„Hefði klárlega horft til Cloé ef hún hefði fengið möguleika á að spila“ Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 11. febrúar 2021 13:31 Cloé Lacasse skoraði grimmt fyrir ÍBV á árunum 2015-19. Þorsteinn Halldórsson þarf að bíða fram í apríl með að stýra íslenska kvennalandsliðinu í fyrsta sinn. Hann hefði kosið að vinna með liðinu í þessum mánuði en segir að það hafi verið rétt ákvörðun að fara ekki á æfingamótið í Frakklandi. Þorsteinn var ráðinn landsliðsþjálfari í síðasta mánuði og fyrsta verkefni hans með íslenska liðið átti að vera æfingamót í Frakklandi 17.-23. febrúar. Þar átti Ísland að mæta Frakklandi, Sviss og Noregi. Norðmenn drógu sig seinna úr keppni vegna ferðatakmarkana sem eru í gildi vegna kórónuveirufaraldursins. Í kjölfarið tók KSÍ ákvörðun um að senda íslenska liðið ekki til Frakklands. „Við hefðum viljað hitta þennan hóp, taka leiki og æfingar og byrja með látum. En þetta er bara niðurstaðan og það er ekkert við því að gera,“ sagði Þorsteinn við Svövu Kristínu Grétarsdóttur í Sportpakkanum í gær. „Svo gátum við heldur ekki valið leikmenn frá öllum löndum. Noregur og Bretland voru út úr myndinni. Þetta var skrítið ástand en við töldum að þetta væri rétt ákvörðun fyrir okkur.“ Áætlað er að næstu leikir Íslands, og þeir fyrstu undir stjórn Þorsteins, verði vináttuleikir 5.-13. apríl. Útséð er með að Cloé Lacasse, leikmaður Benfica, fái leikheimild með íslenska landsliðinu. Cloé lék með ÍBV hér á landi og fékk íslenskan ríkisborgararétt fyrir tæpum tveimur árum. Hún fær hins vegar ekki leikheimild frá Alþjóða knattspyrnusambandinu, FIFA, þar sem hún var ekki nógu lengi hér á landi. „Ég hefði klárlega horft til hennar ef hún hefði fengið möguleika á að spila en það er útilokað eins og staðan er í dag,“ sagði Þorsteinn um Cloé sem hefur raðað inn mörkum fyrir Benfica síðan hún kom til liðsins 2019. „Hún hefði þurft að taka eitt ár í viðbót hér á Íslandi og þá hefði það gengið. Þú þarft að búa fimm ár samfleytt í landi til að öðlast keppnisrétt og hún var hérna í fjögur ár og fjóra mánuði eða svo.“ Cloé, sem er frá Kanada, lék með ÍBV á árunum 2015-19 og skoraði 54 mörk í 79 deildarleikjum með liðinu. Hún varð bikarmeistari með ÍBV 2018. EM 2021 í Englandi Sportpakkinn Mest lesið „Hugur minn er bara hjá henni“ Íslenski boltinn Aubameyang syrgir fallinn félaga Fótbolti „Skitum á okkur í þriðja leikhluta“ Körfubolti Dagskráin í dag: Hvað gerir Man United? Sport „Þetta var skrýtinn leikur“ Íslenski boltinn Háspenna í umspili um sæti í Bónus deildinni Körfubolti „Fáránlega erfið sería“ Körfubolti Fimmtán ára KR-ingur tók metið af Eiði Smára: Fær hæfileikana frá mömmu Íslenski boltinn „Höfum afsannað allar spár sem hafa komið og ætlum að halda því áfram“ Íslenski boltinn Leik lokið: Valur - FH 0-0 | Markalaust í leik sem litaðist af ljótum meiðslum Íslenski boltinn Fleiri fréttir Uppbótartíminn: „Draumar eru til þess að stefna hátt“ „Þetta var skrýtinn leikur“ „Höfum afsannað allar spár sem hafa komið og ætlum að halda því áfram“ „Hugur minn er bara hjá henni“ Leik lokið: Valur - FH 0-0 | Markalaust í leik sem litaðist af ljótum meiðslum Viðar Örn að glíma við meiðsli Uppgjörið: Víkingur - Þór/KA 1-4 | Engin hamingja hjá heimakonum Uppgjörið: Tindastóll - FHL 1-0 | Stólarnir sýndu enga miskunn Bærinn seldi tækin úr ræktinni: „Vona að Fjarðabyggð sjái að sér“ Segir vandræðalegt að Valur hafi ekki unnið KR „Skemmtilegt að þroskast þannig sem leikmaður“ „Meira að hugsa um hvort ég geti unnið heilan vinnudag“ Fimmtán ára KR-ingur tók metið af Eiði Smára: Fær hæfileikana frá mömmu Byrjaði sem grín en endaði með því að Römer fór frá Lyngby til Akureyrar „Það sem klikkaði var að þær komust á lagið og gerðu vel“ Uppgjörið: Breiðablik - Stjarnan 6-1 | Meistararnir byrja af krafti „Gott að vera komin heim“ Uppgjörið: Þróttur - Fram 3-1 | Nýliðarnir máttu þola tap í endurkomunni Hin næstum fertuga Sif fær félagaskipti í Víking „Komin ótrúlega langt miðað við hversu stutt er síðan hún átti sitt fyrsta barn“ „Sýna þeim að þau gerðu mistök að segja samningnum upp“ „Það verður alltaf talað um hana“ „KA búið að leggja það í vana sinn að bregðast mjög seint við“ „Taka hringi á jörðinni og öskra eins og þú sért að fæða barn“ Besta spáin 2025: Skjöldurinn fer ekki neitt Besta-spáin 2025: Nýir tímar en sömu væntingar á Hlíðarenda Stúkan ræddi umdeilt víti KR-inga: „Þetta er ekkert eðlilega heimskulegt“ „Við erum búnir að brenna skipin“ Markmenn Bestu deildar kvenna: Hásætið laust „Þetta er fyrir utan teig“ Sjá meira
