Safnað fyrir nýjum líkbíl á Sauðárkróki Magnús Hlynur Hreiðarsson skrifar 31. janúar 2021 12:40 Núverandi líkbíll á Sauðárkróki, sem verður skipt út fyrir nýjan líkbíl þegar átt til tíu milljónum króna hefur verið safnað. Þeir sem vilja hugsanlega leggja söfnuninni lið þá er reikningsnúmerið og kennitalan eftirfarandi: 0310-22-001029. Kt:. 560269-7659. Aðsend Sóknarnefnd Sauðárkrókskirkju safnar nú peningum fyrir nýjum líkbíl en núverandi bíll, sem er rétt um fjörutíu ára er orðinn lúinn og lélegur. Líkbílinn, sem er nú í notkun á vegum Sauðárkrókskirkju og kirknanna þar í kring er 39 ára gamall afturdrifin og eyðslufrekur bíll, sem er óhentugur og dýr í rekstri. Það var því ákveðið að setja af stað söfnun fyrir nýjum líkbíl. Ingimar Jóhannsson er formaður sóknarnefndar Sauðárkrókskirkju „Sem betur fer eigum við marga góða klúbba, félög og samtök, sem veita okkar hjálparhönd í þessu verkefni,“ segir Ingimar. Björgunarsveitin á Sauðárkróki sinnti líkflutningum til margra ára, eða til ársins 1997 þegar Rauða krossdeildin í Skagafirði gaf sóknarnefnd Sauðárkrókskirkju sjúkrabíl sem deildin var að hætta með. Honum var breytt í líkbíll og hefur sinnt því hlutverki og sinnir enn fyrir sóknirnar í Skagafirði. „Við áttum ekki margra kosta völ, annað hvort að hætta að veita þessa þjónustu eða þá að grípa til einhverra ráða og við samþykktum í sóknarnefndinni í lok árs 2019 að við myndum reyna að leysa þetta mál innan þriggja ára og um leið og Kiwanisklúbburinn Drangey hér, sem hefur verið í góðu samstarfi og oft látið ýmislegt að hendi rakna til okkar frétti þetta, þá gáfu þeir strax 500.000 krónur í þessa söfnun,“ bætir Ingimars við. Í kjölfarið hafa aðrir klúbbar, félagasamtök og fyrirtæki einnig komið með myndarleg framlög til söfnunarinnar, nú síðast Steypustöð Skagafjarðar, sem gaf 1 milljón króna til minningar um Pálma Friðriksson. „Þess má geta að nú þegar eru komnar 3,7 milljónir, sem hafa safnast í söfnunina ef við tökum stöðuna eins og hún er í dag þegar við tölum saman,“ segir Ingimar. En hvað heldur Ingimar að nýr og góður líkbíll kosti? „Ég reikna alveg með því að að það geti hlaupið á bilinu 8 til 10 milljónir króna, fulltilbúin til notkunar.“ Það er sóknarnefnd Sauðárkrókskirkju, sem stendur að söfnunni fyrir nýjum líkbíl.Aðsend Skagafjörður Þjóðkirkjan Mest lesið Bera kennsl á mann fimmtíu árum eftir að hann lét sig hverfa Erlent „Mjög miður að við séum komin á þennan stað“ Innlent Lögregla lýsir eftir vitnum að mannaferðum við Stardal Innlent Syrgja fallið kornabarn: „Það er ekkert plan, engin lausn“ Innlent Einn fluttur á Landspítalann frá Fjallabaki Innlent Líklega snúin staða sama hvernig fer í Noregi Erlent Tölvuleikjaspilandi táningur tekinn í dýrlingatölu Erlent Engin slys á fólki þegar hjólhýsi valt Innlent Leitað að manni með öxi Innlent Gleði og samvera í 60 plús leikfimi á Selfossi Innlent Fleiri fréttir Leitað að manni með öxi „Mjög miður að við séum komin á þennan stað“ Gleði og samvera í 60 plús leikfimi á Selfossi Syrgja fallið kornabarn: „Það er ekkert plan, engin lausn“ Engin slys á fólki þegar hjólhýsi valt Syrgja fallið kornabarn og fyrsti þúsaldardýrlingurinn Einn fluttur á Landspítalann frá Fjallabaki Kröftug mótmæli brjóti ekki gegn málfrelsi Hringveginum lokað vegna umferðarslyss Þyrlan kölluð út á mesta forgangi Jákvæð gagnvart nýrri atvinnustefnu Frábær og vel heppnuð Ljósanótt Möguleg slit á fríverslunarsamningi við Ísrael tekin fyrir Skoða að rifta fríverslunarsamningi við Ísrael Labubu bangsar ekki lengur velkomnir í Ísaksskóla Fangageymslur fullar eftir erilsama nótt Aðgerðir vegna Gasa, málfrelsi á Íslandi og ný atvinnustefna Ákærðir vegna fölsuðu taflanna tuttugu þúsund „Vona bara að hún grípi til raunverulegra aðgerða sem bíta“ Korn ræktað á um fjögur þúsund hekturum Veltir fyrir sér hvort íslensk íþróttafélög verði af milljörðum Handtekinn undir áhrifum með tvö börn í bílnum Fjölmenn mótmæli og skortur á íslenskukunnáttu þrátt fyrir doktorsnám Ákærðir fyrir hópnauðgun gegn ólögráða stúlku Gullkistan opnuð á Vestfjörðum Sóttu slasaðan ökumann við Surtshelli Gríðarlegur fjöldi á mótmælunum Þjóð gegn þjóðarmorði Tæpir sextíu þúsund fermetrar í eigu ríkisins standa tómir Kennir íslensku en fær ekki ríkisborgararétt að óbreyttu Tvöföldun erlendra fanga á fimm árum: „Þetta er auðvitað gríðarlega hátt hlutfall“ Sjá meira
