„Ekkert endilega viss um að við eigum að flýta okkur mjög hratt núna í því að slaka mikið á“ Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 25. janúar 2021 09:33 Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir. Almannavarnir Þórólfur Guðnason, sóttvarnalæknir, hvetur fólk til að vera áfram duglegt að mæta í sýnatöku við minnstu einkenni en undanfarið hafi færri mætt í sýnatökur. Þá minnir Þórólfur á að núgildandi reglugerð um samkomutakmarkanir gildir til 17. febrúar. „Þannig að ég er ekkert endilega viss um að við eigum að flýta okkur mjög hratt núna í því að slaka mikið á. Það er verulega búið að slaka mikið á í skólum og annars staðar og bendi bara á það sem er að gerast í öðrum löndum, hvernig þetta hefur farið úr böndum víða. Þannig að við þurfum bara að fara varlega á meðan við erum að auka við bólusetninguna,“ sagði Þórólfur í Bítinu í morgun aðspurður hvort ekki mætti fara að losa aðeins um takmarkanir þar sem fáir hafa greinst innanlands undanfarna daga. Greint var frá því í Morgunblaðinu í dag dreifingarfyrirtækið Distica sé komið með áætlun um dreifingu bóluefnanna frá Pfizer og Moderna. Gert er ráð fyrir því að 15.500 skammtar berist hingað til lands mánaðarlega frá þessum framleiðendum. Þórólfur var spurður út í þetta og að þessi fjöldi myndi ekki duga til þess að bólusetja þjóðina benti hann á að inn í þá jöfnu vantaði bóluefni AstraZeneca og bóluefni Janssen. AstraZeneca myndi væntanlega fá sitt rekstrarleyfi í lok þessa mánaðar og þá yrði hægt að hefja dreifingu þess í febrúar. Þá væri einnig vonast til þess að Janssen fengi sitt rekstrarleyfi í febrúar. Alls er bólusetningu lokið hjá 4.546 manns hér á landi. Þórólfur sagði þetta viðunandi árangur miðað við það bóluefni sem við fáum. „Það eru bara aðrir í sömu sporum ef við berum okkur saman hvað er búið að bólusetja stórt hlutfall af þjóðinni miðað við Norðurlöndin og Evrópulöndin þá erum við bara á sama róli og jafnvel hærra en þeir, það eru allir að berjast við það sama að fá meira bóluefni. Ég hef líkt þessu við það að við erum með stóran skafl fyrir utan og við erum með litla barnaskóflu að reyna að moka okkur í gegn,“ sagði Þórólfur. Hlusta má á viðtalið við Þórólf í heild í spilaranum hér fyrir ofan. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Samkomubann á Íslandi Bítið Mest lesið Hyggjast reisa fjörutíu íbúðir í raðhúsum í Breiðholti Innlent Skipulagðir glæpahópar farnir að útvista ofbeldi Innlent Stöðvar framkvæmdir við nýja Kaffistofu Samhjálpar Innlent Íbúar grátandi og í miklu uppnámi yfir flutningi Kaffistofunnar Innlent „Annaðhvort þessir 28 liðir eða gífurlega erfiður vetur“ Erlent Skaut fimmtán skotum 25 sekúndum eftir að hann mætti Erlent Svona lítur friðaráætlun Bandaríkjamanna og Rússa út Erlent Flestir vilja að störf sérstaks saksóknara verði rannsökuð Innlent Stöðvuðu stækkun Sigöldustöðvar Innlent Sjálfa kom í bakið á þrautreyndum dópsala Innlent Fleiri fréttir Ungur drengur fékk púður úr flugeldi í augað Íbúar grátandi og í miklu uppnámi yfir flutningi Kaffistofunnar Viðreisn hafi tekið upp málflutning Miðflokksins Hernaðarstuðningur hækkar ekki og Rutte kunnugt um „íslenska öryggismódelið“ 80% nemenda á Laugarvatni eru í kór menntaskólans Ráðherra hvatti börn til þess að mótmæla bókstafakerfi Flestir vilja að störf sérstaks saksóknara verði rannsökuð Meira í varnarmál og heitar umræður í beinni Erlendum vasaþjófum vísað úr landi Stöðvuðu stækkun Sigöldustöðvar Kanna fýsileika landeldis á Bakka Hyggjast reisa fjörutíu íbúðir í raðhúsum í Breiðholti Vara við netsvikum í nafni Skattsins Tæp tvö ár fyrir smygl á tæpum tveimur kílóum af kókaíni Hafa áhyggjur af fjármögnun loftslagsaðgerða stjórnvalda Stöðvar framkvæmdir við nýja Kaffistofu Samhjálpar Öryrkjar fá nú síður gjafsókn Fjörðurinn orðinn tvöfalt stærri Sveinn Óskar leiðir listann áfram Foreldrar eigi líka að leggja símann frá sér Samgönguáætlun ekki afgreidd á haustþingi Spáir enn desembergosi Ný fjármögnunarleið að ryðja sér til rúms og friðaráætlun í Úkraínu gagnrýnd Margir skorað á Ingibjörgu í formanninn Játaði líkamsárás en sleppur í bili vegna tölvubréfs dómara Bílvelta og árekstur í hálkunni Vísbendingar um að færri unglingar drekki áfengi Ráðin bæjarritari í Hveragerði Vilja tryggja stöðu ungs fólks í prófkjöri Samfylkingarinnar Kanna hug Grindvíkinga til framtíðar í Grindavík Sjá meira
