Rifbeinsbrotnaði í öðrum leiknum eftir endurkomuna Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 4. febrúar 2021 12:31 Stella Sigurðardóttir verður frá næstu vikurnar vegna rifbeinsbrots. vísir/hulda margrét Stella Sigurðardóttir leikur ekki með Fram næstu vikurnar þar sem hún er rifbeinsbrotin. Stella sneri aftur á handboltavöllinn í síðasta mánuði eftir sjö ára fjarveru. Hún neyddist til að hætta 2014 vegna höfuðmeiðsla. Í öðrum leik sínum eftir endurkomuna, gegn FH 23. janúar, varð Stella fyrir því óláni að rifbeinsbrotna. „Í leiknum gegn FH fékk ég þungt högg ofan á bringuna. Á miðvikudeginum fattaði ég að þetta væri kannski eitthvað alvarlegt. Þá átti ég orðið erfitt með að anda, hósta og hreyfa mig. Ég hef verið í hvíld síðan,“ sagði Stella við Vísi í dag. Hún vonast til að geta snúið aftur á völlinn í þessum mánuði. Enn verkjuð „Læknirinn sagði að þetta yrðu allavega fjórar vikur, fjórar til sex, en ég er að gæla við þrjár vikur. Ég veit samt ekki alveg, ég verð bara að sjá hvernig ég verð. Ég er allavega ekki orðin góð, er enn með mikla verki og er ekki enn byrjuð að hreyfa mig.“ Steinunn Björnsdóttir meiddist einnig í leiknum gegn FH, fékk þungt högg á augað og missti sjónina tímabundið. Hún er þó öll að koma til og var á skýrslu í sigrinum á Stjörnunni á þriðjudaginn. „Þetta var blóðugur leikur fyrir okkur,“ sagði Stella og hló. „Þetta var óheppni í báðum tilfellum, hjá mér og Steinunni. Þetta var samt hálf leiðinlegt, nýkomin til baka.“ Þarf tíma til að komast í handboltaform Stella lék sinn fyrsta leik í sjö ár þegar Fram vann ÍBV, 26-25, í fyrsta leik deildar- og bikarmeistaranna eftir hléið langa. Síðan kom FH-leikurinn en Stella hefur misst af síðustu tveimur leikjum Fram. Fyrir utan rifbeinsbrotið segir Stella endurkomuna hafa verið ánægjulega. „Ég er góð í skrokknum, þannig séð. Ég þarf bara að komast í betri leikæfingu og mæta á fleiri æfingar. Ég byrjaði ekkert fyrr en í desember. Þetta var ekki nema mánuður sem ég náði að æfa. Ég þarf bara smá tíma til að koma mér í handboltaform.“ Fljót að hlaupa út af Í leikjunum tveimur sem Stella spilaði einbeitti hún sér að varnarleiknum og hætti sér lítið fram yfir miðju. „Ég vil meina að þetta hafi grafist smá. Ég get alveg staðið í vörn og var alltaf fljót að hlaupa út af í fyrstu tveimur leikjum. Ég var ekkert mikið spennt fyrir því að fara í sóknina en það kemur kannski,“ sagði Stella sem skoraði samt eitt mark í leikjunum tveimur. „Það er ágætt að nýta tímann núna í að koma öxlinni aðeins í gang. Maður fann það þegar maður byrjaði að kasta að hún var dottin úr leikæfingu.“ Olísdeildirnar í handbolta eru á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Olísdeildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur. Olís-deild kvenna Fram Tengdar fréttir „Þá var ég orðin mjög hrædd“ Steinunn Björnsdóttir, fyrirliði Framkvenna, var aftur á skýrslu í síðasta leik og snéri þá aftur eftir hafa fengið slæmt högg á höfuðið í leik á móti FH. 4. febrúar 2021 11:46 Umfjöllun og viðtöl: Stjarnan - Fram 26-33 | Endurkomusigur meistaranna Fram vann sterkan endurkomusigur á Stjörnunni í Mýrinni í kvöld er liðin mættust í Olís-deild kvenna. Eftir að hafa verið tveimur mörkum undir í hálfleik unnu gestirnir sjö marka sigur, 26-33. 2. febrúar 2021 21:45 Mest lesið Þurfa að sanna að þær séu konur áður en þær fá að keppa á HM Sport Íslensk landsliðskona skrifar um glímu sína við átröskun Handbolti Brady í Birmingham þáttum: Efaðist strax um Rooney og kallaði leikmennina lata Enski boltinn KSÍ sektar Árbæ um 250 þúsund krónur Íslenski boltinn Kærastinn eltir Sveindísi Jane til Norður-Ameríku Fótbolti Hundur beit fyrrum leikmann Barcelona í punginn Fótbolti Šeško nú helsta skotmark Rauðu djöflanna Enski boltinn Dagskráin í dag: Risaleikir fyrir íslenskan fótbolta og Lundúnaslagur Sport Íslendingalið Brann úr leik líkt og Guðmundur sem lagði þó upp Fótbolti