Ragnar segir Hamrén sinn besta þjálfara á ferlinum Sindri Sverrisson skrifar 27. janúar 2021 13:31 Ragnar Sigurðsson segir Kára Árnason sinn besta félaga í vörninni enda hafa þeir marga hildi háð saman og fagnað fræknustu sigrum í sögu íslenska landsliðsins. vísir/Hulda Margrét Landsliðsmaðurinn Ragnar Sigurðsson segir að Erik Hamrén sé besti þjálfari sem hann hafi haft á sínum ferli. Ragnar er að hefja sitt fjórtánda ár sem atvinnumaður í fótbolta. Hamrén náði að sannfæra Ragnar um að hætta við að leggja landsliðsskóna á hilluna eftir HM 2018. Ragnar lék svo undir stjórn Svíans í tvö ár í landsliðinu, áður en Hamrén ákvað að láta gott heita þegar ljóst varð að Ísland kæmist ekki í lokakeppni EM. Ragnar, sem er nýorðinn leikmaður Rukh Lviv í Úkraínu, bauð fylgjendum sínum á Instagram upp á að senda inn spurningar í gær sem hann svo svaraði. Ein spurningin var um það hver væri besti þjálfari sem hann hefði haft, og þrátt fyrir til að mynda árangur landsliðsins undir stjórn Lars Lagerbäck og Heimis Hallgrímssonar var svarið Hamrén. „Búinn að vera með marga góða þjálfara en þeir eru allir ólíkir… En Erik Hamrén er í 1. sæti hingað til,“ skrifaði Ragnar. Luka Kostic gerði mikið á einum klukkutíma fyrir feril Ragnars Aðspurður hvert besta ráðið væri sem hann hefði fengið á sínum ferli rifjaði Ragnar upp kynni af þjálfaranum virta Luka Kostic. Luka þjálfaði meðal annars U17- og U21-landslið Íslands á árum áður. „Var einu sinni kallaður á varnaræfingu ásamt Guðmanni Þóris og Kára Ársæls hjá Luka Kostic. Tók ca klukkutíma. Besta æfing sem ég nokkurn tímann fór á. Það sem hann kenndi okkur þar á þessum stutta tíma gerði mjög mikið fyrir minn feril,“ skrifaði Ragnar. Ragnar sagði jafnframt að rússneski landsliðsmaðurinn Marat Izmailovi, sem lék með honum hjá Krasnodar, væri besti leikmaður sem hann hefði spilað með. Ekki þarf að koma á óvart að Kári Árnason er hins vegar sá sem hann hefur best kunnað við í miðvarðapari: „Ef ég þyrfti að velja bara einn þá myndi ég velja morðingjann með brjálæðisglampann í augunum, Kára Árnason,“ skrifaði Ragnar. HM 2022 í Katar EM 2020 í fótbolta Mest lesið Ísland mætir Kósovó í sérstöku umspili Fótbolti Dukic harðorður gagnvart CrossFit: Fyrirtæki sem virðir ekki mannslíf Sport Eina félagið án útlendinga: „Þurfum vettvang fyrir unga leikmenn“ Körfubolti Írarnir hans Heimis mæta Búlgörum Fótbolti „Margir með konur en eru kannski einir í útlöndum“ Körfubolti Annað áfall fyrir Hörð sem fór til sama læknis og Rodri Fótbolti Missti stjórn á sér og gaf stig: „Veit að þetta er ekki mjög sænsk hegðun“ Sport Lewandowski fékk ekki að fara til Man. Utd Enski boltinn Ed Sheeran hjálpaði Ipswich að ná í leikmann rétt fyrir Taylor Swift tónleika Enski boltinn Allt lítur vel út hjá Pablo Punyed Íslenski boltinn Fleiri fréttir Meistararnir og Skytturnar missa út lykilmenn Valgeir til Breiðabliks Eyþór yfirgefur KR Annað áfall fyrir Hörð sem fór til sama læknis og Rodri Ísland mætir Kósovó í sérstöku umspili Írarnir hans Heimis mæta Búlgörum Lewandowski fékk ekki að fara til Man. Utd Allt lítur vel út hjá Pablo Punyed Ed Sheeran hjálpaði Ipswich að ná í leikmann rétt fyrir Taylor Swift tónleika Alexia Putellas með sitt tvö hundruðasta mark fyrir Barcelona Nýr Etihad leikvangur hinum megin við Atlantshafið Guardiola samdi til ársins 2027 Segja að Haaland og félagar fái gjafapakka frá FIFA Sædís og félagar fyrstar til að stoppa Bæjara Rannsókn á hegðun David Coote enn í fullum gangi Tuchel „stelur“ Hilario frá Chelsea og tekur hann inn í teymið Danir vilja halda úrslitakeppni Þjóðadeildarinnar Ágúst Orri aftur heim í Breiðablik Amorim vill að United fái Gomes aftur Martröð fyrirliða Chelsea heldur áfram Neville gagnrýnir Bandaríkjaför Rashford og Casemiro Alfreð hættur: „Takk fyrir allt sem þú hefur gefið mér og minni fjölskyldu“ Kósovó áfrýjar og Svíar bíða spenntir: „Barátta gegn rasisma“ Sagður hafa tvo leiki til að bjarga starfinu Leið Íslands á HM skýrari: Í þriðja flokki og fá þrjá mótherja UEFA viðurkennir mistök í myndbandsdómgælu í Þjóðadeildinni Systur sömdu á sama tíma Amanda lagði upp mark í Meistaradeildinni Svíar tapa á því að Rúmenum var dæmdur sigur á móti Kósóvó Messi kominn í frí fram í febrúar Sjá meira
