Ancelotti talaði um örlagastund fyrir Everton en veðjar hann á Gylfa í kvöld? Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 10. febrúar 2021 13:31 Gylfi Þór Sigurðsson skoraði í síðasta leik sínum í byrjunarliðinu. Getty/Michael Regan Stórleikur kvöldsins í ensku bikarkeppninni er leikur Everton og Tottenham í sextán liða úrslitum ensku bikarkeppninnar sem verður spilaður á Goodison Park. Gylfi Þór Sigurðsson og félagar í Everton náðu dramatísku jafntefli á móti Manchester United í ensku úrvalsdeildinni um síðustu helgi en geta nú komist í átta liða úrslit bikarsins með sigri á gamla liði Gylfa í Tottenham. Everton hefur náð fjórum stigum út úr síðustu deildarleikjum sínum og er nú aðeins þremur stigum á eftir Liverpool sem situr í síðasta Meistaradeildarsætinu. Eini raunhæfi möguleiki Everton á því að vinna titil á tímabilinu er aftur á móti að fara alla leið í enska bikarnum. Everton vann 1-0 sigur á Tottenham þegar liðin mættust í ensku úrvalsdeildinni í byrjun tímabilsins. „Þetta er örlagastund fyrir alla hjá Everton og mjög mikilvægur kafli á tímabilinu. Nú ætlum við okkur að komast í átta liða úrslitin sem væri mjög mikilvægt fyrir okkur,“ sagði Carlo Ancelotti, knattspyrnustjóri Everton, á blaðamannafundi fyrir leikinn. | Key Points from Carlo Ancelotti s Press Conference ahead of Spurs; Jordan Pickford and James Rodriguez to be assessed today! Allan not ready yet. Carlo hopeful he ll be back for Sunday! Carlo: I know how Evertonians are desperate to win trophies. #EFC #COYB pic.twitter.com/MSAzHlqQoV— TheMightyBlues (@MightyBluesYT) February 9, 2021 „Ég veit að Everton fólk vill að við vinnum titla. Við erum að vinna að því markmiði en ég veit ekki hvort að þetta sé rétti tíminn til þess. Það eina sem ég get sagt er að við erum að gera allt okkar til að ná í titla sem fyrst,“ sagði Ancelotti. Gylfi byrjaði á bekknum í leiknum á móti Manchester United um helgina en Gylfi hafði byrjaði og skorað í leiknum á undan þar sem Everton vann 2-1 sigur á Leeds. Gylfi hefur ekki verið á varamannabekknum í tveimur leikjum í röð síðan í nóvember og góð frammistaða hans að undanförnu skilar okkar manni vonandi sæti í byrjunarliðinu í þessum mikilvæga leik. Þegar Everton vann Totteham í september þá skoraði Dominic Calvert-Lewin sigurmarkið eftir aukaspyrnu á 55. mínútu. Gylfi komi ekki inn á völlinn fyrr en þrettán mínútum síðar. Ancelotti talaði um þann leik á blaðamannafundinum sem boðar kannski ekki alltof gott fyrir íslenska landsliðsmanninn. „Þeir eru með frábært lið og hafa gæði í liðinu, gott skipulag í vörn sem sókn og góðan stjórna. Við stóðum okkur vel á móti þeim síðast og ég von að við getum spilað svipaða leik og í byrjun tímabilsins,“ sagði Ancelotti. watch on YouTube Í 1-0 sigrinum á Tottenham þá byrjaði Ancelotti með Abdoulaye Doucouré og André Gomes á miðjunni með Allan fyrir aftan þá. Allan er meiddur og verður ekki með í kvöld. Abdoulaye Doucouré og André Gomes byrjuðu báðir á móti Manchester United og þá var Tom Davies með þeim. Tom Davies kom inn á miðjuna fyrir Gylfa og stóð sig vel. Það verður athyglisvert að sjá hvort Ancelotti veðji á Gylfa eða Tom Davies í þessum úrslitaleik í kvöld. James Rodriguez