Uppfært: Bóluefni fyrir 35 þúsund manns væntanlegt fyrir lok mars Birgir Olgeirsson skrifar 26. janúar 2021 12:10 Svandís Svavarsdóttir heilbrigðisráðherra. Vísir/Vilhelm Ísland á von á bóluefni fyrir 33.500 manns í febrúar mánuði. Enn sé stefnt að því að þorri þjóðar verði bólusettur fyrir mitt ár, þó engu sé slegið á föstu. Búist er við að bóluefni við kórónuveirunni frá Astrazeneca fái markaðsleyfi frá Lyfjastofnun Evrópu á föstudag. Gangi það eftir fær Ísland 13.800 skammta frá framleiðandanum í febrúar. Ísland hefði átt að vera að fá nærri 75 þúsund skammta frá Astrazeneca en vandræði hafa orðið við framleiðslu bóluefnisins sem verður því þess valdandi að fyrsta afhending verður minni en áætlanir gerðu ráð fyrir. „Staðan núna varðandi febrúar er að við erum með 43 þúsund skammta frá Pfizer, 10 þúsund frá Moderna og tæplega 14 þúsund frá Astrazeneca. Í febrúar mánuði getum við bólusett 33.500 manns. Við höldum svo áfram þessari siglingu. Við komum til með að skiptast á með vonbrigði og væntingar næstu daga, vikur og mánuði. Ég held að það sé mikilvægast að halda ró sinni í gegnum þetta allt saman,“ segir Svandís Svavarsdóttir heilbrigðisráðherra. Bóluefnið sem um ræðir á að verða til þess að 33.500 manns munu ljúka bólusetningu við veirunni í febrúar, en til að svo sé þarf hver og einn að fá tvær sprautur með nokkurra vikna millibili. 4.789 Íslendingar hafa lokið bólusetningu við kórónuveirunni í dag. Yfirvöld höfðu væntingar um að ná að bólusetja þorra þjóðarinnar fyrir mitt ár. Ráðherra segir enn gert ráð fyrir því þrátt fyrir óvissu. „Við sjáum ekki í raun og veru afhendinguna mikið fram í tímann. Það er að segja hvernig þetta verður í mars, apríl og maí. En við gerum ráð fyrir og upplýsingarnar sem við höfum fengið óformlega gerir ráð fyrir hliðrun innan fyrsta ársfjórðungs þannig að það ætti að koma meira í mars. En ég vil engu slá á fast með það fyrr en ég hef séð tölur.“ Uppfært klukkan 16:50 Heilbrigðisráðherra flutti skýrslu um bóluefni á Alþingi í dag þar sem hún sagði von á þrjátíu þúsund skömmtum í febrúar, sem dugar fyrir fimmtán þúsund manns. Í lok mars sé svo búist við að búið verði að bólusetja 35 þúsund manns hér á landi. Iðunn Garðarsdóttir, aðstoðarmaður ráðherra, segir í samtali við fréttastofu að ráðherra hafi mismælt sig varðandi tölurnar sem hafðar voru eftir henni í viðtalinu hér að ofan. Bólusetningar Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Samþykktu aldrei að Sanna fengi oddvitasætið Innlent Minnir á hvernig Hitler komst til valda Innlent Þjóðverjar yfirgefa Grænland Erlent Rúmlega tuttugu látnir eftir árekstur tveggja hraðlesta Erlent Önnur stúlka með móður sinni þegar Högni var klófestur Innlent Boðar leiðtogaráðið á aukafund vegna hótana Trumps Erlent Fann kattarhræ í margnota poka úti í hrauni Innlent Ræddi við Trump: „Hlakka til að sjá hann“ Erlent Sala á grænlenskum á Íslandi nær tvöfaldast Innlent Sambandið aldrei verra: Ísland gæti bæst á listann Innlent Fleiri fréttir Fann kattarhræ í margnota poka úti í hrauni Samþykktu aldrei að Sanna fengi oddvitasætið Minnir á hvernig Hitler komst til valda VG og Sanna sameina krafta sína Sala á grænlenskum á Íslandi nær tvöfaldast Ekkert athugavert við fundinn og stjórnin starfshæf Stjórnvöld „í blindflugi“ í menntamálum í rúman áratug Haldið upp á 80 ára afmæli Hveragerðis allt afmælisárið Sambandið aldrei verra: Ísland gæti bæst á listann Dæmi um að nemendur hafi aldrei mætt í leikfimi Grænlandstollar vonbrigði og verðbólga spillir kjarasamningum Stöðugleikasamningarnir gætu sprungið strax í haust Heimsmálin, Grænland, menntun og fjölmiðlun á Sprengisandi Karólína Helga skákaði sitjandi oddvita í Hafnarfirði Ísland standi með Grænlandi og Danmörku Vonar að skólarnir verði frjálsir frá símum í haust Álagning aldrei hærri: Eldsneytisverð hefði átt að lækka enn frekar Líkir kærunni við „faglega aftöku“ „Vegferð ákæruvaldsins til skammar“ Menntamálaráðherra tekur yfir hjúkrunarheimilin Fjögur handtekin á Akureyri grunuð um innbrot Viðvarandi óvissuástand bitni á langtímaáætlunum fyrirtækja Einn endaði á hliðinni og þrjú klemmdust á milli Var í símanum við neyðarlínuna þegar ekið var aftan á hann Ákvörðunin á ábyrgð stjórnenda Icelandair en ekki flugmanna „Hef hvergi hallað réttu máli“ Önnur stúlka með móður sinni þegar Högni var klófestur Fá þau að vera aftur á lista með Hildi? Fimm bíla árekstur á Reykjanesbraut og tveir fluttir á slysadeild Eigum eftir að sjá hvort Guðbrandur bæti upp fyrir hegðun sína Sjá meira
