„Það var svakaleg orka í okkur“ Sindri Sverrisson skrifar 11. febrúar 2021 22:33 Jakob Örn Sigurðarson skoraði 14 stig í kvöld í sigrinum á Stjörnunni. vísir/bára „Þetta var rosagóður sigur á heimavelli, loksins. Mér finnst þetta vera á uppleið og ég var ánægður með okkur í dag,“ sagði Jakob Örn Sigurðarson eftir sigur KR á Stjörnunni í Dominos-deildinni í körfubolta í kvöld. KR vann fyrsta leikhluta 31-13 og leikinn samtals með níu stiga mun, 100-91. „Við byrjuðum rosalega sterkt, hittum vel og það var svakaleg orka í okkur. Við náðum öllum lausum boltum og slíkt. Það var mjög gott. Svo náttúrulega koma þeir inn í leikinn. Við vorum að spila við rosalega gott lið – reynda menn – og þeir fundu svolítið lausnir við því sem við vorum að gera þegar þeir voru að „pósta upp“. Að sama skapi var mjög gott hjá okkur að missa ekki hausinn heldur halda dampi og ná að klára þetta í lokin,“ sagði Jakob. Stjarnan minnkaði muninn um 13 stig í þriðja leikhluta, niður í aðeins þrjú stig. „Við vissum alveg að þeir myndu koma með eitthvað „run“. Það gerðist frekar fljótt fannst mér, alveg í byrjun seinni hálfleiks þegar þeir komust strax inn í leikinn. Fjórði leikhluti var bara jafn og gat farið hvoru megin sem var. Ég er rosalega ánægður með að við skyldum finna lausn í lokin og setja niður stóru skotin,“ sagði Jakob sem setti niður fjögur af sjö þriggja stiga skotum sínum og skoraði alls 14 stig í leiknum. KR-ingar, sem verða að teljast með lágvaxið lið, tóku fleiri fráköst en Stjörnumenn í fyrri hálfleiknum en enduðu þó með 36 fráköst gegn 46 fráköstum Stjörnunnar. Frammistaðan í fyrri hálfleiknum var þó það sem gerði útslagið í kvöld: „Við erum litlir, erum að berjast en auðvitað gefum við upp sóknarfráköst. Það er bara gefið þegar maður er með minna lið, og svolítið mikið minna lið. En við erum með aðra kosti á móti. Það er erfiðara að dekka okkur, við erum hreyfanlegir, svo við reynum að vinna þetta upp á annan hátt,“ sagði Jakob en KR skoraði úr 18 af 39 þriggja stiga skotum sínum í kvöld. Dominos-deild karla KR Tengdar fréttir Leik lokið: KR - Stjarnan | Magnaður fyrsti leikhluti í kærkomnum sigri KR Deildar- og bikarmeistarar Stjörnunnar urðu að sætta sig við tap, 100-91, þegar þeir sóttu KR heim í stórleik 10. umferðar Domino's deildar karla. KR vann þar með sinn annan heimasigur á tímabilinu. 11. febrúar 2021 22:45 Mest lesið Harmur hrokagikksins Haaland Enski boltinn Þrír boðaðir í viðtal: Víkingar gáfu KSÍ grænt ljós á að ræða við Arnar Fótbolti Gary sem stal jólunum Enski boltinn Þakið ætlaði að rifna af Ally Pally eftir níu pílna leik Heta Sport Tveir látnir úr sitthvorri áhöfninni í siglingakeppni í Sydney Sport Enginn verið jafn fljótur að tapa fjórum deildarleikjum Enski boltinn Telur daga McGregor í UFC talda Sport „Ég var að skjóta“ Enski boltinn Tapaði níu leggjum í röð eftir níu pílna leik og var sendur heim Sport Komnir með upp í kok: „Seldu liðið“ Sport Fleiri fréttir Riley búinn að fá nóg og þvertekur fyrir að Miami muni skipta Butler Butler sagður vilja burt frá Miami sem fyrst „Ég elska NFL en jóladagur