og Jordan Pickford eru báðir tæpir og fjarvera Rodriguez gæti kallað að aðrar útfærslur. Leikur Everton og Tottenham hefst klukkan 20.15 og verður sýndur beint á Stöð 2 Sport 2 frá klukkan 20.05. Allir fjórir bikarleikir kvöldsins eru í beinni á sportstöðvunum. Leikur Swansea City og Manchester City er í beinni á Stöð 2 Sport 2 frá klukkan 17.20, leikur Sheffield United og Bristol City er í beinni á Stöð 2 Sport frá klukkan 19.20 og leikur Leicester og Brighton er í beinni á Stöð 2 Sport 4 frá klukkan 19.20. Enska bikarkeppnin, FA Cup, er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. FA Cup er hluti af Stöð 2 Sport erlent sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur. Enski boltinn Mest lesið Dramatík í víðavangshlaupinu: Þorsteinn dæmdur úr leik fyrir að hrinda Arnari Sport Dramatískur endurkomusigur United Enski boltinn Uppgjörið: KR - ÍBV 2-1| Einum sigri í viðbót frá því að bjarga sér Íslenski boltinn „Langar að segja að ég hafi aldrei verið hrædd en var það allan tímann“ Handbolti Vallarþulurinn í Keflavík lét Ægi Þór heyra það Körfubolti „Fannst slakt að fá skilaboðin í gegnum messenger“ Fótbolti Uppgjörið: Afturelding - Vestri 1-1 | Jöfnunarmark á lokasekúndunum Íslenski boltinn Mbappé getur ekki keyrt nýja bílinn sinn Fótbolti Uppgjörið: KA - ÍA 5-1 | Skagamenn fengu á baukinn en eru hólpnir Íslenski boltinn Uppgjörið: Portúgal - Ísland 26-25 | Annar eltingaleikur íslenska liðsins endar með öðru tapi Handbolti Fleiri fréttir Dramatískur endurkomusigur United Þriðji deildarsigur Villa í röð Mancini og Dyche á óskalista Forest Þrenna Mateta kom í veg fyrir að Bournemouth kæmist á toppinn Arsenal vann Lundúnaslaginn Haaland skaut City á toppinn Postecoglou rekinn Hitnar enn undir Postecoglou Fékk fjögur rauð gegn Liverpool Guéhi hafnaði samningstilboði frá Palace og fer næsta sumar Stjórinn og fyrirliðinn koma Wirtz til varnar Maðurinn sem vildi breyta nafninu sínu í Manchester United er allur Amorim ræddi stuðningsyfirlýsinguna frá Ratcliffe: „Ég vil ekki hugsa þannig“ Sjáðu bestu mörkin úr leikjum Liverpool og Man. Utd Wildcard-liðið hans Alberts: Þrír frá Arsenal en langar ekki að velja Salah Skjátlaðist um Palmer sem verður lengi frá keppni Mamardashvili í markinu gegn United Zaha segir ásakanir Mateta ógeðslegar Báru saman lið Rikka G og Egils Ploder í Fantasýn: „Rikka gengur aðeins betur“ Vildi ekki að börnin sín myndu alast upp í Englandi „Skora á yfirvöld að afturkalla þessa huglausu ákvörðun“ Hatrið á sér heillanga sögu: Hitað upp fyrir uppgjör ensku risanna Fékk bann fyrir fagnið á móti Liverpool Sjáðu öll mörk Salahs gegn United Snýr aftur eftir 30 mánaða bann Móðgaði Everton sem svaraði fyrir sig á samfélagsmiðlum Coote viðurkennir að hafa framleitt barnaníðsefni Ødegaard frá fram yfir næsta landsleikjahlé Brakið úr bílslysi Michail Antonio var til sölu á eBay Rooney er ósammála Gerrard Sjá meira
