Tom Brady fær ekki bara hring fyrir sigurinn í Super Bowl Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 9. febrúar 2021 13:30 Tom Brady fagnar með Vince Lombardi bikarinn eftir sigur Tampa Bay Buccaneers í Super Bowl leiknum á sunnudagskvöldið. AP/David J. Phillip Tom Brady tryggði sér sinn sjöunda Super Bowl hring eftir sannfærandi sigur Tampa Bay Buccaneers á Kansas City Chiefs í Super Bowl á sunnudagskvöldið en það voru ekki einu verðlaun kappans. Tom Brady skilaði Tampa Bay Buccaneers Super Bowl titli á sínu fyrsta tímabili. Þetta var fyrsti titill félagsins í átján ár en liðið hafði ekki komist í úrslitakeppnin síðan 2008 fyrir komu Brady. Brady sýndi enn á ný hversu mikill sigurvegari hann er en enginn annar leikstjórnandi í sögunni hefur unnið fleiri en fjóra NFL-titla. Tom Brady cashes in on Super Bowl bonus after Bucs dominate Chiefs https://t.co/uRylslPvgC— FOX Business (@FoxBusiness) February 8, 2021 Hinn 43 ára gamli Tom Brady gerði tveggja ára samning við Tampa Bay Buccaneers í mars í fyrra og var öruggur með að fá fimmtíu milljónir dollara fyrir þessi tvö tímabil eða rúmlega 6,4 milljarða í íslenskum krónum. Það voru líka bónusgreiðslur í þessum sögulega samningi fyrir mann sem er á 44. og 45. aldursári á meðan samningurinn er í gildi. Auk þess að fá fimmtán milljónir dollara fyrir þetta tímabil og tíu milljónir dollara að auki fyrir að komast í liðið þá fær Brady 2,2 milljónir dollara fyrir að skila Tampa Bay Buccaneers Super Bowl titlinum. Tom Brady s contract this season when including incentives: Salary: $15M Roster bonus: $10M Top 5 in yards & TDs: $1.1M Making playoffs + SB win: $2.2MTotal: $28.3 million. Fitting. pic.twitter.com/aEMUpJYxrk— NFL Update (@MySportsUpdate) February 9, 2021 Brady fékk 500 þúsund dollara fyrir að skila Buccaneers liðinu í úrslitakeppnina, 250 þúsund dollara fyrir hvern sigur í úrslitakeppninni, 500 þúsund dollara fyrir að komast í Super Bowl og loks 500 þúsund Bandaríkjadala fyrir sigurinn í Super Bowl. Brady fær því ekki bara glæsilega hring fyrir sigurinn í Super Bowl heldur einnig 283 milljóna króna bónusgreiðslu. Ekki slæmt fyrir mann á fimmtugsaldri. NFL er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. NFL er hluti af Stöð 2 Sport erlent sem kostar 3.990 krónur á mánuði. Beinar útsendingar frá öllum leikjum eru á NFL Game Pass sem hægt er að kaupa sem viðbót við Sportpakkann á 2.000 krónur á mánuði. NFL Ofurskálin Mest lesið Maðurinn sem stal derhúfu af barni biðst afsökunar Sport Sætur sigur hjá Sveindísi sem reiddist og sparkaði í skilti Fótbolti Forseti UEFA hrósar Íslandi en segir brýna nauðsyn að fá betri klefa Fótbolti Pressan gríðarleg eftir eyðslu sumarsins Enski boltinn „Sjáum af hverju hann er að reyna koma honum í liðið“ Enski boltinn Biturðin lak af tilkynningu um Isak Enski boltinn Þegar átján ára Doncic fíflaði Hlyn Körfubolti „Gulrótin að vinna og henda Slóveníu úr mótinu“ Körfubolti „Við getum ekki þagað yfir þessu“ Körfubolti Glugganum lokað: Upptalning á öllu sem átti sér stað Enski boltinn Fleiri fréttir „Heiður að spila gegn einum besta leikmanni heims“ Forseti UEFA hrósar Íslandi en segir brýna nauðsyn að fá betri klefa Skemmtileg áskorun að greina Doncic Biturðin lak af tilkynningu um Isak Þegar átján ára Doncic fíflaði Hlyn Man. City seldi markvörð og lánaði varnarmann Maðurinn sem stal derhúfu af barni biðst afsökunar Sætur sigur hjá Sveindísi sem reiddist og sparkaði í skilti „Gulrótin að vinna og henda Slóveníu úr mótinu“ Pressan gríðarleg eftir eyðslu sumarsins Dagskráin í dag: VARsjáin og hafnabolti „Sjáum af hverju hann er að reyna koma honum í liðið“ „Við getum ekki þagað yfir þessu“ „Þær eru hræddar við hana“ Segja Römer klára tímabilið með KA Isak dýrastur í sögu ensku úrvalsdeildarinnar Þýskaland vann Bretland með 63 stiga mun Guéhi ekki til Liverpool Rúnar Þór til Íslendingaliðsins Sönderjyske Enn einn Íslendingurinn til Kristianstad EM í dag: Helgin frá helvíti Birkir Bjarnason leggur skóna á hilluna Erfitt að sofa og vera einn með eigin hugsunum Ísland með verstu þriggja stiga nýtinguna á EM Sjáðu Viktor Gísla fá hópknús eftir að hafa tryggt Barcelona titil Sigursteinn framlengir við FH „Hlýtur eitthvað skrýtið að hafa átt sér stað í höfði þessara einstaklinga“ KKÍ kvartar til FIBA vegna dómgæslunnar Besta sætið um Tryggva: „Hafði aldrei heyrt um Eið Smára, Jón Arnór eða Óla Stef“ Suárez hrækti á þjálfara Sjá meira