Búist er við að bóluefni við kórónuveirunni frá Astrazeneca fái markaðsleyfi frá Lyfjastofnun Evrópu á föstudag. Gangi það eftir fær Ísland 13.800 skammta frá framleiðandanum í febrúar. Ísland hefði átt að vera að fá nærri 75 þúsund skammta frá Astrazeneca en vandræði hafa orðið við framleiðslu bóluefnisins sem verður því þess valdandi að fyrsta afhending verður minni en áætlanir gerðu ráð fyrir. „Staðan núna varðandi febrúar er að við erum með 43 þúsund skammta frá Pfizer, 10 þúsund frá Moderna og tæplega 14 þúsund frá Astrazeneca. Í febrúar mánuði getum við bólusett 33.500 manns. Við höldum svo áfram þessari siglingu. Við komum til með að skiptast á með vonbrigði og væntingar næstu daga, vikur og mánuði. Ég held að það sé mikilvægast að halda ró sinni í gegnum þetta allt saman,“ segir Svandís Svavarsdóttir heilbrigðisráðherra. Bóluefnið sem um ræðir á að verða til þess að 33.500 manns munu ljúka bólusetningu við veirunni í febrúar, en til að svo sé þarf hver og einn að fá tvær sprautur með nokkurra vikna millibili. 4.789 Íslendingar hafa lokið bólusetningu við kórónuveirunni í dag. Yfirvöld höfðu væntingar um að ná að bólusetja þorra þjóðarinnar fyrir mitt ár. Ráðherra segir enn gert ráð fyrir því þrátt fyrir óvissu. „Við sjáum ekki í raun og veru afhendinguna mikið fram í tímann. Það er að segja hvernig þetta verður í mars, apríl og maí. En við gerum ráð fyrir og upplýsingarnar sem við höfum fengið óformlega gerir ráð fyrir hliðrun innan fyrsta ársfjórðungs þannig að það ætti að koma meira í mars. En ég vil engu slá á fast með það fyrr en ég hef séð tölur.“ Uppfært klukkan 16:50 Heilbrigðisráðherra flutti skýrslu um bóluefni á Alþingi í dag þar sem hún sagði von á þrjátíu þúsund skömmtum í febrúar, sem dugar fyrir fimmtán þúsund manns. Í lok mars sé svo búist við að búið verði að bólusetja 35 þúsund manns hér á landi. Iðunn Garðarsdóttir, aðstoðarmaður ráðherra, segir í samtali við fréttastofu að ráðherra hafi mismælt sig varðandi tölurnar sem hafðar voru eftir henni í viðtalinu hér að ofan.
Bólusetningar Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Samþykktu aldrei að Sanna fengi oddvitasætið Innlent Minnir á hvernig Hitler komst til valda Innlent Þjóðverjar yfirgefa Grænland Erlent Rúmlega tuttugu látnir eftir árekstur tveggja hraðlesta Erlent Önnur stúlka með móður sinni þegar Högni var klófestur Innlent Boðar leiðtogaráðið á aukafund vegna hótana Trumps Erlent Fann kattarhræ í margnota poka úti í hrauni Innlent Ræddi við Trump: „Hlakka til að sjá hann“ Erlent Sala á grænlenskum á Íslandi nær tvöfaldast Innlent Sambandið aldrei verra: Ísland gæti bæst á listann Innlent Fleiri fréttir Fann kattarhræ í margnota poka úti í hrauni Samþykktu aldrei að Sanna fengi oddvitasætið Minnir á hvernig Hitler komst til valda VG og Sanna sameina krafta sína Sala á grænlenskum á Íslandi nær tvöfaldast Ekkert athugavert við fundinn og stjórnin starfshæf Stjórnvöld „í blindflugi“ í menntamálum í rúman áratug Haldið upp á 80 ára afmæli Hveragerðis allt afmælisárið Sambandið aldrei verra: Ísland gæti bæst á listann Dæmi um að nemendur hafi aldrei mætt í leikfimi Grænlandstollar vonbrigði og verðbólga spillir kjarasamningum Stöðugleikasamningarnir gætu sprungið strax í haust Heimsmálin, Grænland, menntun og fjölmiðlun á Sprengisandi Karólína Helga skákaði sitjandi oddvita í Hafnarfirði Ísland standi með Grænlandi og Danmörku Vonar að skólarnir verði frjálsir frá símum í haust Álagning aldrei hærri: Eldsneytisverð hefði átt að lækka enn frekar Líkir kærunni við „faglega aftöku“ „Vegferð ákæruvaldsins til skammar“ Menntamálaráðherra tekur yfir hjúkrunarheimilin Fjögur handtekin á Akureyri grunuð um innbrot Viðvarandi óvissuástand bitni á langtímaáætlunum fyrirtækja Einn endaði á hliðinni og þrjú klemmdust á milli Var í símanum við neyðarlínuna þegar ekið var aftan á hann Ákvörðunin á ábyrgð stjórnenda Icelandair en ekki flugmanna „Hef hvergi hallað réttu máli“ Önnur stúlka með móður sinni þegar Högni var klófestur Fá þau að vera aftur á lista með Hildi? Fimm bíla árekstur á Reykjanesbraut og tveir fluttir á slysadeild Eigum eftir að sjá hvort Guðbrandur bæti upp fyrir hegðun sína Sjá meira