„Ég held að það sé best að tjá sig sem minnst. Maður skilur aldrei þessar reglur undir lok leikja, það taka bara við einhver ný lögmál þegar 5-10 sekúndur eru eftir og þetta leit út fyrir mér að vera mjög saklaust. Ég vil samt leggja mikla áherslu á að það er óásættanlegt að FH tapi niður þriggja marka forystu á þetta skömmum tíma. Ég ætla því ekki að hengja mig í einn dóm,“ sagði Steini Arndal.
Hvað var eiginlega að gerast hjá FH á lokakaflanum þegar liðið henti frá sér unnum leik?
„Við vorum óagaðir og það kallaði á vesen. Við bara hentum þessu frá okkur á ótrúlegan hátt en ég tek ekkert af KA-liðinu sem kom á fullum krafti og gerði sitt vel. Ég óska þeim bara til hamingju með stigið en ég er mjög svekktur,“ sagði Sigursteinn og bætti svo við:
„Akkúrat núna sé ég ekki mikið jákvætt en ég finn eflaust eitthvað slíkt á morgun þegar ég er búinn að skoða þetta betur. Við þurfum bara að fókusa á næsta verkefni sem verður mjög erfiður leikur gegn Aftureldingu.“ sagðir Sigursteinn að lokum.