Umfjöllun og viðtöl: Grindavík - KR 83-95 | Öflugur sigur KR Atli Freyr Arason skrifar 8. febrúar 2021 21:52 Valur - KR Domino´s deild karla vetur 2020 - 2021 körfubolti KKÍ Foto: Vilhelm Gunnarsson/Vilhelm Gunnarsson Gestirnir úr Vesturbæ byrjuðu þennan leik betur með því að setja niður fyrstu 8 stig leiksins. Bræðurnir Matthías Orri og Jakob Örn Sigurðarsynir fóru fyrir sínu liði í upphafi en saman gerðu þeir öll 14 stig KR fyrri helming fyrsta leikhluta. Mestur varð munurinn milli liðanna 13 stig í fyrsta leikhluta, í stöðunni 6-19. Það var þá sem Grindavík mætti til leiks og setti einhver stig á töfluna en KR vann fyrsta leikhluta 13-21. Grindavík hélt áfram í öðrum leikhluta eins og þeir kláruðu þann fyrsta. Heimamenn náðu að minnka muninn niður í eitt stig í 21-22 þegar lítið var búið að öðrum leikhluta. Það var saga þessa leiks framan af að liðin skiptust á að koma með góða kafla því KR jók næst forystuna í 6 stig áður en að Grindavík saxaði forskotið aftur niður og komst yfir í fyrsta skipti í leiknum, í stöðunni 29-27. Eftir það var allt í járnum og liðin nánast skiptust á að setja niður körfur en KR gerði þó ögn fleiri og liðin gengu til búningsherbergja í stöðunni 41-44. Leikurinn hélt áfram að vera jafn í þriðja leikhluta en eins og áður þá voru það gestirnir sem voru alltaf skrefi á undan. KR átti besta áhlaupið í leikhlutanum þegar þeir setja niður 7 stig í röð gegn þá óvenju slökum varnarleik heimamanna. Grindvíkingum tókst þó að nýta þriggja stiga tilraunir sínar ágætlega í þriðja leikhluta og fór svo að þeir töpuðu honum bara með einu stigi, 21-22. Staðan fyrir lokaleikhlutan var því 62-66. Lokaleikhlutinn var þó algjörlega í eigu KR-inga. Þeir fengu auðveld skot sem þeir nýttu vel en á sama tíma voru Grindvíkingar að tapa boltanum klaufalega. Eftir að leikurinn hefði verið spennandi framan af þá fór öll spenna úr honum í síðasta leikhlutanum. KR komst mest í 14 stiga forskot en minnst fór munurinn niður í 5 stig. Darri gat því leyft minni spámönnum að spreyta sig í fjórða leikhluta en allur varamannabekkur KR fékk spilatíma í kvöld fyrir utan einn leikmann. Fór svo að lokum að KR vann 12 stiga sigur, 83-95. Af hverju vann KR? KR-ingar skutu vel í kvöld. Þeim gekk vel að setja niður þrista og gerðu í heildina 45 stig úr þriggja stiga tilraunum, 18 stigum betur en Grindvíkingar af sama svæði. Hvað gekk illa? Að sama skapi þá gáfu Grindvíkingar gestunum allt of mikið af opnum skotum fyrir utan teiginn. Varnarleikurinn Grindavíkur hefur oft verið betri en í kvöld. Hverjir stóðu upp úr? Tyler Sabin var stigahæstur í kvöld eins og svo oft áður en í þetta sinn með 27 stig, ásamt því að gefa 5 stoðsendingar og taka 5 fráköst. Matthías Orri átti einnig mjög fínan leik með 22 stig þrátt fyrir að taka nánast helmingi færri skot en Sabin. Matti gaf einnig 5 stoðsendingar og tók 4 fráköst. Í liði gestanna var Kristinn Pálsson fremstur meðal jafningja með 19 stig, 7 fráköst og 5 stoðsendingar. Hvað gerist næst? Gestirnir frá vesturbænum eiga erfitt verkefni fyrir höndum þegar þeir fá Stjörnuna í heimsókn á fimmtudaginn næsta. Grindavík á