Martin spilar við Real Madrid í kvöld á konunglegu bikarúrslitahelginni Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 11. febrúar 2021 14:30 Martin Hermannsson varð bikarmeistari í Þýskalandi á síðustu leiktíð. Getty/ JM Casares Átta bestu liðin í spænsku deildinni keppa um spænska konungsbikarinn á næstu fjórum dögum. Martin Hermannsson er eini Íslendingurinn sem er með að þessu sinni. Martin Hermannsson og félagar í Valencia mæta Real Madrid í kvöld í átta liða úrslitum spænska Konungsbikarsins. Stöð 2 Sport sýnir fimm af sjö leikjum bikarúrslitahelgarinnar í beinni útsendingu. Spænski konungsbikarinn í körfubolta er bikarkeppni milli átta efstu liðanna í ACB deildarinni og er hann kláraður á rúmlega einni helgi. Fjögur efstu liðin gátu ekki mæst innbyrðis en síðan var dregið um hvaða liðum þau mæta af liðunum í fimmta til áttunda sæti. View this post on Instagram A post shared by Valencia Basket (@valenciabasket) Martin Hermannsson og félagar í Valencia höfðu ekki alveg heppnina með sér í drættinum því þeir lentu á móti toppliði Reaæ Madrid sem hefur unnið sextán af sautján deildarleikjum sínum á leiktíðinni. Valencia er í sjötta sæti í spænsku deildinni með tólf sigra í átján leikjum. Real Madrid er líka á heimavelli því öll úrslitahelgin fer fram í WiZink Center í Madrid. Þetta verður þriðji leikur liðanna á tímabilinu og í þriðju keppninni. Real Madrid vann átta stiga sigur á Valencia, 86-78, í deildarleik liðanna í nóvember en tæpum mánuði áður hafði Valencia unnið sextán stiga sigur, 93-77, í leik liðanna í Euroleague. Martin Hermannsson var með sex stig og fjórar stoðsendingar á rúmum 24 mínútum í Euroleague leiknum en var aðeins með tvö stig á sautján mínútum í deildarleiknum. Tveir leikir í átta liða úrslitunum fara fram í kvöld en hinir tveir eru svo á morgun. Undanúrslitaleikirnir eru á laugardaginn og úrslitaleikurinn er síðan á sunnudaginn. Stöð 2 Sport sýnir tvo af fjórum leikjum átta liða úrslitanna í beinni útsendingu og svo báða undanúrslitaleikina og úrslitaleikinn. 8 sueños que despiertan La #CopaACB ya espera en su PalacioDonde se cruzan los caminos pic.twitter.com/3CVC5Xz9Df— #CopaACB (@ACBCOM) February 9, 2021 Leikur Real Madrid og Valencia hefst klukkan 20.30 en útsendingin á Stöð 2 Sport 4 hefst klukkan 20.20. Hinn leikur dagsins er viðureign Lenovo Tenerife og Hereda San Pablo Burgos. Á morgun verður leikur sýndur beint TD Systems Baskonia og Joventut Badalona en útsendingin á Stöð 2 Sport 2 klukkan 17.20. Seinni leikur gærdagsins er viðureign Barcelona og Unicaja. Takist Martin og félögum að slá Real Madrid út þá mæta þeir sigurvegaranum úr leik Lenovo Tenerife og Hereda San Pablo Burgos á laugardaginn. Spænski körfuboltinn, ACB, er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. ACB er hluti af Stöð 2 Sport erlent sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur. Spænski körfuboltinn Mest lesið Sauð upp úr á blaðamannafundi Hollands á EM Fótbolti Liverpool borgar fjölskyldu Jota það sem hann átti eftir af samningnum Sport Taka ákvörðun um Glódísi á leikdag Fótbolti Óvissan tekur við hjá Hákoni Enski boltinn Uppgjörið: ÍBV - Víkingur 0-0 | Hundleiðinlegt í Eyjum Íslenski boltinn Heimir og Lagerbäck sameinaðir á ný Fótbolti Þrennubikar Man. United geymdur á Anfield Enski boltinn Uppgjörið: Vestri - Valur 0-2 | Valur heldur pressu á Víkingum Íslenski boltinn Uppgjörið: ÍA - Fram 0-1 | Vuk heldur áfram að skora Íslenski boltinn Oasis tileinkaði Diogo Jota lag á fyrstu tónleikunum í sextán ár Enski boltinn Fleiri fréttir Hægt að skoða EuroBasket bikarinn og fá áritun hjá strákunum Þórsarar semja við Grikkja og Bandarikjamann Rauða pandan í NBA útskrifuð af sjúkrahúsi Helgi Magg hættir í Körfuboltakvöldi og semur við Grindavík Fær 2,7 