Þessar breytingar á samkomubanni tóku gildi á miðnætti Eiður Þór Árnason skrifar 8. febrúar 2021 00:00 Margir voru orðnir langeygðir eftir opnun skemmtistaða og öldurhúsa, ekki síst rekstraraðilar þeirra. Vísir/Vilhelm Ný reglugerð heilbrigðisráðherra um samkomutakmarkanir vegna kórónuveirufaraldursins tók gildi á miðnætti en í breytingunum felst meðal annars að krám, skemmtistöðum og spilakassasölum verður heimilt að opna á ný að uppfylltum skilyrðum. Verður stöðunum leyft að hafa opið til klukkan 22 á kvöldin líkt og veitingastöðum og um þá gilda einnig sömu 20 manna fjöldatakmörk. Almennar fjöldatakmarkanir verða áfram 20 manns en með rýmri undantekningum en áður. Á sama tíma haldast reglur um tveggja metra nálægðarmörk og grímuskyldu óbreyttar. Með breytingunum færast fjöldatakmörk í sviðslistum og útförum úr 100 í 150. Heilsu- og líkamsræktarstöðvum er heimilt að opna búningsaðstöðu sína á ný og æfingar í tækjasal eru leyfðar með skilyrðum. Flýtti afléttingum vegna góðs gengis Nýju reglurnar eru í gildi fram til 3. mars næstkomandi. Fyrri reglugerð átti að gilda til 17. febrúar en vegna þess hversu vel hefur tekist að draga úr fjölda smita hér á landi taldi sóttvarnalæknir tilefni til afléttinga fyrr. Svandís Svavarsdóttir heilbrigðisráðherra tilkynnti breytingarnar á á föstudag og sagðist hafa fallist á allar tillögur Þórólfs Guðnasonar sóttvarnalæknis. „Þetta eru varfærin skref, ekki stór en okkur finnst endurspegla það að Ísland sé grænt og sker sig þannig úr,“ sagði Svandís á föstudag. Undantekningar frá 20 manna fjöldatakmörkunum Eftirtaldar undantekningar eru frá 20 manna fjöldatakmörkunum en áfram gilda þó ákvæði um tveggja metra nálægðartakmörk og grímuskyldu líkt og áður segir. Fjöldatakmörkin eiga ekki við um börn fædd 2005 eða síðar þar sem þau eru undanþegin ákvæðum um fjöldatakmörk, nálægðarmörk og grímuskyldu. Trú- og lífsskoðunarfélög: Við allar athafnir mega vera 150 fullorðnir einstaklingar. Verslanir: Heimilt verður að taka við 150 viðskiptavinum að hámarki í hverju rými sem uppfyllir skilyrði um fjölda fermetra. Söfn: Heimilt er að taka á móti 150 gestum að hámarki í hverju rými sem uppfyllir skilyrði um fjölda fermetra. Sviðslistir: Heimilt er að taka á móti 150 gestum í sæti. Hugarleikir: Reglur sem gilt hafa um íþróttaæfingar og keppnir munu nú gilda á sama hátt um t.d. skák, bridds og bingó og sambærilega hugarleiki. Heilsu- og líkamsræktarstöðvar mega opna búningsaðstöðu að nýju og æfingar í tækjasal verða heimilaðar að því gefnu að ekki séu fleiri en 20 manns í hverju rými og skulu þeir skrá þátttöku sína fyrirfram. Leyfilegur hámarksfjöldi gesta nemur helmingi af þeim fjölda sem kveðið er á um í starfsleyfi. Allur búnaður skal sótthreinsaður eftir notkun og tryggja skal að einstaklingar fari ekki á milli rýma. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Samkomubann á Íslandi Tengdar fréttir Krár og skemmtistaðir fá að hafa opið til klukkan 22 Krár, skemmtistaðir og spilakassasalir mega frá og með mánudeginum 8. febrúar hafa opið til klukkan 22 á kvöldin eins og veitingastaðir. Fjöldatakmörk í sviðslistum, útförum og fleira aukast úr 100 í 150. Þá fá fleiri að sækja líkamsræktarstöðvar. Áfram er tveggja metra regla í landinu og almennt miðað við tuttugu manna samkomubann. 