Max Montana: Ef þú getur opnað klúbbana þá geturðu opnað vellina Atli Freyr Arason skrifar 7. febrúar 2021 21:49 Max Montana vísir/Getty Max Montana spilaði sinn fyrsta leik í Dominos deildinni í 107-81 sigri Keflavíkur á Tindastóli í kvöld. Max segir fyrstu kynni sín af deildinni séu góð. „Við skemmtum okkur vel í kvöld, það er mjög góður liðsandi í Keflavíkur liðinu. Það er samt leitt að engir íslenskir aðdáendur voru í stúkunni en COVID ástandið er augljóslega að koma í veg fyrir það. Íslendingar kunna samt heldur betur að spila körfubolta,“ sagði Max og hló. Margir úr íþróttahreyfingunni hafa einmitt gagnrýnt sóttvarnaryfirvöld að tilslakanir á íþróttaviðburðum hafi ekki verið nægilega miklir og að áhorfendum hafi ekki verið hleypt aftur inn á vellina. Max stóð ekki á svörunum aðspurður út í þetta. „Ég held að ef þú getur opnað klúbbana þá geturðu opnað vellina, er það ekki?“ Max Montana kom af bekknum í kvöld og gerði 13 stig en hann var stigahæstur af þeim sem komu af varamannabekknum í kvöld en Keflavík hefur einmitt vantað meira framlag frá varamannabekknum sínum. Max var þó ekki nægilega ánægður með frammistöðu sína í kvöld. „Mér finnst alltaf eins og ég geti gert betur. Ég náði bara 3 af 10 þriggja stiga skotum sem er ekki nógu gott. Þegar ég kemst almennilega í gang þá mun ég gera betur. Ég hef ekki spilað körfubolta í næstum því heilt ár núna. Um leið og ég næ taktinum aftur þá mun ég getað hjálpað liðinu mínu töluvert meira,“ svaraði Max um leikinn sinn í kvöld. Það hefur komið fram í íslenskum fjölmiðlum að Max sé vinsæll á samfélagsmiðlum og komst hann ekki hjá því að vera spurður aðeins út í samfélagsmiðlana sína. „Mér finnst þetta fyndið. Einhver benti mér á frétt þar sem fyrirsögnin var að systir mín væri með fleiri fylgjendur en ég. Það hefur í raun alltaf verið þannig, ég hef alltaf verið þekktur sem bróðir hennar. Ég myndi ekki vilja hafa það öðruvísi. Ég vil að hún fái allt sem hún vill,“ sagði skælbrosandi Max Montana að lokum. Keflavík ÍF Dominos-deild karla Íslenski körfuboltinn Tengdar fréttir Leik lokið: Keflavík - Tindastóll 107-81 | Stólarnir steinlágu í Keflavík Keflvíkingar fóru illa með Sauðkrækinga í Dominos deild karla í körfubolta í kvöld. Umfjöllun og viðtöl væntanleg. 7. febrúar 2021 20:50 Mest lesið Fantasýn ræðir framtíð Wirtz: Blóðugur upp fyrir haus að pumpa í hann lífi Enski boltinn Sjáðu glaða Íslendinga hita upp í Katowice Körfubolti Amorim gagnrýndur fyrir að horfa ekki á vítakeppnina Enski boltinn Í beinni: Ísrael - Ísland | Fyrsti leikur á EM Körfubolti Neyðarleg tölfræði Onana í vítakeppninni Enski boltinn Söknuður af æskufélaganum: „Áttum að vera gömlu karlarnir“ Körfubolti „Þetta var sjokk fyrir hann“ Körfubolti „Við vorum algjörlega týndir“ Enski boltinn Eitt vandræðalegasta kvöldið í sögu Manchester United Enski boltinn Íslendingapartý í Katowice Körfubolti Fleiri fréttir Myndasyrpa: Íslendingapartý tók yfir Katowice „Það er alltaf raunhæft að stefna á sigur“ Í beinni: Ísrael - Ísland | Fyrsti leikur á EM Sjáðu glaða Íslendinga