milljarða á ári næstu fimm ár fyrir að spila ekki með liðinu Skórnir hennar seldust upp á mínútu Mike Brown sagður vera að taka við New York Knicks Sænsk landsliðskona til Grindavíkur Belgar vörðu Evrópumeistaratitilinn James tekur einn dans enn í það minnsta Körfuboltaspjald með Jordan seldist á 243 milljónir króna Einhenta undrið ekki í NBA Penninn á lofti í Keflavík Stólarnir búnir að semja við „DNA-ið í félaginu“ Tönnin slegin úr henni og var svo bannað að koma aftur inn á völlinn Fotios spilar 42 ára með Fjölni Cooper Flagg gerir sér grein fyrir pressunni sem verður á honum Flagg fer til Dallas Boston Celtics losar sig við annan lykilmann úr meistaraliðinu Valskonur fá fyrrum Íslandsmeistara til liðsins Vildi fleiri mínútur og stærra hlutverk Boston Celtics sparar sér fimm milljarða í lúxusskatt Haliburton sér ekki eftir neinu: „Ég myndi gera þetta aftur og aftur“ „Búið að vera ómannlegt álag á þeim síðustu tíu mánuðina“ Drakk áfengi í fyrsta sinn eftir hann varð NBA meistari Sjáðu þegar Tyrese Haliburton virðist slíta hásin í oddaleiknum OKC byrjað að undirbúa sigurhátíð sína fyrir leikinn Tom Brady setur LeBron James fyrir ofan Jordan Bara fjögur útilið hafa unnið oddaleik um NBA titilinn Durant var uppi á sviði þegar hann frétti af skiptunum Sjá meira
Martin Hermannsson og félagar í Valencia mæta Real Madrid í kvöld í átta liða úrslitum spænska Konungsbikarsins. Stöð 2 Sport sýnir fimm af sjö leikjum bikarúrslitahelgarinnar í beinni útsendingu. Spænski konungsbikarinn í körfubolta er bikarkeppni milli átta efstu liðanna í ACB deildarinni og er hann kláraður á rúmlega einni helgi. Fjögur efstu liðin gátu ekki mæst innbyrðis en síðan var dregið um hvaða liðum þau mæta af liðunum í fimmta til áttunda sæti. View this post on Instagram A post shared by Valencia Basket (@valenciabasket) Martin Hermannsson og félagar í Valencia höfðu ekki alveg heppnina með sér í drættinum því þeir lentu á móti toppliði Reaæ Madrid sem hefur unnið sextán af sautján deildarleikjum sínum á leiktíðinni. Valencia er í sjötta sæti í spænsku deildinni með tólf sigra í átján leikjum. Real Madrid er líka á heimavelli því öll úrslitahelgin fer fram í WiZink Center í Madrid. Þetta verður þriðji leikur liðanna á tímabilinu og í þriðju keppninni. Real Madrid vann átta stiga sigur á Valencia, 86-78, í deildarleik liðanna í nóvember en tæpum mánuði áður hafði Valencia unnið sextán stiga sigur, 93-77, í leik liðanna í Euroleague. Martin Hermannsson var með sex stig og fjórar stoðsendingar á rúmum 24 mínútum í Euroleague leiknum en var aðeins með tvö stig á sautján mínútum í deildarleiknum. Tveir leikir í átta liða úrslitunum fara fram í kvöld en hinir tveir eru svo á morgun. Undanúrslitaleikirnir eru á laugardaginn og úrslitaleikurinn er síðan á sunnudaginn. Stöð 2 Sport sýnir tvo af fjórum leikjum átta liða úrslitanna í beinni útsendingu og svo báða undanúrslitaleikina og úrslitaleikinn. 8 sueños que despiertan La #CopaACB ya espera en su PalacioDonde se cruzan los caminos pic.twitter.com/3CVC5Xz9Df— #CopaACB (@ACBCOM) February 9, 2021 Leikur Real Madrid og Valencia hefst klukkan 20.30 en útsendingin á Stöð 2 Sport 4 hefst klukkan 20.20. Hinn leikur dagsins er viðureign Lenovo Tenerife og Hereda San Pablo Burgos. Á morgun verður leikur sýndur beint TD Systems Baskonia og Joventut Badalona en útsendingin á Stöð 2 Sport 2 klukkan 17.20. Seinni leikur gærdagsins er viðureign Barcelona og Unicaja. Takist Martin og félögum að slá Real Madrid út þá mæta þeir sigurvegaranum úr leik Lenovo Tenerife og Hereda San Pablo Burgos á laugardaginn. Spænski körfuboltinn, ACB, er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. ACB er hluti af Stöð 2 Sport erlent sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur.
