Ríkissjóður aldrei fengið betri lánakjör Heimir Már Pétursson skrifar 2. febrúar 2021 19:21 Fjármálaráðherra segir það til marks um traust á Íslandi að lánadrottnar vilji að íslenska ríkið geymi mikla fjármuni fyrir þá vaxtalaust í sjö ár. vísir/vilhelm Ríkissjóður hefur aldrei fengið hagstæðari kjör en vaxtalaust lán í nýlegu skuldabréfaútboði upp á 750 milljónir evra. Fjármálaráðherra segir markaðinn treysta Íslandi til að geyma þetta fé fyrir sig í sjö ár. Til nokkurrar einföldunar má segja að ríkissjóður hafi eingöngu tekið erlend lán á undanförnum árum til að greiða niður eldri lán á betri kjörum. Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra segir að nú taki ríkissjóður hins vegar erlent lán upp á um 117 milljarða króna til að greiða niður halla ríkissjóðs vegna kórónuveirufaraldursins og hafi aldrei fengið betri kjör. „Það er einmitt þannig. Við höfum aldrei séð jafn hagstæð kjör fyrir íslenska ríkið. Við gáfum út 750 milljónir evra sem eru já rétt um 17 milljarðar króna. Við borgum enga vexti á þessum evrum í sjö ár. Þannig að það má eiginlega segja að markaðurinn sé að treysta Íslandi til að geyma peningana fyrir sig í sjö ár og bara passa upp á verðgildi þeirra. Það er ekki farið fram á vexti,“ segir Bjarni. Bjarni Benediktsson segir ríkissjóð ætla að stoppa upp í gríðarlegt fjárlagagat með fjölþættum aðgerðum.Stöð 2/Arnar Og raunar bauðst ríkissjóði að fá um fjórfalt meira að láni en óskað var eftir með um 0,1 prósent ávöxtunarkröfu. Bjarni segir þetta ánægjulega niðurstöðu og styrki stjórnvöld í að beita fjölbreittum úrræðum við fjármögnun fjárlagahallans. Þessi skuldabréfaútgáfa auki trúðverðugleika stjórnvalda við mjög krefjandi aðstæður. „Við þurfum auðvitað að leggja fram trúverðuga áætlun fram í tímann um hvernig við ætlum að loka fjárlagagatinu og komast upp úr þessari holu sem við erum í. Við erum með alveg geigvænlegan halla í augnablikinu. En við trúum því að það sé rétta stefnan til að styðja við hagkerfið á erfiðum tímum og erum ánægð með að hafa getu til að veita þann stuðning,“ segir Bjarni. Bjartsýnn á sanngjarnt verð fyrir hluti í Íslandsbanka Ríkissjóður muni einnig taka lán innlands og selja eignir til að stoppa upp í fjárlagagatið. Þar munar mest um áform um sölu á allt að þrjátíu og fimm prósenta hlut í Íslandsbanka sem ríkið vilji fá sanngjarnt og gott verð fyrir. „Ef markaðurinn ætlar ekki að borga það sem okkur finnst vera sanngjarnt þegar allt er tekið með í reikninginn munum við ekki halda áfram með söluna. Þá munum við bíða betri tíma. Þetta er eitt af stóru atriðunum sem þarf að leggja mat á en ég hef ágætis væntningar miðað við markaðsaðstæður almennt og styrk bankans um að við getum fengið sanngjarnt verð,“ segir fjármálaráðherra. Almenningur sýndi Icelandair mikinn áhuga. Ertu að vona að það endurtaki sig þarna? „ Já, ég held að það sé mikið heilbrigðismerki að fleiri komi aftur inn á hlutabréfamarkaðinn. Við vorum með miklu ríkari almenna þáttöku á hlutabréfamarkaði á fyrsta áratug þessarar aldar. Það hefur dregið mjög úr því