„Í þannig aðstæðum á enginn að vera og sérstaklega ekki í ástarsamböndum“ Stefán Árni Pálsson skrifar 5. febrúar 2021 11:30 Linda Baldvinsdóttir var lengi vel í andlegu ofbeldissambandi. Markþjálfinn og samskiptaráðgjafinn Linda Baldvinsdóttir mátti þola andlegt ofbeldi af hendi kærasta síns sem var alveg falið útávið og enginn vissi af nema allra nánasta fjölskylda. Linda var orðin alveg niðurbrotin þegar hún loks kom sér út úr þessu eitraða ástarsambandi og það leiddi hana í nám í markþjálfun og árangursfræði og við það varð hún sterkari og sjálfstæðari og í dag er hún hamingjusöm og í andlegu jafnvægi og miðlar af sinni reynslu. Vala Matt ræddi við Lindu í Íslandi í dag á Stöð 2 í gær. Linda var með manni sem hún eignaðist börn með og hófst þeirra samband þegar hún var sautján ára. Hún segir að þau hafi átt gott vinasamband en hjónabandið hafi einfaldlega ekki gengið upp. Eftir það fer hún í samband sem reyndist henni ekki nægilega gott. „Í andlegu ofbeldi gerast hlutirnir yfirleitt hægt og rólega af stað og svo stigmagnast þeir. Þú ert komin inn í hlutverk sem þú smá saman venst. Það er í eðli mannsins að venjast hlutum sama hvort þeir slæmir eða góðir. Þetta var orðið þannig að þegar ég var á leiðinni heim hugsaði ég alltaf í hvernig skapi skildi hann vera,“ segir Linda og heldur áfram. „Mér fannst ég alltaf vera tipla á tánum eins og ég ætti í rauninni ekki tilverurétt. Í þannig aðstæðum á enginn að vera og sérstaklega ekki í ástarsamböndum. Ég gæti sagt margar ljótar sögur en það sem gerðist var að sjálfstraustið mitt varð í rauninni að engu. Börnin mín voru ekki velkomin og ekki heldur barnabörnin mín. Að lokum verður maður eins og strengjabrúða í höndunum á þessum aðilum.“ Hún segist eitt sinn hafa farið í aðgerð og þegar hún kom heim var hún kvalin og þurfti aðstoð. „Fyrsta daginn kemur mamma í heimsókn og svona og hann er í einhverri fílu, kannski út af athyglinni sem ég fékk og hann heimtaði að ég kæmi með sér út í ísbíltúr og ég gat það ekki. Ég bjó upp á þriðju hæð og hefði ekki getað komist upp og niður stigann. Þá verður allt vitlaust yfir þessu og í nokkra daga,“ segir Linda sem segist hafa farið í tvær aðgerðir um ævina og í bæði skiptin hafi hann beitt hana andlegu ofbeldi. Linda vinnur nú sem ráðgjafi og markþjálfi og hefur slegið í gegn, enda einn af frumkvöðlunum á því sviði og mun á næstunni koma út bók eftir hana. Hér að neðan má sjá innslagið í heild sinni. Ísland í dag Mest lesið „Ég er óléttur“ Lífið Sló í gegn sem barn en nú fyrsta konan á toppi listans frá aldamótum Lífið Fékk leyfi Nóbelskálds fyrir heiti nýrrar bókabúðar í Hamraborg Menning Kynlífssena sautján ára stúlku hafi splundrað samstarfi bræðranna Bíó og sjónvarp „Pabbi hefði snúið sér við í gröfinni hefði ég hætt við” Lífið Er Ormstunga djarfasta sýning ársins? Gagnrýni Klæðist því sem eykur sjálfstraustið Tíska og hönnun Steinunn Ólína í „friðarinnlögn“ með kæró Lífið Gert til að efla hvatberana og frumurnar Lífið Skilnaður „ógeðslega erfitt fyrirbæri“ en til eru verkfæri sem hjálpa Lífið samstarf Fleiri fréttir Gert til að efla hvatberana og frumurnar Sló í gegn sem barn en nú fyrsta konan á toppi listans frá aldamótum „Ég er óléttur“ „Pabbi hefði snúið sér við í gröfinni hefði ég hætt við” Bullandi stemning hjá Blikum Elskaði Elvis áður en hann byrjaði að labba Palli og Edgar fagna sambandsafmæli Steinunn Ólína í „friðarinnlögn“ með kæró Kepptu í því að kveikja eld og klifra upp klifurturn Ráðherrann brunar af þingfundi til að horfa á leikinn Á móti vasapeningum og gæfi barni aldrei debetkort Sweeney í vanda fyrir að klæða Hollywood-skiltið í brjóstahaldara Í öndunarvél eftir blóðeitrun Eins og gangandi beinagrindur með húðflygsur á sér Draugur Lilju svífur yfir vötnum Þórdís og Júlí eiga von á öðru barni Gengst við geðhvarfasýki og biðst afsökunar: „Hlutirnir urðu verri því lengur sem ég hundsaði vandamálið“ Forritara stærðfræðileiks tekið eins og rokkstjörnu „Amma sagði alltaf að við værum líkir“ Kristrún, Sólrún Diego og Jón Jónsson sáu Galdrakarlinn í Oz Fréttatían: Pólitíkin, flug og söngleikir Sveppi þvoði hnausþykkt hár Eiðs Smára Féll eftir tuttugu ára edrúmennsku Ragga Theó fann ástina hjá Davíð Þór Ólst upp með lítið á milli handanna og fór ung að vinna í fiski Stjörnulífið: Fáklædd í fimbulkulda Bríet og Pálmi takast á fyrir dómstólum „Er eðlilegt að kynlíf taki af mér stjórn og að ég sé upptekinn af kynlífi flesta daga?“ Gisti þar sem Verdi andaðist fyrir hreina tilviljun Dagurinn þegar Bessastaðatjörn varð vettvangur harmleiks Sjá meira
