Segja fréttir um takmarkaða virkni byggja á mistúlkun gagna Hólmfríður Gísladóttir skrifar 26. janúar 2021 19:37 AstraZeneca hefur hafnað fréttum þess efnis að virkni bóluefnis fyrirtækisins sé afar takmörkuð hjá 65 ára og eldri. epa/ Dominic Lipinski Þýska heilbrigðisráðuneytið og AstraZeneca hafna fréttum þess efnis að bóluefni lyfjafyrirtækisins gegn Covid-19 virki ekki eins og áður hafði verið talað um. Forsvarsmenn AstraZeneca segja fréttirnar „fullkomlega rangar“ en samkvæmt heilbrigðisráðuneytinu er um að ræða mistúlkun á gögnum. Það voru þýsku fjölmiðlarnir Handelsblatt og Bild sem höfðu eftir heimildarmönnum innan úr stjórnkerfinu að áætlanir þýskra stjórnvalda gerðu ráð fyrir að virkni bóluefninsins frá AstraZeneca væri aðeins átta prósent meðal einstaklinga eldri en 65 ára, samanborið við 90 prósent virkni annarra bóluefna hjá sama hóp. Heilbrigðisráðuneytið þýska sendi hins vegar frá sér yfirlýsingu í dag þar sem sagði að svo virtist sem gögn hefðu misskilist; hlutfallið átta prósent væri í raun og veru hlutfall þátttakenda á umræddum aldri. Um átta prósent sjálfboðaliða í rannsóknum AstraZeneca hefðu verið á bilinu 56 til 69 ára og þrjú til fjögur prósent 70 ára og eldri. „Þetta þýðir ekki að [bóluefnið] virki aðeins hjá átta prósentum eldra fólks,“ sagði í yfirlýsingunni. Samkvæmt rannsóknargögnum sem lyfjafyrirtækið birti í desember er virkni bóluefnisins 70 prósent meðal fullorðinna. Um er að ræða afrakstur samstarfs AstraZeneca og Oxford-háskóla en talsmaður Boris Johnson, forsætisráðherra Bretlands, sagði í dag að samkvæmt ráðgjöfum stjórnvalda væri bóluefnið bæði „öruggt“ og „áhrifaríkt“. Samkvæmt erlendum miðlum hefur kastast í kekki milli Evrópusambandsins og AstraZeneca eftir að lyfjafyrirtækið greindi frá því að það myndi ekki geta afhent umsaminn fjölda skammta vegna framleiðsluvandamála. Evrópusambandið brást við með því að tilkynna að það kynni að hamla dreifingu bóluefnisins utan sambandsins. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Bólusetningar Þýskaland Evrópusambandið Tengdar fréttir Segja bóluefni AstraZeneca ekki virka fyrir 65 ára og eldri Bóluefni AstraZeneca er sagt ekki munu fá markaðsleyfi í Evrópu til bólusetningar þeirra sem eru 65 ára og eldri. Ástæðan mun vera sú að bóluefnið tryggi eldra fólki ekki næga vörn gegn sjúkdómnum. Þessum fullyrðingum neitar aftur á móti AstraZeneca. 25. janúar 2021 23:44 Mest lesið Þau þurfi að finna hvar þau eigi heima í veröldinni Innlent Ríkisstjórnin láti í sér heyra eftir mannskæðar árásir Innlent Leigubílamarkaðurinn sé eins og „villta vestrið“ Innlent Taldi mann kominn til landsins til að vinna henni mein Innlent Ljósmóðir ákærð fyrir að framkvæma þungunarrof í Texas Erlent Nafn mannsins sem lést í bílslysinu á Hrunavegi Innlent Sérsveitinni flogið til Bolungarvíkur Innlent Brynjólfur Bjarnason er látinn Innlent Geimfararnir snúa aftur eftir níu mánaða dvöl