Íhuga að banna útflutning á bóluefni til ríkja utan sambandsins Sylvía Hall skrifar 25. janúar 2021 20:14 Ursula von der Leyen, forseti framkvæmdastjórnar Evrópusambandsins. Thierry Monasse/Getty Evrópusambandið er sagt íhuga að banna útflutning á bóluefni til ríkja utan sambandsins eftir að AstraZeneca greindi frá töfum í framleiðslu á föstudag. Búist var við hundrað milljónum skammta til aðildarríkja á fyrsta ársfjórðungi, en útlit er fyrir að aðeins helmingur þess skili sér á þeim tíma. The Guardian greinir frá því að Evrópusambandið sé verulega ósátt við framferði AstraZeneca. Það telur útskýringarnar óásættanlegar og töfin hafi komið verulega á óvart. Magnið sé mun minna en afhendingaráætlun gerði ráð fyrir. Útlit er fyrir að Lyfjastofnun Evrópu veiti bóluefni AstraZeneca markaðsleyfi fyrir lok vikunnar, en í framhaldinu mun það fá leyfi Lyfjastofnunar Íslands. Greint var frá því fyrr í kvöld að von sé á 13.800 skömmtum af bóluefninu hingað til lands í febrúar ef Evrópuleyfið fæst á föstudag. Ursula von der Leyen, forseti framkvæmdastjórnar Evrópusambandsins, er sögð hafa talað við Pascal Soriot, forstjóra AstraZeneca, símleiðis og ítrekað að fyrirtækið ætti að uppfylla samningsbundnar skyldur sínar. Sambandið hefði tryggt sér skammta fyrir löngu og vildi treysta því að fyrra samkomulag stæðist. „Hún minnti Soriot á að Evrópusambandið hefði fjárfest umtalsvert í fyrirtækinu fyrirfram einmitt til þess að tryggja að framleiðslan sé klár, jafnvel þó bráðabirgðaleyfi sé ekki komið frá Lyfjastofnun Evrópu,“ sagði talsmaður von der Leyen. „Auðvitað geta vandamál komið upp í framleiðslu á þessu flókna bóluefni, en við búumst við því að fyrirtækið leiti lausna og kanni alla mögulega kosti til að afhenda þetta fljótlega.“ Bólusetningar Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Evrópusambandið Tengdar fréttir Útlit fyrir töf á afhendingu AstraZeneca innan Evrópusambandsins Færri skammtar af bóluefni AstraZeneca verða afhentir innan Evrópusambandsins næstu vikurnar en áætlanir gerðu ráð fyrir. Búist var við hundrað milljónum skammta á fyrsta ársfjórðungi, en samkvæmt Financial Times gætu þeir orðið færri en fjörutíu milljónir. 22. janúar 2021 23:15 Mest lesið Nafn mannsins sem lést í mótorhjólaslysinu Innlent Fimm handteknir eftir að skoti var hleypt af Innlent Þungt haldinn eftir árekstur á Hafnarfjarðarvegi Innlent „Kom hvergi nærri samræði hans við barnunga stúlkuna“ Innlent Alvarlega særður eftir hnífstunguárás Innlent Hótar að svipta Rosie O'Donnell ríkisborgararétti Erlent Þinglokasamningur í höfn Innlent Fjögur mál kláruð fyrir þingslit: „Skynsamleg lúkning sem forseti leggur til“ Innlent Minnisblað Flokks fólksins: „Við þurfum að fá svar við þessu“ Innlent Hríðskotabyssa í poka kom Íslendingi á lista CIA Innlent Fleiri fréttir Hótar að svipta Rosie O'Donnell ríkisborgararétti Fjórir látnir eftir gríðarstóra loftárás Slökkt á eldsneytisflæði rétt eftir flugtak og ruglingur milli flugmanna Indversk tenniskona skotin til bana af föður sínum við morgunverðarborðið Frakkar og Bretar ná saman um að skiptast á hælisleitendum Þriðjungur endurreisnarinnar gæti fallið á Rússa Liðsmenn Verkalýðsflokks Kúrda leggja niður vopn Fyrsta rafknúna flugvélin í dönsku innanlandsflugi Sex vikið úr starfi vegna banatilræðis gegn Trump Fannst lifandi inni í kistu tveimur dögum eftir að leit hófst Stúlkur látnar afklæðast til að athuga með blæðingar Kvarta yfir því að reykur frá Kanada sé að skemma sumarið Bandaríkjamenn refsa sendifulltrúa SÞ í málefnum Palestínumanna Tveir létust í loftárásum Rússa á Kænugarð í nótt Trump hrósaði forsetanum fyrir færni í eigin móðurmáli Bindur vonir við „einn inn, einn út“ áætlun í innflytjendamálum Vill hefna vinar síns Bolsonaro með 50 prósenta tollum á Brasilíu Þrír látnir og sextán saknað eftir árás á fraktskip Sigldi á ísjaka á fleygiferð og komst naumlega af Ljóstruðu upp um heimilisfang sænska forsætisráðherrans á Strava Þurfa ekki lengur að fara úr skónum í öryggiseftirlitinu Rússar gera umfangsmikla drónaárás á yfir 700 skotmörk Eyddu færslum spjallmennisins sem lofuðu Adolf Hitler 109 látnir og yfir 160 saknað Er Trump að gefast upp á Pútín? Aðeins eitt mál enn óleyst í vopnahlésviðræðum Öllu flugi til og frá næststærstu borg Frakklands aflýst Náðu myndum af gesti frá annarri stjörnu Harma dauða ráðherrans en tjá sig ekki um hann Sakfelldir fyrir að kveikja í iðnaðarhúsnæði fyrir Wagner-málaliða Sjá meira
