Umfjöllun og viðtöl: Njarðvík - ÍR 96 - 80 | Njarðvík fór illa með ÍR suður með sjó Smári Jökull Jónsson skrifar 12. febrúar 2021 19:55 Valur Njarðvík Domino´s deild karla vetur 2021 körfubolti KKÍ / ljósm. Hulda Margrét Foto: Hulda Margrét Óladóttir/Hulda Margrét Njarðvík vann öruggan sigur á ÍR í 10. umferð Dominos-deildar karla í körfuknattleik í kvöld. Njarðvík hafði yfirhöndina frá upphafi og lítið sem ekkert gekk upp hjá ÍR-liðinu í kvöld, lokatölur í kvöld 96-80 Njarðvík í vil. Heimamenn í Njarðvík komu afar grimmir til leiks, náðu 7-0 forystu í upphafi og ÍR var í stökustu vandræðum í bæði sókn og vörn. Danero Thomas var kominn með tvær villur eftir tvær mínútur og það riðlaði aðeins leik gestanna sem skiptu yfir í svæðisvörn í öðrum leikhluta. Staðan eftir fyrsta leikhluta var 26-11 og ljóst að ÍR þyrfti heldur betur að spýta í lófana. Þeir náðu aðeins að bæta sinn leik í öðrum leikhluta en Njarðvík hélt þeim alltaf í öruggri fjarlægð. Staðan í hálfleik 45-34 og smá von fyrir gestina. Sú von hvarf þó fljótt. Njarðvík jók forystuna á ný og lét hana aldrei af hendi. ÍR hitti ekki neitt og tvær af þremur þriggja stiga körfum þeirra í leiknum komu á síðustu mínútunni. Njarðvík var að fá framlag frá mörgum og sigurinn fyllilega sanngjarn. Lokatölur 96-80 og Njarðvík jafnar því ÍR, Grindavík og Tindastól að stigum í 5. til 8.sæti deildarinnar. Af hverju vann Njarðvík? Þeir voru einfaldlega skrefi framar en ÍR á öllum sviðum leiksins í kvöld. Þeir mættu grimmir til leiks og byrjun heimamanna virtist setja ÍR-liðið út af laginu. Vissulega var slæmt fyrir ÍR að missa Danero Thomas í villuvandræði snemma en aðrir leikmenn liðsins eru nógu góðir til að stíga upp í hans stað. Sóknarlega voru ÍR-ingar í miklum vandræðum og sérstaklega fyrir utan þriggja stiga línuna. Njarðvík þvingaði þá einnig í mistök með góðum varnarleik. Njarðvík spilaði vel, fékk framlag hjá mörgum og sigurinn var liðsheildarinnar. Þessir stóðu upp úr Kyle Johnson var virkilega flottur hjá Njarðvík og skilaði góðri frammistöðu á báðum endum vallarins. Mario Matosevic steig sömuleiðis upp eftir að hafa fengið töluverða gagnrýni að undanförnu. Logi Gunnarsson setti sína þrista og Antonio Hester var duglegur í fráköstunum. Það var fátt um fína drætti hjá ÍR og í raun erfitt að taka einhvern út fyrir sviga fyrir góðan leik. Einna helst Collin Pryor sem skoraði 18 stig og tók 9 fráköst. Hvað gekk illa? ÍR liðið var að hitta illa. Í byrjun klikkuðu þeir á auðveldum skotum undir körfunni og það gaf svolítið tóninn það sem eftir lifði leiks. Þeir hittu sérstaklega illa fyrir utan þriggja stiga línuna, voru með tölfræðina 1/20 þar þegar um mínúta var eftir af leiknum. Annars var fátt sem gekk vel hjá ÍR. Þeirra lykilmenn geta betur og Borche þarf að nýta landsleikjapásuna vel til að laga það sem illa fór í kvöld. Hvað gerist næst? Framundan er landsleikjahlé og ekki leikir næst fyrr en 28.febrúar. Þá tekur ÍR á móti KR og Njarðvík fer til Þorlákshafar og mætir þar sjóðheitu liði Þórs. Einar Árni var sáttur með sína menn í kvöld.Vísir/Bára Einar Árni: Menn voru staðráðnir í að sýna að það er eitthvað í þetta lið spunnið „Þetta var fantaframmistaða. Við byrjum leikinn mjög vel og við náðum að svara þegar ÍR reyndi að koma til baka, við náðum alltaf að koma þessu aftur í 16-20 stiga mun. Frábær liðsvinna í dag og ég er virkilega ánægður með liðið í heild,“ sagði Einar Árni Jóhannsson þjálfari Njarðvíkur eftir góðan sigur hans manna gegn ÍR í Domino´s deildinni í kvöld. „Staðreyndin er sú, þó að við höfum verið í einhverjum botni í síðasta leik, þá erum við með fullt af hæfileikum í þessu liði og drengirnir vita það manna best. Þeir vita alveg að þeir tapa ekki sinni kunnáttu í þessum leik á núlleinni.