er okkar“ 76ers sóttu sigur úr Garðinum Risaleikur Wembanyama dugði ekki til Ruddi Wembanyama og var rekinn af velli fyrir reiðiskast Wagner með slitið krossband og úr leik út tímabilið Martin og félagar burstuðu botnslaginn Fimm töp í röð hjá Elvari og félögum Versta frumraun í úrvalsdeild? Segist bara hafa óskað dómurunum gleðilegra jóla Selfoss fær leikmann sem hefur spilað meira en hundrað NBA leiki „Sást frekar bersýnilega að það er ekki mikið sjálfstraust í liðinu“ „Valsararnir voru bara betri“ „Við þurfum að girða okkur í jólafríinu“ Enn eitt tapið og Martin í minna hlutverki en vanalega Uppgjörið: Valur - Tindastóll 89-80 | Meistararnir upp úr fallsæti „Fyrirgefðu að ég var ekki pabbinn sem þú vildir að ég værir“ Körfuboltakvöld í beinni frá Minigarðinum „Nánast afsökuðu meðdómara sinn“ „Setjið stóra mynd af honum á skjáinn og leyfið fólki að horfa“ „Spiluðum glimrandi vel í sókn“ Uppgjörið: Keflavík - Þór Þ. 105-86 | Keflavík fór illa með Jordan-lausa Þórsara „Við þurfum bara að finna lausnir og bæta okkar leik“ Uppgjörið: Njarðvík - Stjarnan 90-100 | Hilmar Smári í ham Uppgjörið: Álftanes - Höttur 89-92 | Ótrúleg endurkoma hjá Hetti „Leikurinn þróaðist eins og við hefðum viljað að hann þróist“ Uppgjörið: KR - Grindavík 120-112 | KR fór með sigur úr framlengingu gegn fáliðuðum Grindvíkingum Thelma og Tryggvi best í fyrsta sinn Hornets gaf dreng PlayStation 5 en tók gjöfina síðan til baka Sjá meira
KR vann fyrsta leikhluta 31-13 og leikinn samtals með níu stiga mun, 100-91. „Við byrjuðum rosalega sterkt, hittum vel og það var svakaleg orka í okkur. Við náðum öllum lausum boltum og slíkt. Það var mjög gott. Svo náttúrulega koma þeir inn í leikinn. Við vorum að spila við rosalega gott lið – reynda menn – og þeir fundu svolítið lausnir við því sem við vorum að gera þegar þeir voru að „pósta upp“. Að sama skapi var mjög gott hjá okkur að missa ekki hausinn heldur halda dampi og ná að klára þetta í lokin,“ sagði Jakob. Stjarnan minnkaði muninn um 13 stig í þriðja leikhluta, niður í aðeins þrjú stig. „Við vissum alveg að þeir myndu koma með eitthvað „run“. Það gerðist frekar fljótt fannst mér, alveg í byrjun seinni hálfleiks þegar þeir komust strax inn í leikinn. Fjórði leikhluti var bara jafn og gat farið hvoru megin sem var. Ég er rosalega ánægður með að við skyldum finna lausn í lokin og setja niður stóru skotin,“ sagði Jakob sem setti niður fjögur af sjö þriggja stiga skotum sínum og skoraði alls 14 stig í leiknum. KR-ingar, sem verða að teljast með lágvaxið lið, tóku fleiri fráköst en Stjörnumenn í fyrri hálfleiknum en enduðu þó með 36 fráköst gegn 46 fráköstum Stjörnunnar. Frammistaðan í fyrri hálfleiknum var þó það sem gerði útslagið í kvöld: „Við erum litlir, erum að berjast en auðvitað gefum við upp sóknarfráköst. Það er bara gefið þegar maður er með minna lið, og svolítið mikið minna lið. En við erum með aðra kosti á móti. Það er erfiðara að dekka okkur, við erum hreyfanlegir, svo við reynum að vinna þetta upp á annan hátt,“ sagði Jakob en KR skoraði úr 18 af 39 þriggja stiga skotum sínum í kvöld.
