Innlent

Fundað með Pfizer síðdegis

Gunnar Reynir Valþórsson skrifar
Kári Stefánsson, forstjóri Íslenskrar erfðagreiningar, og Þórólfur Guðnason, sóttvarnalæknir, hafa leitt viðræðurnar við Pfizer. Þeir sjást hér í viðtali við Kristján Kristjánsson á Sprengisandi á Bylgjunni.
Kári Stefánsson, forstjóri Íslenskrar erfðagreiningar, og Þórólfur Guðnason, sóttvarnalæknir, hafa leitt viðræðurnar við Pfizer. Þeir sjást hér í viðtali við Kristján Kristjánsson á Sprengisandi á Bylgjunni. Vísir/Baldur

Fulltrúar íslenskra stjórnvalda munu funda með forsvarsmönnum lyfjarisans Pfizer í dag um hvort ráðast skuli í hjarðónæmistilraun hér á landi.

Greint er frá þessu í Morgunblaðinu í dag og herma heimildir blaðsins að líkur séu á því að endanleg niðurstaða muni liggja fyrir að fundi loknum, en fundurinn mun vera síðdegis.

Bóluefnarannsókn Íslands og Pfizer á í grófum dráttum að snúast um hversu vel bóluefni fyrirtækisins verndar heila þjóð fyrir kórónuveirunni.

Þórólfur Guðnason, sóttvarnalæknir, segir ekki ljóst hvort af þessu verkefni verður né hversu marga bóluefnaskammta Íslendingar fá eða hvenær.

Þrálátur orðrómur er uppi í samfélaginu að Pfizer geri kröfu um að sóttvarnaaðgerðum á landamærunum verði aflétt svo hægt verði að sjá hversu vel bóluefnið virki gegn veirunni en Þórólfur sagði í samtali við fréttastofu í gær að Pfizer hefði ekki gert kröfu um að landamærin verði opnuð í nafni rannsóknarinnar. Þá stæði ekki til að stofna heilsu þjóðarinnar í hættu.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×