Sportið í dag: „Hakan hrynur ekkert í gólfið ef það kemur tilkynning frá Val“ Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 9. febrúar 2021 13:50 Björgvin Páll Gústavsson kom til Hauka frá Skjern í Danmörku fyrir tímabilið. Stoppið í Hafnarfirði verður þó styttra en búist var við. vísir/vilhelm Það kæmi lítið á óvart ef Björgvin Páll Gústavsson gengi í raðir Vals í sumar. Þetta sagði Henry Birgir Gunnarsson í Sportinu í dag. Í gærkvöldi sendu Haukar frá sér tilkynningu þar sem fram kom að Björgvin hefði nýtt sér uppsagnarákvæði í samningi sínum við félagið. Í tilkynningu sagði Björgvin að hann vildi komast í fullt starf við handbolta til að geta varið meiri tíma með fjölskyldu sinni. Málefni Björgvins voru rædd í Sportinu í dag. „Það er auðvitað mjög sérstakt að greina frá þessu núna en á móti kemur, hefði verið hægt að halda þessu leyndu?“ sagði Henry Birgir. Hann segir að Aron Kristjánsson, þjálfari Hauka, sé eflaust pirraður að missa Björgvin þótt hann sé ekki pirraður út í hann sjálfan. Langlíklegast þykir að Björgvin fari til Vals sem yrði góð lending fyrir báða aðila segir Henry Birgir. „Við höfum heimildir fyrir því að það sé mjög líklega aðalástæðan fyrir því að hann nýtti sér þetta uppsagnarákvæði. Og það þarf ekkert að koma á óvart. Valur er fjársterkasta félag landsins, ætla sér alltaf stóra hluti og eru fullir af metnaði. Markvarðateymi Vals hefur valdið gríðarlega miklum vonbrigðum og Björgvin Páll hefur verið besti markvörður Íslands í meira en áratug. Hann er það góður að titlar vinnast með hann innanborðs,“ sagði Henry Birgir. „Ég er ekkert hissa á því ef það er rétt að Valur sé að ganga með grasið í skónum á eftir honum og semja við hann. Valsmenn eru að reyna að bæta atvinnumannaumhverfi í sínum íþróttum og það að ráða Björgvin Pál inn í hundrað prósent starf og láta hann sinna einhverju öðru með er rökrétt skref hjá félagi sem hefur efni á því. Hakan á mér hrynur ekkert í gólfið ef það kemur tilkynning frá Val í dag að Björgvin sé kominn þangað frá og með næsta sumri.“ Henry Birgir efast um að þessi tíðindi, að Björgvin yfirgefi Hauka í sumar, muni ekki hafa áhrif á að hann eða samherja hans það sem eftir lifir tímabils. „Hann er toppmaður, góður í hóp og algjör fagmaður. Hann mun gefa 120 prósent. Auðvitað er Aron pirraður og þarf að fara að huga að næstu leiktíð en hann vill bara vinna titilinn núna. Andri Scheving fær kannski aðeins meiri tíma. Síðan kalla Haukar Stefán Huldar [Stefánsson] heim frá Gróttu,“ sagði Henry Birgir en umræddur Stefán Huldar er í láni hjá Gróttu frá Haukum og hefur leikið einkar vel í vetur. Sportið í dag er hlaðvarpsþáttur um íþróttir sem er aðgengilegur á hlaðvarpsvef Vísis og í útvarpsappi Bylgjunnar, FM957 og X-ins. Náðu í appið í App Store og Google Play. Olís-deild karla Haukar Valur Sportið í dag Tengdar fréttir Björgvin Páll til Vals? „Of mikill fagmaður til að þetta hafi áhrif“ Björgvin Páll Gústavsson, landsliðsmarkvörður í handbolta, gæti verið á leið til Vals í sumar eftir að ljóst varð að hann yrði ekki áfram hjá Haukum. Málið var rætt í Seinni bylgjunni á Stöð 2 Sport í gærkvöld. 9. febrúar 2021 09:59 Björgvin yfirgefur Hauka í sumar Björgvin Páll Gústavsson mun yfirgefa Hauka eftir leiktíðina í Olís deild karla og róa önnur mið. Þetta var staðfest á heimasíðu félagsins nú í kvöld. 