Leikurinn var mjög jafn framan af fyrri hálfleik og í raun enginn munur á liðunum enda staðan 11-11 þegar flautað var til loka fyrri hálfleiks. Það sama var upp á teningnum í upphafi síðari hálfleiks og raunar komust gestirnir í HK yfir þegar tæpar tíu mínútur voru liðnar af hálfleiknum.
Þá sögðu Haukastúlkur einfaldlega hingað og ekki lengra. Þær skoruðu næstu þrjú mörk leiksins og komust yfir 17-15. Þær gáfu þá forystu ekki af hendi og unnu á endanum sex marka sigur, lokatölur 27-21.
Sara Odden var markahæst í liði Hauka með sjö mörk. Annika Friðheim Petersen varði 14 skot í markinu. Hjá HK var Krístin Guðmundsdóttir markahæst með sex mörk.
Haukar fara þar með upp fyrir HK í töflunni en bæði lið voru með fjögur stig fyrir leik dagsins.