Semple til Grindavíkur Körfubolti Fleiri fréttir Íslensk landsliðskona skrifar um glímu sína við átröskun Stelpurnar fóru illa með færeyrsku frænkur sínar Sú markahæsta sett í bann því liðsfélagarnir neita að æfa með henni Ekkert spilað í þrjú ár eftir ítrekuð læknamistök Gull og brons á Ólympíuhátíð Evrópuæskunnar Annað risastórt kvennahandboltafélag gjaldþrota Strákarnir brunuðu í úrslitaleikinn Tjörvi Týr færir sig um set í Þýskalandi Ákvað að fara þegar faðir hans var rekinn Stelpurnar tryggðu sér fimmtánda sætið Stelpurnar réðu ekki við þær serbnesku Erlangen staðfestir komu Andra Grétar kveður Frakkland og fer til Grikklands Aron Pálmars fær kveðjuleik í Kaplakrika og Veszprém mætir Ásthildur skoraði átján mörk í stórsigri íslensku stelpnanna „Margt dýrmætt á þessum ferli“ Valskonur þurfa að vinna hollensku meistarana til að fá Íslendingaslag Elín Jóna ólétt og verður ekki með á HM Giorgi Dikhaminjia aftur til Íslands Þorsteinn Gauti semur við Sandefjord Hneykslast á kostnaði við kveðjuveislu Þóris og Lio Skoraði yfir sex hundruð mörk á tímabilinu Karlkyns leikmenn félagsins fá líka fæðingarorlof Ráku glænýjan leikmann félagsins fyrir að mæta á tónleika Aron ráðinn til FH Vilja dæma handboltamann í fimm ára bann Hafnaði ágengum Egyptum en er til í að taka við félagsliði Tæplega þriggja áratuga ferli Alexanders lokið Færeyingar unnu bronsið á HM U21 í handbolta Senda konurnar í Evrópukeppni en ekki karlana Sjá meira
Stella sneri aftur á handboltavöllinn í síðasta mánuði eftir sjö ára fjarveru. Hún neyddist til að hætta 2014 vegna höfuðmeiðsla. Í öðrum leik sínum eftir endurkomuna, gegn FH 23. janúar, varð Stella fyrir því óláni að rifbeinsbrotna. „Í leiknum gegn FH fékk ég þungt högg ofan á bringuna. Á miðvikudeginum fattaði ég að þetta væri kannski eitthvað alvarlegt. Þá átti ég orðið erfitt með að anda, hósta og hreyfa mig. Ég hef verið í hvíld síðan,“ sagði Stella við Vísi í dag. Hún vonast til að geta snúið aftur á völlinn í þessum mánuði. Enn verkjuð „Læknirinn sagði að þetta yrðu allavega fjórar vikur, fjórar til sex, en ég er að gæla við þrjár vikur. Ég veit samt ekki alveg, ég verð bara að sjá hvernig ég verð. Ég er allavega ekki orðin góð, er enn með mikla verki og er ekki enn byrjuð að hreyfa mig.“ Steinunn Björnsdóttir meiddist einnig í leiknum gegn FH, fékk þungt högg á augað og missti sjónina tímabundið. Hún er þó öll að koma til og var á skýrslu í sigrinum á Stjörnunni á þriðjudaginn. „Þetta var blóðugur leikur fyrir okkur,“ sagði Stella og hló. „Þetta var óheppni í báðum tilfellum, hjá mér og Steinunni. Þetta var samt hálf leiðinlegt, nýkomin til baka.“ Þarf tíma til að komast í handboltaform Stella lék sinn fyrsta leik í sjö ár þegar Fram vann ÍBV, 26-25, í fyrsta leik deildar- og bikarmeistaranna eftir hléið langa. Síðan kom FH-leikurinn en Stella hefur misst af síðustu tveimur leikjum Fram. Fyrir utan rifbeinsbrotið segir Stella endurkomuna hafa verið ánægjulega. „Ég er góð í skrokknum, þannig séð. Ég þarf bara að komast í betri leikæfingu og mæta á fleiri æfingar. Ég byrjaði ekkert fyrr en í desember. Þetta var ekki nema mánuður sem ég náði að æfa. Ég þarf bara smá tíma til að koma mér í handboltaform.“ Fljót að hlaupa út af Í leikjunum tveimur sem Stella spilaði einbeitti hún sér að varnarleiknum og hætti sér lítið fram yfir miðju. „Ég vil meina að þetta hafi grafist smá. Ég get alveg staðið í vörn og var alltaf fljót að hlaupa út af í fyrstu tveimur leikjum. Ég var ekkert mikið spennt fyrir því að fara í sóknina en það kemur kannski,“ sagði Stella sem skoraði samt eitt mark í leikjunum tveimur. „Það er ágætt að nýta tímann núna í að koma öxlinni aðeins í gang. Maður fann það þegar maður byrjaði að kasta að hún var dottin úr leikæfingu.“ Olísdeildirnar í handbolta eru á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Olísdeildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur.
