Skoðuðu meðferðina sem ungi strákurinn fékk frá Stólunum: „Þetta herðir hann bara“ Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 2. febrúar 2021 12:30 Styrmir Snær Þrastarson er duglegur að keyra á körfuna. Hér er hann í leik á móti Stjörnunni á dögunum. Vísir/Elín Björg Hinn ungi Styrmir Snær Þrastarson hefur slegið í gegn með Þórsliðinu í Domino´s deild karla í körfubolta í vetur en eins og strákarnir í Körfuboltakvöldi þá á strákurinn enn eftir að vinna sér inn virðingu frá dómurum deildarinnar. Kjartan Atli Kjartansson og félagar hans í Körfuboltakvöldi fóru yfir línuna sem dómararnir lögðu í leik Þórs frá Þorlákshöfn og Tindastóls á sunnudagskvöldið þar sem gestirnir frá Sauðárkróki unnu eins stigs sigur eftir framlengingu. „Þegar lið er með bakið upp við vegg þá er það ákveðið próf á liðið hvernig það kemur út í næsta leik. Koma menn út agressífir eða linir. Mér fannst Stólarnir koma út agressífir og maður velti því fyrir sér hvort að það hafi verið dagskipun að láta Styrmi finna fyrir því. Mér fannst hann vera svolítið ‚pundaður'. Við skulum skoða hvernig meðferð ungi leikmaðurinn fékk í þessum leik,“ sagði Kjartan Atli Kjartansson og fór yfir nokkur dæmi þar sem leikmenn Tindastóls komust upp með að brjóta á Styrmi Snæ Þrastarsyni í leiknum. Klippa: Dominos Körfuboltakvöld: Slæm dómgæsla i Þorlákshöfn „Það er magnað að hann skuli ekki hafa fengið villu. Þetta er ótrúlegt,“ sagði Sævar Sævarsson, annar sérfræðinga þáttarins um eitt atvikið. „Ég tók kannski ekki alveg eftir þessum atriðum en mér fannst önnur atriði í leiknum þar sem var illa dæmt. Mér fannst þessi leikur illa dæmdur,“ sagði Teitur Örlygsson, hinn sérfræðingur þáttarins. „Ég tek undir það mér þér,“ sagði Kjartan Atli. Dómarar leiksins voru þrír af reyndustu dómurum landsins eða þeir Sigmundur Már Herbertsson, Eggert Þór Aðalsteinsson og Rögnvaldur Hreiðarsson. Skjámynd/S2 Sport „Oft er það þegar ungir leikmenn koma inn í deildina þá eru þeir ekki komnir með þetta. Ef þeir væru landsliðsmenn þá fengju þeir meiri virðingu,“ sagði Kjartan Atli og bætti við: „Kannski þurfa dómararnir að venjast því að dæma hjá svona gæja sem keyrir bara á körfuna í hvert einasta sinn,“ sagði Kjartan Atli. „Jonni (Jón Halldór Eðvaldsson) segir að ungir strákar eigi ekkert að fá dæmt, sagði Teitur og Kjartan Atli skaut þá inn í: „Jonni vill bara að stjörnurnar fái eitthvað dæmt,“ sagði Kjartan Atli. „Þetta herðir hann bara. Það herðir bara Styrmi að spila í gegnum þetta og það er ekkert gefins,“ sagði Teitur. Þeir héldu síðan áfram að fara yfir slaka dómgæslu í leiknum og má finna alla umfjöllun þeirra hér fyrir ofan. Domino's Körfuboltakvöld er uppgjörsþáttur Stöðvar 2 Sports um Domino's-deildir karla og kvenna í körfubolta og er á dagskrá öll föstudagskvöld. Upptökur af þættinum má nálgast á sjónvarpsvef Stöðvar 2. Domino's-deildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland. Dominos-deild karla Körfuboltakvöld Mest lesið Glódísar-æði hefur gripið um sig: „Ég kom til að horfa á Glódísi“ Fótbolti Skip Bayless kærður fyrir kynferðislega áreitni Sport „Get skilið að þetta komi mörgum spánskt fyrir sjónir“ Handbolti Vill fá útlending eða Rúnar Kristins sem næsta landsliðsþjálfara Fótbolti Anna Kamilla fyrsta snjóbrettakonan frá upphafi Sport Alfreð Gísla: „Hljómar kannski hrokafullt en svona er þetta“ Handbolti Segir Trent frekar eiga heima í Tranmere en Real Madríd Enski boltinn „Hef klárlega áhuga á að stýra liðinu áfram“ Sport Gerrard að verða afi Fótbolti „Verðum að halda áfram og við munum gera það“ Enski boltinn Fleiri fréttir Körfuboltakvöld. Framlenging 12. umferðar Uppgjörið: Keflavík - Valur 77-65 | Anna Ingunn reyndist Keflavík dýrmæt á ögurstundu Aðallega þeir tveir sem við erum að spenntir að fá inn í þetta Uppgjörið: Valur - Stjarnan 83-79 | Nokkuð óvæntur sigur heimamanna Martin glímir við meiðsli í hásin Allt er fertugum LeBron fært „Þetta er það sem gerir þá öðruvísi en önnur lið“ Tryggvi Snær öflugur en það dugði skammt Tindastóll upp fyrir Njarðvík Haukar og Hamar/Þór með góða sigra Uppgjörið: Grindavík - Þór Ak. 64-84 | Þór hafði betur í Smáranum Í bann fyrir skaðlega framkomu og dyrnar opnar „Hann er með vonir og væntingar heils bæjarfélags á bakinu“ „Þurfti að taka tvö leikhlé á fyrstu mínútunum” Uppgjörið: KR - Tindastóll 95-116 | Jólamaturinn fór betur í gestina Uppgjörið: Höttur - Haukar 86-89 | Gestirnir unnu botnslaginn á Egilsstöðum Butler vill í burtu: Tilbúinn að spila með öllum liðum nema Miami Heat Friðrik um viðskilnaðinn við Keflavík: „Ákvað að standa með sjálfum mér“ Fótbrotnaði í NBA leik Var aðdáandi Chiefs áður en Mahomes og Travis mættu til sögunnar „Stoltur af strákunum sem eru að taka töluvert meiri ábyrgð“ „Það er krísa“ Uppgjörið: Keflavík - Álftanes 87-89 | Langþráður sigur Álftnesinga Tryggvi Snær tók flest fráköst í góðum sigri Uppgjörið og viðtöl: ÍR - Grindavík 98-90 | ÍR sigraði í framlengdri rússibanareið Uppgjörið: Njarðvík - Þór Þ. 106-104 | Heimasigur í hörkuleik Íslenska körfuboltaárið hefur aldrei byrjað fyrr Friðrik Ingi orðinn þjálfari Hauka Sakar NBA-deildina um að vera á móti Houston Rockets Lauk árinu með fjörutíu stiga leik Sjá meira
Kjartan Atli Kjartansson og félagar hans í Körfuboltakvöldi fóru yfir línuna sem dómararnir lögðu í leik Þórs frá Þorlákshöfn og Tindastóls á sunnudagskvöldið þar sem gestirnir frá Sauðárkróki unnu eins stigs sigur eftir framlengingu. „Þegar lið er með bakið upp við vegg þá er það ákveðið próf á liðið hvernig það kemur út í næsta leik. Koma menn út agressífir eða linir. Mér fannst Stólarnir koma út agressífir og maður velti því fyrir sér hvort að það hafi verið dagskipun að láta Styrmi finna fyrir því. Mér fannst hann vera svolítið ‚pundaður'. Við skulum skoða hvernig meðferð ungi leikmaðurinn fékk í þessum leik,“ sagði Kjartan Atli Kjartansson og fór yfir nokkur dæmi þar sem leikmenn Tindastóls komust upp með að brjóta á Styrmi Snæ Þrastarsyni í leiknum. Klippa: Dominos Körfuboltakvöld: Slæm dómgæsla i Þorlákshöfn „Það er magnað að hann skuli ekki hafa fengið villu. Þetta er ótrúlegt,“ sagði Sævar Sævarsson, annar sérfræðinga þáttarins um eitt atvikið. „Ég tók kannski ekki alveg eftir þessum atriðum en mér fannst önnur atriði í leiknum þar sem var illa dæmt. Mér fannst þessi leikur illa dæmdur,“ sagði Teitur Örlygsson, hinn sérfræðingur þáttarins. „Ég tek undir það mér þér,“ sagði Kjartan Atli. Dómarar leiksins voru þrír af reyndustu dómurum landsins eða þeir Sigmundur Már Herbertsson, Eggert Þór Aðalsteinsson og Rögnvaldur Hreiðarsson. Skjámynd/S2 Sport „Oft er það þegar ungir leikmenn koma inn í deildina þá eru þeir ekki komnir með þetta. Ef þeir væru landsliðsmenn þá fengju þeir meiri virðingu,“ sagði Kjartan Atli og bætti við: „Kannski þurfa dómararnir að venjast því að dæma hjá svona gæja sem keyrir bara á körfuna í hvert einasta sinn,“ sagði Kjartan Atli. „Jonni (Jón Halldór Eðvaldsson) segir að ungir strákar eigi ekkert að fá dæmt, sagði Teitur og Kjartan Atli skaut þá inn í: „Jonni vill bara að stjörnurnar fái eitthvað dæmt,“ sagði Kjartan Atli. „Þetta herðir hann bara. Það herðir bara Styrmi að spila í gegnum þetta og það er ekkert gefins,“ sagði Teitur. Þeir héldu síðan áfram að fara yfir slaka dómgæslu í leiknum og má finna alla umfjöllun þeirra hér fyrir ofan. Domino's Körfuboltakvöld er uppgjörsþáttur Stöðvar 2 Sports um Domino's-deildir karla og kvenna í körfubolta og er á dagskrá öll föstudagskvöld. Upptökur af þættinum má nálgast á sjónvarpsvef Stöðvar 2. Domino's-deildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland.
