Fantasy-spilarar æfir út í Bednarek Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 3. febrúar 2021 15:32 Jan Bednarek í öngum sínum eftir að Mike Dean rak hann út af. getty/Phil Noble Þeir Fantasy-spilarar sem völdu Jan Bednarek í liðið sitt hugsa honum eflaust þegjandi þörfina vegna frammistöðu hans í 9-0 tapi Southampton fyrir Manchester United í ensku úrvalsdeildinni í gær. Bednarek átti ekki góðan leik í gær og þá er vægt til orða tekið. Pólski varnarmaðurinn skoraði sjálfsmark, fékk á sig vítaspyrnu og var rekinn út af. Fyrir það fékk hann mínus sjö stig í Fantasy. Einn spilari gerði Bednarek að þreföldum fyrirliða og fyrir vikið þrefölduðust mínus stigin hans og urðu 21. Minutes played - 85 (2)Goals conceded - 9 (-4)Own goals - 1 (-2)Red cards - 1 (-3)Spare a thought for Jan Bednarek owners, he finished #MUNSOU on -7!And to the one manager who Triple Captained him, we, erm, have some bad news for you... #FPL pic.twitter.com/WqHBFqXe2G— Fantasy Premier League (@OfficialFPL) February 2, 2021 Bednarek fékk tvö stig fyrir að spila 85 mínútur í leiknum en fjögur mínus stig fyrir mörkin níu sem Southampton fékk á sig, þrjú mínus stig fyrir rauða spjaldið og tvö mínus stig fyrir sjálfsmarkið. Bednarek var ekki eini leikmaður Southampton sem fékk reisupassann í leiknum í gær. Hinn nítján ára Alex Jankewitz fékk rautt spjald fyrir brot á Scott McTominay eftir aðeins 79 sekúndur. Eftir það var róður Dýrlinganna afar erfiður. United sýndi þeim enga miskunn og raðaði inn mörkum. Á endanum urðu þau níu. Þetta er í annað sinn á einu og hálfu ári sem Southampton tapar 9-0. Liðið tapaði með sömu markatölu fyrir Leicester City 25. október 2019. Bednarek spilaði þá allan leikinn. Enski boltinn Tengdar fréttir Hasenhüttl: Við eigum ekki fleiri leikmenn Ralph Hasenhüttl var eðlilega dapur er hann mætti í viðtal hjá BBC eftir 0-9 tap sinna manna í Southampton gegn Manchester United á Old Trafford í kvöld. 2. febrúar 2021 23:00 Man United skoraði níu gegn Southampton sem fékk tvö rauð | Palace vann Newcastle Manchester United vann Southampton 9-0 á Old Trafford í ensku úrvalsdeildinni í kvöld. Lokatölur 9-0 svona ef fólk á erfitt með að trúa því. Er þetta annað tímabilið í röð sem Southampton tapar deildarleik 9-0. Þá vann Crystal Palace 2-1 útisigur á Newcastle United. 2. febrúar 2021 22:05 Mest lesið „Þú veist að það er bara einn Siggi Hall“ Íslenski boltinn Coote ákærður fyrir að framleiða barnaníðsefni Enski boltinn Man. Utd er ekki eins lélegt og flestir halda Enski boltinn Einn þekktasti handknattleiksdómari heims látinn Sport Onana stóð sem steinn og ýtti áhorfanda Fótbolti Gamla merkið verður áfram á landsliðsbúningunum Handbolti Bólivía vann Brasilíu og fer í umspil álfanna Fótbolti Pirraður Heimir: „Er þetta spurning?