Ísland hefur samið um kaup á 230.000 skömmtum frá AstraZeneca og er von á 14.000 skömmtum alls nú í febrúar og að 74 þúsund skammtar verði komnir fyrir mánaðamót mars/apríl. Ekki er vitað að svo stöddu hvenær fólk verður bólusett með efninu frá AstraZeneca hér á landi en sóttvarnalæknir hefur gefið út að það verði gefið fólki yngra en 65 ára.
Þrír mánuðir verða látnir líða á milli fyrri og seinni skammts en þannig nær bóluefnið hámarksvirkni sem er 90 prósent virkni.
Hægt verði að nota bóluefnið hjá einstaklingum með undirliggjandi sjúkdóma, starfsmönnum hjúkrunarheimila og fleiri aðilum sem sem eru ofarlega á forgangslista.