„Þannig að ég er ekkert endilega viss um að við eigum að flýta okkur mjög hratt núna í því að slaka mikið á. Það er verulega búið að slaka mikið á í skólum og annars staðar og bendi bara á það sem er að gerast í öðrum löndum, hvernig þetta hefur farið úr böndum víða. Þannig að við þurfum bara að fara varlega á meðan við erum að auka við bólusetninguna,“ sagði Þórólfur í Bítinu í morgun aðspurður hvort ekki mætti fara að losa aðeins um takmarkanir þar sem fáir hafa greinst innanlands undanfarna daga. Greint var frá því í Morgunblaðinu í dag dreifingarfyrirtækið Distica sé komið með áætlun um dreifingu bóluefnanna frá Pfizer og Moderna. Gert er ráð fyrir því að 15.500 skammtar berist hingað til lands mánaðarlega frá þessum framleiðendum. Þórólfur var spurður út í þetta og að þessi fjöldi myndi ekki duga til þess að bólusetja þjóðina benti hann á að inn í þá jöfnu vantaði bóluefni AstraZeneca og bóluefni Janssen. AstraZeneca myndi væntanlega fá sitt rekstrarleyfi í lok þessa mánaðar og þá yrði hægt að hefja dreifingu þess í febrúar. Þá væri einnig vonast til þess að Janssen fengi sitt rekstrarleyfi í febrúar. Alls er bólusetningu lokið hjá 4.546 manns hér á landi. Þórólfur sagði þetta viðunandi árangur miðað við það bóluefni sem við fáum. „Það eru bara aðrir í sömu sporum ef við berum okkur saman hvað er búið að bólusetja stórt hlutfall af þjóðinni miðað við Norðurlöndin og Evrópulöndin þá erum við bara á sama róli og jafnvel hærra en þeir, það eru allir að berjast við það sama að fá meira bóluefni. Ég hef líkt þessu við það að við erum með stóran skafl fyrir utan og við erum með litla barnaskóflu að reyna að moka okkur í gegn,“ sagði Þórólfur. Hlusta má á viðtalið við Þórólf í heild í spilaranum hér fyrir ofan.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Samkomubann á Íslandi Bítið Mest lesið Hyggjast reisa fjörutíu íbúðir í raðhúsum í Breiðholti Innlent Skipulagðir glæpahópar farnir að útvista ofbeldi Innlent Stöðvar framkvæmdir við nýja Kaffistofu Samhjálpar Innlent Íbúar grátandi og í miklu uppnámi yfir flutningi Kaffistofunnar Innlent „Annaðhvort þessir 28 liðir eða gífurlega erfiður vetur“ Erlent Skaut fimmtán skotum 25 sekúndum eftir að hann mætti Erlent Svona lítur friðaráætlun Bandaríkjamanna og Rússa út Erlent Flestir vilja að störf sérstaks saksóknara verði rannsökuð Innlent Stöðvuðu stækkun Sigöldustöðvar Innlent Sjálfa kom í bakið á þrautreyndum dópsala Innlent Fleiri fréttir Ungur drengur fékk púður úr flugeldi í augað Íbúar grátandi og í miklu uppnámi yfir flutningi Kaffistofunnar Viðreisn hafi tekið upp málflutning Miðflokksins Hernaðarstuðningur hækkar ekki og Rutte kunnugt um „íslenska öryggismódelið“ 80% nemenda á Laugarvatni eru í kór menntaskólans Ráðherra hvatti börn til þess að mótmæla bókstafakerfi Flestir vilja að störf sérstaks saksóknara verði rannsökuð Meira í varnarmál og heitar umræður í beinni Erlendum vasaþjófum vísað úr landi Stöðvuðu stækkun Sigöldustöðvar Kanna fýsileika landeldis á Bakka Hyggjast reisa fjörutíu íbúðir í raðhúsum í Breiðholti Vara við netsvikum í nafni Skattsins Tæp tvö ár fyrir smygl á tæpum tveimur kílóum af kókaíni Hafa áhyggjur af fjármögnun loftslagsaðgerða stjórnvalda Stöðvar framkvæmdir við nýja Kaffistofu Samhjálpar Öryrkjar fá nú síður gjafsókn Fjörðurinn orðinn tvöfalt stærri Sveinn Óskar leiðir listann áfram Foreldrar eigi líka að leggja símann frá sér Samgönguáætlun ekki afgreidd á haustþingi Spáir enn desembergosi Ný fjármögnunarleið að ryðja sér til rúms og friðaráætlun í Úkraínu gagnrýnd Margir skorað á Ingibjörgu í formanninn Játaði líkamsárás en sleppur í bili vegna tölvubréfs dómara Bílvelta og árekstur í hálkunni Vísbendingar um að færri unglingar drekki áfengi Ráðin bæjarritari í Hveragerði Vilja tryggja stöðu ungs fólks í prófkjöri Samfylkingarinnar Kanna hug Grindvíkinga til framtíðar í Grindavík Sjá meira