Linda var orðin alveg niðurbrotin þegar hún loks kom sér út úr þessu eitraða ástarsambandi og það leiddi hana í nám í markþjálfun og árangursfræði og við það varð hún sterkari og sjálfstæðari og í dag er hún hamingjusöm og í andlegu jafnvægi og miðlar af sinni reynslu. Vala Matt ræddi við Lindu í Íslandi í dag á Stöð 2 í gær. Linda var með manni sem hún eignaðist börn með og hófst þeirra samband þegar hún var sautján ára. Hún segir að þau hafi átt gott vinasamband en hjónabandið hafi einfaldlega ekki gengið upp. Eftir það fer hún í samband sem reyndist henni ekki nægilega gott. „Í andlegu ofbeldi gerast hlutirnir yfirleitt hægt og rólega af stað og svo stigmagnast þeir. Þú ert komin inn í hlutverk sem þú smá saman venst. Það er í eðli mannsins að venjast hlutum sama hvort þeir slæmir eða góðir. Þetta var orðið þannig að þegar ég var á leiðinni heim hugsaði ég alltaf í hvernig skapi skildi hann vera,“ segir Linda og heldur áfram. „Mér fannst ég alltaf vera tipla á tánum eins og ég ætti í rauninni ekki tilverurétt. Í þannig aðstæðum á enginn að vera og sérstaklega ekki í ástarsamböndum. Ég gæti sagt margar ljótar sögur en það sem gerðist var að sjálfstraustið mitt varð í rauninni að engu. Börnin mín voru ekki velkomin og ekki heldur barnabörnin mín. Að lokum verður maður eins og strengjabrúða í höndunum á þessum aðilum.“ Hún segist eitt sinn hafa farið í aðgerð og þegar hún kom heim var hún kvalin og þurfti aðstoð. „Fyrsta daginn kemur mamma í heimsókn og svona og hann er í einhverri fílu, kannski út af athyglinni sem ég fékk og hann heimtaði að ég kæmi með sér út í ísbíltúr og ég gat það ekki. Ég bjó upp á þriðju hæð og hefði ekki getað komist upp og niður stigann. Þá verður allt vitlaust yfir þessu og í nokkra daga,“ segir Linda sem segist hafa farið í tvær aðgerðir um ævina og í bæði skiptin hafi hann beitt hana andlegu ofbeldi. Linda vinnur nú sem ráðgjafi og markþjálfi og hefur slegið í gegn, enda einn af frumkvöðlunum á því sviði og mun á næstunni koma út bók eftir hana. Hér að neðan má sjá innslagið í heild sinni.
Ísland í dag Mest lesið „Ég er óléttur“ Lífið Sló í gegn sem barn en nú fyrsta konan á toppi listans frá aldamótum Lífið Fékk leyfi Nóbelskálds fyrir heiti nýrrar bókabúðar í Hamraborg Menning Kynlífssena sautján ára stúlku hafi splundrað samstarfi bræðranna Bíó og sjónvarp „Pabbi hefði snúið sér við í gröfinni hefði ég hætt við” Lífið Er Ormstunga djarfasta sýning ársins? Gagnrýni Klæðist því sem eykur sjálfstraustið Tíska og hönnun Steinunn Ólína í „friðarinnlögn“ með kæró Lífið Gert til að efla hvatberana og frumurnar Lífið Skilnaður „ógeðslega erfitt fyrirbæri“ en til eru verkfæri sem hjálpa Lífið samstarf Fleiri fréttir Gert til að efla hvatberana og frumurnar Sló í gegn sem barn en nú fyrsta konan á toppi listans frá aldamótum „Ég er óléttur“ „Pabbi hefði snúið sér við í gröfinni hefði ég hætt við” Bullandi stemning hjá Blikum Elskaði Elvis áður en hann byrjaði að labba Palli og Edgar fagna sambandsafmæli Steinunn Ólína í „friðarinnlögn“ með kæró Kepptu í því að kveikja eld og klifra upp klifurturn Ráðherrann brunar af þingfundi til að horfa á leikinn Á móti vasapeningum og gæfi barni aldrei debetkort Sweeney í vanda fyrir að klæða Hollywood-skiltið í brjóstahaldara Í öndunarvél eftir blóðeitrun Eins og gangandi beinagrindur með húðflygsur á sér Draugur Lilju svífur yfir vötnum Þórdís og Júlí eiga von á öðru barni Gengst við geðhvarfasýki og biðst afsökunar: „Hlutirnir urðu verri því lengur sem ég hundsaði vandamálið“ Forritara stærðfræðileiks tekið eins og rokkstjörnu „Amma sagði alltaf að við værum líkir“ Kristrún, Sólrún Diego og Jón Jónsson sáu Galdrakarlinn í Oz Fréttatían: Pólitíkin, flug og söngleikir Sveppi þvoði hnausþykkt hár Eiðs Smára Féll eftir tuttugu ára edrúmennsku Ragga Theó fann ástina hjá Davíð Þór Ólst upp með lítið á milli handanna og fór ung að vinna í fiski Stjörnulífið: Fáklædd í fimbulkulda Bríet og Pálmi takast á fyrir dómstólum „Er eðlilegt að kynlíf taki af mér stjórn og að ég sé upptekinn af kynlífi flesta daga?“ Gisti þar sem Verdi andaðist fyrir hreina tilviljun Dagurinn þegar Bessastaðatjörn varð vettvangur harmleiks Sjá meira
Gengst við geðhvarfasýki og biðst afsökunar: „Hlutirnir urðu verri því lengur sem ég hundsaði vandamálið“