hins vegar langt ferðalag fyrir höndum, en þeir heimsækja Tindastól á Sauðárkróki sama dag. Darri Freyr: í Vesturbænum veit fólk hvenær leikirnir byrja að skipta máli „Ég er ánægður með að hafa klárað þetta. Við byrjuðum sérstaklega vel sóknarlega þar sem það var mikið flæði og það var það sem við þurftum að laga eftir seinni hálfleikinn gegn Keflavík. Við brugðumst vel við því. Svo kom kafli í seinni hálfleik í kvöld þar sem mér fannst við vera full slappir undir körfunni í frákasta baráttunni en við náðum alltaf að skora á móti sem svona hélt okkur á floti en síðan hertum við á fráköstunum undir rest og sigldum þessu heim,“ sagði glaður þjálfari KR-inga, Darri Freyr Atlason, í viðtali eftir leik. Jóhann Árni, leikmaður Grindavíkur, fór meiddur af velli í kvöld með skurð í andlitinu og baráttan undir körfunni var hörð á tímabili. Leikmenn beggja liða létu dómarana nokkru sinnum heyra það í leiknum en Darra fannst leikurinn í kvöld ekkert óvenju grófur. „Mér fannst þetta heilt yfir þokkalega vel dæmt. átökin voru einhver en ekkert eitthvað of nasty. Bara svona venjuleg slagsmál, allavega frá mínu sjónarhorni.“ Það gerðist ansi skondið atvik í fyrsta leikhluta þegar leikurinn var stöðvaður eftir að Darri hafði sparkað tússpenna inn á leikvöllinn þegar hans menn voru í ákjósanlegu færi. „Ég held að ég hafi tekið körfu af liðinu mínu með þessu,“ sagði Darri og hlær áður en hann bætir við „ég vissi ekki af pennanum á gólfinu og sparkaði honum óvart inn á völlinn þegar Matti var þarna í opnum leik á móti Joonas meira að segja, það match-up var frekar skrítið en þeir ná að laga það því leikurinn er eðlilega stöðvaður þegar einhver sparkar penna inn á völlinn. Ég þarf bara að taka þau tvö stig á kassann,“ svaraði Darri með stóru glotti. Það er þétt spilað eins og áður og KR-ingum býður erfitt verkefni í næsta leik þegar þeir fá Stjörnuna í heimsókn. „Stemningin fyrir þeim leik er góð. Við erum búnir að tala um það síðan í sumar að við séum á ákveðinni vegferð, við erum að breyta fullt af hlutum og í Vesturbænum veit fólk hvenær leikirnir byrja að skipta máli og það er ekki alveg strax. Við ætlum bara að reyna að halda áfram með það sem við erum að gera vel og að laga kannski þessi augljósu atriði, hvort sem það verður með einhverju innfluttu vinnuafli eða taktískum meistaraverkum þá þurfum við allavegana að stoppa upp í það og þá erum við í ágætis málum,“ sagði Darri Freyr Atlason, þjálfari KR, að lokum. Daníel Guðni Guðmundsson: Ég væri til í að vera með leikstjórnanda sem er heill „Þeir áttu þennan sigur fyllilega skilið. Þeir spiluðu miklu betur en við hérna í kvöld,“ sagði Daníel Guðni Guðmundsson, þjálfari Grindavíkur, í viðtali eftir leik áður en hann bætti við: „Við byrjuðum skelfilega og þeir gengu á lagið og fengu mikið af opnum þriggja stiga tilraunum og hraðaupphlaupum, það slóg okkur út af laginu. Við vinnum okkur aftur inn í þetta og förum aðeins að henda boltanum meira inn í teig og gera þá hluti vel. Svo í seinni hálfleik þá byrjum við þriðja leikhluta aftur mjög illa og það sýndi svolítið svona karakters leysi. Þetta var mjög slæmt allt saman og lélegt.