að hluta til vegna þess að við höfum verið að auka það hlutfall sparnaðar heimilanna sem fer beint inn í lífeyriskerfið,“ segir Bjarni Benediktsson. Fjárlagafrumvarp 2021 Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Salan á Íslandsbanka Efnahagsmál Tengdar fréttir Fjármálaráðherra segir ganga vel að fjármagna halla ríkissjóðs Eftir hallalaus og hallalítil fjárlög undanfarin ár verður gríðarlegur halli á fjárlögum þessa árs og næstu ára. Hallinn er jafnvel meiri en á árunum eftir bankahrun. Fjármálaráðherra segir hins vegar vel hafa gengið að fjármagna hallann enda er ríkissjóður skuldlítill. 24. nóvember 2020 19:31 Gert ráð fyrir 264 milljarða halla á fjárlögum Gert er ráð fyrir að áhrif heimsfaraldurs kórónuveirunnar á ríkissjóð verði neikvæð um 192 milljarða króna á næsta ári. 1. október 2020 10:06 Afkoma ríkisins gæti versnað um 35 milljarða án mótvægisaðgerða Fjármálaráðherra leggur fram endurskoðaða áætlun. 29. maí 2019 22:40 Mest lesið Situr í súpunni eftir að hafa selt bankaþjófi jeppa Innlent Reikna með tveggja daga aðalmeðferð í máli Alberts Innlent Játaði hópnauðgun og vildi komast í frí til heimalandsins Innlent Tíu ung börn voru orðin verkjuð og hjólbeinótt vegna beinkramar Innlent „Versta martröð Trumps“ kjörin borgarstjóri New York Erlent Gat keypt afmælisblómin eftir að ókunnugur mætti með skóflu Innlent Segir þaggað niður í starfsfólki og hyggst ekki snúa aftur Innlent Sonurinn sefur enn með kylfu undir rúminu Innlent Ferðin á Keflavíkurflugvöll það erfiðasta við utanlandsferðina Innlent Plata hermenn í hjónaband og hirða svo bæturnar Erlent Fleiri fréttir Rósa Guðbjarts hætt í bæjarstjórn Fólk hafi varann á þegar PIN-númer eru slegin inn Tíu ung börn voru orðin verkjuð og hjólbeinótt vegna beinkramar „Mér finnst þetta bara klaufaskapur“ Vill að þingið skoði mál Ríkisendurskoðanda Fleiri grunaðir en þeir sem voru handteknir Víðfeðm rannsókn, vasaþjófar og börn með beinkröm Þrír vasaþjófar handteknir á Þingvöllum Játaði hópnauðgun og vildi komast í frí til heimalandsins Innsigluðu sex gististaði vegna skorts á leyfum Vasaþjófar höfðu fúlgur fjár af eldri mönnum og ferðamanni „Þau eru mjög æst í stærðfræði!“ „Þetta ástand hefur viðgengist í allt of langan tíma“ Fengu ekki að fylgjast með meintri vændisstarfsemi í leyni Léttir að vinnan í faraldrinum hafi verið lögmæt Níu af hverjum tíu foreldrum leikskólabarna í Reykjavík ánægðir en mælingin ekki samanburðarhæf Situr í súpunni eftir að hafa selt bankaþjófi jeppa Rætt við ráðherra sem svarar gagnrýni og ósáttan Litháa sem flæktist í bankaránið umfangsmikla Bein útsending: Hvernig skilar jarðhitafræðsla sér í sjálfbærri þróun í orkumálum í samstarfslöndum? Ferðin á Keflavíkurflugvöll það erfiðasta við utanlandsferðina Hæstiréttur ógildir skammir Persónuverndar í garð ÍE Óttast að stóru stofurnar gætu orðið einræðisherrar í eftirliti Reikna með tveggja daga aðalmeðferð í máli Alberts Stóladans þingmanna lækkar launatékka Karls Gauta en hækkar Bergþórs Ökutæki viðbragðsaðila verða áberandi vegna æfingar Gat keypt afmælisblómin eftir að ókunnugur mætti með skóflu Íslenskum fulltrúum á loftslagsráðstefnu hríðfækkar milli ára Lokunardagar leikskóla í Reykjavík tíu sinnum algengari en í öðrum stórum sveitarfélögum Sonurinn sefur enn með kylfu undir rúminu Segir þaggað niður í starfsfólki og hyggst ekki snúa aftur Sjá meira
