Sá besti í heimi er hættur í CrossFit Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 3. febrúar 2021 08:01 Mathew Fraser og Katrín Tanja Davíðsdóttir með Ben Bergeron eftir að þau unnu heimsmeistaratitilinn 2016. Fraser var þá að vinna í fyrsta sinn en hann hefur ekki misst af gullinu síðan. Instagram/@katrintanja Það er laust pláss á toppi CrossFit fjallsins í karlaflokki eftir að heimsmeistarinn Mathew Fraser tilkynnti að hann sé hættur í CrossFit. Mathew Fraser gaf út stutta og hnitmiðaða yfirlýsingu á Instagram síðu sinni í gærkvöldi. „Eins og svo margir aðrir sem villtust inn í CrossFit æfingasal, þá bjóst ég ekki við að finna þar bestu vini mína, viðskiptafélaga, eiginkonu, endalausar lexíur og fimm gullverðlaun,“ skrifaði Mathew Fraser. „Í dag yfirgef ég íþróttina, eldri, vitrari, í betra formi og þakklátur,“ bætti hann við. View this post on Instagram A post shared by Mathew Fraser (@mathewfras) Mathew Fraser hefur orðið heimsmeistari í CrossFit undanfarin fimm ár. Hann hefur haft mikla yfirburði síðustu ár. Hann hefur ekki verið bestur heldur langbestur og hver keppnin á fætur annarri hefur lítið út sem eins konar formatriði fyrir þennan svakalega hrausta mann. Gott dæmi um yfirburði Mathew Fraser er að hann fékk 1150 stig í úrslitum heimsleikanna í fyrra sem var næstum því tvöfalt fleiri stig en hjá Samuel Kwant (605) sem endaði í öðru sæti. Fraser varð í öðru sæti á eftir Rich Froning árið 2014 og á eftir Ben Smith árið 2015. Í raun var það hálfgert klúður hjá Fraser að vinna ekki gullið 2015 og hann hefur alltaf sagt að hann hati þau silfurverðlaun. Fraser leit ekki til baka eftir það. Hann varð heimsmeistari í fyrsta sinn árið 2016 og hefur síðan unnið heimsmeistaratitilinn í CrossFit 2017, 2018, 2019 og 2020. Mathew Fraser á orðið flest met í sögu heimsleikanna þar á meðal flesta heimsmeistaratitla en Rich Froning vann á sínum tíma fjóra. Það verður því mikil spenna þegar nýtt keppnistímabil hefst í næsta mánuði því nú er ljóst að það verður krýndur nýr heimsmeistari í fyrsta sinn í fimm ár. View this post on Instagram A post shared by @thedavecastro CrossFit Mest lesið Skoðar sín mál eftir að stuðningsmenn kveiktu í vellinum Fótbolti „Ég er 43 ára og fyrsta manneskjan sem ég hringi í á morgnana er mamma“ Fótbolti Segir dökk ský yfir íslensku knattspyrnuhreyfingunni Íslenski boltinn Liverpool með léttasta jólamánuðinn í ensku deildinni Enski boltinn Nýja treyjan sem fylgja á Íslandi inn á næsta stórmót Fótbolti Leið yfir sjónvarpskonu í beinni en Ian Wright greip hana Fótbolti Spiluðu fótbolta í háloftunum og settu nýtt heimsmet Fótbolti Tryggði Tottenham stigið með hjólhestaspyrnu Enski boltinn Skýrsla Ágústs: Svart var það sannarlega og sést vonandi aldrei aftur Handbolti Dagskráin: Doc Zone á nýjum tíma, enski í beinni og Körfuboltakvöld Sport Fleiri fréttir Sjáðu mark Andra í leik sem gerði þjálfara hans æfan Öll hundrað mörk Haalands á hundrað sekúndum VARsjáin: Hlaupastíll Sigmundar og eina rifrildi Benna og Fannars Skoðar sín mál eftir að stuðningsmenn kveiktu í vellinum Nýja treyjan sem fylgja á Íslandi inn á næsta stórmót Sjáðu hjólhest Romero og níu mörk í sigri City Liverpool með léttasta jólamánuðinn í ensku deildinni „Ég er 43 ára og fyrsta manneskjan sem ég hringi í á morgnana er mamma“ Spiluðu fótbolta í háloftunum og settu nýtt heimsmet Dagskráin: Doc Zone á nýjum tíma, enski í beinni og Körfuboltakvöld Zlatan mun hlaupa um með Ólympíueldinn Lögreglumenn hefðu verið ákærðir vegna Hillsborough-slyssins Sú besta í heimi missir af Íslandsleik og jafnvel báðum leikjum Tryggði Tottenham stigið með hjólhestaspyrnu Skýrsla Ágústs: Svart var það sannarlega og sést vonandi aldrei aftur Börsungar lentu undir og klúðruðu víti en unnu samt Keishana: Allir sigrar eru yfirlýsing Leið yfir sjónvarpskonu í beinni en Ian Wright greip hana Sjóðheitur Andri Lucas áfram á skotskónum Sögulegt kvöld hjá Haaland endaði næstum því með algjöru klúðri Segir dökk ský yfir íslensku knattspyrnuhreyfingunni Þær þýsku of sterkar fyrir þær færeysku KR með yfirburði í nýliðaslag og Haukar rétt sluppu á Króknum Uppgjör: Valur - Keflavík 92-95 | Keflavík vann toppslaginn á Hlíðarenda „Ekki sama leikgleði og hefur verið“ Algjör Pina fyrir þær þýsku í seinni og Spánn Þjóðadeildarmeistari „Mjög margt“ sem fór úrskeiðis „Átta liða úrslit hefði verið eitthvað kraftaverk“ Sjötta tap Framara í röð en Birgir Steinn í Evrópustuði „Helvíti svart var það í dag“ Sjá meira