“ Lið Grindavíkur var einmitt það lið sem framan af móti byrjuðu leikina lang best. Daníel var spurður að því hvers vegna byrjun liðsins væri að dala og hvort að þétt leikjaprógram spilaði eitthvað þar inn í. „Það eru öll lið að spila þetta þétta prógramm, það er enginn afsökun í því. Ég væri til í að vera með leikstjórnanda sem er heill til að stýra leiknum betur, sérstaklega í byrjun. Kiddi hefur samt leyst þetta hlutverk bara mjög vel þrátt fyrir að vera kannski enginn leikstjórnandi að upplagi. Það vantar meira jafnvægi í okkar leik, meiri hörku og bara að gera þetta almennilega því við gerðum þetta ekki almennilega hérna í kvöld,“ svaraði Daníel Meiðsli Dags Kárs eru skárri en þau litu út í byrjun en það gæti þó enn þá verið einhver tími í hann. „Við tökum þetta viku frá viku og við sjáum hvernig landsleikjahléið fer í hann. Það er óskandi að hann verði heill sem fyrst,“ sagði Daníel aðspurður um stöðuna á Degi. Jóhann Árni Ólafsson fór meiddur af velli í kvöld en ætti vonandi ekki að vera of lengi frá keppni. „Þetta var skurður á augabrún, það er bara klassískt. Vonandi verður þetta ekkert alvarlegt.“ Grindavík á langt ferðalag fyrir höndum norður á Sauðárkrók og eftir tapið í kvöld er Daníel sérstaklega spenntur fyrir næsta leik. „Ég er alltaf spenntur að spila körfuboltaleiki. Sérstaklega gegn góðum liðum, þegar við fáum að máta okkur gegn þeim. Þeir fengu skell í gærkvöldi og þeir vilja augljóslega kvitta upp á það, rétt eins og við eftir okkar frammistöðu hérna í kvöld,“ sagði Daníel Guðni Guðmundsson, þjálfari Grindavíkur, að lokum. Dominos-deild karla UMF Grindavík KR
Gestirnir úr Vesturbæ byrjuðu þennan leik betur með því að setja niður fyrstu 8 stig leiksins. Bræðurnir Matthías Orri og Jakob Örn Sigurðarsynir fóru fyrir sínu liði í upphafi en saman gerðu þeir öll 14 stig KR fyrri helming fyrsta leikhluta. Mestur varð munurinn milli liðanna 13 stig í fyrsta leikhluta, í stöðunni 6-19. Það var þá sem Grindavík mætti til leiks og setti einhver stig á töfluna en KR vann fyrsta leikhluta 13-21. Grindavík hélt áfram í öðrum leikhluta eins og þeir kláruðu þann fyrsta. Heimamenn náðu að minnka muninn niður í eitt stig í 21-22 þegar lítið var búið að öðrum leikhluta. Það var saga þessa leiks framan af að liðin skiptust á að koma með góða kafla því KR jók næst forystuna í 6 stig áður en að Grindavík saxaði forskotið aftur niður og komst yfir í fyrsta skipti í leiknum, í stöðunni 29-27. Eftir það var allt í járnum og liðin nánast skiptust á að setja niður körfur en KR gerði þó ögn fleiri og liðin gengu til búningsherbergja í stöðunni 41-44. Leikurinn hélt áfram að vera jafn í þriðja leikhluta en eins og áður þá voru það gestirnir sem voru alltaf skrefi á undan. KR átti besta áhlaupið í leikhlutanum þegar þeir setja niður 7 stig í röð gegn þá óvenju slökum varnarleik heimamanna. Grindvíkingum tókst þó að nýta þriggja stiga tilraunir sínar ágætlega í þriðja leikhluta og fór svo að þeir töpuðu honum bara með einu stigi, 21-22. Staðan fyrir lokaleikhlutan var því 62-66. Lokaleikhlutinn var þó algjörlega í eigu KR-inga. Þeir