Nýr þáttur er settur í loftið hvern fimmtudag og í dag lenti fjórði þáttur á Stöð 2+.
Svokallað Æðipróf hefur vakið mikla athygli á samfélagsmiðlum síðustu daga en þar getur þú svarað nokkrum misvísindalegum spurningum og séð hvaða persóna úr Æði þáttaröðinni þú ert. Patrekur, Binni Glee eða Bassi. Á innan við sólarhring hafa meira en sex þúsund einstaklingar tekið prófið.
Þeir sem vilja dýpka áhorfið á þáttunum geta hlustað á vikulega hlaðvarpsþætti þar sem Patrekur, Bassi og Binni fara yfir það sem gerðist bak við tjöldin við gerð þáttanna og annað sem þeim dettur í hug. Hægt er að hlusta á þriðja hlaðvarpsþátt Æði hér fyrir neðan.