hita upp í Katowice „Við erum bara að hugsa um körfubolta“ Íslendingapartý í Katowice „Þetta var sjokk fyrir hann“ Æfðu miðjuskotin: Síðasta æfing strákanna fyrir stóru stundina í myndum Söknuður af æskufélaganum: „Áttum að vera gömlu karlarnir“ Finnar byrjuðu EM á naumum sigri í Norðurlandaslag „Margir tittir í þessum hópi og máttum ekki við því að missa stóran mann“ Setji skugga á fyrsta leik að hann sé við Ísrael EM í dag: Ætli Katowice sé enn versta borg í heimi og leðurjakki í hitabylgju Svona var EM-Pallborðið Myndir: Áfallalaus æfing fyrir utan að Hilmar fékk bolta í punginn Strákarnir ekki fengið neinar hótanir Gætt af Interpol og sagt að fela fána fyrir leikinn við Ísland Tryggvi setti „að moka skít“ í annað sætið Nýliðarnir sömdu við danska stelpu með Íslandstengingu Pólverjar bæta við sig Kana fyrir EM Tap í síðasta leik fyrir EM „Lukkudýrið“ í mál við félagið ÍR-ingar sækja Grikkja á Álftanesið: „Sannkallaðar gleðifréttir“ Brotnaði saman þegar hann bar liðsfélögum tíðindin Faðir Boston Celtics stjörnu handtekinn fyrir morðtilraun Yngri Agravanis-bróðirinn í Stjörnuna Beittu sér fyrir keppnisbanni Ísraela: „Ekki fengið nógu marga með okkur í lið“ Yfirlýsing KKÍ: Hætta ekki við leikinn við Ísrael Almar var kominn alla leið til Bandaríkjanna Haukur Helgi meiddur og Almar kallaður inn í hópinn Sjá meira
„Við skemmtum okkur vel í kvöld, það er mjög góður liðsandi í Keflavíkur liðinu. Það er samt leitt að engir íslenskir aðdáendur voru í stúkunni en COVID ástandið er augljóslega að koma í veg fyrir það. Íslendingar kunna samt heldur betur að spila körfubolta,“ sagði Max og hló. Margir úr íþróttahreyfingunni hafa einmitt gagnrýnt sóttvarnaryfirvöld að tilslakanir á íþróttaviðburðum hafi ekki verið nægilega miklir og að áhorfendum hafi ekki verið hleypt aftur inn á vellina. Max stóð ekki á svörunum aðspurður út í þetta. „Ég held að ef þú getur opnað klúbbana þá geturðu opnað vellina, er það ekki?“ Max Montana kom af bekknum í kvöld og gerði 13 stig en hann var stigahæstur af þeim sem komu af varamannabekknum í kvöld en Keflavík hefur einmitt vantað meira framlag frá varamannabekknum sínum. Max var þó ekki nægilega ánægður með frammistöðu sína í kvöld. „Mér finnst alltaf eins og ég geti gert betur. Ég náði bara 3 af 10 þriggja stiga skotum sem er ekki nógu gott. Þegar ég kemst almennilega í gang þá mun ég gera betur. Ég hef ekki spilað körfubolta í næstum því heilt ár núna. Um leið og ég næ taktinum aftur þá mun ég getað hjálpað liðinu mínu töluvert meira,“ svaraði Max um leikinn sinn í kvöld. Það hefur komið fram í íslenskum fjölmiðlum að Max sé vinsæll á samfélagsmiðlum og komst hann ekki hjá því að vera spurður aðeins út í samfélagsmiðlana sína. „Mér finnst þetta fyndið. Einhver benti mér á frétt þar sem fyrirsögnin var að systir mín væri með fleiri fylgjendur en ég. Það hefur í raun alltaf verið þannig, ég hef alltaf verið þekktur sem bróðir hennar. Ég myndi ekki vilja hafa það öðruvísi. Ég vil að hún fái allt sem hún vill,“ sagði skælbrosandi Max Montana að lokum.