Hamrén náði að sannfæra Ragnar um að hætta við að leggja landsliðsskóna á hilluna eftir HM 2018. Ragnar lék svo undir stjórn Svíans í tvö ár í landsliðinu, áður en Hamrén ákvað að láta gott heita þegar ljóst varð að Ísland kæmist ekki í lokakeppni EM. Ragnar, sem er nýorðinn leikmaður Rukh Lviv í Úkraínu, bauð fylgjendum sínum á Instagram upp á að senda inn spurningar í gær sem hann svo svaraði. Ein spurningin var um það hver væri besti þjálfari sem hann hefði haft, og þrátt fyrir til að mynda árangur landsliðsins undir stjórn Lars Lagerbäck og Heimis Hallgrímssonar var svarið Hamrén. „Búinn að vera með marga góða þjálfara en þeir eru allir ólíkir… En Erik Hamrén er í 1. sæti hingað til,“ skrifaði Ragnar. Luka Kostic gerði mikið á einum klukkutíma fyrir feril Ragnars Aðspurður hvert besta ráðið væri sem hann hefði fengið á sínum ferli rifjaði Ragnar upp kynni af þjálfaranum virta Luka Kostic. Luka þjálfaði meðal annars U17- og U21-landslið Íslands á árum áður. „Var einu sinni kallaður á varnaræfingu ásamt Guðmanni Þóris og Kára Ársæls hjá Luka Kostic. Tók ca klukkutíma. Besta æfing sem ég nokkurn tímann fór á. Það sem hann kenndi okkur þar á þessum stutta tíma gerði mjög mikið fyrir minn feril,“ skrifaði Ragnar. Ragnar sagði jafnframt að rússneski landsliðsmaðurinn Marat Izmailovi, sem lék með honum hjá Krasnodar, væri besti leikmaður sem hann hefði spilað með. Ekki þarf að koma á óvart að Kári Árnason er hins vegar sá sem hann hefur best kunnað við í miðvarðapari: „Ef ég þyrfti að velja bara einn þá myndi ég velja morðingjann með brjálæðisglampann í augunum, Kára Árnason,“ skrifaði Ragnar.
HM 2022 í Katar EM 2020 í fótbolta Mest lesið Ísland mætir Kósovó í sérstöku umspili Fótbolti Dukic harðorður gagnvart CrossFit: Fyrirtæki sem virðir ekki mannslíf Sport Eina félagið án útlendinga: „Þurfum vettvang fyrir unga leikmenn“ Körfubolti Írarnir hans Heimis mæta Búlgörum Fótbolti „Margir með konur en eru kannski einir í útlöndum“ Körfubolti Annað áfall fyrir Hörð sem fór til sama læknis og Rodri Fótbolti Missti stjórn á sér og gaf stig: „Veit að þetta er ekki mjög sænsk hegðun“ Sport Lewandowski fékk ekki að fara til Man. Utd Enski boltinn Ed Sheeran hjálpaði Ipswich að ná í leikmann rétt fyrir Taylor Swift tónleika Enski boltinn Allt lítur vel út hjá Pablo Punyed Íslenski boltinn Fleiri fréttir Meistararnir og Skytturnar missa út lykilmenn Valgeir til Breiðabliks Eyþór yfirgefur KR Annað áfall fyrir Hörð sem fór til sama læknis og Rodri Ísland mætir Kósovó í sérstöku umspili Írarnir hans Heimis mæta Búlgörum Lewandowski fékk ekki að fara til Man. Utd Allt lítur vel út hjá Pablo Punyed Ed Sheeran hjálpaði Ipswich að ná í leikmann rétt fyrir Taylor Swift tónleika Alexia Putellas með sitt tvö hundruðasta mark fyrir Barcelona Nýr Etihad leikvangur hinum megin við Atlantshafið Guardiola samdi til ársins 2027 Segja að Haaland og félagar fái gjafapakka frá FIFA Sædís og félagar fyrstar til að stoppa Bæjara Rannsókn á hegðun David Coote enn í fullum gangi Tuchel „stelur“ Hilario frá Chelsea og tekur hann inn í teymið Danir vilja halda úrslitakeppni Þjóðadeildarinnar Ágúst Orri aftur heim í Breiðablik Amorim vill að United fái Gomes aftur Martröð fyrirliða Chelsea heldur áfram Neville gagnrýnir Bandaríkjaför Rashford og Casemiro Alfreð hættur: „Takk fyrir allt sem þú hefur gefið mér og minni fjölskyldu“ Kósovó áfrýjar og Svíar bíða spenntir: „Barátta gegn rasisma“ Sagður hafa tvo leiki til að bjarga starfinu Leið Íslands á HM skýrari: Í þriðja flokki og fá þrjá mótherja UEFA viðurkennir mistök í myndbandsdómgælu í Þjóðadeildinni Systur sömdu á sama tíma Amanda lagði upp mark í Meistaradeildinni Svíar tapa á því að Rúmenum var dæmdur sigur á móti Kósóvó Messi kominn í frí fram í febrúar Sjá meira