Notar höndina sem brotnaði mun meira Sindri Sverrisson skrifar 9. febrúar 2021 16:00 Valgarð Reinhardsson náði sögulegum árangri á EM í Glasgow 2018. Getty/Dan Istitene Valgarð Reinhardsson leysti vel úr tvöföldu beinbroti í vinstri hendi, sem þó kom á afar slæmum tímapunkti. Þessi fremsti fimleikamaður landsins notar í dag höndina sem brotnaði meira en þá hægri. Þetta kom fram í spjalli Valgarðs og frjálsíþróttakonunnar fyrrverandi Kristínar Birnu Ólafsdóttur-Johnson, í hlaðvarpsþættinum Verum hraust. Valgarð er einn þeirra sem horfa til Ólympíuleikanna í Tókýó í sumar. Þessi 24 ára gamli Kópavogsbúi meiddist í hendi átta vikum fyrir síðasta úrtökumótið fyrir Ólympíuleikana í Ríó 2016: „Ég lenti ofan á puttunum, á svifránni, og enda með að brjóta þessi tvö bein [í vinstri hendinni]. Ég þurfti að fara í aðgerð til að laga það. Þetta var ekki alveg það skemmtilegasta,“ sagði Valgarð. „Í dag er ég mun sterkari vinstra megin heldur en hægra megin, eftir alla endurhæfinguna. Ég geri mun meira á vinstri núna. Þannig breytti ég óhag í hag,“ sagði Valgarð. Viðtalið við hann má sjá hér að neðan. Valgarð lenti svo í því að rífa hásin mjög illa skömmu eftir handarmeiðslin, og var í gifsi í þrjár vikur og göngugifsi í hátt í fjóra mánuði. „Ég er enn í dag að díla við þetta. Það er léttara með beinbrot, því beinin vaxa sterkari, en ef liðbönd skaddast getur verið erfitt að verða jafnsterkur og maður var áður. Ég finn alveg að hásinin er ekki eins sterk og liðleikinn ekki eins mikill og vinstra megin,“ sagði Valgarð sem hefur lært að vinna með hásinina. Valgarð Reinhardsson á HM í Melbourne í Ástralíu 2019.Getty/Quinn Rooney Ólympíudraumurinn veltur á EM Valgarð segir að það velti á Evrópumótinu í Sviss, sem áætlað er að fari fram í apríl, hvort hann nái þeim stórkostlega árangri að komast á Ólympíuleikana. Valgarð varð fyrsti íslenski fimleikamaðurinn til að komast í úrslit í stökki á stórmóti, á EM 2018, þar sem hann varð í 8. sæti. Hann var grátlega nálægt því að endurtaka leikinn á EM í Tyrklandi í desember – fékk sömu heildareinkunn og síðasti maður inn í úrslitin. Þrátt fyrir kórónuveirufaraldurinn hefur Valgarð getað æft vel síðasta árið, meðal annars fjóra mánuði í Svíþjóð í fyrrasumar, en hann flutti heim til Íslands í fyrra eftir sjö ára veru í Kanada. Hann er ánægður með undirbúninginn fyrir EM í apríl: „Hann er búinn að ganga frekar vel. Við kepptum á EM í Tyrklandi í desember, sem var dálítið sérstakt mót, út af Covid. Það voru mörg lönd sem drógu sig úr leik. Þetta EM átti að vera „qualification“ fyrir Ólympíuleikana, en í ljósi aðstæðna var ákveðið að breyta því og færa það fram í apríl,“ sagði Valgarð en nánar er rætt við hann í Verum hraust, þætti sem er á vegum ÍSÍ, hér að neðan. Fimleikar Mest lesið Utan vallar: Dauði knattspyrnustjórans Enski boltinn Græðir milljón á dag með nýjum samningi Sport Svindluðu á þolprófi og fá ekki að dæma á EM Handbolti Draumur Villa lifir en eru dagar Franks taldir? Enski boltinn Róbert með