Svandís um viðræður við Pfizer: „Ekkert sem að hægt er að segja frá“ Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 5. febrúar 2021 13:33 Svandís Svavarsdóttir heilbrigðisráðherra og Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra hafa staðið í ströngu undanfarið ár. Tæplega ár er liðið frá fyrsta Covid-19 smitinu sem greindist hér á landi. Vísir/Vilhelm Svandís Svavarsdóttir heilbrigðisráðherra segir boltann hjá lyfjaframleiðandanum Pfizer varðandi mögulegan samning við Ísland um mikið magn bóluefnis sem gæti borist til Íslands í rannsóknarskyni. Þannig mætti bólusetja stóran hluta þjóðarinnar á skömmum tíma. Svandís var að loknum ríkisstjórnarfundi í hádeginu spurð að því hvort eitthvað væri að frétta af viðræðunum við Pfizer. „Ekkert sem að hægt er að segja frá,“ sagði Svandís. Mikið hefur verið hvíslað og hávær orðrómur um að vel miði í viðræðum við lyfjaframleiðandann. Kári Stefánsson, forstjóri Íslenskrar erfðagreiningar, og Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir hafa farið fyrir viðræðunum við Pfizer sem staðið hafa í nokkurn tíma nú. Kári hefur ekki talið tímabært að ræða málið undanfarna daga. Þórólfur sagði á upplýsingafundi í gær að von væri á skilaboðum frá lyfjafyrirtækinu á næstu dögum. „Það er ekki kominn samningur og boltinn er ennþá hjá Pfizer,“ sagði Þórólfur í gær. Hann sagðist þó telja heilsugæsluna hér á landi vel í stakk búna til að bólusetja landsmenn hratt og örugglega ef til þess kæmi að mikið magn bóluefnis bærist hingað á skömmum tíma. „Ég held að við verðum tilbúin i hvaða leik sem er.“ Þórólfur sagði í viðtali við Morgunblaðið fyrr í vikunni að ef samningar náist sé ekki um að ræða kaup á bóluefni heldur verði bóluefnið sent hingað í þágu rannsóknar. Með rannsókninni eigi að svara rannsóknarspurningu um það hvernig svona bóluefni virki á samfélag, hvernig það virki á svona faraldur innanlands. Bólusetningar Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Tengdar fréttir Krár og skemmtistaðir fá að hafa opið til klukkan 22 Krár, skemmtistaðir og spilakassasalir mega frá og með mánudeginum 8. febrúar hafa opið til klukkan 22 á kvöldin eins og veitingastaðir. Fjöldatakmörk í sviðslistum, útförum og fleira aukast úr 100 í 150. Þá fá fleiri að sækja líkamsræktarstöðvar. Áfram er tveggja metra regla í landinu og almennt miðað við tuttugu manna samkomubann. 5. febrúar 2021 12:26 Mat sóttvarnalæknis að ráðast megi í vægar afléttingar sem fyrst Ríkisstjórnin fundar nú um tillögur sóttvarnalæknis að vægum afléttingum innanlands í ljósi batnandi stöðu í faraldrinum. Ætla má að heilbrigðisráðherra bregðist við tillögunum að loknum fundi. 