Keflavík ÍF Dominos-deild karla Íslenski körfuboltinn Tengdar fréttir Leik lokið: Keflavík - Tindastóll 107-81 | Stólarnir steinlágu í Keflavík Keflvíkingar fóru illa með Sauðkrækinga í Dominos deild karla í körfubolta í kvöld. Umfjöllun og viðtöl væntanleg. 7. febrúar 2021 20:50 Mest lesið Fantasýn ræðir framtíð Wirtz: Blóðugur upp fyrir haus að pumpa í hann lífi Enski boltinn Sjáðu glaða Íslendinga hita upp í Katowice Körfubolti Amorim gagnrýndur fyrir að horfa ekki á vítakeppnina Enski boltinn Í beinni: Ísrael - Ísland | Fyrsti leikur á EM Körfubolti Neyðarleg tölfræði Onana í vítakeppninni Enski boltinn Söknuður af æskufélaganum: „Áttum að vera gömlu karlarnir“ Körfubolti „Þetta var sjokk fyrir hann“ Körfubolti „Við vorum algjörlega týndir“ Enski boltinn Eitt vandræðalegasta kvöldið í sögu Manchester United Enski boltinn Íslendingapartý í Katowice Körfubolti Fleiri fréttir Myndasyrpa: Íslendingapartý tók yfir Katowice „Það er alltaf raunhæft að stefna á sigur“ Í beinni: Ísrael - Ísland | Fyrsti leikur á EM Sjáðu glaða Íslendinga hita upp í Katowice „Við erum bara að hugsa um körfubolta“ Íslendingapartý í Katowice „Þetta var sjokk fyrir hann“ Æfðu miðjuskotin: Síðasta æfing strákanna fyrir stóru stundina í myndum Söknuður af æskufélaganum: „Áttum að vera gömlu karlarnir“ Finnar byrjuðu EM á naumum sigri í Norðurlandaslag „Margir tittir í þessum hópi og máttum ekki við því að missa stóran mann“ Setji skugga á fyrsta leik að hann sé við Ísrael EM í dag: Ætli Katowice sé enn versta borg í heimi og leðurjakki í hitabylgju Svona var EM-Pallborðið Myndir: Áfallalaus æfing fyrir utan að Hilmar fékk bolta í punginn Strákarnir ekki fengið neinar hótanir Gætt af Interpol og sagt að fela fána fyrir leikinn við Ísland Tryggvi setti „að moka skít“ í annað sætið Nýliðarnir sömdu við danska stelpu með Íslandstengingu Pólverjar bæta við sig Kana fyrir EM Tap í síðasta leik fyrir EM „Lukkudýrið“ í mál við félagið ÍR-ingar sækja Grikkja á Álftanesið: „Sannkallaðar gleðifréttir“ Brotnaði saman þegar hann bar liðsfélögum tíðindin Faðir Boston Celtics stjörnu handtekinn fyrir morðtilraun Yngri Agravanis-bróðirinn í Stjörnuna Beittu sér fyrir keppnisbanni Ísraela: „Ekki fengið nógu marga með okkur í lið“ Yfirlýsing KKÍ: Hætta ekki við leikinn við Ísrael Almar var kominn alla leið til Bandaríkjanna Haukur Helgi meiddur og Almar kallaður inn í hópinn Sjá meira
Leik lokið: Keflavík - Tindastóll 107-81 | Stólarnir steinlágu í Keflavík Keflvíkingar fóru illa með Sauðkrækinga í Dominos deild karla í körfubolta í kvöld. Umfjöllun og viðtöl væntanleg. 7. febrúar 2021 20:50