Körfubolti

Íslensku stelpurnar steinlágu fyrir sterku liði Slóvena

Arnar Geir Halldórsson skrifar
Hildur Björg Kjartansdóttir stóð fyrir sínu
Hildur Björg Kjartansdóttir stóð fyrir sínu MYND/VALUR

Íslenska kvennalandsliðið í körfubolta átti ekki roð í Slóveníu þegar liðin mættust ytra í undankeppni EM 2021 í dag.

Slóvenar lögðu línurnar strax í upphafi og höfðu algjöra yfirburði en staðan í leikhléi var til að mynda 44-25 fyrir Slóveníu sem stendur framarlega í evrópskum körfubolta.

Leiknum lauk með 32 stiga sigri Slóveníu, 59-96.

Hildur Björg Kjartansdóttir var atkvæðamest í íslenska liðinu með 25 stig og níu fráköst. Næst á eftir henni í stigaskorun var Þóra Kristín Jónsdóttir með sautján stig.

Slóvenía vann riðilinn örugglega og er á leiðinni á EM en íslenska liðið hafnaði í neðsta sæti riðilsins.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×