5. febrúar 2021 12:26 Mest lesið Afdrif Hörpunnar enn á huldu Innlent Hundrað milljónum stolið af landsmönnum Innlent RÚV muni óska eftir upplýsingum frá EBU um símakosninguna Innlent „Ég er ekki sannfærður um að við höfum efni á þessu“ Innlent Dæmi um að tvær fjölskyldur deili einni au pair Innlent Spænska ríkissjónvarpið vill að símakosningin verði yfirfarin Erlent Hnúfubakur í banastuði í Hvalfirði Innlent Fimm bjargað úr sjónum eftir að skemmtibát hvolfdi Innlent „Vinnubrögð sem maður er ekki vanur“ Innlent Ætla að vinda ofan af jafnlaunavottun Innlent Fleiri fréttir Ætla að vinda ofan af jafnlaunavottun „Ég er ekki sannfærður um að við höfum efni á þessu“ Heimkoma Grindvíkinga, umdeild söngvakeppni og „kassabyggingum“ mótmælt Í annarlegu ástandi með tvo hnífa Hundrað milljónum stolið af landsmönnum Vill rannsóknarnefnd um rannsókn hrunmálanna Hnúfubakur í banastuði í Hvalfirði Steinn verður reistur við og brúin yfir Mógilsá löguð RÚV muni óska eftir upplýsingum frá EBU um símakosninguna Fimm bjargað úr sjónum eftir að skemmtibát hvolfdi „Skiptir máli að við séum öll að tala sama tungumál“ Göngubrúin sett upp í nótt og Sæbrautin lokuð á meðan Brýna fyrir eigendum að skilja hunda ekki eftir í bílum Hársbreidd frá hitameti í borginni Grindvíkingar fá að gista heima í sumar og hjúkrunarfræðingar vilja hertar reglur „Vinnubrögð sem maður er ekki vanur“ Forsetahjónin á leið á heimssýninguna í Japan Grindvíkingar fá að gista í húsunum sem þeir seldu Dæmi um að tvær fjölskyldur deili einni au pair Vill að háskólinn laði til sín landflótta fræðimenn frá Bandaríkjunum Afdrif Hörpunnar enn á huldu Sérstakar hleranir og símtölin sem gætu alltaf orðið til Verði að kunna íslensku til að geta hjúkrað Tveir menn handteknir eftir að hafa komið sér fyrir í sameign húss Segist ekki taka hagsmuni sela fram yfir hagsmuni íþrótta Saumandi hressar og skemmtilegar bútasaumskonur Hundur drapst af völdum hitaslags á höfuðborgarsvæðinu Besta maíveður í manna minnum og ungir ofurhugar Varað við bikblæðingum um land allt Líþíumrafhlaða líkleg orsök eldsins Sjá meira
Verður stöðunum leyft að hafa opið til klukkan 22 á kvöldin líkt og veitingastöðum og um þá gilda einnig sömu 20 manna fjöldatakmörk. Almennar fjöldatakmarkanir verða áfram 20 manns en með rýmri undantekningum en áður. Á sama tíma haldast reglur um tveggja metra nálægðarmörk og grímuskyldu óbreyttar. Með breytingunum færast fjöldatakmörk í sviðslistum og útförum úr 100 í 150. Heilsu- og líkamsræktarstöðvum er heimilt að opna búningsaðstöðu sína á ný og æfingar í tækjasal eru leyfðar með skilyrðum. Flýtti afléttingum vegna góðs gengis Nýju reglurnar eru í gildi fram til 3. mars næstkomandi. Fyrri reglugerð átti að gilda til 17. febrúar en vegna þess hversu vel hefur tekist að draga úr fjölda smita hér á landi taldi sóttvarnalæknir tilefni til afléttinga fyrr. Svandís Svavarsdóttir heilbrigðisráðherra tilkynnti breytingarnar á á föstudag og sagðist hafa fallist á allar tillögur Þórólfs Guðnasonar sóttvarnalæknis. „Þetta eru varfærin skref, ekki stór en okkur finnst endurspegla það að Ísland sé grænt og sker sig þannig úr,“ sagði Svandís á föstudag. Undantekningar frá 20 manna fjöldatakmörkunum Eftirtaldar undantekningar eru frá 20 manna fjöldatakmörkunum en áfram gilda þó ákvæði um tveggja metra nálægðartakmörk og grímuskyldu líkt og áður segir. Fjöldatakmörkin eiga ekki við um börn fædd 2005 eða síðar þar sem þau eru undanþegin ákvæðum um fjöldatakmörk, nálægðarmörk og grímuskyldu. Trú- og lífsskoðunarfélög: Við allar athafnir mega vera 150 fullorðnir einstaklingar. Verslanir: Heimilt verður að taka við 150 viðskiptavinum að hámarki í hverju rými sem uppfyllir skilyrði um fjölda fermetra. Söfn: Heimilt er að taka á móti 150 gestum að hámarki í hverju rými sem uppfyllir skilyrði um fjölda fermetra. Sviðslistir: Heimilt er