Gylfi Þór Sigurðsson og félagar í Everton náðu dramatísku jafntefli á móti Manchester United í ensku úrvalsdeildinni um síðustu helgi en geta nú komist í átta liða úrslit bikarsins með sigri á gamla liði Gylfa í Tottenham. Everton hefur náð fjórum stigum út úr síðustu deildarleikjum sínum og er nú aðeins þremur stigum á eftir Liverpool sem situr í síðasta Meistaradeildarsætinu. Eini raunhæfi möguleiki Everton á því að vinna titil á tímabilinu er aftur á móti að fara alla leið í enska bikarnum. Everton vann 1-0 sigur á Tottenham þegar liðin mættust í ensku úrvalsdeildinni í byrjun tímabilsins. „Þetta er örlagastund fyrir alla hjá Everton og mjög mikilvægur kafli á tímabilinu. Nú ætlum við okkur að komast í átta liða úrslitin sem væri mjög mikilvægt fyrir okkur,“ sagði Carlo Ancelotti, knattspyrnustjóri Everton, á blaðamannafundi fyrir leikinn. | Key Points from Carlo Ancelotti s Press Conference ahead of Spurs; Jordan Pickford and James Rodriguez to be assessed today! Allan not ready yet. Carlo hopeful he ll be back for Sunday! Carlo: I know how Evertonians are desperate to win trophies. #EFC #COYB pic.twitter.com/MSAzHlqQoV— TheMightyBlues (@MightyBluesYT) February 9, 2021 „Ég veit að Everton fólk vill að við vinnum titla. Við erum að vinna að því markmiði en ég veit ekki hvort að þetta sé rétti tíminn til þess. Það eina sem ég get sagt er að við erum að gera allt okkar til að ná í titla sem fyrst,“ sagði Ancelotti. Gylfi byrjaði á bekknum í leiknum á móti Manchester United um helgina en Gylfi hafði byrjaði og skorað í leiknum á undan þar sem Everton vann 2-1 sigur á Leeds. Gylfi hefur ekki verið á varamannabekknum í tveimur leikjum í röð síðan í nóvember og góð frammistaða hans að undanförnu skilar okkar manni vonandi sæti í byrjunarliðinu í þessum mikilvæga leik. Þegar Everton vann Totteham í september þá skoraði Dominic Calvert-Lewin sigurmarkið eftir aukaspyrnu á 55. mínútu. Gylfi komi ekki inn á völlinn fyrr en þrettán mínútum síðar. Ancelotti talaði um þann leik á blaðamannafundinum sem boðar kannski ekki alltof gott fyrir íslenska landsliðsmanninn. „Þeir eru með frábært lið og hafa gæði í liðinu, gott skipulag í vörn sem sókn og góðan stjórna. Við stóðum okkur vel á móti þeim síðast og ég von að við getum spilað svipaða leik og í byrjun tímabilsins,“ sagði Ancelotti. watch on YouTube Í 1-0 sigrinum á Tottenham þá byrjaði Ancelotti með Abdoulaye Doucouré og André Gomes á miðjunni með Allan fyrir aftan þá. Allan er meiddur og verður ekki með í kvöld. Abdoulaye Doucouré og André Gomes byrjuðu báðir á móti Manchester United og þá var Tom Davies með þeim. Tom Davies kom inn á miðjuna fyrir Gylfa og stóð sig vel. Það verður athyglisvert að sjá hvort Ancelotti veðji á Gylfa eða Tom Davies í þessum úrslitaleik í kvöld. James Rodriguez og Jordan Pickford eru báðir tæpir og fjarvera Rodriguez gæti kallað að aðrar útfærslur. Leikur Everton og Tottenham hefst klukkan 20.15 og verður sýndur beint á Stöð 2 Sport 2 frá klukkan 20.05. Allir fjórir bikarleikir kvöldsins eru í beinni á sportstöðvunum. Leikur Swansea City og Manchester City er í beinni á Stöð 2 Sport 2 frá klukkan 17.20, leikur Sheffield United og Bristol City er í beinni á Stöð 2 Sport frá klukkan 19.20 og leikur Leicester og Brighton er í beinni á Stöð 2 Sport 4 frá klukkan 19.20. Enska bikarkeppnin, FA Cup, er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. FA Cup er hluti af Stöð 2 Sport erlent sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur.
