Eyddi meira en mínútu í að laga hárið áður en hann hitaði upp Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 12. febrúar 2021 13:00 Isco hefur varla tekið þátt i þessu tímabili hjá Real Madrid og var líklega að senda Zinedine Zidane skilaboð. Getty/Jose Breton Real Madrid leikmaðurinn Isco náði að hneyksla marga þegar hann hitaði upp fyrir síðasta leik spænska stórliðsins. Þetta hefur ekki verið merkilegt tímabil fyrir hinn 28 ára gamla Isco sem hefur enn ekki skorað mark á tímabilinu og þarf oftast að sætta sig við það að dúsa á varamannabekknum hjá Real Madrid. Zinedine Zidane sendi hann út að hita upp í leik Real Madrid og Getafe í spænsku deildinni í vikunni. Real vann leikinn 2-0 en Isco fékk ekki nema fjórtán mínútur. Isco var hins vegar búinn að hneyksla stóran hluta stuðningsmanna Real Madrid löngu áður en hann kom inn á völlinn. Það hefur nefnilega mikið verið gert úr hegðun hans eftir að Zidane sendi hann út að hita. Fans tear into Isco for taking well over a minute to sort out his HAIR before warming up https://t.co/3tGEFBxMvL— MailOnline Sport (@MailSport) February 11, 2021 Isco eyddi nefnilega einni mínútu og tuttugu sekúndum í það að laga hárið á sér áður en hann byrjaði upphitun sína á hliðarlínunni. Stuðningsmenn Real Madrid saka leikmanninn um að hafa sýnt Zinedine Zidane vanvirðingu með þessu háttalagi sínu. Isco er hárprúður maður og eyddi öllum þessum tíma í að setja hárið í tagl. Það á ekki að taka eina mínútu og tuttugu sekúndur. Isco bleytti hárið margoft og dundaði sér við þetta fyrir framan augun á þjálfara sínum. Hann kom loksins inn á völlinn á 76. mínútu og leysti af Marco Asensio. Karim Benzema og Ferland Mendy höfðu þá þegar komið Real Madrid í 2-0 sem urðu svo úrslit leiksins. Þetta var í ellefta skiptið sem Isco kemur inn á sem varamaður á tímabilinu en hann hefur aðeins byrjað fjóra leiki. Isco átti síðast þátt í marki hjá Real Madrid í 2-0 sigri á Granada á Þorláksmessu. Hann átti þá stoðsendingu á Karim Benzema í uppbótatíma eftir að hafa komið inn á sem varamaður á 78. mínútu. Spænski boltinn Mest lesið Anníe Mist verður ekki með í The Open af siðferðislegum ástæðum Sport Geir segir framkomu HSÍ við Dag alls ekki einsdæmi: „Á þessum bæ breytist lítið“ Handbolti „Félagið setur mig í skítastöðu“ Enski boltinn Í beinni: Man. Utd. - Leicester | Nistelrooy á kunnuglegum slóðum Enski boltinn Sáttur þó Dagný kvarti í fjölmiðlum: „Ekkert vandamál okkar á milli“ Fótbolti Arnar harmar aðstöðuna á Íslandi: „Þetta er til háborinnar skammar“ Fótbolti Liverpool í tuttugasta og síðasta sæti í eyðslu Enski boltinn Loftpúði sprakk hjá Hófí Dóru á HM: „Eins og að vera kýld í loftinu“ Sport Dagný aftur í landsliðið eftir að hafa lýst óánægju sinni Fótbolti Uppgjörið: Valur - Höttur | Valsmenn keyrðu yfir Hött í fyrri hálfleik Körfubolti Fleiri fréttir Hituðu upp fyrir Grikkina í snjónum: Danna þema hjá Víkingum Í beinni: Man. Utd. - Leicester | Nistelrooy á kunnuglegum slóðum Svekkjandi töpuð stig hjá Sveindísi og félögum Cristiano Ronaldo farinn að skora á fimmtugsaldri Unai Emery býst við miklu af Rashford Rodri í Meistaradeildarhópi Manchester City Sjáðu mörkin sem skutu Liverpool á Wembley „Félagið setur mig í skítastöðu“ Jóhann Berg lagði upp í mikilvægum sigri Arnar harmar aðstöðuna á Íslandi: „Þetta er til háborinnar skammar“ Strembin verkefni hjá Glódísi og Sveindísi Martraðarbyrjun Róberts í Víkingstreyjunni Sáttur þó Dagný kvarti í fjölmiðlum: „Ekkert vandamál okkar á milli“ Spilaði leik með sirloin steik í skónum Dagný aftur í landsliðið eftir að hafa lýst óánægju sinni Einar heim í Hafnarfjörðinn Svona var blaðamannafundur KSÍ Húsvíkingurinn frá KR til Þróttar Tvíburar mætast í enska bikarnum: „Þetta verður mjög skrýtið“ Framleiðslu nýs Football Manager hætt: „Fyrirgefiði, við brugðumst ykkur“ Ramos spilar í Mexíkó en af hverju í treyju númer 93? Liverpool í tuttugasta og síðasta sæti í eyðslu Vill að stuðningsfólkið syngi söng um sig og noti ABBA lag Fyrsta snerting Neymars var á mjög viðkvæman stað „Þeir voru of góðir fyrir okkur“ Markaveisla hjá Barcelona í bikarnum Liverpool mætir Newcastle á Wembley eftir stórsigur á Spurs Orri Steinn og félagar i undanúrslit spænska bikarsins Albert fékk ekki að spila í leiknum sem byrjaði í desember en lauk í febrúar Hætta við leikinn í miðnætursólinni Sjá meira
