Sportið í dag: Þegar Olga Færseth pakkaði Rikka G saman í sjómanni Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 11. febrúar 2021 15:30 Olga Færseth er markahæsti leikmaður í sögu efstu deildar á Íslandi. ksí Í Sportinu í dag rifjaði Ríkharð Óskar Guðnason upp þegar hann fór í sjómann við Olgu Færseth og fór illa út úr þeirri viðureign. Í þætti dagsins ræddu strákarnir um íslenskt íþróttafólk sem hefur skarað fram úr í fleiri en einni boltagrein. Olga er í þeim hópi en hún var ein besta körfubolta- og fótboltakona landsins á sínum tíma. „Þegar við tölum um tveggja íþrótta íþróttamenn er einn sem ber höfuð og herðar yfir alla, það er Olga Færseth. Það verður aldrei toppað. Hún er mjög ofarlega á listanum yfir uppáhalds íþróttamennina mína,“ sagði Kjartan Atli Kjartansson. Olga vann fjölda titla, bæði í körfubolta og fótbolta, og árið 1994 var hún markahæst í efstu deild í fótbolta og stigahæst í efstu deild í körfubolta. Þá spilaði hún með A-landsliðum í báðum greinum. Olga var ekki bara góð í fótbolta og körfubolta. Rikki minntist þess í Sportinu í dag þegar hann fór í sjómann við Olgu. Það reyndist ójafn leikur. „Það eru kannski fjögur ár síðan ég var með fólki og hún kom og settist hjá okkur,“ sagði Rikki um viðureignina við Olgu. „Ég veit ekki hvernig það æxlaðist en hún skoraði á mig í sjómann. Og hún pakkaði mér saman. Ég átti ekki möguleika.“ Hlusta má á Sportið í dag í spilaranum hér fyrir ofan. Umræðan um sjómann Olgu og Rikka hefst á 34:00. Sportið í dag er hlaðvarpsþáttur um íþróttir sem er aðgengilegur á hlaðvarpsvef Vísis og í útvarpsappi Bylgjunnar, FM957 og X-ins. Náðu í appið í App Store og Google Play. Sportið í dag Mest lesið Luke Littler grét eftir leik Sport Skallaði þjálfara andstæðinganna eftir leik Fótbolti Jackson komst upp fyrir Eið Smára Enski boltinn Heiður að vera keypt á metfé frá Val: „Stórt og gott skref“ Fótbolti Versta frumraun í úrvalsdeild? Körfubolti Segist bara hafa óskað dómurunum gleðilegra jóla Körfubolti Tapsár Tyson Fury: „Hann fékk jólagjöfina sína of snemma“ Sport Tiger og sonur í forystu á feðgamótinu Golf Michael Schumacher verður afi Formúla 1 Fjórar knattspyrnukonur handteknar Fótbolti Fleiri fréttir Í beinni: Everton - Chelsea | Hvað fá nýju eigendurnir að sjá? Í beinni: Man. Utd - Bournemouth | Heitir gestir á Old Trafford Viktor Gísli góður þegar Wisla Plock fór á toppinn Negla Elínar Klöru eitt af flottustu mörkum EM Liverpool liðið ferðast mest yfir jólin Sektaður fyrir að vera í sitthvorum skónum Fjórar knattspyrnukonur handteknar Jackson komst upp fyrir Eið Smára Tapsár Tyson Fury: „Hann fékk jólagjöfina sína of snemma“ Heiður að vera keypt á metfé frá Val: „Stórt og gott skref“ Luke Littler grét eftir leik Sara Björk á skotskónum í Sádi-Arabíu Michael Schumacher verður afi Tiger og sonur í forystu á feðgamótinu Skallaði þjálfara andstæðinganna eftir leik Versta frumraun í úrvalsdeild? Dagskráin í dag: Áttundi dagur heimsmeistaramótsins Segist bara hafa óskað dómurunum gleðilegra jóla Endar Rashford í Sádí-Arabíu? Meikle skaut Littler skelk í bringu Saka yfirgaf Selhurst Park á hækjum Bellingham tryggði Sunderland sigurinn Atletico rændi sigrinum í blálokin Haltur Mahomes skoraði snertimark Dobey áfram en úrslitin alls ekki öll eftir bókinni Juric tekinn við Southampton Kolstad vann toppslaginn Arsenal valtaði yfir Crystal Palace Isak með þrennu í stórsigri Newcastle Dana áberandi í síðasta leik ársins Sjá meira