“ „Þeir vita að við vorum langt frá því að vera eitthvað í líkingu við það sem við viljum standa fyrir í leiknum gegn Þór. Við tókum kröftuga æfingaviku og menn voru staðráðnir í að mæta grimmir og sýna okkar fólki að það er eitthvað í þetta lið spunnið,“ bætti Einar Árni við en hans menn töpuðu illa gegn Þór frá Akureyri í síðustu umferð. Kyle Johnson kom afar sterkur inn í leikinn í dag, skoraði 25 stig og 10 fráköst en hann er tiltölulega nýkominn til liðs við Njarðvíkinga. „Hann er reynslubolti, 32 ára strákur sem er búinn að spila á Ólympíuleikum á móti helstu hetjum heimsins þannig að hann þekkir leikinn vel. Hann er búinn að vera feykilega duglegur og ég er mjög hrifinn af því hvað hann gefur mikið andlega, hann er sítalandi við menn og frábær samherji fyrir strákana. Hann á bara eftir að verða betri,“ sagði Einar Árni að lokum. Logi í baráttunni við Pavel fyrr á leiktíðinni.Vísir/Hulda Logi: Körfuboltinn okkar er á góðum stað „Þetta var mjög nauðsynlegt fyrir okkur að sýna okkar eðlilega leik. Við trúi að við séum betri en við höfum verið að sýna síðustu leiki og mér fannst við mjög góðir í dag,“ sagði Logi Gunnarsson sem átti flottan leik í kvöld en hann skoraði 17 stig fyrir Njarðvíkinga. Logi sagði það hafa skipt miklu máli að byrja leikinn vel eftir tapið slæma gegn Þór í síðustu umferð. „Sérstaklega að varnarleikurinn sé þéttur og að við séum ákveðnir á boltann, það hefur vantað svolítið hjá okkur. Við höfum verið linir á manninn sem kemur upp með boltann en náðum góðri boltapressu í dag. Þetta tengist allt inn í sóknina og mér fannst við gera mjög vel í allan dag. Ég get ekki beðið eftir að spila fleiri leiki eftir frí,“ bætti hinn síungi Logi við. Varnarlega voru Njarðvíkingar góðir í kvöld og ÍR var að hitta afar illa úr sínum skotum. „Við höfum ekki eins mikinn tíma á milli leikja til að fara yfir hluti, eitthvað sem allir eru að lenda í. Þess vegna held ég að seinni helmingurinn verði mikið betri þegar við spáum í varnarleiknum. Maciej (Baginski) er byrjaður að æfa með okkur og ég kvíði ekki framhaldinu.“ Seinni hluti Domino´s deildarinnar verður afar áhugaverður enda mörg lið að styrkja sig og eflaust langt síðan deildin hefur verið jafn sterk og núna. „Þetta sýnir hvert deildin okkar er komin. Maður vill vera að mæla sig við hin Norðurlöndin. Ég hef spilað í Svíþjóð og Finnlandi og svona er þetta þar, hörkuleikmenn í öllum stöðum og þú ert aldrei með neitt gefins. Mér finnst okkar deild vera komin þangað núna og það minnir mig á atvinnumannadeildirnar sem ég lék í úti. Körfuboltinn okkar er á góðum stað í dag,“ sagði Logi að lokum. Domino's-deildirnar í körfubolta eru á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Domino's-deildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur. Dominos-deild karla UMF Njarðvík ÍR