Tom Brady skilaði Tampa Bay Buccaneers Super Bowl titli á sínu fyrsta tímabili. Þetta var fyrsti titill félagsins í átján ár en liðið hafði ekki komist í úrslitakeppnin síðan 2008 fyrir komu Brady. Brady sýndi enn á ný hversu mikill sigurvegari hann er en enginn annar leikstjórnandi í sögunni hefur unnið fleiri en fjóra NFL-titla. Tom Brady cashes in on Super Bowl bonus after Bucs dominate Chiefs https://t.co/uRylslPvgC— FOX Business (@FoxBusiness) February 8, 2021 Hinn 43 ára gamli Tom Brady gerði tveggja ára samning við Tampa Bay Buccaneers í mars í fyrra og var öruggur með að fá fimmtíu milljónir dollara fyrir þessi tvö tímabil eða rúmlega 6,4 milljarða í íslenskum krónum. Það voru líka bónusgreiðslur í þessum sögulega samningi fyrir mann sem er á 44. og 45. aldursári á meðan samningurinn er í gildi. Auk þess að fá fimmtán milljónir dollara fyrir þetta tímabil og tíu milljónir dollara að auki fyrir að komast í liðið þá fær Brady 2,2 milljónir dollara fyrir að skila Tampa Bay Buccaneers Super Bowl titlinum. Tom Brady s contract this season when including incentives: Salary: $15M Roster bonus: $10M Top 5 in yards & TDs: $1.1M Making playoffs + SB win: $2.2MTotal: $28.3 million. Fitting. pic.twitter.com/aEMUpJYxrk— NFL Update (@MySportsUpdate) February 9, 2021 Brady fékk 500 þúsund dollara fyrir að skila Buccaneers liðinu í úrslitakeppnina, 250 þúsund dollara fyrir hvern sigur í úrslitakeppninni, 500 þúsund dollara fyrir að komast í Super Bowl og loks 500 þúsund Bandaríkjadala fyrir sigurinn í Super Bowl. Brady fær því ekki bara glæsilega hring fyrir sigurinn í Super Bowl heldur einnig 283 milljóna króna bónusgreiðslu. Ekki slæmt fyrir mann á fimmtugsaldri. NFL er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. NFL er hluti af Stöð 2 Sport erlent sem kostar 3.990 krónur á mánuði. Beinar útsendingar frá öllum leikjum eru á NFL Game Pass sem hægt er að kaupa sem viðbót við Sportpakkann á 2.000 krónur á mánuði.
NFL er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. NFL er hluti af Stöð 2 Sport erlent sem kostar 3.990 krónur á mánuði. Beinar útsendingar frá öllum leikjum eru á NFL Game Pass sem hægt er að kaupa sem viðbót við Sportpakkann á 2.000 krónur á mánuði.
NFL Ofurskálin Mest lesið Maðurinn sem stal derhúfu af barni biðst afsökunar Sport Sætur sigur hjá Sveindísi sem reiddist og sparkaði í skilti Fótbolti Forseti UEFA hrósar Íslandi en segir brýna nauðsyn að fá betri klefa Fótbolti Pressan gríðarleg eftir eyðslu sumarsins Enski boltinn „Sjáum af hverju hann er að reyna koma honum í liðið“ Enski boltinn Biturðin lak af tilkynningu um Isak Enski boltinn Þegar átján ára Doncic fíflaði Hlyn Körfubolti „Gulrótin að vinna og henda Slóveníu úr mótinu“ Körfubolti „Við getum ekki þagað yfir þessu“ Körfubolti Glugganum lokað: Upptalning á öllu sem átti sér stað Enski boltinn Fleiri fréttir „Heiður að spila gegn einum besta leikmanni heims“ Forseti UEFA hrósar Íslandi en segir brýna nauðsyn að fá betri klefa Skemmtileg áskorun að greina Doncic Biturðin lak af tilkynningu um Isak Þegar átján ára Doncic fíflaði Hlyn Man. City seldi markvörð og lánaði varnarmann Maðurinn sem stal derhúfu af barni biðst afsökunar Sætur sigur hjá Sveindísi sem reiddist og sparkaði í skilti „Gulrótin að vinna og henda Slóveníu úr mótinu“ Pressan gríðarleg eftir eyðslu sumarsins Dagskráin í dag: VARsjáin og hafnabolti „Sjáum af hverju hann er að reyna koma honum í liðið“ „Við getum ekki þagað yfir þessu“ „Þær eru hræddar við hana“ Segja Römer klára tímabilið með KA Isak dýrastur í sögu ensku úrvalsdeildarinnar Þýskaland vann Bretland með 63 stiga mun Guéhi ekki til Liverpool Rúnar Þór til Íslendingaliðsins Sönderjyske Enn einn Íslendingurinn til Kristianstad EM í dag: Helgin frá helvíti Birkir Bjarnason leggur skóna á hilluna Erfitt að sofa og vera einn með eigin hugsunum Ísland með verstu þriggja stiga nýtinguna á EM Sjáðu Viktor Gísla fá hópknús eftir að hafa tryggt Barcelona titil Sigursteinn framlengir við FH „Hlýtur eitthvað skrýtið að hafa átt sér stað í höfði þessara einstaklinga“ KKÍ kvartar til FIBA vegna dómgæslunnar Besta sætið um Tryggva: „Hafði aldrei heyrt um Eið Smára, Jón Arnór eða Óla Stef“ Suárez hrækti á þjálfara Sjá meira