Í þætti dagsins ræddu strákarnir um íslenskt íþróttafólk sem hefur skarað fram úr í fleiri en einni boltagrein. Olga er í þeim hópi en hún var ein besta körfubolta- og fótboltakona landsins á sínum tíma. „Þegar við tölum um tveggja íþrótta íþróttamenn er einn sem ber höfuð og herðar yfir alla, það er Olga Færseth. Það verður aldrei toppað. Hún er mjög ofarlega á listanum yfir uppáhalds íþróttamennina mína,“ sagði Kjartan Atli Kjartansson. Olga vann fjölda titla, bæði í körfubolta og fótbolta, og árið 1994 var hún markahæst í efstu deild í fótbolta og stigahæst í efstu deild í körfubolta. Þá spilaði hún með A-landsliðum í báðum greinum. Olga var ekki bara góð í fótbolta og körfubolta. Rikki minntist þess í Sportinu í dag þegar hann fór í sjómann við Olgu. Það reyndist ójafn leikur. „Það eru kannski fjögur ár síðan ég var með fólki og hún kom og settist hjá okkur,“ sagði Rikki um viðureignina við Olgu. „Ég veit ekki hvernig það æxlaðist en hún skoraði á mig í sjómann. Og hún pakkaði mér saman. Ég átti ekki möguleika.“ Hlusta má á Sportið í dag í spilaranum hér fyrir ofan. Umræðan um sjómann Olgu og Rikka hefst á 34:00. Sportið í dag er hlaðvarpsþáttur um íþróttir sem er aðgengilegur á hlaðvarpsvef Vísis og í útvarpsappi Bylgjunnar, FM957 og X-ins. Náðu í appið í App Store og Google Play.
Sportið í dag er hlaðvarpsþáttur um íþróttir sem er aðgengilegur á hlaðvarpsvef Vísis og í útvarpsappi Bylgjunnar, FM957 og X-ins. Náðu í appið í App Store og Google Play.
Sportið í dag Mest lesið Luke Littler grét eftir leik Sport Skallaði þjálfara andstæðinganna eftir leik Fótbolti Jackson komst upp fyrir Eið Smára Enski boltinn Heiður að vera keypt á metfé frá Val: „Stórt og gott skref“ Fótbolti Versta frumraun í úrvalsdeild? Körfubolti Segist bara hafa óskað dómurunum gleðilegra jóla Körfubolti Tapsár Tyson Fury: „Hann fékk jólagjöfina sína of snemma“ Sport Tiger og sonur í forystu á feðgamótinu Golf Michael Schumacher verður afi Formúla 1 Fjórar knattspyrnukonur handteknar Fótbolti Fleiri fréttir Í beinni: Everton - Chelsea | Hvað fá nýju eigendurnir að sjá? Í beinni: Man. Utd - Bournemouth | Heitir gestir á Old Trafford Viktor Gísli góður þegar Wisla Plock fór á toppinn Negla Elínar Klöru eitt af flottustu mörkum EM Liverpool liðið ferðast mest yfir jólin Sektaður fyrir að vera í sitthvorum skónum Fjórar knattspyrnukonur handteknar Jackson komst upp fyrir Eið Smára Tapsár Tyson Fury: „Hann fékk jólagjöfina sína of snemma“ Heiður að vera keypt á metfé frá Val: „Stórt og gott skref“ Luke Littler grét eftir leik Sara Björk á skotskónum í Sádi-Arabíu Michael Schumacher verður afi Tiger og sonur í forystu á feðgamótinu Skallaði þjálfara andstæðinganna eftir leik Versta frumraun í úrvalsdeild? Dagskráin í dag: Áttundi dagur heimsmeistaramótsins Segist bara hafa óskað dómurunum gleðilegra jóla Endar Rashford í Sádí-Arabíu? Meikle skaut Littler skelk í bringu Saka yfirgaf Selhurst Park á hækjum Bellingham tryggði Sunderland sigurinn Atletico rændi sigrinum í blálokin Haltur Mahomes skoraði snertimark Dobey áfram en úrslitin alls ekki öll eftir bókinni Juric tekinn við Southampton Kolstad vann toppslaginn Arsenal valtaði yfir Crystal Palace Isak með þrennu í stórsigri Newcastle Dana áberandi í síðasta leik ársins Sjá meira