8. febrúar 2021 22:37 Mest lesið Magnað heimsmet í hálfu maraþoni Sport Pat Vellner valdi að fara sömu leið og Anníe Mist Sport Armstrong til Man United frá PSG Enski boltinn Leeds mun banna stuðningsfólk sem syngur and-palestínska söngva Enski boltinn Ekki sama hvort það er „fuck off“ eða „fuck you“ Fótbolti Nistelrooy og Keown grófu stríðsöxina og slógu á létta strengi Enski boltinn Dagskráin í dag: Fótbolti, körfubolti og keila Sport Sektar eigin leikmenn eftir tapið gegn Víkingum Fótbolti KR lánar Óðinn til ÍR Íslenski boltinn Amad líklega frá út tímabilið Enski boltinn Fleiri fréttir Óðinn Þór markahæstur að venju KA/Þór beint aftur upp í deild þeirra bestu Heimsmeistararnir gengu frá lærisveinum Guðjóns Vals „Vorum nokkurn veginn búnir að kortleggja þetta“ Uppgjörið: Haukar - Jeruzalem Ormoz 31-23 | Öruggt hjá Haukum gegn slöku slóvensku liði Valsmenn skoruðu 48 í Breiðholti Haukar töpuðu stórt í Tékklandi Framkonur stálheppnar að missa ekki sigurinn ÍR skellti í lás og fór upp fyrir Stjörnuna Sviptur HM vegna mistaka í lyfjaprófi Sigursteinn setti fjórtán ára son sinn inn á gólfið í Olís deildinni Fyrsti sigur FH-inga á árinu kom þeim í toppsætið Danir fela HM-styttuna Svaðilför og svik umboðsmanns: „Þeir eiginlega bara gengu fram af mér“ Orri Freyr fullkominn í Meistaradeildinni í kvöld Framarar á toppinn eftir sigur á Akureyri Aron sá eini sem spilaði í Íslendingaslag Keyptu stærstu stjörnu Noregs af Íslendingaliðinu Frábær útisigur Magdeburg í Pólland „Hefði verið algjörlega brjálaður ef dæminu hefði verið snúið við“ „Þetta var skrautlegur handboltaleikur“ Eyjakonur náðu í fyrsta stigið sitt í 123 daga Sigvaldi sá eini sem komst á blað í Meistaradeildinni Agnar Smári semur til ársins 2027 Uppgjörið: Haukar - ÍBV 28-24 | Eyjamenn sjálfum sér verstir Kári fárveikur í HM-stofunni og endaði í hjartaþræðingu „Mátt kvarta ef þú ert með einhverja hugmynd til að leysa vandamálið“ Hve há eru launin hjá besta handboltamanni heims? „Gott að koma inn á og fá nokkrar mínútur“ Uppgjörið: Valur - FH 33-26 | Sannfærandi heimasigur á Hlíðarenda og toppbaráttan herðist Sjá meira
Í gærkvöldi sendu Haukar frá sér tilkynningu þar sem fram kom að Björgvin hefði nýtt sér uppsagnarákvæði í samningi sínum við félagið. Í tilkynningu sagði Björgvin að hann vildi komast í fullt starf við handbolta til að geta varið meiri tíma með fjölskyldu sinni. Málefni Björgvins voru rædd í Sportinu í dag. „Það er auðvitað mjög sérstakt að greina frá þessu núna en á móti kemur, hefði verið hægt að halda þessu leyndu?“ sagði Henry Birgir. Hann segir að Aron Kristjánsson, þjálfari Hauka, sé eflaust pirraður að missa Björgvin þótt hann sé ekki pirraður út í hann sjálfan. Langlíklegast þykir að Björgvin fari til Vals sem yrði góð lending fyrir báða aðila segir Henry Birgir. „Við höfum heimildir fyrir því að það sé mjög líklega aðalástæðan fyrir því að hann nýtti sér þetta uppsagnarákvæði. Og það þarf ekkert að koma á óvart. Valur er fjársterkasta félag landsins, ætla sér alltaf stóra hluti og eru fullir af metnaði. Markvarðateymi Vals hefur valdið gríðarlega miklum vonbrigðum og Björgvin Páll hefur verið besti markvörður Íslands í meira en áratug. Hann er það góður að titlar vinnast með hann innanborðs,“ sagði Henry Birgir. „Ég er ekkert hissa á því ef það er rétt að Valur sé að ganga með grasið í skónum á eftir honum og semja við hann. Valsmenn eru að reyna að bæta atvinnumannaumhverfi í sínum íþróttum og það að ráða Björgvin Pál inn í hundrað prósent starf og láta hann sinna einhverju öðru með er rökrétt skref hjá félagi sem hefur efni á því. Hakan á mér hrynur ekkert í gólfið ef það kemur tilkynning frá Val í dag að Björgvin sé kominn þangað frá og með næsta sumri.“ Henry Birgir efast um að þessi tíðindi, að Björgvin yfirgefi Hauka í sumar, muni ekki hafa áhrif á að hann eða samherja hans það sem eftir lifir tímabils. „Hann er toppmaður, góður í hóp og algjör fagmaður. Hann mun gefa 120 prósent. Auðvitað er Aron pirraður og þarf að fara að huga að næstu leiktíð en hann vill bara vinna titilinn núna. Andri Scheving fær kannski aðeins meiri tíma. Síðan kalla Haukar Stefán Huldar [Stefánsson] heim frá Gróttu,“ sagði Henry Birgir en umræddur Stefán Huldar er í láni hjá Gróttu frá Haukum og hefur leikið einkar vel í vetur. Sportið í dag er hlaðvarpsþáttur um íþróttir sem er aðgengilegur á hlaðvarpsvef Vísis og í útvarpsappi Bylgjunnar, FM957 og X-ins. Náðu í appið í App Store og Google Play.