“ Fótbolti „Vissi ekki að ég væri sá fyrsti“ Fótbolti Köstuðu kúk og hentu handsprengjum: „Allt sem suður-amerískur fótbolti á að standa fyrir“ Fótbolti Fleiri fréttir Coote ákærður fyrir að framleiða barnaníðsefni Man. Utd er ekki eins lélegt og flestir halda Ange tekinn við Forest: „Hefur sýnt og sannað að hann geti unnið titla“ Liverpool hyggst fá Guéhi frítt Postecoglou að taka við Forest Nuno rekinn frá Forest Segir að treyja Man United sé þung byrði Man City og úrvalsdeildin náð sáttum varðandi auglýsingasamninga „Tottenham Hotspur er ekki til sölu“ Rúrik segir að Füllkrug vilji ekki láta laga tennurnar í sér Gyökeres vitni í réttarhöldum Segir að Liverpool-menn muni sennilega aldrei jafna sig á fráfalli Jota Orðin dýrust í sögu kvennaboltans Fantasýn: „Ekki kaupa Isak núna“ Levy var neyddur til að hætta Maðurinn sem keyrði á Liverpool stuðningsfólkið neitar sök Ein sú besta gæti snúið aftur eftir 20 mánaða fjarveru Gæti orðið fyrsti músliminn til að spila fyrir enska landsliðið Levy hættur hjá Tottenham eftir 25 ár í starfi Mo Salah var ekki skemmt vegna færslu um fyrrum félaga Setti nýtt heimsmet í Liverpool treyjum Chiesa og Tel ekki valdir í Meistaradeild en Dowman gæti slegið met Liverpool eyddi meira en öll sádi-arabíska deildin til samans Rauðu djöflarnir horfa til framtíðar með nýjum markverði Sunnudagsmessan: Fylltu í eyðurnar Guardiola fer ótroðnar slóðir með Donnarumma milli stanganna Grimsby notaði ólöglegan leikmann gegn United en slapp með sekt Biturðin lak af tilkynningu um Isak Man. City seldi markvörð og lánaði varnarmann Pressan gríðarleg eftir eyðslu sumarsins Sjá meira
Bednarek átti ekki góðan leik í gær og þá er vægt til orða tekið. Pólski varnarmaðurinn skoraði sjálfsmark, fékk á sig vítaspyrnu og var rekinn út af. Fyrir það fékk hann mínus sjö stig í Fantasy. Einn spilari gerði Bednarek að þreföldum fyrirliða og fyrir vikið þrefölduðust mínus stigin hans og urðu 21. Minutes played - 85 (2)Goals conceded - 9 (-4)Own goals - 1 (-2)Red cards - 1 (-3)Spare a thought for Jan Bednarek owners, he finished #MUNSOU on -7!And to the one manager who Triple Captained him, we, erm, have some bad news for you... #FPL pic.twitter.com/WqHBFqXe2G— Fantasy Premier League (@OfficialFPL) February 2, 2021 Bednarek fékk tvö stig fyrir að spila 85 mínútur í leiknum en fjögur mínus stig fyrir mörkin níu sem Southampton fékk á sig, þrjú mínus stig fyrir rauða spjaldið og tvö mínus stig fyrir sjálfsmarkið. Bednarek var ekki eini leikmaður Southampton sem fékk reisupassann í leiknum í gær. Hinn nítján ára Alex Jankewitz fékk rautt spjald fyrir brot á Scott McTominay eftir aðeins 79 sekúndur. Eftir það var róður Dýrlinganna afar erfiður. United sýndi þeim enga miskunn og raðaði inn mörkum. Á endanum urðu þau níu. Þetta er í annað sinn á einu og hálfu ári sem Southampton tapar 9-0. Liðið tapaði með sömu markatölu fyrir Leicester City 25. október 2019. Bednarek spilaði þá allan leikinn.
