit vel að önnur kjör en laun þurfi að ræða Hætta leitinni í Meradölum Innan marka að kalla fjárfesta „nútíma þrælahaldara“ Súðavíkurhlíð opin á ný Leit við Meradali í snælduvitlausu veðri Búið að opna Holtavörðuheiði á ný Þungar vikur framundan Skilaréttur neytenda ríkari ef varan er keypt á netinu Lögregla hafi hálfpartinn „hrökklast frá“ Hæstiréttur fer beint í búvörulagamálið Spennan magnast fyrir fundi sem óvænt á að fresta Grímuskylda og ósáttir vínsalar Holtavörðuheiði enn lokuð Reyndu að ræna hraðbanka Komu hesti til bjargar úr gjótu Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Áfram töluverð snjóflóðahætta á Vestfjörðum Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Snjóflóðahætta á Vestfjörðum og frumsýning Yermu Holtavörðuheiðinni lokað aftur í kvöld Sjá meira