Dominos-deild karla KR Tengdar fréttir Leik lokið: KR - Stjarnan | Magnaður fyrsti leikhluti í kærkomnum sigri KR Deildar- og bikarmeistarar Stjörnunnar urðu að sætta sig við tap, 100-91, þegar þeir sóttu KR heim í stórleik 10. umferðar Domino's deildar karla. KR vann þar með sinn annan heimasigur á tímabilinu. 11. febrúar 2021 22:45 Mest lesið Harmur hrokagikksins Haaland Enski boltinn Þrír boðaðir í viðtal: Víkingar gáfu KSÍ grænt ljós á að ræða við Arnar Fótbolti Gary sem stal jólunum Enski boltinn Þakið ætlaði að rifna af Ally Pally eftir níu pílna leik Heta Sport Tveir látnir úr sitthvorri áhöfninni í siglingakeppni í Sydney Sport Enginn verið jafn fljótur að tapa fjórum deildarleikjum Enski boltinn Telur daga McGregor í UFC talda Sport „Ég var að skjóta“ Enski boltinn Tapaði níu leggjum í röð eftir níu pílna leik og var sendur heim Sport Komnir með upp í kok: „Seldu liðið“ Sport Fleiri fréttir Riley búinn að fá nóg og þvertekur fyrir að Miami muni skipta Butler Butler sagður vilja burt frá Miami sem fyrst „Ég elska NFL en jóladagur er okkar“ 76ers sóttu sigur úr Garðinum Risaleikur Wembanyama dugði ekki til Ruddi Wembanyama og var rekinn af velli fyrir reiðiskast Wagner með slitið krossband og úr leik út tímabilið Martin og félagar burstuðu botnslaginn Fimm töp í röð hjá Elvari og félögum Versta frumraun í úrvalsdeild? Segist bara hafa óskað dómurunum gleðilegra jóla Selfoss fær leikmann sem hefur spilað meira en hundrað NBA leiki „Sást frekar bersýnilega að það er ekki mikið sjálfstraust í liðinu“ „Valsararnir voru bara betri“ „Við þurfum að girða okkur í jólafríinu“ Enn eitt tapið og Martin í minna hlutverki en vanalega Uppgjörið: Valur - Tindastóll 89-80 | Meistararnir upp úr fallsæti „Fyrirgefðu að ég var ekki pabbinn sem þú vildir að ég værir“ Körfuboltakvöld í beinni frá Minigarðinum „Nánast afsökuðu meðdómara sinn“ „Setjið stóra mynd af honum á skjáinn og leyfið fólki að horfa“ „Spiluðum glimrandi vel í sókn“ Uppgjörið: Keflavík - Þór Þ. 105-86 | Keflavík fór illa með Jordan-lausa Þórsara „Við þurfum bara að finna lausnir og bæta okkar leik“ Uppgjörið: Njarðvík - Stjarnan 90-100 | Hilmar Smári í ham Uppgjörið: Álftanes - Höttur 89-92 | Ótrúleg endurkoma hjá Hetti „Leikurinn þróaðist eins og við hefðum viljað að hann þróist“ Uppgjörið: KR - Grindavík 120-112 | KR fór með sigur úr framlengingu gegn fáliðuðum Grindvíkingum Thelma og Tryggvi best í fyrsta sinn Hornets gaf dreng PlayStation 5 en tók gjöfina síðan til baka Sjá meira
Leik lokið: KR - Stjarnan | Magnaður fyrsti leikhluti í kærkomnum sigri KR Deildar- og bikarmeistarar Stjörnunnar urðu að sætta sig við tap, 100-91, þegar þeir sóttu KR heim í stórleik 10. umferðar Domino's deildar karla. KR vann þar með sinn annan heimasigur á tímabilinu. 11. febrúar 2021 22:45
Uppgjörið: KR - Grindavík 120-112 | KR fór með sigur úr framlengingu gegn fáliðuðum Grindvíkingum