Skagamaðurinn hefur skrifað undir tveggja ára samning við Molde en hann kemur til félagsins frá Lillestrøm sem hann hjálpaði upp í deild þeirra bestu á síðustu leiktíð.
Þetta er ekki í fyrsta sinn sem Björn leikur með félaginu því hann spilaði þar einnig 2014, 2016 og 2017.
Að auki hefur hann meðal annars leikið með Wolves og FCK í atvinnumennskunni.
Ole Erik Stavrum, framkvæmdastjóri Molde, segir að þegar framherjinn er í formi sé hann einn besti framherji í Noregi.
— Molde Fotballklubb (@Molde_FK) February 1, 2021