5. febrúar 2021 12:10 Mest lesið Nafn mannsins sem lést vegna voðaskots Innlent Útlit fyrir mestu snjókomu í október í manna minnum Innlent Segja „fljúgandi Chernobyl“ hafa flogið í fimmtán klukkustundir Erlent Er enn að vinna úr því að hafa lifað Innlent Sendiferðabíll í ljósum logum á Reykjanesbraut Innlent Íris segist ekki sækjast eftir sæti í Hafnarfirði Innlent Beittur piparúða í fangaklefa, hótað með rafbyssu og sveltur Innlent Ráðist að fjölmiðlafólki með ofbeldi og fúkyrðum Erlent Hundruðum gert að rýma vegna grjóthruns í Ósló Erlent Garðheimar ljósið í myrkrinu við meinta gímaldsgötu Innlent Fleiri fréttir Garðheimar ljósið í myrkrinu við meinta gímaldsgötu Útlit fyrir mestu snjókomu í október í manna minnum Brennu–Njáls saga vekur alltaf lukku í Hvolsskóla Bresk freigáta í Akureyrarhöfn Beittur piparúða í fangaklefa, hótað með rafbyssu og sveltur Beittur piparúða, hótað með rafbyssu og sveltur í fangaklefa Sendiferðabíll í ljósum logum á Reykjanesbraut Íris segist ekki sækjast eftir sæti í Hafnarfirði Ástarbréf eru velkomin á héraðsskjalasöfn landsins Nafn mannsins sem lést vegna voðaskots Hinna látnu minnst í Flateyrarkirkju Sorg á Flateyri og rússnesk kjarnorkueldflaug Er enn að vinna úr því að hafa lifað Pirraðir læknar, efnahagurinn eftir áföll og húsnæði og lánakjör Reyndi að stinga af en endaði utan í vegriði Kynferðisbrotum sem leiða til greiðslu bóta hefur fjölgað verulega Fólk hafi dreymt um að eignast flugstjóradress Áhugasamir smalahundar á námskeiði Eldur í bíl á Seltjarnarnesi Meirihluti fólks geti ekki keypt íbúð í nýju lánakerfi sem sé að teiknast upp Nánast enginn fái að kaupa íbúð Lögregla veitti eftirför um miðborgina Kona handtekin grunuð um að stinga sambýlismann sinn „Túnin eru bara hvít“ Nýtt vopn í búri fjármálaráðherra Uppþot á félagsfundi Sósíalista: „Þetta var bara kjánalegt og alger óþarfi“ Um fimmtíu þúsund manns í miðborginni í Kvennaverkfallinu Börn og unglingar funda á Hvolsvelli um sín mál Lést vegna voðaskots úr haglabyssu Afnám áminningarskyldu, offjölgun álfta og kvennaverkfall Sjá meira
Svandís var að loknum ríkisstjórnarfundi í hádeginu spurð að því hvort eitthvað væri að frétta af viðræðunum við Pfizer. „Ekkert sem að hægt er að segja frá,“ sagði Svandís. Mikið hefur verið hvíslað og hávær orðrómur um að vel miði í viðræðum við lyfjaframleiðandann. Kári Stefánsson, forstjóri Íslenskrar erfðagreiningar, og Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir hafa farið fyrir viðræðunum við Pfizer sem staðið hafa í nokkurn tíma nú. Kári hefur ekki talið tímabært að ræða málið undanfarna daga. Þórólfur sagði á upplýsingafundi í gær að von væri á skilaboðum frá lyfjafyrirtækinu á næstu dögum. „Það er ekki kominn samningur og boltinn er ennþá hjá Pfizer,“ sagði Þórólfur í gær. Hann sagðist þó telja heilsugæsluna hér á landi vel í stakk búna til að bólusetja landsmenn hratt og örugglega ef til þess kæmi að mikið magn bóluefnis bærist hingað á skömmum tíma. „Ég held að við verðum tilbúin i hvaða leik sem er.“ Þórólfur sagði í viðtali við Morgunblaðið fyrr í vikunni að ef samningar náist sé ekki um að ræða kaup á bóluefni heldur verði bóluefnið sent hingað í þágu rannsóknar. Með rannsókninni eigi að svara rannsóknarspurningu um það hvernig svona bóluefni virki á samfélag, hvernig það virki á svona faraldur innanlands.