Domino's Körfuboltakvöld er uppgjörsþáttur Stöðvar 2 Sports um Domino's-deildir karla og kvenna í körfubolta og er á dagskrá öll föstudagskvöld. Upptökur af þættinum má nálgast á sjónvarpsvef Stöðvar 2. Domino's-deildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland.
Dominos-deild karla Körfuboltakvöld Mest lesið Glódísar-æði hefur gripið um sig: „Ég kom til að horfa á Glódísi“ Fótbolti Skip Bayless kærður fyrir kynferðislega áreitni Sport „Get skilið að þetta komi mörgum spánskt fyrir sjónir“ Handbolti Vill fá útlending eða Rúnar Kristins sem næsta landsliðsþjálfara Fótbolti Anna Kamilla fyrsta snjóbrettakonan frá upphafi Sport Alfreð Gísla: „Hljómar kannski hrokafullt en svona er þetta“ Handbolti Segir Trent frekar eiga heima í Tranmere en Real Madríd Enski boltinn „Hef klárlega áhuga á að stýra liðinu áfram“ Sport Gerrard að verða afi Fótbolti „Verðum að halda áfram og við munum gera það“ Enski boltinn Fleiri fréttir Körfuboltakvöld. Framlenging 12. umferðar Uppgjörið: Keflavík - Valur 77-65 | Anna Ingunn reyndist Keflavík dýrmæt á ögurstundu Aðallega þeir tveir sem við erum að spenntir að fá inn í þetta Uppgjörið: Valur - Stjarnan 83-79 | Nokkuð óvæntur sigur heimamanna Martin glímir við meiðsli í hásin Allt er fertugum LeBron fært „Þetta er það sem gerir þá öðruvísi en önnur lið“ Tryggvi Snær öflugur en það dugði skammt Tindastóll upp fyrir Njarðvík Haukar og Hamar/Þór með góða sigra Uppgjörið: Grindavík - Þór Ak. 64-84 | Þór hafði betur í Smáranum Í bann fyrir skaðlega framkomu og dyrnar opnar „Hann er með vonir og væntingar heils bæjarfélags á bakinu“ „Þurfti að taka tvö leikhlé á fyrstu mínútunum” Uppgjörið: KR - Tindastóll 95-116 | Jólamaturinn fór betur í gestina Uppgjörið: Höttur - Haukar 86-89 | Gestirnir unnu botnslaginn á Egilsstöðum Butler vill í burtu: Tilbúinn að spila með öllum liðum nema Miami Heat Friðrik um viðskilnaðinn við Keflavík: „Ákvað að standa með sjálfum mér“ Fótbrotnaði í NBA leik Var aðdáandi Chiefs áður en Mahomes og Travis mættu til sögunnar „Stoltur af strákunum sem eru að taka töluvert meiri ábyrgð“ „Það er krísa“ Uppgjörið: Keflavík - Álftanes 87-89 | Langþráður sigur Álftnesinga Tryggvi Snær tók flest fráköst í góðum sigri Uppgjörið og viðtöl: ÍR - Grindavík 98-90 | ÍR sigraði í framlengdri rússibanareið Uppgjörið: Njarðvík - Þór Þ. 106-104 | Heimasigur í hörkuleik Íslenska körfuboltaárið hefur aldrei byrjað fyrr Friðrik Ingi orðinn þjálfari Hauka Sakar NBA-deildina um að vera á móti Houston Rockets Lauk árinu með fjörutíu stiga leik Sjá meira