Sá besti í heimi er hættur í CrossFit Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 3. febrúar 2021 08:01 Mathew Fraser og Katrín Tanja Davíðsdóttir með Ben Bergeron eftir að þau unnu heimsmeistaratitilinn 2016. Fraser var þá að vinna í fyrsta sinn en hann hefur ekki misst af gullinu síðan. Instagram/@katrintanja Það er laust pláss á toppi CrossFit fjallsins í karlaflokki eftir að heimsmeistarinn Mathew Fraser tilkynnti að hann sé hættur í CrossFit. Mathew Fraser gaf út stutta og hnitmiðaða yfirlýsingu á Instagram síðu sinni í gærkvöldi. „Eins og svo margir aðrir sem villtust inn í CrossFit æfingasal, þá bjóst ég ekki við að finna þar bestu vini mína, viðskiptafélaga, eiginkonu, endalausar lexíur og fimm gullverðlaun,“ skrifaði Mathew Fraser. „Í dag yfirgef ég íþróttina, eldri, vitrari, í betra formi og þakklátur,“ bætti hann við. View this post on Instagram A post shared by Mathew Fraser (@mathewfras) Mathew Fraser hefur orðið heimsmeistari í CrossFit undanfarin fimm ár. Hann hefur haft mikla yfirburði síðustu ár. Hann hefur ekki verið bestur heldur langbestur og hver keppnin á fætur annarri hefur lítið út sem eins konar formatriði fyrir þennan svakalega hrausta mann. Gott dæmi um yfirburði Mathew Fraser er að hann fékk 1150 stig í úrslitum heimsleikanna í fyrra sem var næstum því tvöfalt fleiri stig en hjá Samuel Kwant (605) sem endaði í öðru sæti. Fraser varð í öðru sæti á eftir Rich Froning árið 2014 og á eftir Ben Smith árið 2015. Í raun var það hálfgert klúður hjá Fraser að vinna ekki gullið 2015 og hann hefur alltaf sagt að hann hati þau silfurverðlaun. Fraser leit ekki til baka eftir það. Hann varð heimsmeistari í fyrsta sinn árið 2016 og hefur síðan unnið heimsmeistaratitilinn í CrossFit 2017, 2018, 2019 og 2020. Mathew Fraser á orðið flest met í sögu heimsleikanna þar á meðal flesta heimsmeistaratitla en Rich Froning vann á sínum tíma fjóra. Það verður því mikil spenna þegar nýtt keppnistímabil hefst í næsta mánuði því nú er ljóst að það verður krýndur nýr heimsmeistari í fyrsta sinn í fimm ár. View this post on Instagram A post shared by @thedavecastro CrossFit Mest lesið Fantasýn: Bogi Nils þarf að vara sig og ekkert breyst hjá stjórnarformanni Play Enski boltinn Baulað á Figo í Barcelona: „Portúgalinn er ekki velkominn hér“ Fótbolti „Ótrúlega gaman að sjá þessa stelpu dafna“ Íslenski boltinn Bjarni Jó kveður Selfoss Íslenski boltinn Uppgjörið: Keflavík - Valur 79-88 |Frábær endurkomusigur hjá Val Körfubolti Dagskráin í dag: Skiptiborðið og Blikar í Evrópu Sport Valur vann stigalausu Stjörnuna Handbolti De Bruyne lagði tvisvar upp fyrir Højlund Fótbolti „Ég myndi frekar vilja vinna svona en að vera yfir allan leikinn“ Sport Evrópumeistararnir með endurkomusigur gegn Barcelona Fótbolti Fleiri fréttir Baulað á Figo í Barcelona: „Portúgalinn er ekki velkominn hér“ Dagskráin í dag: Skiptiborðið og Blikar í Evrópu Bjarni Jó kveður Selfoss Fantasýn: Bogi Nils þarf að vara sig og ekkert breyst hjá stjórnarformanni Play „Ótrúlega gaman að sjá þessa stelpu dafna“ Uppgjörið: Keflavík - Valur 79-88 |Frábær endurkomusigur hjá Val Valur vann stigalausu Stjörnuna „Ég myndi frekar vilja vinna svona en að vera yfir allan leikinn“ Beeman gekk frá fyrrum félögum De Bruyne lagði tvisvar upp fyrir Højlund Sandra með stórleik í sigri gegn Selfossi Stórleikur Hauks dugði ekki til sigurs Elín Klara markahæst hjá toppliðinu Dier stal stigi af svekktum City mönnum Ödegaard lagði Skytturnar upp til sigurs Evrópumeistararnir með endurkomusigur gegn Barcelona Íslendingaliðið í undanúrslit Stólarnir sóttu sigur til Slóvakíu í fyrsta leik Stjarnan - FH 3-4 | FH endurheimti annað sætið Öruggt hjá Skjórunum en óvíst hver skoraði Verður sá síðasti í sögunni til að spila í treyju númer sex Arftaki Heimis fundinn: „Alltaf áhætta að gera breytingar“ Jón vísar ummælum Rögnvaldar til föðurhúsanna „Mjög súr og dapur þegar hann hringdi í mig“ Erfitt að yfirgefa Þrótt en starfið hjá KSÍ of spennandi til að hafna því Tilfinningaþrungin stund eftir hörmungar síðustu ára Arnar: Aðrir leikmenn framar en Jóhann Orri, Jóhann og Gylfi ekki með en Aron valinn Svona var fundur KSÍ þegar Arnar tilkynnti landsliðshópinn Drama í sænska landsliðinu: „Hann hefur svikið liðsfélaga sína“ Sjá meira