fengu auðveld skot sem þeir nýttu vel en á sama tíma voru Grindvíkingar að tapa boltanum klaufalega. Eftir að leikurinn hefði verið spennandi framan af þá fór öll spenna úr honum í síðasta leikhlutanum. KR komst mest í 14 stiga forskot en minnst fór munurinn niður í 5 stig. Darri gat því leyft minni spámönnum að spreyta sig í fjórða leikhluta en allur varamannabekkur KR fékk spilatíma í kvöld fyrir utan einn leikmann. Fór svo að lokum að KR vann 12 stiga sigur, 83-95. Af hverju vann KR? KR-ingar skutu vel í kvöld. Þeim gekk vel að setja niður þrista og gerðu í heildina 45 stig úr þriggja stiga tilraunum, 18 stigum betur en Grindvíkingar af sama svæði. Hvað gekk illa? Að sama skapi þá gáfu Grindvíkingar gestunum allt of mikið af opnum skotum fyrir utan teiginn. Varnarleikurinn Grindavíkur hefur oft verið betri en í kvöld. Hverjir stóðu upp úr? Tyler Sabin var stigahæstur í kvöld eins og svo oft áður en í þetta sinn með 27 stig, ásamt því að gefa 5 stoðsendingar og taka 5 fráköst. Matthías Orri átti einnig mjög fínan leik með 22 stig þrátt fyrir að taka nánast helmingi færri skot en Sabin. Matti gaf einnig 5 stoðsendingar og tók 4 fráköst. Í liði gestanna var Kristinn Pálsson fremstur meðal jafningja með 19 stig, 7 fráköst og 5 stoðsendingar. Hvað gerist næst? Gestirnir frá vesturbænum eiga erfitt verkefni fyrir höndum þegar þeir fá Stjörnuna í heimsókn á fimmtudaginn næsta. Grindavík á hins vegar langt ferðalag fyrir höndum, en þeir heimsækja Tindastól á Sauðárkróki sama dag. Darri Freyr: í Vesturbænum veit fólk hvenær leikirnir byrja að skipta máli „Ég er ánægður með að hafa klárað þetta. Við byrjuðum sérstaklega vel sóknarlega þar sem það var mikið flæði og það var það sem við þurftum að laga eftir seinni hálfleikinn gegn Keflavík. Við brugðumst vel við því. Svo kom kafli í seinni hálfleik í kvöld þar sem mér fannst við vera full slappir undir körfunni í frákasta baráttunni en við náðum alltaf að skora á móti sem svona hélt okkur á floti en síðan hertum við á fráköstunum undir rest og sigldum þessu heim,“ sagði glaður þjálfari KR-inga, Darri Freyr Atlason, í viðtali eftir leik. Jóhann Árni, leikmaður Grindavíkur, fór meiddur af velli í kvöld með skurð í andlitinu og baráttan undir körfunni var hörð á tímabili. Leikmenn beggja liða létu dómarana nokkru sinnum heyra það í leiknum en Darra fannst leikurinn í kvöld ekkert óvenju grófur. „Mér fannst þetta heilt yfir þokkalega vel dæmt. átökin voru einhver en ekkert eitthvað of nasty. Bara svona venjuleg slagsmál, allavega frá mínu sjónarhorni.“ Það gerðist ansi skondið atvik í fyrsta leikhluta þegar leikurinn var stöðvaður eftir að Darri hafði sparkað tússpenna inn á leikvöllinn þegar hans menn voru í ákjósanlegu færi. „Ég held að ég hafi tekið körfu af liðinu mínu með þessu,“ sagði Darri og hlær áður en hann bætir við „ég vissi ekki af pennanum á gólfinu og sparkaði honum óvart inn á völlinn þegar Matti var þarna í opnum leik á móti Joonas meira að segja, það match-up var frekar skrítið en þeir ná að laga það því leikurinn er eðlilega stöðvaður þegar einhver sparkar penna inn á völlinn. Ég