að taka á móti 150 gestum í sæti. Hugarleikir: Reglur sem gilt hafa um íþróttaæfingar og keppnir munu nú gilda á sama hátt um t.d. skák, bridds og bingó og sambærilega hugarleiki. Heilsu- og líkamsræktarstöðvar mega opna búningsaðstöðu að nýju og æfingar í tækjasal verða heimilaðar að því gefnu að ekki séu fleiri en 20 manns í hverju rými og skulu þeir skrá þátttöku sína fyrirfram. Leyfilegur hámarksfjöldi gesta nemur helmingi af þeim fjölda sem kveðið er á um í starfsleyfi. Allur búnaður skal sótthreinsaður eftir notkun og tryggja skal að einstaklingar fari ekki á milli rýma.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Samkomubann á Íslandi Tengdar fréttir Krár og skemmtistaðir fá að hafa opið til klukkan 22 Krár, skemmtistaðir og spilakassasalir mega frá og með mánudeginum 8. febrúar hafa opið til klukkan 22 á kvöldin eins og veitingastaðir. Fjöldatakmörk í sviðslistum, útförum og fleira aukast úr 100 í 150. Þá fá fleiri að sækja líkamsræktarstöðvar. Áfram er tveggja metra regla í landinu og almennt miðað við tuttugu manna samkomubann. 5. febrúar 2021 12:26 Mest lesið Afdrif Hörpunnar enn á huldu Innlent Hundrað milljónum stolið af landsmönnum Innlent RÚV muni óska eftir upplýsingum frá EBU um símakosninguna Innlent „Ég er ekki sannfærður um að við höfum efni á þessu“ Innlent Dæmi um að tvær fjölskyldur deili einni au pair Innlent Spænska ríkissjónvarpið vill að símakosningin verði yfirfarin Erlent Hnúfubakur í banastuði í Hvalfirði Innlent Fimm bjargað úr sjónum eftir að skemmtibát hvolfdi Innlent „Vinnubrögð sem maður er ekki vanur“ Innlent Ætla að vinda ofan af jafnlaunavottun Innlent Fleiri fréttir Ætla að vinda ofan af jafnlaunavottun „Ég er ekki sannfærður um að við höfum efni á þessu“ Heimkoma Grindvíkinga, umdeild söngvakeppni og „kassabyggingum“ mótmælt Í annarlegu ástandi með tvo hnífa Hundrað milljónum stolið af landsmönnum Vill rannsóknarnefnd um rannsókn hrunmálanna Hnúfubakur í banastuði í Hvalfirði Steinn verður reistur við og brúin yfir Mógilsá löguð RÚV muni óska eftir upplýsingum frá EBU um símakosninguna Fimm bjargað úr sjónum eftir að skemmtibát hvolfdi „Skiptir máli að við séum öll að tala sama tungumál“ Göngubrúin sett upp í nótt og Sæbrautin lokuð á meðan Brýna fyrir eigendum að skilja hunda ekki eftir í bílum Hársbreidd frá hitameti í borginni Grindvíkingar fá að gista heima í sumar og hjúkrunarfræðingar vilja hertar reglur „Vinnubrögð sem maður er ekki vanur“ Forsetahjónin á leið á heimssýninguna í Japan Grindvíkingar fá að gista í húsunum sem þeir seldu Dæmi um að tvær fjölskyldur deili einni au pair Vill að háskólinn laði til sín landflótta fræðimenn frá Bandaríkjunum Afdrif Hörpunnar enn á huldu Sérstakar hleranir og símtölin sem gætu alltaf orðið til Verði að kunna íslensku til að geta hjúkrað Tveir menn handteknir eftir að hafa komið sér fyrir í sameign húss Segist ekki taka hagsmuni sela fram yfir hagsmuni íþrótta Saumandi hressar og skemmtilegar bútasaumskonur Hundur drapst af völdum hitaslags á höfuðborgarsvæðinu Besta maíveður í manna minnum og ungir ofurhugar Varað við bikblæðingum um land allt Líþíumrafhlaða líkleg orsök eldsins Sjá meira
Krár og skemmtistaðir fá að hafa opið til klukkan 22 Krár, skemmtistaðir og spilakassasalir mega frá og með mánudeginum 8. febrúar hafa opið til klukkan 22 á kvöldin eins og veitingastaðir. Fjöldatakmörk í sviðslistum, útförum og fleira aukast úr 100 í 150. Þá fá fleiri að sækja líkamsræktarstöðvar. Áfram er tveggja metra regla í landinu og almennt miðað við tuttugu manna samkomubann. 5. febrúar 2021 12:26