Enginn, ekki einu sinni James Milner, var fæddur þegar Liverpool lenti síðast í svona þurrkatíð á Anfield Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 4. febrúar 2021 12:00 James Milner og félagar í Liverpool voru þreytulegir á móti Brighton & Hove Albion á Anfield í gærkvöldi. Getty/Clive Brunskill Eftir tvo útisigra í London í síðustu viku þá héldu stuðningsmenn Liverpool örugglega að liðið þeirra væri búið að finna taktinn á nýjan leik. Annað kom á daginn á Anfield í gær. Liverpool tapaði þá sínum öðrum heimaleik í röð þegar liðið lá 1-0 á móti Brighton & Hove Albion í gærkvöldi. Liðið hafði tapað fyrir Burnley í heimaleiknum á undan. Það sem meira er að Liverpool hefur nú ekki skorað í þremur heimaleikjum í röð og það hafði ekki gerst í meira en 36 ár. Það þýðir að enginn leikmaður Liverpool í dag var fæddur þegar Liverpool liðið lenti síðast í því að skora ekki þremur heimaleikjum í röð í deildinni. 1984 - Liverpool have failed to score in three consecutive home league games for the first time since October 1984, with the Reds goalless run at Anfield currently standing at 348 minutes. Bereft. pic.twitter.com/10UTHWSqfa— OptaJoe (@OptaJoe) February 3, 2021 Þetta var í október 1984 en elsti leikmaður Liverpool liðsins var James Milner sem fæddist 4. janúar 1986. Knattspyrnustjórinn Jürgen Klopp var þá bara sautján ára gamall og enn að spila með yngri flokkum TuS Ergenzingen. Síðastur til að skora deildarmark fyrir Liverpool á Anfield var Sadio Mané sem kom liðinu í 1-0 á 12. mínútu í 1-1 jafntefli á móti West Bromwich Albion fjórum dögum fyrir gamlárskvöld. Liverpool hefur því spilað í 348 mínútur fyrir tómum Anfield leikvanginum án þess að finna leiðina í mark andstæðinganna. Sadio Mané gat ekki spilað í gærkvöldi vegna meiðsla. Mohamed Salah hafði skoraði tvö mörk í sigrinum á West Ham í leiknum á undan en Egyptinn hefur ekki skorað deildarmark á Anfield síðan í 2-1 sigri á Tottenham 16. desember síðastliðinn. Liverpool have lost back-to-back PL home game for first time since Sept 2012 - also failed to score in 3 home League games in a row - 1st time in 37 years Only had 1 attempt on target - fewest in a home PL game since April 2017 (L1-2 v Crystal Palace) pic.twitter.com/q5gO1X3LWQ— Sky Sports Statto (@SkySportsStatto) February 3, 2021 Tímabilið 1984 til 1985 þá var Joe Fagan knattspyrnustjóri félagsins og Liverpool náði ekki að vinna titili. Liðið endaði hins vegar í öðru sæti í deildinni og í Evrópukeppni meistaraliða og komst í undanúrslit enska bikarsins. Markalausu heimaleikirnir frá 29. spetember til 20. október 1984 voru á móti Sheffield Wednesday (0–2), West Bromwich Albion (0-0) og Everton (0-1). Ian Rush endaði biðina eftir marki þegar hann skoraði á móti Southampton 10. nóvember. Þrátt fyrir mjög góðan endi á tímabilinu þá tókst Liverpool ekki að vinna upp forskot Everton sem vann þarna deildina með þrettán stiga mun. Joe Fagan hætti sem stjóri Liverpool eftir leiktíðina og Kenny Dalglish tók við sem spilandi knattspyrnustjóri. Liverpool vann tvöfalt á hans fyrsta tímabili 1985-86. Enski boltinn Mest lesið „Þú veist að það er bara einn Siggi Hall“ Íslenski boltinn Coote ákærður fyrir að framleiða barnaníðsefni Enski boltinn Man. Utd er ekki eins lélegt og flestir halda Enski boltinn Einn þekktasti handknattleiksdómari heims látinn Sport Onana stóð sem steinn og ýtti áhorfanda Fótbolti Gamla merkið verður áfram á landsliðsbúningunum Handbolti Bólivía vann Brasilíu og fer í umspil álfanna Fótbolti Pirraður Heimir: „Er þetta spurning?