Sportið í dag er hlaðvarpsþáttur um íþróttir sem er aðgengilegur á hlaðvarpsvef Vísis og í útvarpsappi Bylgjunnar, FM957 og X-ins. Náðu í appið í App Store og Google Play.
Olís-deild karla Haukar Valur Sportið í dag Tengdar fréttir Björgvin Páll til Vals? „Of mikill fagmaður til að þetta hafi áhrif“ Björgvin Páll Gústavsson, landsliðsmarkvörður í handbolta, gæti verið á leið til Vals í sumar eftir að ljóst varð að hann yrði ekki áfram hjá Haukum. Málið var rætt í Seinni bylgjunni á Stöð 2 Sport í gærkvöld. 9. febrúar 2021 09:59 Björgvin yfirgefur Hauka í sumar Björgvin Páll Gústavsson mun yfirgefa Hauka eftir leiktíðina í Olís deild karla og róa önnur mið. Þetta var staðfest á heimasíðu félagsins nú í kvöld. 8. febrúar 2021 22:37 Mest lesið Magnað heimsmet í hálfu maraþoni Sport Pat Vellner valdi að fara sömu leið og Anníe Mist Sport Armstrong til Man United frá PSG Enski boltinn Leeds mun banna stuðningsfólk sem syngur and-palestínska söngva Enski boltinn Ekki sama hvort það er „fuck off“ eða „fuck you“ Fótbolti Nistelrooy og Keown grófu stríðsöxina og slógu á létta strengi Enski boltinn Dagskráin í dag: Fótbolti, körfubolti og keila Sport Sektar eigin leikmenn eftir tapið gegn Víkingum Fótbolti KR lánar Óðinn til ÍR Íslenski boltinn Amad líklega frá út tímabilið Enski boltinn Fleiri fréttir Óðinn Þór markahæstur að venju KA/Þór beint aftur upp í deild þeirra bestu Heimsmeistararnir gengu frá lærisveinum Guðjóns Vals „Vorum nokkurn veginn búnir að kortleggja þetta“ Uppgjörið: Haukar - Jeruzalem Ormoz 31-23 | Öruggt hjá Haukum gegn slöku slóvensku liði Valsmenn skoruðu 48 í Breiðholti Haukar töpuðu stórt í Tékklandi Framkonur stálheppnar að missa ekki sigurinn ÍR skellti í lás og fór upp fyrir Stjörnuna Sviptur HM vegna mistaka í lyfjaprófi Sigursteinn setti fjórtán ára son sinn inn á gólfið í Olís deildinni Fyrsti sigur FH-inga á árinu kom þeim í toppsætið Danir fela HM-styttuna Svaðilför og svik umboðsmanns: „Þeir eiginlega bara gengu fram af mér“ Orri Freyr fullkominn í Meistaradeildinni í kvöld Framarar á toppinn eftir sigur á Akureyri Aron sá eini sem spilaði í Íslendingaslag Keyptu stærstu stjörnu Noregs af Íslendingaliðinu Frábær útisigur Magdeburg í Pólland „Hefði verið algjörlega brjálaður ef dæminu hefði verið snúið við“ „Þetta var skrautlegur handboltaleikur“ Eyjakonur náðu í fyrsta stigið sitt í 123 daga Sigvaldi sá eini sem komst á blað í Meistaradeildinni Agnar Smári semur til ársins 2027 Uppgjörið: Haukar - ÍBV 28-24 | Eyjamenn sjálfum sér verstir Kári fárveikur í HM-stofunni og endaði í hjartaþræðingu „Mátt kvarta ef þú ert með einhverja hugmynd til að leysa vandamálið“ Hve há eru launin hjá besta handboltamanni heims? „Gott að koma inn á og fá nokkrar mínútur“ Uppgjörið: Valur - FH 33-26 | Sannfærandi heimasigur á Hlíðarenda og toppbaráttan herðist Sjá meira
Björgvin Páll til Vals? „Of mikill fagmaður til að þetta hafi áhrif“ Björgvin Páll Gústavsson, landsliðsmarkvörður í handbolta, gæti verið á leið til Vals í sumar eftir að ljóst varð að hann yrði ekki áfram hjá Haukum. Málið var rætt í Seinni bylgjunni á Stöð 2 Sport í gærkvöld. 9. febrúar 2021 09:59
Björgvin yfirgefur Hauka í sumar Björgvin Páll Gústavsson mun yfirgefa Hauka eftir leiktíðina í Olís deild karla og róa önnur mið. Þetta var staðfest á heimasíðu félagsins nú í kvöld. 8. febrúar 2021 22:37