Til nokkurrar einföldunar má segja að ríkissjóður hafi eingöngu tekið erlend lán á undanförnum árum til að greiða niður eldri lán á betri kjörum. Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra segir að nú taki ríkissjóður hins vegar erlent lán upp á um 117 milljarða króna til að greiða niður halla ríkissjóðs vegna kórónuveirufaraldursins og hafi aldrei fengið betri kjör. „Það er einmitt þannig. Við höfum aldrei séð jafn hagstæð kjör fyrir íslenska ríkið. Við gáfum út 750 milljónir evra sem eru já rétt um 17 milljarðar króna. Við borgum enga vexti á þessum evrum í sjö ár. Þannig að það má eiginlega segja að markaðurinn sé að treysta Íslandi til að geyma peningana fyrir sig í sjö ár og bara passa upp á verðgildi þeirra. Það er ekki farið fram á vexti,“ segir Bjarni. Bjarni Benediktsson segir ríkissjóð ætla að stoppa upp í gríðarlegt fjárlagagat með fjölþættum aðgerðum.Stöð 2/Arnar Og raunar bauðst ríkissjóði að fá um fjórfalt meira að láni en óskað var eftir með um 0,1 prósent ávöxtunarkröfu. Bjarni segir þetta ánægjulega niðurstöðu og styrki stjórnvöld í að beita fjölbreittum úrræðum við fjármögnun fjárlagahallans. Þessi skuldabréfaútgáfa auki trúðverðugleika stjórnvalda við mjög krefjandi aðstæður. „Við þurfum auðvitað að leggja fram trúverðuga áætlun fram í tímann um hvernig við ætlum að loka fjárlagagatinu og komast upp úr þessari holu sem við erum í. Við erum með alveg geigvænlegan halla í augnablikinu. En við trúum því að það sé rétta stefnan til að styðja við hagkerfið á erfiðum tímum og erum ánægð með að hafa getu til að veita þann stuðning,“ segir Bjarni. Bjartsýnn á sanngjarnt verð fyrir hluti í Íslandsbanka Ríkissjóður muni einnig taka lán innlands og selja eignir til að stoppa upp í fjárlagagatið. Þar munar mest um áform um sölu á allt að þrjátíu og fimm prósenta hlut í Íslandsbanka sem ríkið vilji fá sanngjarnt og gott verð fyrir. „Ef markaðurinn ætlar ekki að borga það sem okkur finnst vera sanngjarnt þegar allt er tekið með í reikninginn munum við ekki halda áfram með söluna. Þá munum við bíða betri tíma. Þetta er eitt af stóru atriðunum sem þarf að leggja mat á en ég hef ágætis væntningar miðað við markaðsaðstæður almennt og styrk bankans um að við getum fengið sanngjarnt verð,“ segir fjármálaráðherra. Almenningur sýndi Icelandair mikinn áhuga. Ertu að vona að það endurtaki sig þarna? „ Já, ég held að það sé mikið heilbrigðismerki að fleiri komi aftur inn á hlutabréfamarkaðinn. Við vorum með miklu ríkari almenna þáttöku á hlutabréfamarkaði á fyrsta áratug þessarar aldar. Það hefur dregið mjög úr því að hluta til vegna þess að við höfum verið að auka það hlutfall sparnaðar heimilanna sem fer beint inn í lífeyriskerfið,“ segir Bjarni Benediktsson.