í geimnum Erlent Tveir bílar og hestakerra skullu saman við Selfoss Innlent Fleiri fréttir Samþykkti að hætta árásum á orkuinnviði Samþykktu breytingar á stjórnarskrá Þýskalands Síðasti flugmaðurinn úr orrustunni um Bretland er látinn Söguleg árás dróna og róbóta Þora ekki að snúa heim til Ítalíu með barn fætt af staðgöngumóður Segja sig frá jarðsprengjusáttmála vegna Rússagrýlunnar Þrír Danir látnir eftir flugslys í Sviss Dauða fiska og froðu rak á land í Ástralíu Lýsa yfir neyðarástandi vegna ofbeldisöldu í höfuðborg Perú Geimfararnir snúa aftur eftir níu mánaða dvöl í geimnum Ljósmóðir ákærð fyrir að framkvæma þungunarrof í Texas Yfir 235 létust í árásum Ísraels á Gasa í nótt Litháar saka rússnesku leyniþjónustuna um íkveikju í Ikea Unglingspiltur alvarlega særður eftir skotárás Harðlínumanni spáð sigri í fyrri umferð en ósigri í kosningum í Rúmeníu Sér ekkert vopnahlé í kortunum Rannsaka meintar mútugreiðslur kínversks tæknirisa á Evrópuþingi Ólíkar meiningar um valdsvið Trump og dómstóla Kalla eftir aðgerðum gegn síðu sem sýnir morð, sjálfsvíg og slys Trump og Pútín ræða „skiptingu eigna“ í Úkraínu Að minnsta kosti 37 látnir eftir ofsaveður Stefna á víðtækar ferðatakmarkanir Fimmtán í haldi vegna brunans Trump og Pútín muni ræða saman í vikunni „Yfirþyrmandi banvænt afl“ Bandaríkjanna varð fleiri leiðtogum Húta að bana Bannaði Trump að nota lög frá átjándu öld Kveikti í konu í lest „Þessi á drapst á einni nóttu“ Börn Hackmans ekki í erfðaskránni en erfa hann samt Rúmlega fimmtíu látnir eftir bruna á skemmtistað Sjá meira
Það voru þýsku fjölmiðlarnir Handelsblatt og Bild sem höfðu eftir heimildarmönnum innan úr stjórnkerfinu að áætlanir þýskra stjórnvalda gerðu ráð fyrir að virkni bóluefninsins frá AstraZeneca væri aðeins átta prósent meðal einstaklinga eldri en 65 ára, samanborið við 90 prósent virkni annarra bóluefna hjá sama hóp. Heilbrigðisráðuneytið þýska sendi hins vegar frá sér yfirlýsingu í dag þar sem sagði að svo virtist sem gögn hefðu misskilist; hlutfallið átta prósent væri í raun og veru hlutfall þátttakenda á umræddum aldri. Um átta prósent sjálfboðaliða í rannsóknum AstraZeneca hefðu verið á bilinu 56 til 69 ára og þrjú til fjögur prósent 70 ára og eldri. „Þetta þýðir ekki að [bóluefnið] virki aðeins hjá átta prósentum eldra fólks,“ sagði í yfirlýsingunni. Samkvæmt rannsóknargögnum sem lyfjafyrirtækið birti í desember er virkni bóluefnisins 70 prósent meðal fullorðinna. Um er að ræða afrakstur samstarfs AstraZeneca og Oxford-háskóla en talsmaður Boris Johnson, forsætisráðherra Bretlands, sagði í dag að samkvæmt ráðgjöfum stjórnvalda væri bóluefnið bæði „öruggt“ og „áhrifaríkt“. Samkvæmt erlendum miðlum hefur kastast í kekki milli Evrópusambandsins og AstraZeneca eftir að lyfjafyrirtækið greindi frá því að það myndi ekki geta afhent umsaminn fjölda skammta vegna framleiðsluvandamála. Evrópusambandið brást við með því að tilkynna að það kynni að hamla dreifingu bóluefnisins utan sambandsins.