þrennu í sigri KR Íslenski boltinn Glódís þarf að sjá á eftir vinkonu Fótbolti Alfreð aðstoðaði Frey á Spáni Fótbolti Newcastle áfram eftir bráðabana og mikla dramatík Enski boltinn Zidane gat ekki stöðvað för Nígeríu í undanúrslit Fótbolti Týndi gleðinni: „Þetta er mitt heimili“ Körfubolti Fleiri fréttir Ljósmyndari pompaði á rassinn eftir öskur Kane Nýr stjóri Chelsea fékk óskabyrjun Salah sendi Egypta áfram í undanúrslit Hildur lenti í ótrúlegri hakkavél Frábær sigur Tryggva og félaga Stólarnir léku sér að eldinum en fylgja Grindavík í undanúrslit Draumur Villa lifir en eru dagar Franks taldir? Draumaprinsinn Benoný sendi aðdáendum kveðju Eyjakonur fylgja Val fast eftir og KA/Þór hóf nýja árið af krafti Zidane gat ekki stöðvað för Nígeríu í undanúrslit „Of margir lykilleikmenn sem fundu sig ekki í dag“ Uppgjörið: Keflavík - Haukar 103-78 | Keflavík stakk af í seinni hálfleik og tryggði sér sæti í undanúrslitum Stjarnan sendi Selfoss á botninn Uppgjörið: Fram - Valur 19- 30 | Stórsigur hjá Valskonum Semenyo skoraði eitt af tíu og Hákon hélt hreinu Newcastle áfram eftir bráðabana og mikla dramatík Fer 41 árs Vonn á Ólympíuleika? Róbert með þrennu í sigri KR Varði öll þrjú vítin og Sunderland áfram Stoltur af litla bróður eftir sögulegt afrek Benoný tryggði sigurinn á ögurstundu Utandeildarlið henti meisturunum úr keppni Fram lagði Leiknismenn Glódís þarf að sjá á eftir vinkonu Svindluðu á þolprófi og fá ekki að dæma á EM Dyche æfur eftir tapið Alfreð aðstoðaði Frey á Spáni Týndi gleðinni: „Þetta er mitt heimili“ „Maður fann andrúmsloftið breytast“ Utan vallar: Dauði knattspyrnustjórans Sjá meira
Þetta kom fram í spjalli Valgarðs og frjálsíþróttakonunnar fyrrverandi Kristínar Birnu Ólafsdóttur-Johnson, í hlaðvarpsþættinum Verum hraust. Valgarð er einn þeirra sem horfa til Ólympíuleikanna í Tókýó í sumar. Þessi 24 ára gamli Kópavogsbúi meiddist í hendi átta vikum fyrir síðasta úrtökumótið fyrir Ólympíuleikana í Ríó 2016: „Ég lenti ofan á puttunum, á svifránni, og enda með að brjóta þessi tvö bein [í vinstri hendinni]. Ég þurfti að fara í aðgerð til að laga það. Þetta var ekki alveg það skemmtilegasta,“ sagði Valgarð. „Í dag er ég mun sterkari vinstra megin heldur en hægra megin, eftir alla endurhæfinguna. Ég geri mun meira á vinstri núna. Þannig breytti ég óhag í hag,“ sagði Valgarð. Viðtalið við hann má sjá hér að neðan. Valgarð lenti svo í því að rífa hásin mjög illa skömmu eftir handarmeiðslin, og var í gifsi í þrjár vikur og göngugifsi í hátt í fjóra mánuði. „Ég er enn í dag að díla við þetta. Það er léttara með beinbrot, því beinin vaxa sterkari, en ef liðbönd skaddast getur verið erfitt að verða jafnsterkur og maður var áður. Ég finn alveg að hásinin er ekki eins sterk og liðleikinn ekki eins mikill og vinstra megin,“ sagði Valgarð sem hefur lært að vinna með hásinina. Valgarð Reinhardsson á HM í Melbourne í Ástralíu 2019.Getty/Quinn Rooney Ólympíudraumurinn veltur á EM Valgarð segir að það velti á Evrópumótinu í Sviss, sem áætlað