Njarðvík vann öruggan sigur á ÍR í 10. umferð Dominos-deildar karla í körfuknattleik í kvöld. Njarðvík hafði yfirhöndina frá upphafi og lítið sem ekkert gekk upp hjá ÍR-liðinu í kvöld, lokatölur í kvöld 96-80 Njarðvík í vil. Heimamenn í Njarðvík komu afar grimmir til leiks, náðu 7-0 forystu í upphafi og ÍR var í stökustu vandræðum í bæði sókn og vörn. Danero Thomas var kominn með tvær villur eftir tvær mínútur og það riðlaði aðeins leik gestanna sem skiptu yfir í svæðisvörn í öðrum leikhluta. Staðan eftir fyrsta leikhluta var 26-11 og ljóst að ÍR þyrfti heldur betur að spýta í lófana. Þeir náðu aðeins að bæta sinn leik í öðrum leikhluta en Njarðvík hélt þeim alltaf í öruggri fjarlægð. Staðan í hálfleik 45-34 og smá von fyrir gestina. Sú von hvarf þó fljótt. Njarðvík jók forystuna á ný og lét hana aldrei af hendi. ÍR hitti ekki neitt og tvær af þremur þriggja stiga körfum þeirra í leiknum komu á síðustu mínútunni. Njarðvík var að fá framlag frá mörgum og sigurinn fyllilega sanngjarn. Lokatölur 96-80 og Njarðvík jafnar því ÍR, Grindavík og Tindastól að stigum í 5. til 8.sæti deildarinnar. Af hverju vann Njarðvík? Þeir voru einfaldlega skrefi framar en ÍR á öllum sviðum leiksins í kvöld. Þeir mættu grimmir til leiks og byrjun heimamanna virtist setja ÍR-liðið út af laginu. Vissulega var slæmt fyrir ÍR að missa Danero Thomas í villuvandræði snemma en aðrir leikmenn liðsins eru nógu góðir til að stíga upp í hans stað. Sóknarlega voru ÍR-ingar í miklum vandræðum og sérstaklega fyrir utan þriggja stiga línuna. Njarðvík þvingaði þá einnig í mistök með góðum varnarleik. Njarðvík spilaði vel, fékk framlag hjá mörgum og sigurinn var liðsheildarinnar. Þessir stóðu upp úr Kyle Johnson var virkilega flottur hjá Njarðvík og skilaði góðri frammistöðu á báðum endum vallarins. Mario Matosevic steig sömuleiðis upp eftir að hafa fengið töluverða gagnrýni að undanförnu. Logi Gunnarsson setti sína þrista og Antonio Hester var duglegur í fráköstunum. Það var fátt um fína drætti hjá ÍR og í raun erfitt að taka einhvern út fyrir sviga fyrir góðan leik. Einna helst Collin Pryor sem skoraði 18 stig og tók 9 fráköst. Hvað gekk illa? ÍR liðið var að hitta illa. Í byrjun klikkuðu þeir á auðveldum skotum undir körfunni og það gaf svolítið tóninn það sem eftir lifði leiks. Þeir hittu sérstaklega illa fyrir utan þriggja stiga línuna, voru með tölfræðina 1/20 þar þegar um mínúta var eftir af leiknum. Annars var fátt sem gekk vel hjá ÍR. Þeirra lykilmenn geta betur og Borche þarf að nýta landsleikjapásuna vel til að laga það sem illa fór í kvöld. Hvað gerist næst? Framundan er landsleikjahlé og ekki leikir næst fyrr en 28.febrúar. Þá tekur ÍR á móti KR og Njarðvík fer til Þorlákshafar og mætir þar sjóðheitu liði Þórs. Einar Árni var sáttur með sína menn í kvöld.Vísir/Bára Einar Árni: Menn voru staðráðnir í að sýna að það er eitthvað í þetta lið spunnið „Þetta var fantaframmistaða. Við byrjum leikinn mjög vel og við náðum að svara þegar ÍR reyndi að koma til baka, við náðum alltaf að koma þessu aftur í 16-20 stiga mun. Frábær liðsvinna í dag og ég er virkilega ánægður með liðið í heild,“ sagði Einar Árni Jóhannsson þjálfari Njarðvíkur eftir góðan sigur hans manna gegn ÍR í Domino´s deildinni í kvöld. „Staðreyndin er sú, þó að við höfum verið í einhverjum botni í síðasta leik, þá erum við með fullt af hæfileikum í þessu liði og drengirnir vita það manna best. Þeir vita alveg að þeir tapa ekki sinni kunnáttu í þessum leik á núlleinni.