Bólusetningar Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Tengdar fréttir Krár og skemmtistaðir fá að hafa opið til klukkan 22 Krár, skemmtistaðir og spilakassasalir mega frá og með mánudeginum 8. febrúar hafa opið til klukkan 22 á kvöldin eins og veitingastaðir. Fjöldatakmörk í sviðslistum, útförum og fleira aukast úr 100 í 150. Þá fá fleiri að sækja líkamsræktarstöðvar. Áfram er tveggja metra regla í landinu og almennt miðað við tuttugu manna samkomubann. 5. febrúar 2021 12:26 Mat sóttvarnalæknis að ráðast megi í vægar afléttingar sem fyrst Ríkisstjórnin fundar nú um tillögur sóttvarnalæknis að vægum afléttingum innanlands í ljósi batnandi stöðu í faraldrinum. Ætla má að heilbrigðisráðherra bregðist við tillögunum að loknum fundi. 5. febrúar 2021 12:10 Mest lesið Nafn mannsins sem lést vegna voðaskots Innlent Útlit fyrir mestu snjókomu í október í manna minnum Innlent Segja „fljúgandi Chernobyl“ hafa flogið í fimmtán klukkustundir Erlent Er enn að vinna úr því að hafa lifað Innlent Sendiferðabíll í ljósum logum á Reykjanesbraut Innlent Íris segist ekki sækjast eftir sæti í Hafnarfirði Innlent Beittur piparúða í fangaklefa, hótað með rafbyssu og sveltur Innlent Ráðist að fjölmiðlafólki með ofbeldi og fúkyrðum Erlent Hundruðum gert að rýma vegna grjóthruns í Ósló Erlent Garðheimar ljósið í myrkrinu við meinta gímaldsgötu Innlent Fleiri fréttir Garðheimar ljósið í myrkrinu við meinta gímaldsgötu Útlit fyrir mestu snjókomu í október í manna minnum Brennu–Njáls saga vekur alltaf lukku í Hvolsskóla Bresk freigáta í Akureyrarhöfn Beittur piparúða í fangaklefa, hótað með rafbyssu og sveltur Beittur piparúða, hótað með rafbyssu og sveltur í fangaklefa Sendiferðabíll í ljósum logum á Reykjanesbraut Íris segist ekki sækjast eftir sæti í Hafnarfirði Ástarbréf eru velkomin á héraðsskjalasöfn landsins Nafn mannsins sem lést vegna voðaskots Hinna látnu minnst í Flateyrarkirkju Sorg á Flateyri og rússnesk kjarnorkueldflaug Er enn að vinna úr því að hafa lifað Pirraðir læknar, efnahagurinn eftir áföll og húsnæði og lánakjör Reyndi að stinga af en endaði utan í vegriði Kynferðisbrotum sem leiða til greiðslu bóta hefur fjölgað verulega Fólk hafi dreymt um að eignast flugstjóradress Áhugasamir smalahundar á námskeiði Eldur í bíl á Seltjarnarnesi Meirihluti fólks geti ekki keypt íbúð í nýju lánakerfi sem sé að teiknast upp Nánast enginn fái að kaupa íbúð Lögregla veitti eftirför um miðborgina Kona handtekin grunuð um að stinga sambýlismann sinn „Túnin eru bara hvít“ Nýtt vopn í búri fjármálaráðherra Uppþot á félagsfundi Sósíalista: „Þetta var bara kjánalegt og alger óþarfi“ Um fimmtíu þúsund manns í miðborginni í Kvennaverkfallinu Börn og unglingar funda á Hvolsvelli um sín mál Lést vegna voðaskots úr haglabyssu Afnám áminningarskyldu, offjölgun álfta og kvennaverkfall Sjá meira
Krár og skemmtistaðir fá að hafa opið til klukkan 22 Krár, skemmtistaðir og spilakassasalir mega frá og með mánudeginum 8. febrúar hafa opið til klukkan 22 á kvöldin eins og veitingastaðir. Fjöldatakmörk í sviðslistum, útförum og fleira aukast úr 100 í 150. Þá fá fleiri að sækja líkamsræktarstöðvar. Áfram er tveggja metra regla í landinu og almennt miðað við tuttugu manna samkomubann. 5. febrúar 2021 12:26
Mat sóttvarnalæknis að ráðast megi í vægar afléttingar sem fyrst Ríkisstjórnin fundar nú um tillögur sóttvarnalæknis að vægum afléttingum innanlands í ljósi batnandi stöðu í faraldrinum. Ætla má að heilbrigðisráðherra bregðist við tillögunum að loknum fundi. 5. febrúar 2021 12:10