“ Fótbolti „Vissi ekki að ég væri sá fyrsti“ Fótbolti Köstuðu kúk og hentu handsprengjum: „Allt sem suður-amerískur fótbolti á að standa fyrir“ Fótbolti Fleiri fréttir Coote ákærður fyrir að framleiða barnaníðsefni Man. Utd er ekki eins lélegt og flestir halda Ange tekinn við Forest: „Hefur sýnt og sannað að hann geti unnið titla“ Liverpool hyggst fá Guéhi frítt Postecoglou að taka við Forest Nuno rekinn frá Forest Segir að treyja Man United sé þung byrði Man City og úrvalsdeildin náð sáttum varðandi auglýsingasamninga „Tottenham Hotspur er ekki til sölu“ Rúrik segir að Füllkrug vilji ekki láta laga tennurnar í sér Gyökeres vitni í réttarhöldum Segir að Liverpool-menn muni sennilega aldrei jafna sig á fráfalli Jota Orðin dýrust í sögu kvennaboltans Fantasýn: „Ekki kaupa Isak núna“ Levy var neyddur til að hætta Maðurinn sem keyrði á Liverpool stuðningsfólkið neitar sök Ein sú besta gæti snúið aftur eftir 20 mánaða fjarveru Gæti orðið fyrsti músliminn til að spila fyrir enska landsliðið Levy hættur hjá Tottenham eftir 25 ár í starfi Mo Salah var ekki skemmt vegna færslu um fyrrum félaga Setti nýtt heimsmet í Liverpool treyjum Chiesa og Tel ekki valdir í Meistaradeild en Dowman gæti slegið met Liverpool eyddi meira en öll sádi-arabíska deildin til samans Rauðu djöflarnir horfa til framtíðar með nýjum markverði Sunnudagsmessan: Fylltu í eyðurnar Guardiola fer ótroðnar slóðir með Donnarumma milli stanganna Grimsby notaði ólöglegan leikmann gegn United en slapp með sekt Biturðin lak af tilkynningu um Isak Man. City seldi markvörð og lánaði varnarmann Pressan gríðarleg eftir eyðslu sumarsins Sjá meira
Liverpool tapaði þá sínum öðrum heimaleik í röð þegar liðið lá 1-0 á móti Brighton & Hove Albion í gærkvöldi. Liðið hafði tapað fyrir Burnley í heimaleiknum á undan. Það sem meira er að Liverpool hefur nú ekki skorað í þremur heimaleikjum í röð og það hafði ekki gerst í meira en 36 ár. Það þýðir að enginn leikmaður Liverpool í dag var fæddur þegar Liverpool liðið lenti síðast í því að skora ekki þremur heimaleikjum í röð í deildinni. 1984 - Liverpool have failed to score in three consecutive home league games for the first time since October 1984, with the Reds goalless run at Anfield currently standing at 348 minutes. Bereft. pic.twitter.com/10UTHWSqfa— OptaJoe (@OptaJoe) February 3, 2021 Þetta var í október 1984 en elsti leikmaður Liverpool liðsins var James Milner sem fæddist 4. janúar 1986. Knattspyrnustjórinn Jürgen Klopp var þá bara sautján ára gamall og enn að spila með yngri flokkum TuS Ergenzingen. Síðastur til að skora deildarmark fyrir Liverpool á Anfield var Sadio Mané sem kom liðinu í 1-0 á 12. mínútu í 1-1 jafntefli á móti West Bromwich Albion fjórum dögum fyrir gamlárskvöld. Liverpool hefur því spilað í 348 mínútur fyrir tómum Anfield leikvanginum án þess að finna leiðina í mark andstæðinganna. Sadio Mané gat ekki spilað í gærkvöldi vegna meiðsla. Mohamed Salah hafði skoraði tvö mörk í sigrinum á West Ham í leiknum á undan en Egyptinn hefur ekki skorað