þarf bara að taka þau tvö stig á kassann,“ svaraði Darri með stóru glotti. Það er þétt spilað eins og áður og KR-ingum býður erfitt verkefni í næsta leik þegar þeir fá Stjörnuna í heimsókn. „Stemningin fyrir þeim leik er góð. Við erum búnir að tala um það síðan í sumar að við séum á ákveðinni vegferð, við erum að breyta fullt af hlutum og í Vesturbænum veit fólk hvenær leikirnir byrja að skipta máli og það er ekki alveg strax. Við ætlum bara að reyna að halda áfram með það sem við erum að gera vel og að laga kannski þessi augljósu atriði, hvort sem það verður með einhverju innfluttu vinnuafli eða taktískum meistaraverkum þá þurfum við allavegana að stoppa upp í það og þá erum við í ágætis málum,“ sagði Darri Freyr Atlason, þjálfari KR, að lokum. Daníel Guðni Guðmundsson: Ég væri til í að vera með leikstjórnanda sem er heill „Þeir áttu þennan sigur fyllilega skilið. Þeir spiluðu miklu betur en við hérna í kvöld,“ sagði Daníel Guðni Guðmundsson, þjálfari Grindavíkur, í viðtali eftir leik áður en hann bætti við: „Við byrjuðum skelfilega og þeir gengu á lagið og fengu mikið af opnum þriggja stiga tilraunum og hraðaupphlaupum, það slóg okkur út af laginu. Við vinnum okkur aftur inn í þetta og förum aðeins að henda boltanum meira inn í teig og gera þá hluti vel. Svo í seinni hálfleik þá byrjum við þriðja leikhluta aftur mjög illa og það sýndi svolítið svona karakters leysi. Þetta var mjög slæmt allt saman og lélegt.“ Lið Grindavíkur var einmitt það lið sem framan af móti byrjuðu leikina lang best. Daníel var spurður að því hvers vegna byrjun liðsins væri að dala og hvort að þétt leikjaprógram spilaði eitthvað þar inn í. „Það eru öll lið að spila þetta þétta prógramm, það er enginn afsökun í því. Ég væri til í að vera með leikstjórnanda sem er heill til að stýra leiknum betur, sérstaklega í byrjun. Kiddi hefur samt leyst þetta hlutverk bara mjög vel þrátt fyrir að vera kannski enginn leikstjórnandi að upplagi. Það vantar meira jafnvægi í okkar leik, meiri hörku og bara að gera þetta almennilega því við gerðum þetta ekki almennilega hérna í kvöld,“ svaraði Daníel Meiðsli Dags Kárs eru skárri en þau litu út í byrjun en það gæti þó enn þá verið einhver tími í hann. „Við tökum þetta viku frá viku og við sjáum hvernig landsleikjahléið fer í hann. Það er óskandi að hann verði heill sem fyrst,“ sagði Daníel aðspurður um stöðuna á Degi. Jóhann Árni Ólafsson fór meiddur af velli í kvöld en ætti vonandi ekki að vera of lengi frá keppni. „Þetta var skurður á augabrún, það er bara klassískt. Vonandi verður þetta ekkert alvarlegt.“ Grindavík á langt ferðalag fyrir höndum norður á Sauðárkrók og eftir tapið í kvöld er Daníel sérstaklega spenntur fyrir næsta leik. „Ég er alltaf spenntur að spila körfuboltaleiki. Sérstaklega gegn góðum liðum, þegar við fáum að máta okkur gegn þeim. Þeir fengu skell í gærkvöldi og þeir vilja augljóslega kvitta upp á það, rétt eins og við eftir okkar frammistöðu hérna í kvöld,“ sagði Daníel Guðni Guðmundsson, þjálfari Grindavíkur, að lokum.
Uppgjörið: KR - Grindavík 120-112 | KR fór með sigur úr framlengingu gegn fáliðuðum Grindvíkingum