Enska bikarkeppnin, FA Cup, er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. FA Cup er hluti af Stöð 2 Sport erlent sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur.
Enski boltinn Mest lesið Dramatík í víðavangshlaupinu: Þorsteinn dæmdur úr leik fyrir að hrinda Arnari Sport Dramatískur endurkomusigur United Enski boltinn Uppgjörið: KR - ÍBV 2-1| Einum sigri í viðbót frá því að bjarga sér Íslenski boltinn „Langar að segja að ég hafi aldrei verið hrædd en var það allan tímann“ Handbolti Vallarþulurinn í Keflavík lét Ægi Þór heyra það Körfubolti „Fannst slakt að fá skilaboðin í gegnum messenger“ Fótbolti Uppgjörið: Afturelding - Vestri 1-1 | Jöfnunarmark á lokasekúndunum Íslenski boltinn Mbappé getur ekki keyrt nýja bílinn sinn Fótbolti Uppgjörið: KA - ÍA 5-1 | Skagamenn fengu á baukinn en eru hólpnir Íslenski boltinn Uppgjörið: Portúgal - Ísland 26-25 | Annar eltingaleikur íslenska liðsins endar með öðru tapi Handbolti Fleiri fréttir Dramatískur endurkomusigur United Þriðji deildarsigur Villa í röð Mancini og Dyche á óskalista Forest Þrenna Mateta kom í veg fyrir að Bournemouth kæmist á toppinn Arsenal vann Lundúnaslaginn Haaland skaut City á toppinn Postecoglou rekinn Hitnar enn undir Postecoglou Fékk fjögur rauð gegn Liverpool Guéhi hafnaði samningstilboði frá Palace og fer næsta sumar Stjórinn og fyrirliðinn koma Wirtz til varnar Maðurinn sem vildi breyta nafninu sínu í Manchester United er allur Amorim ræddi stuðningsyfirlýsinguna frá Ratcliffe: „Ég vil ekki hugsa þannig“ Sjáðu bestu mörkin úr leikjum Liverpool og Man. Utd Wildcard-liðið hans Alberts: Þrír frá Arsenal en langar ekki að velja Salah Skjátlaðist um Palmer sem verður lengi frá keppni Mamardashvili í markinu gegn United Zaha segir ásakanir Mateta ógeðslegar Báru saman lið Rikka G og Egils Ploder í Fantasýn: „Rikka gengur aðeins betur“ Vildi ekki að börnin sín myndu alast upp í Englandi „Skora á yfirvöld að afturkalla þessa huglausu ákvörðun“ Hatrið á sér heillanga sögu: Hitað upp fyrir uppgjör ensku risanna Fékk bann fyrir fagnið á móti Liverpool Sjáðu öll mörk Salahs gegn United Snýr aftur eftir 30 mánaða bann Móðgaði Everton sem svaraði fyrir sig á samfélagsmiðlum Coote viðurkennir að hafa framleitt barnaníðsefni Ødegaard frá fram yfir næsta landsleikjahlé Brakið úr bílslysi Michail Antonio var til sölu á eBay Rooney er ósammála Gerrard Sjá meira
Uppgjörið: Portúgal - Ísland 26-25 | Annar eltingaleikur íslenska liðsins endar með öðru tapi Handbolti
Uppgjörið: Portúgal - Ísland 26-25 | Annar eltingaleikur íslenska liðsins endar með öðru tapi Handbolti