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Bólusetningar Þýskaland Evrópusambandið Tengdar fréttir Segja bóluefni AstraZeneca ekki virka fyrir 65 ára og eldri Bóluefni AstraZeneca er sagt ekki munu fá markaðsleyfi í Evrópu til bólusetningar þeirra sem eru 65 ára og eldri. Ástæðan mun vera sú að bóluefnið tryggi eldra fólki ekki næga vörn gegn sjúkdómnum. Þessum fullyrðingum neitar aftur á móti AstraZeneca. 25. janúar 2021 23:44 Mest lesið Þau þurfi að finna hvar þau eigi heima í veröldinni Innlent Ríkisstjórnin láti í sér heyra eftir mannskæðar árásir Innlent Leigubílamarkaðurinn sé eins og „villta vestrið“ Innlent Taldi mann kominn til landsins til að vinna henni mein Innlent Ljósmóðir ákærð fyrir að framkvæma þungunarrof í Texas Erlent Nafn mannsins sem lést í bílslysinu á Hrunavegi Innlent Sérsveitinni flogið til Bolungarvíkur Innlent Brynjólfur Bjarnason er látinn Innlent Geimfararnir snúa aftur eftir níu mánaða dvöl í geimnum Erlent Tveir bílar og hestakerra skullu saman við Selfoss Innlent Fleiri fréttir Samþykkti að hætta árásum á orkuinnviði Samþykktu breytingar á stjórnarskrá Þýskalands Síðasti flugmaðurinn úr orrustunni um Bretland er látinn Söguleg árás dróna og róbóta Þora ekki að snúa heim til Ítalíu með barn fætt af staðgöngumóður Segja sig frá jarðsprengjusáttmála vegna Rússagrýlunnar Þrír Danir látnir eftir flugslys í Sviss Dauða fiska og froðu rak á land í Ástralíu Lýsa yfir neyðarástandi vegna ofbeldisöldu í höfuðborg Perú Geimfararnir snúa aftur eftir níu mánaða dvöl í geimnum Ljósmóðir ákærð fyrir að framkvæma þungunarrof í Texas Yfir 235 létust í árásum Ísraels á Gasa í nótt Litháar saka rússnesku leyniþjónustuna um íkveikju í Ikea Unglingspiltur alvarlega særður eftir skotárás Harðlínumanni spáð sigri í fyrri umferð en ósigri í kosningum í Rúmeníu Sér ekkert vopnahlé í kortunum Rannsaka meintar mútugreiðslur kínversks tæknirisa á Evrópuþingi Ólíkar meiningar um valdsvið Trump og dómstóla Kalla eftir aðgerðum gegn síðu sem sýnir morð, sjálfsvíg og slys Trump og Pútín ræða „skiptingu eigna“ í Úkraínu Að minnsta kosti 37 látnir eftir ofsaveður Stefna á víðtækar ferðatakmarkanir Fimmtán í haldi vegna brunans Trump og Pútín muni ræða saman í vikunni „Yfirþyrmandi banvænt afl“ Bandaríkjanna varð fleiri leiðtogum Húta að bana Bannaði Trump að nota lög frá átjándu öld Kveikti í konu í lest „Þessi á drapst á einni nóttu“ Börn Hackmans ekki í erfðaskránni en erfa hann samt Rúmlega fimmtíu látnir eftir bruna á skemmtistað Sjá meira
Segja bóluefni AstraZeneca ekki virka fyrir 65 ára og eldri Bóluefni AstraZeneca er sagt ekki munu fá markaðsleyfi í Evrópu til bólusetningar þeirra sem eru 65 ára og eldri. Ástæðan mun vera sú að bóluefnið tryggi eldra fólki ekki næga vörn gegn sjúkdómnum. Þessum fullyrðingum neitar aftur á móti AstraZeneca. 25. janúar 2021 23:44