Sérfræðingar farnir norður og geta metið stöðuna á morgun Vésteinn Örn Pétursson skrifar 31. janúar 2021 10:02 Frá Jökulsá á Fjöllum. LÖGREGLAN Á NORÐURLANDI EYSTRA Vatnshæð í Jökulsá á Fjöllum er enn yfir þröskuldi Veðurstofu Íslands. Vatnshæðin náði hámarki um klukkan tíu í gærmorgun og var þá 530 sentímetrar, eða tíu sentimetrum yfir þröskuldinum. Veðurstofan hefur sent sérfræðinga norður en áætlað er að þeir geti metið stöðuna í ánni á morgun. Þetta segir Einar Hjörleifsson, náttúruvársérfræðingur hjá Veðurstofu Íslands, í samtali við fréttastofu. Hann segir vatnshæðina hafa lækkað lítillega síðan þá. Hún standi í 526 sentimetrum. Varðandi framhaldið segir Einar að vatnsstaðan verði áfram há í ánni. Vel verði fylgst með stöðunni áfram með hjálp vatnshæðar- og óróamæla. „Við erum í beinum samskiptum við vaktmann vegagerðarinnar á vettvangi og miðlum upplýsingum til hans eins hratt og við fáum þær í hendur, meðan er opið yfir daginn,“ segir Einar en umferð um brúna yfir ánna er stýrt. Þá er vegurinn aðeins opinn í björtu, frá klukkan níu á daginn til klukkan sex að kvöldi. Samkvæmt upplýsingum frá Vegagerðinni er unnt að fara um veg 85 á norðausturströndinni meðan lokað er. Norðausturland: Vegna aukinnar hættu á krapaflóði á þjóðvegi 1 við Jökulsá á Fjöllum verður vegurinn aðeins opinn í björtu, það er á milli kl. 09:00 og 18:00. Umferðarstýring er við brúna. Eftir lokun er hægt að fara um norðausturströndina (85) meðan þjónusta er. #færðin— Vegagerðin | Iceland Roads (@Vegagerdin) January 31, 2021 Veðurstofan hefur sent tvo sérfræðinga akandi norður í dag og segist Einar telja að þeir muni geta metið stöðuna í ánni í birtingu á morgun, mánudag. „Það verður frost á svæðinu næstu daga og það er viðbúið að það verði óbreytt ástand í ánni þessa viku og jafnvel næstu viku, jafnvel eitthvað lengur. Við verðum bara að fylgjast vel með og sjá hver þróunin verður,“ segir Einar að lokum. Hér að neðan má sjá myndband sem Viktor Einar Vilhelmsson tók við Jökulsá í gær og sendi fréttastofu. Veður Náttúruhamfarir Norðurþing Mest lesið Bjarni farsæll en hefur alltaf átt sér óvildarmenn Innlent Trump Jr. á leið til Grænlands Erlent Hver tekur við af Bjarna? Þetta eru nöfnin sem oftast eru nefnd Innlent Aldrei verið skráð fleiri manndrápsmál Innlent Má heita Amína en ekki Hó Innlent Ýmsar ívilnanir til handa læknum á landsbyggðinni í skoðun Innlent Eldur í „flugeldagámi“ við Klambratún Innlent Peningadeilur Fjólu og Eddu á dagskrá dómstóla Innlent Bandaríkin ein ástæða þess að Íslendingar eru eftirbátar Norðurlandanna Innlent Brýnt að bregðast hratt við vanda í orkumálum Innlent Fleiri fréttir Ýmsar ívilnanir til handa læknum á landsbyggðinni í skoðun Eldur í „flugeldagámi“ við Klambratún Má heita Amína en ekki Hó Aldrei verið skráð fleiri manndrápsmál Brýnt að bregðast hratt við vanda í orkumálum Bjarni farsæll en hefur alltaf átt sér óvildarmenn Viðbrögð við ákvörðun Bjarna og þrettándabrennur Hver tekur við af Bjarna? Þetta eru nöfnin sem oftast eru nefnd Eyjólfur réði aðstoðarmenn úr kosningateymi flokksins „Hann treysti mér fyrir stórum verkefnum og tækifærum“ Neitar sök í manndrápsmálinu í Neskaupstað Ekki búinn að taka ákvörðun um formannsframboð Tár féllu þegar Bjarni sagði þingflokknum frá ákvörðun sinni Tekur sætið og útilokar ekki formannsframboð „Helsti valdamaður landsins í meira en áratug“ Peningadeilur Fjólu og Eddu á dagskrá dómstóla Dagurinn eigi að snúast um ákvörðun Bjarna Allir sem hafi íhugað formannsframboð hljóti að gera það í dag Jón Gunnarsson kemur inn við brotthvarf Bjarna Hildur áfram þingflokksformaður Bjarni gefur ekki kost á sér og afsalar sér þingsæti Fjögur mál til landskjörstjórnar vegna alþingiskosninganna Lárus bætist í hóp aðstoðarmanna ráðherra Grái herinn fær áheyrn í Strassborg Veður gæti haft áhrif á brennuhald Vigdís á allra vörum og nýtt námskeið kynnt til sögunnar Tugir svekktra barna þurftu að snúa við á Kjalarnesi Landskjörstjórn ætlar að skila í næstu viku Þrír ráðuneytisstjórar fluttir til í starfi Sætta sig ekki við neitt annað en að húsið verði rifið Sjá meira