Þorsteinn var ráðinn landsliðsþjálfari í síðasta mánuði og fyrsta verkefni hans með íslenska liðið átti að vera æfingamót í Frakklandi 17.-23. febrúar. Þar átti Ísland að mæta Frakklandi, Sviss og Noregi. Norðmenn drógu sig seinna úr keppni vegna ferðatakmarkana sem eru í gildi vegna kórónuveirufaraldursins. Í kjölfarið tók KSÍ ákvörðun um að senda íslenska liðið ekki til Frakklands. „Við hefðum viljað hitta þennan hóp, taka leiki og æfingar og byrja með látum. En þetta er bara niðurstaðan og það er ekkert við því að gera,“ sagði Þorsteinn við Svövu Kristínu Grétarsdóttur í Sportpakkanum í gær. „Svo gátum við heldur ekki valið leikmenn frá öllum löndum. Noregur og Bretland voru út úr myndinni. Þetta var skrítið ástand en við töldum að þetta væri rétt ákvörðun fyrir okkur.“ Áætlað er að næstu leikir Íslands, og þeir fyrstu undir stjórn Þorsteins, verði vináttuleikir 5.-13. apríl. Útséð er með að Cloé Lacasse, leikmaður Benfica, fái leikheimild með íslenska landsliðinu. Cloé lék með ÍBV hér á landi og fékk íslenskan ríkisborgararétt fyrir tæpum tveimur árum. Hún fær hins vegar ekki leikheimild frá Alþjóða knattspyrnusambandinu, FIFA, þar sem hún var ekki nógu lengi hér á landi. „Ég hefði klárlega horft til hennar ef hún hefði fengið möguleika á að spila en það er útilokað eins og staðan er í dag,“ sagði Þorsteinn um Cloé sem hefur raðað inn mörkum fyrir Benfica síðan hún kom til liðsins 2019. „Hún hefði þurft að taka eitt ár í viðbót hér á Íslandi og þá hefði það gengið. Þú þarft að búa fimm ár samfleytt í landi til að öðlast keppnisrétt og hún var hérna í fjögur ár og fjóra mánuði eða svo.“ Cloé, sem er frá Kanada, lék með ÍBV á árunum 2015-19 og skoraði 54 mörk í 79 deildarleikjum með liðinu. Hún varð bikarmeistari með ÍBV 2018.
EM 2021 í Englandi Sportpakkinn Mest lesið „Hugur minn er bara hjá henni“ Íslenski boltinn Aubameyang syrgir fallinn félaga Fótbolti „Skitum á okkur í þriðja leikhluta“ Körfubolti Dagskráin í dag: Hvað gerir Man United? Sport „Þetta var skrýtinn leikur“ Íslenski boltinn Háspenna í umspili um sæti í Bónus deildinni Körfubolti „Fáránlega erfið sería“ Körfubolti Fimmtán ára KR-ingur tók metið af Eiði Smára: Fær hæfileikana frá mömmu Íslenski boltinn „Höfum afsannað allar spár sem hafa komið og ætlum að halda því áfram“ Íslenski boltinn Leik lokið: Valur - FH 0-0 | Markalaust í leik sem litaðist af ljótum meiðslum Íslenski boltinn Fleiri fréttir Uppbótartíminn: „Draumar eru til þess að stefna hátt“ „Þetta var skrýtinn leikur“ „Höfum afsannað allar spár sem hafa komið og ætlum að halda því áfram“ „Hugur minn er bara hjá henni“ Leik lokið: Valur - FH 0-0 | Markalaust í leik sem litaðist af ljótum meiðslum Viðar Örn að glíma við meiðsli Uppgjörið: Víkingur - Þór/KA 1-4 | Engin hamingja hjá heimakonum Uppgjörið: Tindastóll - FHL 1-0 | Stólarnir sýndu enga miskunn Bærinn seldi tækin úr ræktinni: „Vona að Fjarðabyggð sjái að sér“ Segir vandræðalegt að Valur hafi ekki unnið KR „Skemmtilegt að þroskast þannig sem leikmaður“ „Meira að hugsa um hvort ég geti unnið heilan vinnudag“ Fimmtán ára KR-ingur tók metið af Eiði Smára: Fær hæfileikana frá mömmu Byrjaði sem grín en endaði með því að Römer fór frá Lyngby til Akureyrar „Það sem klikkaði var að þær komust á lagið og gerðu vel“ Uppgjörið: Breiðablik - Stjarnan 6-1 | Meistararnir byrja af krafti „Gott að vera komin heim“ Uppgjörið: Þróttur - Fram 3-1 | Nýliðarnir máttu þola tap í endurkomunni Hin næstum fertuga Sif fær félagaskipti í Víking „Komin ótrúlega langt miðað við hversu stutt er síðan hún átti sitt fyrsta barn“ „Sýna þeim að þau gerðu mistök að segja samningnum upp“ „Það verður alltaf talað um hana“ „KA búið að leggja það í vana sinn að bregðast mjög seint við“ „Taka hringi á jörðinni og öskra eins og þú sért að fæða barn“ Besta spáin 2025: Skjöldurinn fer ekki neitt Besta-spáin 2025: Nýir tímar en sömu væntingar á Hlíðarenda Stúkan ræddi umdeilt víti KR-inga: „Þetta er ekkert eðlilega heimskulegt“ „Við erum búnir að brenna skipin“ Markmenn Bestu deildar kvenna: Hásætið laust „Þetta er fyrir utan teig“ Sjá meira