KR White Reykjavíkurmeistarar í Rocket League Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 6. febrúar 2021 16:25 Ríkjandi Íslandsmeistarar KR White unnu einnig Reykjavíkurleikana í Rocket League. Rafíþróttasamtök Íslands Keppt var um Reykjavíkurmeistaratitilinn í rafíþróttinni Rocket League á Reykjavíkurleikunum, RIG, í dag. Þar fóru KR White með sigur af hólmi. Keppt var um Reykjavíkurmeistaratitilinn í rafíþróttinni Rocket League á Reykjavíkurleikunum í dag. Þar fóru KR White með sigur af hólmi eftir úrslitaleik gegn Project X. Þar vann KR fj´roa leiki á móti einum hjá Project X. Nokkuð var um kunnugleg lið sem tóku þátt í mótinu sem er á vegum Rafíþróttasamtaka Íslands, Rocket League Ísland og ÍBR, enda títt um það að íþróttafélög stofni sérstakar rafíþróttadeildir til iðkunar og keppni á þessum vettvangi. Það mátti því finna þekkt lið eins og KR og Þór Akureyri meðal þátttakenda mótsins. Mótið hófst klukkan 13:00 í dag og var í beinni útsendingu á Twitch rás Rocket League Ísland. Hér að neðan má sjá útsnedingu dagsins. Framgang mótsins má svo finna hér. Rafíþróttir Mest lesið „Mjög undarlegt að þessi höll standist kröfur“ Handbolti Lýsandi talaði um að Trump vildi eignast Ísland Körfubolti Áhyggjufullir nágrannar hringdu í lögregluna Fótbolti Aron Einar og Lúkas í fyrsta hópi Arnars Fótbolti Segir að Maradona hafi búið í hryllingshúsi síðustu ævidagana Fótbolti Svona var fyrsti blaðamannafundur Arnars Fótbolti Ósáttur fótboltapabbi skaut þjálfarann Sport Skiptir úr sálfræðinni í Duolingo Handbolti Orri nýr fyrirliði Íslands Fótbolti Velta því fyrir sér hvort fimmtán ára HK-ingur hafi skorað mark ársins Handbolti
Keppt var um Reykjavíkurmeistaratitilinn í rafíþróttinni Rocket League á Reykjavíkurleikunum í dag. Þar fóru KR White með sigur af hólmi eftir úrslitaleik gegn Project X. Þar vann KR fj´roa leiki á móti einum hjá Project X. Nokkuð var um kunnugleg lið sem tóku þátt í mótinu sem er á vegum Rafíþróttasamtaka Íslands, Rocket League Ísland og ÍBR, enda títt um það að íþróttafélög stofni sérstakar rafíþróttadeildir til iðkunar og keppni á þessum vettvangi. Það mátti því finna þekkt lið eins og KR og Þór Akureyri meðal þátttakenda mótsins. Mótið hófst klukkan 13:00 í dag og var í beinni útsendingu á Twitch rás Rocket League Ísland. Hér að neðan má sjá útsnedingu dagsins. Framgang mótsins má svo finna hér.
Rafíþróttir Mest lesið „Mjög undarlegt að þessi höll standist kröfur“ Handbolti Lýsandi talaði um að Trump vildi eignast Ísland Körfubolti Áhyggjufullir nágrannar hringdu í lögregluna Fótbolti Aron Einar og Lúkas í fyrsta hópi Arnars Fótbolti Segir að Maradona hafi búið í hryllingshúsi síðustu ævidagana Fótbolti Svona var fyrsti blaðamannafundur Arnars Fótbolti Ósáttur fótboltapabbi skaut þjálfarann Sport Skiptir úr sálfræðinni í Duolingo Handbolti Orri nýr fyrirliði Íslands Fótbolti Velta því fyrir sér hvort fimmtán ára HK-ingur hafi skorað mark ársins Handbolti