“ „Þeir vita að við vorum langt frá því að vera eitthvað í líkingu við það sem við viljum standa fyrir í leiknum gegn Þór. Við tókum kröftuga æfingaviku og menn voru staðráðnir í að mæta grimmir og sýna okkar fólki að það er eitthvað í þetta lið spunnið,“ bætti Einar Árni við en hans menn töpuðu illa gegn Þór frá Akureyri í síðustu umferð. Kyle Johnson kom afar sterkur inn í leikinn í dag, skoraði 25 stig og 10 fráköst en hann er tiltölulega nýkominn til liðs við Njarðvíkinga. „Hann er reynslubolti, 32 ára strákur sem er búinn að spila á Ólympíuleikum á móti helstu hetjum heimsins þannig að hann þekkir leikinn vel. Hann er búinn að vera feykilega duglegur og ég er mjög hrifinn af því hvað hann gefur mikið andlega, hann er sítalandi við menn og frábær samherji fyrir strákana. Hann á bara eftir að verða betri,“ sagði Einar Árni að lokum. Logi í baráttunni við Pavel fyrr á leiktíðinni.Vísir/Hulda Logi: Körfuboltinn okkar er á góðum stað „Þetta var mjög nauðsynlegt fyrir okkur að sýna okkar eðlilega leik. Við trúi að við séum betri en við höfum verið að sýna síðustu leiki og mér fannst við mjög góðir í dag,“ sagði Logi Gunnarsson sem átti flottan leik í kvöld en hann skoraði 17 stig fyrir Njarðvíkinga. Logi sagði það hafa skipt miklu máli að byrja leikinn vel eftir tapið slæma gegn Þór í síðustu umferð. „Sérstaklega að varnarleikurinn sé þéttur og að við séum ákveðnir á boltann, það hefur vantað svolítið hjá okkur. Við höfum verið linir á manninn sem kemur upp með boltann en náðum góðri boltapressu í dag. Þetta tengist allt inn í sóknina og mér fannst við gera mjög vel í allan dag. Ég get ekki beðið eftir að spila fleiri leiki eftir frí,“ bætti hinn síungi Logi við. Varnarlega voru Njarðvíkingar góðir í kvöld og ÍR var að hitta afar illa úr sínum skotum. „Við höfum ekki eins mikinn tíma á milli leikja til að fara yfir hluti, eitthvað sem allir eru að lenda í. Þess vegna held ég að seinni helmingurinn verði mikið betri þegar við spáum í varnarleiknum. Maciej (Baginski) er byrjaður að æfa með okkur og ég kvíði ekki framhaldinu.“ Seinni hluti Domino´s deildarinnar verður afar áhugaverður enda mörg lið að styrkja sig og eflaust langt síðan deildin hefur verið jafn sterk og núna. „Þetta sýnir hvert deildin okkar er komin. Maður vill vera að mæla sig við hin Norðurlöndin. Ég hef spilað í Svíþjóð og Finnlandi og svona er þetta þar, hörkuleikmenn í öllum stöðum og þú ert aldrei með neitt gefins. Mér finnst okkar deild vera komin þangað núna og það minnir mig á atvinnumannadeildirnar sem ég lék í úti. Körfuboltinn okkar er á góðum stað í dag,“ sagði Logi að lokum. Domino's-deildirnar í körfubolta eru á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Domino's-deildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur.
Domino's-deildirnar í körfubolta eru á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Domino's-deildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur.
Uppgjörið: KR - Grindavík 120-112 | KR fór með sigur úr framlengingu gegn fáliðuðum Grindvíkingum