Enski boltinn Tengdar fréttir Hasenhüttl: Við eigum ekki fleiri leikmenn Ralph Hasenhüttl var eðlilega dapur er hann mætti í viðtal hjá BBC eftir 0-9 tap sinna manna í Southampton gegn Manchester United á Old Trafford í kvöld. 2. febrúar 2021 23:00 Man United skoraði níu gegn Southampton sem fékk tvö rauð | Palace vann Newcastle Manchester United vann Southampton 9-0 á Old Trafford í ensku úrvalsdeildinni í kvöld. Lokatölur 9-0 svona ef fólk á erfitt með að trúa því. Er þetta annað tímabilið í röð sem Southampton tapar deildarleik 9-0. Þá vann Crystal Palace 2-1 útisigur á Newcastle United. 2. febrúar 2021 22:05 Mest lesið „Þú veist að það er bara einn Siggi Hall“ Íslenski boltinn Coote ákærður fyrir að framleiða barnaníðsefni Enski boltinn Man. Utd er ekki eins lélegt og flestir halda Enski boltinn Einn þekktasti handknattleiksdómari heims látinn Sport Onana stóð sem steinn og ýtti áhorfanda Fótbolti Gamla merkið verður áfram á landsliðsbúningunum Handbolti Bólivía vann Brasilíu og fer í umspil álfanna Fótbolti Pirraður Heimir: „Er þetta spurning?“ Fótbolti „Vissi ekki að ég væri sá fyrsti“ Fótbolti Köstuðu kúk og hentu handsprengjum: „Allt sem suður-amerískur fótbolti á að standa fyrir“ Fótbolti Fleiri fréttir Coote ákærður fyrir að framleiða barnaníðsefni Man. Utd er ekki eins lélegt og flestir halda Ange tekinn við Forest: „Hefur sýnt og sannað að hann geti unnið titla“ Liverpool hyggst fá Guéhi frítt Postecoglou að taka við Forest Nuno rekinn frá Forest Segir að treyja Man United sé þung byrði Man City og úrvalsdeildin náð sáttum varðandi auglýsingasamninga „Tottenham Hotspur er ekki til sölu“ Rúrik segir að Füllkrug vilji ekki láta laga tennurnar í sér Gyökeres vitni í réttarhöldum Segir að Liverpool-menn muni sennilega aldrei jafna sig á fráfalli Jota Orðin dýrust í sögu kvennaboltans Fantasýn: „Ekki kaupa Isak núna“ Levy var neyddur til að hætta Maðurinn sem keyrði á Liverpool stuðningsfólkið neitar sök Ein sú besta gæti snúið aftur eftir 20 mánaða fjarveru Gæti orðið fyrsti músliminn til að spila fyrir enska landsliðið Levy hættur hjá Tottenham eftir 25 ár í starfi Mo Salah var ekki skemmt vegna færslu um fyrrum félaga Setti nýtt heimsmet í Liverpool treyjum Chiesa og Tel ekki valdir í Meistaradeild en Dowman gæti slegið met Liverpool eyddi meira en öll sádi-arabíska deildin til samans Rauðu djöflarnir horfa til framtíðar með nýjum markverði Sunnudagsmessan: Fylltu í eyðurnar Guardiola fer ótroðnar slóðir með Donnarumma milli stanganna Grimsby notaði ólöglegan leikmann gegn United en slapp með sekt Biturðin lak af tilkynningu um Isak Man. City seldi markvörð og lánaði varnarmann Pressan gríðarleg eftir eyðslu sumarsins Sjá meira
Hasenhüttl: Við eigum ekki fleiri leikmenn Ralph Hasenhüttl var eðlilega dapur er hann mætti í viðtal hjá BBC eftir 0-9 tap sinna manna í Southampton gegn Manchester United á Old Trafford í kvöld. 2. febrúar 2021 23:00
Man United skoraði níu gegn Southampton sem fékk tvö rauð | Palace vann Newcastle Manchester United vann Southampton 9-0 á Old Trafford í ensku úrvalsdeildinni í kvöld. Lokatölur 9-0 svona ef fólk á erfitt með að trúa því. Er þetta annað tímabilið í röð sem Southampton tapar deildarleik 9-0. Þá vann Crystal Palace 2-1 útisigur á Newcastle United. 2. febrúar 2021 22:05