Mathew Fraser gaf út stutta og hnitmiðaða yfirlýsingu á Instagram síðu sinni í gærkvöldi. „Eins og svo margir aðrir sem villtust inn í CrossFit æfingasal, þá bjóst ég ekki við að finna þar bestu vini mína, viðskiptafélaga, eiginkonu, endalausar lexíur og fimm gullverðlaun,“ skrifaði Mathew Fraser. „Í dag yfirgef ég íþróttina, eldri, vitrari, í betra formi og þakklátur,“ bætti hann við. View this post on Instagram A post shared by Mathew Fraser (@mathewfras) Mathew Fraser hefur orðið heimsmeistari í CrossFit undanfarin fimm ár. Hann hefur haft mikla yfirburði síðustu ár. Hann hefur ekki verið bestur heldur langbestur og hver keppnin á fætur annarri hefur lítið út sem eins konar formatriði fyrir þennan svakalega hrausta mann. Gott dæmi um yfirburði Mathew Fraser er að hann fékk 1150 stig í úrslitum heimsleikanna í fyrra sem var næstum því tvöfalt fleiri stig en hjá Samuel Kwant (605) sem endaði í öðru sæti. Fraser varð í öðru sæti á eftir Rich Froning árið 2014 og á eftir Ben Smith árið 2015. Í raun var það hálfgert klúður hjá Fraser að vinna ekki gullið 2015 og hann hefur alltaf sagt að hann hati þau silfurverðlaun. Fraser leit ekki til baka eftir það. Hann varð heimsmeistari í fyrsta sinn árið 2016 og hefur síðan unnið heimsmeistaratitilinn í CrossFit 2017, 2018, 2019 og 2020. Mathew Fraser á orðið flest met í sögu heimsleikanna þar á meðal flesta heimsmeistaratitla en Rich Froning vann á sínum tíma fjóra. Það verður því mikil spenna þegar nýtt keppnistímabil hefst í næsta mánuði því nú er ljóst að það verður krýndur nýr heimsmeistari í fyrsta sinn í fimm ár. View this post on Instagram A post shared by @thedavecastro
CrossFit Mest lesið Fantasýn: Bogi Nils þarf að vara sig og ekkert breyst hjá stjórnarformanni Play Enski boltinn Baulað á Figo í Barcelona: „Portúgalinn er ekki velkominn hér“ Fótbolti „Ótrúlega gaman að sjá þessa stelpu dafna“ Íslenski boltinn Bjarni Jó kveður Selfoss Íslenski boltinn Uppgjörið: Keflavík - Valur 79-88 |Frábær endurkomusigur hjá Val Körfubolti Dagskráin í dag: Skiptiborðið og Blikar í Evrópu Sport Valur vann stigalausu Stjörnuna Handbolti De Bruyne lagði tvisvar upp fyrir Højlund Fótbolti „Ég myndi frekar vilja vinna svona en að vera yfir allan leikinn“ Sport Evrópumeistararnir með endurkomusigur gegn Barcelona Fótbolti Fleiri fréttir Baulað á Figo í Barcelona: „Portúgalinn er ekki velkominn hér“ Dagskráin í dag: Skiptiborðið og Blikar í Evrópu Bjarni Jó kveður Selfoss Fantasýn: Bogi Nils þarf að vara sig og ekkert breyst hjá stjórnarformanni Play „Ótrúlega gaman að sjá þessa stelpu dafna“ Uppgjörið: Keflavík - Valur 79-88 |Frábær endurkomusigur hjá Val Valur vann stigalausu Stjörnuna „Ég myndi frekar vilja vinna svona en að vera yfir allan leikinn“ Beeman gekk frá fyrrum félögum De Bruyne lagði tvisvar upp fyrir Højlund Sandra með stórleik í sigri gegn Selfossi Stórleikur Hauks dugði ekki til sigurs Elín Klara markahæst hjá toppliðinu Dier stal stigi af svekktum City mönnum Ödegaard lagði Skytturnar upp til sigurs Evrópumeistararnir með endurkomusigur gegn Barcelona Íslendingaliðið í undanúrslit Stólarnir sóttu sigur til Slóvakíu í fyrsta leik Stjarnan - FH 3-4 | FH endurheimti annað sætið Öruggt hjá Skjórunum en óvíst hver skoraði Verður sá síðasti í sögunni til að spila í treyju númer sex Arftaki Heimis fundinn: „Alltaf áhætta að gera breytingar“ Jón vísar ummælum Rögnvaldar til föðurhúsanna „Mjög súr og dapur þegar hann hringdi í mig“ Erfitt að yfirgefa Þrótt en starfið hjá KSÍ of spennandi til að hafna því Tilfinningaþrungin stund eftir hörmungar síðustu ára Arnar: Aðrir leikmenn framar en Jóhann Orri, Jóhann og Gylfi ekki með en Aron valinn Svona var fundur KSÍ þegar Arnar tilkynnti landsliðshópinn Drama í sænska landsliðinu: „Hann hefur svikið liðsfélaga sína“ Sjá meira