Þetta segir Einar Hjörleifsson, náttúruvársérfræðingur hjá Veðurstofu Íslands, í samtali við fréttastofu. Hann segir vatnshæðina hafa lækkað lítillega síðan þá. Hún standi í 526 sentimetrum. Varðandi framhaldið segir Einar að vatnsstaðan verði áfram há í ánni. Vel verði fylgst með stöðunni áfram með hjálp vatnshæðar- og óróamæla. „Við erum í beinum samskiptum við vaktmann vegagerðarinnar á vettvangi og miðlum upplýsingum til hans eins hratt og við fáum þær í hendur, meðan er opið yfir daginn,“ segir Einar en umferð um brúna yfir ánna er stýrt. Þá er vegurinn aðeins opinn í björtu, frá klukkan níu á daginn til klukkan sex að kvöldi. Samkvæmt upplýsingum frá Vegagerðinni er unnt að fara um veg 85 á norðausturströndinni meðan lokað er. Norðausturland: Vegna aukinnar hættu á krapaflóði á þjóðvegi 1 við Jökulsá á Fjöllum verður vegurinn aðeins opinn í björtu, það er á milli kl. 09:00 og 18:00. Umferðarstýring er við brúna. Eftir lokun er hægt að fara um norðausturströndina (85) meðan þjónusta er. #færðin— Vegagerðin | Iceland Roads (@Vegagerdin) January 31, 2021 Veðurstofan hefur sent tvo sérfræðinga akandi norður í dag og segist Einar telja að þeir muni geta metið stöðuna í ánni í birtingu á morgun, mánudag. „Það verður frost á svæðinu næstu daga og það er viðbúið að það verði óbreytt ástand í ánni þessa viku og jafnvel næstu viku, jafnvel eitthvað lengur. Við verðum bara að fylgjast vel með og sjá hver þróunin verður,“ segir Einar að lokum. Hér að neðan má sjá myndband sem Viktor Einar Vilhelmsson tók við Jökulsá í gær og sendi fréttastofu.
Veður Náttúruhamfarir Norðurþing Mest lesið Bjarni farsæll en hefur alltaf átt sér óvildarmenn Innlent Trump Jr. á leið til Grænlands Erlent Hver tekur við af Bjarna? Þetta eru nöfnin sem oftast eru nefnd Innlent Aldrei verið skráð fleiri manndrápsmál Innlent Má heita Amína en ekki Hó Innlent Ýmsar ívilnanir til handa læknum á landsbyggðinni í skoðun Innlent Eldur í „flugeldagámi“ við Klambratún Innlent Peningadeilur Fjólu og Eddu á dagskrá dómstóla Innlent Bandaríkin ein ástæða þess að Íslendingar eru eftirbátar Norðurlandanna Innlent Brýnt að bregðast hratt við vanda í orkumálum Innlent Fleiri fréttir Ýmsar ívilnanir til handa læknum á landsbyggðinni í skoðun Eldur í „flugeldagámi“ við Klambratún Má heita Amína en ekki Hó Aldrei verið skráð fleiri manndrápsmál Brýnt að bregðast hratt við vanda í orkumálum Bjarni farsæll en hefur alltaf átt sér óvildarmenn Viðbrögð við ákvörðun Bjarna og þrettándabrennur Hver tekur við af Bjarna? Þetta eru nöfnin sem oftast eru nefnd Eyjólfur réði aðstoðarmenn úr kosningateymi flokksins „Hann treysti mér fyrir stórum verkefnum og tækifærum“ Neitar sök í manndrápsmálinu í Neskaupstað Ekki búinn að taka ákvörðun um formannsframboð Tár féllu þegar Bjarni sagði þingflokknum frá ákvörðun sinni Tekur sætið og útilokar ekki formannsframboð „Helsti valdamaður landsins í meira en áratug“ Peningadeilur Fjólu og Eddu á dagskrá dómstóla Dagurinn eigi að snúast um ákvörðun Bjarna Allir sem hafi íhugað formannsframboð hljóti að gera það í dag Jón Gunnarsson kemur inn við brotthvarf Bjarna Hildur áfram þingflokksformaður Bjarni gefur ekki kost á sér og afsalar sér þingsæti Fjögur mál til landskjörstjórnar vegna alþingiskosninganna Lárus bætist í hóp aðstoðarmanna ráðherra Grái herinn fær áheyrn í Strassborg Veður gæti haft áhrif á brennuhald Vigdís á allra vörum og nýtt námskeið kynnt til sögunnar Tugir svekktra barna þurftu að snúa við á Kjalarnesi Landskjörstjórn ætlar að skila í næstu viku Þrír ráðuneytisstjórar fluttir til í starfi Sætta sig ekki við neitt annað en að húsið verði rifið Sjá meira