Olísdeildirnar í handbolta eru á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Olísdeildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur.
Olís-deild kvenna Fram Tengdar fréttir „Þá var ég orðin mjög hrædd“ Steinunn Björnsdóttir, fyrirliði Framkvenna, var aftur á skýrslu í síðasta leik og snéri þá aftur eftir hafa fengið slæmt högg á höfuðið í leik á móti FH. 4. febrúar 2021 11:46 Umfjöllun og viðtöl: Stjarnan - Fram 26-33 | Endurkomusigur meistaranna Fram vann sterkan endurkomusigur á Stjörnunni í Mýrinni í kvöld er liðin mættust í Olís-deild kvenna. Eftir að hafa verið tveimur mörkum undir í hálfleik unnu gestirnir sjö marka sigur, 26-33. 2. febrúar 2021 21:45 Mest lesið Þurfa að sanna að þær séu konur áður en þær fá að keppa á HM Sport Íslensk landsliðskona skrifar um glímu sína við átröskun Handbolti Brady í Birmingham þáttum: Efaðist strax um Rooney og kallaði leikmennina lata Enski boltinn KSÍ sektar Árbæ um 250 þúsund krónur Íslenski boltinn Kærastinn eltir Sveindísi Jane til Norður-Ameríku Fótbolti Hundur beit fyrrum leikmann Barcelona í punginn Fótbolti Šeško nú helsta skotmark Rauðu djöflanna Enski boltinn Dagskráin í dag: Risaleikir fyrir íslenskan fótbolta og Lundúnaslagur Sport Íslendingalið Brann úr leik líkt og Guðmundur sem lagði þó upp Fótbolti Semple til Grindavíkur Körfubolti Fleiri fréttir Íslensk landsliðskona skrifar um glímu sína við átröskun Stelpurnar fóru illa með færeyrsku frænkur sínar Sú markahæsta sett í bann því liðsfélagarnir neita að æfa með henni Ekkert spilað í þrjú ár eftir ítrekuð læknamistök Gull og brons á Ólympíuhátíð Evrópuæskunnar Annað risastórt kvennahandboltafélag gjaldþrota Strákarnir brunuðu í úrslitaleikinn Tjörvi Týr færir sig um set í Þýskalandi Ákvað að fara þegar faðir hans var rekinn Stelpurnar tryggðu sér fimmtánda sætið Stelpurnar réðu ekki við þær serbnesku Erlangen staðfestir komu Andra Grétar kveður Frakkland og fer til Grikklands Aron Pálmars fær kveðjuleik í Kaplakrika og Veszprém mætir Ásthildur skoraði átján mörk í stórsigri íslensku stelpnanna „Margt dýrmætt á þessum ferli“ Valskonur þurfa að vinna hollensku meistarana til að fá Íslendingaslag Elín Jóna ólétt og verður ekki með á HM Giorgi Dikhaminjia aftur til Íslands Þorsteinn Gauti semur við Sandefjord Hneykslast á kostnaði við kveðjuveislu Þóris og Lio Skoraði yfir sex hundruð mörk á tímabilinu Karlkyns leikmenn félagsins fá líka fæðingarorlof Ráku glænýjan leikmann félagsins fyrir að mæta á tónleika Aron ráðinn til FH Vilja dæma handboltamann í fimm ára bann Hafnaði ágengum Egyptum en er til í að taka við félagsliði Tæplega þriggja áratuga ferli Alexanders lokið Færeyingar unnu bronsið á HM U21 í handbolta Senda konurnar í Evrópukeppni en ekki karlana Sjá meira
„Þá var ég orðin mjög hrædd“ Steinunn Björnsdóttir, fyrirliði Framkvenna, var aftur á skýrslu í síðasta leik og snéri þá aftur eftir hafa fengið slæmt högg á höfuðið í leik á móti FH. 4. febrúar 2021 11:46
Umfjöllun og viðtöl: Stjarnan - Fram 26-33 | Endurkomusigur meistaranna Fram vann sterkan endurkomusigur á Stjörnunni í Mýrinni í kvöld er liðin mættust í Olís-deild kvenna. Eftir að hafa verið tveimur mörkum undir í hálfleik unnu gestirnir sjö marka sigur, 26-33. 2. febrúar 2021 21:45