Mathew Fraser gaf út stutta og hnitmiðaða yfirlýsingu á Instagram síðu sinni í gærkvöldi. „Eins og svo margir aðrir sem villtust inn í CrossFit æfingasal, þá bjóst ég ekki við að finna þar bestu vini mína, viðskiptafélaga, eiginkonu, endalausar lexíur og fimm gullverðlaun,“ skrifaði Mathew Fraser. „Í dag yfirgef ég íþróttina, eldri, vitrari, í betra formi og þakklátur,“ bætti hann við. View this post on Instagram A post shared by Mathew Fraser (@mathewfras) Mathew Fraser hefur orðið heimsmeistari í CrossFit undanfarin fimm ár. Hann hefur haft mikla yfirburði síðustu ár. Hann hefur ekki verið bestur heldur langbestur og hver keppnin á fætur annarri hefur lítið út sem eins konar formatriði fyrir þennan svakalega hrausta mann. Gott dæmi um yfirburði Mathew Fraser er að hann fékk 1150 stig í úrslitum heimsleikanna í fyrra sem var næstum því tvöfalt fleiri stig en hjá Samuel Kwant (605) sem endaði í öðru sæti. Fraser varð í öðru sæti á eftir Rich Froning árið 2014 og á eftir Ben Smith árið 2015. Í raun var það hálfgert klúður hjá Fraser að vinna ekki gullið 2015 og hann hefur alltaf sagt að hann hati þau silfurverðlaun. Fraser leit ekki til baka eftir það. Hann varð heimsmeistari í fyrsta sinn árið 2016 og hefur síðan unnið heimsmeistaratitilinn í CrossFit 2017, 2018, 2019 og 2020. Mathew Fraser á orðið flest met í sögu heimsleikanna þar á meðal flesta heimsmeistaratitla en Rich Froning vann á sínum tíma fjóra. Það verður því mikil spenna þegar nýtt keppnistímabil hefst í næsta mánuði því nú er ljóst að það verður krýndur nýr heimsmeistari í fyrsta sinn í fimm ár. View this post on Instagram A post shared by @thedavecastro
CrossFit Mest lesið Skoðar sín mál eftir að stuðningsmenn kveiktu í vellinum Fótbolti „Ég er 43 ára og fyrsta manneskjan sem ég hringi í á morgnana er mamma“ Fótbolti Segir dökk ský yfir íslensku knattspyrnuhreyfingunni Íslenski boltinn Liverpool með léttasta jólamánuðinn í ensku deildinni Enski boltinn Nýja treyjan sem fylgja á Íslandi inn á næsta stórmót Fótbolti Leið yfir sjónvarpskonu í beinni en Ian Wright greip hana Fótbolti Spiluðu fótbolta í háloftunum og settu nýtt heimsmet Fótbolti Tryggði Tottenham stigið með hjólhestaspyrnu Enski boltinn Skýrsla Ágústs: Svart var það sannarlega og sést vonandi aldrei aftur Handbolti Dagskráin: Doc Zone á nýjum tíma, enski í beinni og Körfuboltakvöld Sport Fleiri fréttir Sjáðu mark Andra í leik sem gerði þjálfara hans æfan Öll hundrað mörk Haalands á hundrað sekúndum VARsjáin: Hlaupastíll Sigmundar og eina rifrildi Benna og Fannars Skoðar sín mál eftir að stuðningsmenn kveiktu í vellinum Nýja treyjan sem fylgja á Íslandi inn á næsta stórmót Sjáðu hjólhest Romero og níu mörk í sigri City Liverpool með léttasta jólamánuðinn í ensku deildinni „Ég er 43 ára og fyrsta manneskjan sem ég hringi í á morgnana er mamma“ Spiluðu fótbolta í háloftunum og settu nýtt heimsmet Dagskráin: Doc Zone á nýjum tíma, enski í beinni og Körfuboltakvöld Zlatan mun hlaupa um með Ólympíueldinn Lögreglumenn hefðu verið ákærðir vegna Hillsborough-slyssins Sú besta í heimi missir af Íslandsleik og jafnvel báðum leikjum Tryggði Tottenham stigið með hjólhestaspyrnu Skýrsla Ágústs: Svart var það sannarlega og sést vonandi aldrei aftur Börsungar lentu undir og klúðruðu víti en unnu samt Keishana: Allir sigrar eru yfirlýsing Leið yfir sjónvarpskonu í beinni en Ian Wright greip hana Sjóðheitur Andri Lucas áfram á skotskónum Sögulegt kvöld hjá Haaland endaði næstum því með algjöru klúðri Segir dökk ský yfir íslensku knattspyrnuhreyfingunni Þær þýsku of sterkar fyrir þær færeysku KR með yfirburði í nýliðaslag og Haukar rétt sluppu á Króknum Uppgjör: Valur - Keflavík 92-95 | Keflavík vann toppslaginn á Hlíðarenda „Ekki sama leikgleði og hefur verið“ Algjör Pina fyrir þær þýsku í seinni og Spánn Þjóðadeildarmeistari „Mjög margt“ sem fór úrskeiðis „Átta liða úrslit hefði verið eitthvað kraftaverk“ Sjötta tap Framara í röð en Birgir Steinn í Evrópustuði „Helvíti svart var það í dag“ Sjá meira