er að fari fram í apríl, hvort hann nái þeim stórkostlega árangri að komast á Ólympíuleikana. Valgarð varð fyrsti íslenski fimleikamaðurinn til að komast í úrslit í stökki á stórmóti, á EM 2018, þar sem hann varð í 8. sæti. Hann var grátlega nálægt því að endurtaka leikinn á EM í Tyrklandi í desember – fékk sömu heildareinkunn og síðasti maður inn í úrslitin. Þrátt fyrir kórónuveirufaraldurinn hefur Valgarð getað æft vel síðasta árið, meðal annars fjóra mánuði í Svíþjóð í fyrrasumar, en hann flutti heim til Íslands í fyrra eftir sjö ára veru í Kanada. Hann er ánægður með undirbúninginn fyrir EM í apríl: „Hann er búinn að ganga frekar vel. Við kepptum á EM í Tyrklandi í desember, sem var dálítið sérstakt mót, út af Covid. Það voru mörg lönd sem drógu sig úr leik. Þetta EM átti að vera „qualification“ fyrir Ólympíuleikana, en í ljósi aðstæðna var ákveðið að breyta því og færa það fram í apríl,“ sagði Valgarð en nánar er rætt við hann í Verum hraust, þætti sem er á vegum ÍSÍ, hér að neðan.
Fimleikar Mest lesið Utan vallar: Dauði knattspyrnustjórans Enski boltinn Græðir milljón á dag með nýjum samningi Sport Svindluðu á þolprófi og fá ekki að dæma á EM Handbolti Draumur Villa lifir en eru dagar Franks taldir? Enski boltinn Róbert með þrennu í sigri KR Íslenski boltinn Glódís þarf að sjá á eftir vinkonu Fótbolti Alfreð aðstoðaði Frey á Spáni Fótbolti Newcastle áfram eftir bráðabana og mikla dramatík Enski boltinn Zidane gat ekki stöðvað för Nígeríu í undanúrslit Fótbolti Týndi gleðinni: „Þetta er mitt heimili“ Körfubolti Fleiri fréttir Ljósmyndari pompaði á rassinn eftir öskur Kane Nýr stjóri Chelsea fékk óskabyrjun Salah sendi Egypta áfram í undanúrslit Hildur lenti í ótrúlegri hakkavél Frábær sigur Tryggva og félaga Stólarnir léku sér að eldinum en fylgja Grindavík í undanúrslit Draumur Villa lifir en eru dagar Franks taldir? Draumaprinsinn Benoný sendi aðdáendum kveðju Eyjakonur fylgja Val fast eftir og KA/Þór hóf nýja árið af krafti Zidane gat ekki stöðvað för Nígeríu í undanúrslit „Of margir lykilleikmenn sem fundu sig ekki í dag“ Uppgjörið: Keflavík - Haukar 103-78 | Keflavík stakk af í seinni hálfleik og tryggði sér sæti í undanúrslitum Stjarnan sendi Selfoss á botninn Uppgjörið: Fram - Valur 19- 30 | Stórsigur hjá Valskonum Semenyo skoraði eitt af tíu og Hákon hélt hreinu Newcastle áfram eftir bráðabana og mikla dramatík Fer 41 árs Vonn á Ólympíuleika? Róbert með þrennu í sigri KR Varði öll þrjú vítin og Sunderland áfram Stoltur af litla bróður eftir sögulegt afrek Benoný tryggði sigurinn á ögurstundu Utandeildarlið henti meisturunum úr keppni Fram lagði Leiknismenn Glódís þarf að sjá á eftir vinkonu Svindluðu á þolprófi og fá ekki að dæma á EM Dyche æfur eftir tapið Alfreð aðstoðaði Frey á Spáni Týndi gleðinni: „Þetta er mitt heimili“ „Maður fann andrúmsloftið breytast“ Utan vallar: Dauði knattspyrnustjórans Sjá meira
Uppgjörið: Keflavík - Haukar 103-78 | Keflavík stakk af í seinni hálfleik og tryggði sér sæti í undanúrslitum