deildarmark á Anfield síðan í 2-1 sigri á Tottenham 16. desember síðastliðinn. Liverpool have lost back-to-back PL home game for first time since Sept 2012 - also failed to score in 3 home League games in a row - 1st time in 37 years Only had 1 attempt on target - fewest in a home PL game since April 2017 (L1-2 v Crystal Palace) pic.twitter.com/q5gO1X3LWQ— Sky Sports Statto (@SkySportsStatto) February 3, 2021 Tímabilið 1984 til 1985 þá var Joe Fagan knattspyrnustjóri félagsins og Liverpool náði ekki að vinna titili. Liðið endaði hins vegar í öðru sæti í deildinni og í Evrópukeppni meistaraliða og komst í undanúrslit enska bikarsins. Markalausu heimaleikirnir frá 29. spetember til 20. október 1984 voru á móti Sheffield Wednesday (0–2), West Bromwich Albion (0-0) og Everton (0-1). Ian Rush endaði biðina eftir marki þegar hann skoraði á móti Southampton 10. nóvember. Þrátt fyrir mjög góðan endi á tímabilinu þá tókst Liverpool ekki að vinna upp forskot Everton sem vann þarna deildina með þrettán stiga mun. Joe Fagan hætti sem stjóri Liverpool eftir leiktíðina og Kenny Dalglish tók við sem spilandi knattspyrnustjóri. Liverpool vann tvöfalt á hans fyrsta tímabili 1985-86.
Enski boltinn Mest lesið „Þú veist að það er bara einn Siggi Hall“ Íslenski boltinn Coote ákærður fyrir að framleiða barnaníðsefni Enski boltinn Man. Utd er ekki eins lélegt og flestir halda Enski boltinn Einn þekktasti handknattleiksdómari heims látinn Sport Onana stóð sem steinn og ýtti áhorfanda Fótbolti Gamla merkið verður áfram á landsliðsbúningunum Handbolti Bólivía vann Brasilíu og fer í umspil álfanna Fótbolti Pirraður Heimir: „Er þetta spurning?“ Fótbolti „Vissi ekki að ég væri sá fyrsti“ Fótbolti Köstuðu kúk og hentu handsprengjum: „Allt sem suður-amerískur fótbolti á að standa fyrir“ Fótbolti Fleiri fréttir Coote ákærður fyrir að framleiða barnaníðsefni Man. Utd er ekki eins lélegt og flestir halda Ange tekinn við Forest: „Hefur sýnt og sannað að hann geti unnið titla“ Liverpool hyggst fá Guéhi frítt Postecoglou að taka við Forest Nuno rekinn frá Forest Segir að treyja Man United sé þung byrði Man City og úrvalsdeildin náð sáttum varðandi auglýsingasamninga „Tottenham Hotspur er ekki til sölu“ Rúrik segir að Füllkrug vilji ekki láta laga tennurnar í sér Gyökeres vitni í réttarhöldum Segir að Liverpool-menn muni sennilega aldrei jafna sig á fráfalli Jota Orðin dýrust í sögu kvennaboltans Fantasýn: „Ekki kaupa Isak núna“ Levy var neyddur til að hætta Maðurinn sem keyrði á Liverpool stuðningsfólkið neitar sök Ein sú besta gæti snúið aftur eftir 20 mánaða fjarveru Gæti orðið fyrsti músliminn til að spila fyrir enska landsliðið Levy hættur hjá Tottenham eftir 25 ár í starfi Mo Salah var ekki skemmt vegna færslu um fyrrum félaga Setti nýtt heimsmet í Liverpool treyjum Chiesa og Tel ekki valdir í Meistaradeild en Dowman gæti slegið met Liverpool eyddi meira en öll sádi-arabíska deildin til samans Rauðu djöflarnir horfa til framtíðar með nýjum markverði Sunnudagsmessan: Fylltu í eyðurnar Guardiola fer ótroðnar slóðir með Donnarumma milli stanganna Grimsby notaði ólöglegan leikmann gegn United en slapp með sekt Biturðin lak af tilkynningu um Isak Man. City seldi markvörð og lánaði varnarmann Pressan gríðarleg eftir eyðslu sumarsins Sjá meira