Líkbílinn, sem er nú í notkun á vegum Sauðárkrókskirkju og kirknanna þar í kring er 39 ára gamall afturdrifin og eyðslufrekur bíll, sem er óhentugur og dýr í rekstri. Það var því ákveðið að setja af stað söfnun fyrir nýjum líkbíl. Ingimar Jóhannsson er formaður sóknarnefndar Sauðárkrókskirkju „Sem betur fer eigum við marga góða klúbba, félög og samtök, sem veita okkar hjálparhönd í þessu verkefni,“ segir Ingimar. Björgunarsveitin á Sauðárkróki sinnti líkflutningum til margra ára, eða til ársins 1997 þegar Rauða krossdeildin í Skagafirði gaf sóknarnefnd Sauðárkrókskirkju sjúkrabíl sem deildin var að hætta með. Honum var breytt í líkbíll og hefur sinnt því hlutverki og sinnir enn fyrir sóknirnar í Skagafirði. „Við áttum ekki margra kosta völ, annað hvort að hætta að veita þessa þjónustu eða þá að grípa til einhverra ráða og við samþykktum í sóknarnefndinni í lok árs 2019 að við myndum reyna að leysa þetta mál innan þriggja ára og um leið og Kiwanisklúbburinn Drangey hér, sem hefur verið í góðu samstarfi og oft látið ýmislegt að hendi rakna til okkar frétti þetta, þá gáfu þeir strax 500.000 krónur í þessa söfnun,“ bætir Ingimars við. Í kjölfarið hafa aðrir klúbbar, félagasamtök og fyrirtæki einnig komið með myndarleg framlög til söfnunarinnar, nú síðast Steypustöð Skagafjarðar, sem gaf 1 milljón króna til minningar um Pálma Friðriksson. „Þess má geta að nú þegar eru komnar 3,7 milljónir, sem hafa safnast í söfnunina ef við tökum stöðuna eins og hún er í dag þegar við tölum saman,“ segir Ingimar. En hvað heldur Ingimar að nýr og góður líkbíll kosti? „Ég reikna alveg með því að að það geti hlaupið á bilinu 8 til 10 milljónir króna, fulltilbúin til notkunar.“ Það er sóknarnefnd Sauðárkrókskirkju, sem stendur að söfnunni fyrir nýjum líkbíl.Aðsend
Skagafjörður Þjóðkirkjan Mest lesið Bera kennsl á mann fimmtíu árum eftir að hann lét sig hverfa Erlent „Mjög miður að við séum komin á þennan stað“ Innlent Lögregla lýsir eftir vitnum að mannaferðum við Stardal Innlent Syrgja fallið kornabarn: „Það er ekkert plan, engin lausn“ Innlent Einn fluttur á Landspítalann frá Fjallabaki Innlent Líklega snúin staða sama hvernig fer í Noregi Erlent Tölvuleikjaspilandi táningur tekinn í dýrlingatölu Erlent Engin slys á fólki þegar hjólhýsi valt Innlent Leitað að manni með öxi Innlent Gleði og samvera í 60 plús leikfimi á Selfossi Innlent Fleiri fréttir Leitað að manni með öxi „Mjög miður að við séum komin á þennan stað“ Gleði og samvera í 60 plús leikfimi á Selfossi Syrgja fallið kornabarn: „Það er ekkert plan, engin lausn“ Engin slys á fólki þegar hjólhýsi valt Syrgja fallið kornabarn og fyrsti þúsaldardýrlingurinn Einn fluttur á Landspítalann frá Fjallabaki Kröftug mótmæli brjóti ekki gegn málfrelsi Hringveginum lokað vegna umferðarslyss Þyrlan kölluð út á mesta forgangi Jákvæð gagnvart nýrri atvinnustefnu Frábær og vel heppnuð Ljósanótt Möguleg slit á fríverslunarsamningi við Ísrael tekin fyrir Skoða að rifta fríverslunarsamningi við Ísrael Labubu bangsar ekki lengur velkomnir í Ísaksskóla Fangageymslur fullar eftir erilsama nótt Aðgerðir vegna Gasa, málfrelsi á Íslandi og ný atvinnustefna Ákærðir vegna fölsuðu taflanna tuttugu þúsund „Vona bara að hún grípi til raunverulegra aðgerða sem bíta“ Korn ræktað á um fjögur þúsund hekturum Veltir fyrir sér hvort íslensk íþróttafélög verði af milljörðum Handtekinn undir áhrifum með tvö börn í bílnum Fjölmenn mótmæli og skortur á íslenskukunnáttu þrátt fyrir doktorsnám Ákærðir fyrir hópnauðgun gegn ólögráða stúlku Gullkistan opnuð á Vestfjörðum Sóttu slasaðan ökumann við Surtshelli Gríðarlegur fjöldi á mótmælunum Þjóð gegn þjóðarmorði Tæpir sextíu þúsund fermetrar í eigu ríkisins standa tómir Kennir íslensku en fær ekki ríkisborgararétt að óbreyttu Tvöföldun erlendra fanga á fimm árum: „Þetta er auðvitað gríðarlega hátt hlutfall“ Sjá meira