Spænski körfuboltinn, ACB, er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. ACB er hluti af Stöð 2 Sport erlent sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur.
Spænski körfuboltinn Mest lesið Sauð upp úr á blaðamannafundi Hollands á EM Fótbolti Liverpool borgar fjölskyldu Jota það sem hann átti eftir af samningnum Sport Taka ákvörðun um Glódísi á leikdag Fótbolti Óvissan tekur við hjá Hákoni Enski boltinn Uppgjörið: ÍBV - Víkingur 0-0 | Hundleiðinlegt í Eyjum Íslenski boltinn Heimir og Lagerbäck sameinaðir á ný Fótbolti Þrennubikar Man. United geymdur á Anfield Enski boltinn Uppgjörið: Vestri - Valur 0-2 | Valur heldur pressu á Víkingum Íslenski boltinn Uppgjörið: ÍA - Fram 0-1 | Vuk heldur áfram að skora Íslenski boltinn Oasis tileinkaði Diogo Jota lag á fyrstu tónleikunum í sextán ár Enski boltinn Fleiri fréttir Hægt að skoða EuroBasket bikarinn og fá áritun hjá strákunum Þórsarar semja við Grikkja og Bandarikjamann Rauða pandan í NBA útskrifuð af sjúkrahúsi Helgi Magg hættir í Körfuboltakvöldi og semur við Grindavík Fær 2,7 milljarða á ári næstu fimm ár fyrir að spila ekki með liðinu Skórnir hennar seldust upp á mínútu Mike Brown sagður vera að taka við New York Knicks Sænsk landsliðskona til Grindavíkur Belgar vörðu Evrópumeistaratitilinn James tekur einn dans enn í það minnsta Körfuboltaspjald með Jordan seldist á 243 milljónir króna Einhenta undrið ekki í NBA Penninn á lofti í Keflavík Stólarnir búnir að semja við „DNA-ið í félaginu“ Tönnin slegin úr henni og var svo bannað að koma aftur inn á völlinn Fotios spilar 42 ára með Fjölni Cooper Flagg gerir sér grein fyrir pressunni sem verður á honum Flagg fer til Dallas Boston Celtics losar sig við annan lykilmann úr meistaraliðinu Valskonur fá fyrrum Íslandsmeistara til liðsins Vildi fleiri mínútur og stærra hlutverk Boston Celtics sparar sér fimm milljarða í lúxusskatt Haliburton sér ekki eftir neinu: „Ég myndi gera þetta aftur og aftur“ „Búið að vera ómannlegt álag á þeim síðustu tíu mánuðina“ Drakk áfengi í fyrsta sinn eftir hann varð NBA meistari Sjáðu þegar Tyrese Haliburton virðist slíta hásin í oddaleiknum OKC byrjað að undirbúa sigurhátíð sína fyrir leikinn Tom Brady setur LeBron James fyrir ofan Jordan Bara fjögur útilið hafa unnið oddaleik um NBA titilinn Durant var uppi á sviði þegar hann frétti af skiptunum Sjá meira