Fjárlagafrumvarp 2021 Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Salan á Íslandsbanka Efnahagsmál Tengdar fréttir Fjármálaráðherra segir ganga vel að fjármagna halla ríkissjóðs Eftir hallalaus og hallalítil fjárlög undanfarin ár verður gríðarlegur halli á fjárlögum þessa árs og næstu ára. Hallinn er jafnvel meiri en á árunum eftir bankahrun. Fjármálaráðherra segir hins vegar vel hafa gengið að fjármagna hallann enda er ríkissjóður skuldlítill. 24. nóvember 2020 19:31 Gert ráð fyrir 264 milljarða halla á fjárlögum Gert er ráð fyrir að áhrif heimsfaraldurs kórónuveirunnar á ríkissjóð verði neikvæð um 192 milljarða króna á næsta ári. 1. október 2020 10:06 Afkoma ríkisins gæti versnað um 35 milljarða án mótvægisaðgerða Fjármálaráðherra leggur fram endurskoðaða áætlun. 29. maí 2019 22:40 Mest lesið Situr í súpunni eftir að hafa selt bankaþjófi jeppa Innlent Reikna með tveggja daga aðalmeðferð í máli Alberts Innlent Játaði hópnauðgun og vildi komast í frí til heimalandsins Innlent Tíu ung börn voru orðin verkjuð og hjólbeinótt vegna beinkramar Innlent „Versta martröð Trumps“ kjörin borgarstjóri New York Erlent Gat keypt afmælisblómin eftir að ókunnugur mætti með skóflu Innlent Segir þaggað niður í starfsfólki og hyggst ekki snúa aftur Innlent Sonurinn sefur enn með kylfu undir rúminu Innlent Ferðin á Keflavíkurflugvöll það erfiðasta við utanlandsferðina Innlent Plata hermenn í hjónaband og hirða svo bæturnar Erlent Fleiri fréttir Rósa Guðbjarts hætt í bæjarstjórn Fólk hafi varann á þegar PIN-númer eru slegin inn Tíu ung börn voru orðin verkjuð og hjólbeinótt vegna beinkramar „Mér finnst þetta bara klaufaskapur“ Vill að þingið skoði mál Ríkisendurskoðanda Fleiri grunaðir en þeir sem voru handteknir Víðfeðm rannsókn, vasaþjófar og börn með beinkröm Þrír vasaþjófar handteknir á Þingvöllum Játaði hópnauðgun og vildi komast í frí til heimalandsins Innsigluðu sex gististaði vegna skorts á leyfum Vasaþjófar höfðu fúlgur fjár af eldri mönnum og ferðamanni „Þau eru mjög æst í stærðfræði!“ „Þetta ástand hefur viðgengist í allt of langan tíma“ Fengu ekki að fylgjast með meintri vændisstarfsemi í leyni Léttir að vinnan í faraldrinum hafi verið lögmæt Níu af hverjum tíu foreldrum leikskólabarna í Reykjavík ánægðir en mælingin ekki samanburðarhæf Situr í súpunni eftir að hafa selt bankaþjófi jeppa Rætt við ráðherra sem svarar gagnrýni og ósáttan Litháa sem flæktist í bankaránið umfangsmikla Bein útsending: Hvernig skilar jarðhitafræðsla sér í sjálfbærri þróun í orkumálum í samstarfslöndum? Ferðin á Keflavíkurflugvöll það erfiðasta við utanlandsferðina Hæstiréttur ógildir skammir Persónuverndar í garð ÍE Óttast að stóru stofurnar gætu orðið einræðisherrar í eftirliti Reikna með tveggja daga aðalmeðferð í máli Alberts Stóladans þingmanna lækkar launatékka Karls Gauta en hækkar Bergþórs Ökutæki viðbragðsaðila verða áberandi vegna æfingar Gat keypt afmælisblómin eftir að ókunnugur mætti með skóflu Íslenskum fulltrúum á loftslagsráðstefnu hríðfækkar milli ára Lokunardagar leikskóla í Reykjavík tíu sinnum algengari en í öðrum stórum sveitarfélögum Sonurinn sefur enn með kylfu undir rúminu Segir þaggað niður í starfsfólki og hyggst ekki snúa aftur Sjá meira
Fjármálaráðherra segir ganga vel að fjármagna halla ríkissjóðs Eftir hallalaus og hallalítil fjárlög undanfarin ár verður gríðarlegur halli á fjárlögum þessa árs og næstu ára. Hallinn er jafnvel meiri en á árunum eftir bankahrun. Fjármálaráðherra segir hins vegar vel hafa gengið að fjármagna hallann enda er ríkissjóður skuldlítill. 24. nóvember 2020 19:31
Gert ráð fyrir 264 milljarða halla á fjárlögum Gert er ráð fyrir að áhrif heimsfaraldurs kórónuveirunnar á ríkissjóð verði neikvæð um 192 milljarða króna á næsta ári. 1. október 2020 10:06
Afkoma ríkisins gæti versnað um 35 milljarða án mótvægisaðgerða Fjármálaráðherra leggur fram endurskoðaða áætlun. 29. maí 2019 22:40
Bein útsending: Hvernig skilar jarðhitafræðsla sér í sjálfbærri þróun í orkumálum í samstarfslöndum?