The Guardian greinir frá því að Evrópusambandið sé verulega ósátt við framferði AstraZeneca. Það telur útskýringarnar óásættanlegar og töfin hafi komið verulega á óvart. Magnið sé mun minna en afhendingaráætlun gerði ráð fyrir. Útlit er fyrir að Lyfjastofnun Evrópu veiti bóluefni AstraZeneca markaðsleyfi fyrir lok vikunnar, en í framhaldinu mun það fá leyfi Lyfjastofnunar Íslands. Greint var frá því fyrr í kvöld að von sé á 13.800 skömmtum af bóluefninu hingað til lands í febrúar ef Evrópuleyfið fæst á föstudag. Ursula von der Leyen, forseti framkvæmdastjórnar Evrópusambandsins, er sögð hafa talað við Pascal Soriot, forstjóra AstraZeneca, símleiðis og ítrekað að fyrirtækið ætti að uppfylla samningsbundnar skyldur sínar. Sambandið hefði tryggt sér skammta fyrir löngu og vildi treysta því að fyrra samkomulag stæðist. „Hún minnti Soriot á að Evrópusambandið hefði fjárfest umtalsvert í fyrirtækinu fyrirfram einmitt til þess að tryggja að framleiðslan sé klár, jafnvel þó bráðabirgðaleyfi sé ekki komið frá Lyfjastofnun Evrópu,“ sagði talsmaður von der Leyen. „Auðvitað geta vandamál komið upp í framleiðslu á þessu flókna bóluefni, en við búumst við því að fyrirtækið leiti lausna og kanni alla mögulega kosti til að afhenda þetta fljótlega.“
Bólusetningar Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Evrópusambandið Tengdar fréttir Útlit fyrir töf á afhendingu AstraZeneca innan Evrópusambandsins Færri skammtar af bóluefni AstraZeneca verða afhentir innan Evrópusambandsins næstu vikurnar en áætlanir gerðu ráð fyrir. Búist var við hundrað milljónum skammta á fyrsta ársfjórðungi, en samkvæmt Financial Times gætu þeir orðið færri en fjörutíu milljónir. 22. janúar 2021 23:15 Mest lesið Nafn mannsins sem lést í mótorhjólaslysinu Innlent Fimm handteknir eftir að skoti var hleypt af Innlent Þungt haldinn eftir árekstur á Hafnarfjarðarvegi Innlent „Kom hvergi nærri samræði hans við barnunga stúlkuna“ Innlent Alvarlega særður eftir hnífstunguárás Innlent Hótar að svipta Rosie O'Donnell ríkisborgararétti Erlent Þinglokasamningur í höfn Innlent Fjögur mál kláruð fyrir þingslit: „Skynsamleg lúkning sem forseti leggur til“ Innlent Minnisblað Flokks fólksins: „Við þurfum að fá svar við þessu“ Innlent Hríðskotabyssa í poka kom Íslendingi á lista CIA Innlent Fleiri fréttir Hótar að svipta Rosie O'Donnell ríkisborgararétti Fjórir látnir eftir gríðarstóra loftárás Slökkt á eldsneytisflæði rétt eftir flugtak og ruglingur milli flugmanna Indversk tenniskona skotin til bana af föður sínum við morgunverðarborðið Frakkar og Bretar ná saman um að skiptast á hælisleitendum Þriðjungur endurreisnarinnar gæti fallið á Rússa Liðsmenn Verkalýðsflokks Kúrda leggja niður vopn Fyrsta rafknúna flugvélin í dönsku innanlandsflugi Sex vikið úr starfi vegna banatilræðis gegn Trump Fannst lifandi inni í kistu tveimur dögum eftir að leit hófst Stúlkur látnar afklæðast til að athuga með blæðingar Kvarta yfir því að reykur frá Kanada sé að skemma sumarið Bandaríkjamenn refsa sendifulltrúa SÞ í málefnum Palestínumanna Tveir létust í loftárásum Rússa á Kænugarð í nótt Trump hrósaði forsetanum fyrir færni í eigin móðurmáli Bindur vonir við „einn inn, einn út“ áætlun í innflytjendamálum Vill hefna vinar síns Bolsonaro með 50 prósenta tollum á Brasilíu Þrír látnir og sextán saknað eftir árás á fraktskip Sigldi á ísjaka á fleygiferð og komst naumlega af Ljóstruðu upp um heimilisfang sænska forsætisráðherrans á Strava Þurfa ekki lengur að fara úr skónum í öryggiseftirlitinu Rússar gera umfangsmikla drónaárás á yfir 700 skotmörk Eyddu færslum spjallmennisins sem lofuðu Adolf Hitler 109 látnir og yfir 160 saknað Er Trump að gefast upp á Pútín? Aðeins eitt mál enn óleyst í vopnahlésviðræðum Öllu flugi til og frá næststærstu borg Frakklands aflýst Náðu myndum af gesti frá annarri stjörnu Harma dauða ráðherrans en tjá sig ekki um hann Sakfelldir fyrir að kveikja í iðnaðarhúsnæði fyrir Wagner-málaliða Sjá meira
Útlit fyrir töf á afhendingu AstraZeneca innan Evrópusambandsins Færri skammtar af bóluefni AstraZeneca verða afhentir innan Evrópusambandsins næstu vikurnar en áætlanir gerðu ráð fyrir. Búist var við hundrað milljónum skammta á fyrsta ársfjórðungi, en samkvæmt Financial Times gætu þeir orðið færri en fjörutíu milljónir. 22. janúar 2021 23:15