Þetta hefur ekki verið merkilegt tímabil fyrir hinn 28 ára gamla Isco sem hefur enn ekki skorað mark á tímabilinu og þarf oftast að sætta sig við það að dúsa á varamannabekknum hjá Real Madrid. Zinedine Zidane sendi hann út að hita upp í leik Real Madrid og Getafe í spænsku deildinni í vikunni. Real vann leikinn 2-0 en Isco fékk ekki nema fjórtán mínútur. Isco var hins vegar búinn að hneyksla stóran hluta stuðningsmanna Real Madrid löngu áður en hann kom inn á völlinn. Það hefur nefnilega mikið verið gert úr hegðun hans eftir að Zidane sendi hann út að hita. Fans tear into Isco for taking well over a minute to sort out his HAIR before warming up https://t.co/3tGEFBxMvL— MailOnline Sport (@MailSport) February 11, 2021 Isco eyddi nefnilega einni mínútu og tuttugu sekúndum í það að laga hárið á sér áður en hann byrjaði upphitun sína á hliðarlínunni. Stuðningsmenn Real Madrid saka leikmanninn um að hafa sýnt Zinedine Zidane vanvirðingu með þessu háttalagi sínu. Isco er hárprúður maður og eyddi öllum þessum tíma í að setja hárið í tagl. Það á ekki að taka eina mínútu og tuttugu sekúndur. Isco bleytti hárið margoft og dundaði sér við þetta fyrir framan augun á þjálfara sínum. Hann kom loksins inn á völlinn á 76. mínútu og leysti af Marco Asensio. Karim Benzema og Ferland Mendy höfðu þá þegar komið Real Madrid í 2-0 sem urðu svo úrslit leiksins. Þetta var í ellefta skiptið sem Isco kemur inn á sem varamaður á tímabilinu en hann hefur aðeins byrjað fjóra leiki. Isco átti síðast þátt í marki hjá Real Madrid í 2-0 sigri á Granada á Þorláksmessu. Hann átti þá stoðsendingu á Karim Benzema í uppbótatíma eftir að hafa komið inn á sem varamaður á 78. mínútu.
Spænski boltinn Mest lesið Anníe Mist verður ekki með í The Open af siðferðislegum ástæðum Sport Geir segir framkomu HSÍ við Dag alls ekki einsdæmi: „Á þessum bæ breytist lítið“ Handbolti „Félagið setur mig í skítastöðu“ Enski boltinn Í beinni: Man. Utd. - Leicester | Nistelrooy á kunnuglegum slóðum Enski boltinn Sáttur þó Dagný kvarti í fjölmiðlum: „Ekkert vandamál okkar á milli“ Fótbolti Arnar harmar aðstöðuna á Íslandi: „Þetta er til háborinnar skammar“ Fótbolti Liverpool í tuttugasta og síðasta sæti í eyðslu Enski boltinn Loftpúði sprakk hjá Hófí Dóru á HM: „Eins og að vera kýld í loftinu“ Sport Dagný aftur í landsliðið eftir að hafa lýst óánægju sinni Fótbolti Uppgjörið: Valur - Höttur | Valsmenn keyrðu yfir Hött í fyrri hálfleik Körfubolti Fleiri fréttir Hituðu upp fyrir Grikkina í snjónum: Danna þema hjá Víkingum Í beinni: Man. Utd. - Leicester | Nistelrooy á kunnuglegum slóðum Svekkjandi töpuð stig hjá Sveindísi og félögum Cristiano Ronaldo farinn að skora á fimmtugsaldri Unai Emery býst við miklu af Rashford Rodri í Meistaradeildarhópi Manchester City Sjáðu mörkin sem skutu Liverpool á Wembley „Félagið setur mig í skítastöðu“ Jóhann Berg lagði upp í mikilvægum sigri Arnar harmar aðstöðuna á Íslandi: „Þetta er til háborinnar skammar“ Strembin verkefni hjá Glódísi og Sveindísi Martraðarbyrjun Róberts í Víkingstreyjunni Sáttur þó Dagný kvarti í fjölmiðlum: „Ekkert vandamál okkar á milli“ Spilaði leik með sirloin steik í skónum Dagný aftur í landsliðið eftir að hafa lýst óánægju sinni Einar heim í Hafnarfjörðinn Svona var blaðamannafundur KSÍ Húsvíkingurinn frá KR til Þróttar Tvíburar mætast í enska bikarnum: „Þetta verður mjög skrýtið“ Framleiðslu nýs Football Manager hætt: „Fyrirgefiði, við brugðumst ykkur“ Ramos spilar í Mexíkó en af hverju í treyju númer 93? Liverpool í tuttugasta og síðasta sæti í eyðslu Vill að stuðningsfólkið syngi söng um sig og noti ABBA lag Fyrsta snerting Neymars var á mjög viðkvæman stað „Þeir voru of góðir fyrir okkur“ Markaveisla hjá Barcelona í bikarnum Liverpool mætir Newcastle á Wembley eftir stórsigur á Spurs Orri Steinn og félagar i undanúrslit spænska bikarsins Albert fékk ekki að spila í leiknum sem byrjaði í desember en lauk í febrúar Hætta við leikinn í miðnætursólinni Sjá meira