Guðmundur öskuillur í leikslok: „Niðrandi ummæli sem hafa farið illa í hópinn og mig“ Anton Ingi Leifsson skrifar 22. janúar 2021 20:02 Guðmundur hefur verið langt því frá ánægður með gagnrýni spekinga RÚV. epa/petr david josek Guðmundur Þórður Guðmundsson landsliðsþjálfari vandaði spekingum RÚV ekki kveðjurnar í viðtali eftir tapið nauma gegn Frökkum í milliriðli á HM í handbolta í dag. Guðmundur sagði gagnrýnina ekki faglega. Það var ljóst að Guðmundi var mikið niðri fyrir eftir leikinn en hann sendi sömu spekingum einmitt tóninn í gær, daginn fyrir leikinn mikilvæga gegn Frökkum í dag. Hann var þó ánægður með strákana í leik dagsins er hann ræddi við RÚV í leikslok. „Ég er ofboðslega stoltur af liðinu. Ég hef ekki oft gengið í gegnum svona mót á þennan hátt. Varnarleikurinn hefur verið stórkostlegur. Við höfum tapað þremur leikjum, með tveimur mörkum gegn mjög góðum liðum, en ég er mjög stoltur af liðinu,“ sagði Guðmundur. „Mér fannst við fara mjög vel í gegnum þennan leik. Bæði varnar- og sóknarlega. Varnarleikurinn var frábær. Það komu kaflar í fyrri hálfleik en löguðum það. Sóknarleikurinn var mjög góður. Ég var ánægður með hraðaupphlaupin. Það var dags skipunin svo ég var ánægður með það.“ Guðmundur beindi sér síðan að stöðunni á liðinu og þeim væntingum sem hefur verið á íslenska liðið til þessa. „Það er svo furðulegt að upplifa það að fara inn í stórmót og það vantar fyrir fram þrjá lykilleikmenn og raunverulega síðan fjóra í framhaldinu. Þetta er svipað og við værum með norska landsliðið án Sander Sagosen, án Christian O'Sullivan og án Harald Reinkind. Svo bætist enn einn miðjumaður við, þá er ég að tala um Hauk Þrastarson. Þannig förum við inn í mótið en okkur er alltaf ýtt inn í eitthvað hlutverk sem við erum ekki með akkúrat mannskapinn til, til að klára.“ Hann skaut föstum skotum að Arnari Péturssyni og Loga Geirssyni sem hafa verið sérfræðingar RÚV á mótinu. „Það er algjörlega óþolandi að heyra hvernig sérfræðingar RÚV eru að tjá sig um þetta á niðrandi hátt. Talandi um þetta eftir leikinn á móti Sviss að liðið sé ráðalaust. Þetta eru svo niðrandi ummæli og þetta hefur farið mjög illa í hópinn og mig hvernig þetta hefur verið. Mér finnst þetta ekki eiga rétt á sér. Við skulum aðeins skoða þetta. Staðreyndirnar eru þessar: Það vantar fjóra mjög mikilvæga pósta í liðið fyrirfram, vegna þess að Alexander er nánast kýldur út í leiknum á móti Portúgal.“ Hann sagði marga leikmenn unga og efnilega og það mætti gagnrýna liðið, en sú gagnrýni þyrfti að vera faglega. Honum hafi ekki fundist hún vera það til þessa. „Það eru þrír leikmenn í liðinu núna að spila sína fyrstu stórkeppni. Það eru þrír leikmenn í þessu liði sem voru í æfingabanni og gátu ekki spilað handbolta í þrjá mánuði. Við þessar aðstæður er ekki þetta einfalt verkefni að koma hingað og ætla sér eitthvað enn meira. Þetta eru bara staðreyndir á borðinu. Mér finnst að það þurfi að vera vitrænni umræða um þetta en ekki verið að tala í einhverjum fyrirsögnum endalaust. Það er algjörlega óásættanlegt. Það er allt í lagi að gagnrýna en hún þarf að vera fagleg og hún þarf að vera sanngjörn. Númer eitt, tvö og þrjú. Þá erum við alveg til í að ræða hlutina. Það hefur mér alls ekki fundist vera.“ Landsliðsþjálfarinn sagði að varnarleikurinn hafi verið mikið á milli tannanna á fólki en þessi sami varnarleikur hafi verið í þróun í þrjú ár og að Guðmundur hlusti ekki á svona blaður. „Og talandi um ýmsa hérna í mínu liði og veltandi sér upp úr því, það er bara það sem ég sætti mig ekki við. Ég bara verð að segja það að ég ótrúlega stoltur af þessu liði. Ég er ótrúlega stoltur af þessari frammistöðu og hvernig við erum að gera þetta. Það er búið að gagnrýna mig meðal annars af öðrum sérfræðingnum og Loga Geirssyni í þrjú ár fyrir þessa vörn. Ég er búinn að fá að heyra það að þessi vörn sé svona og hinsegin og við þurfum að gera eitthvað annað. Auðvitað hlusta ég ekki á svona blaður. Þessi vörn er búin að vera í þrjú ár í mótun og þannig er vinnan á bakvið þetta og það verða menn fara að skilja. Menn verða að koma og gagnrýna liðið af einhverri sanngirni og viti. Það hefur ekki verið staðan það sem af er þessu móti.“ Fréttin hefur verið uppfærð. HM 2021 í handbolta Tengdar fréttir Einkunnir á móti Frakklandi: Viggó bestur eftir stórbrotinn seinni hálfleik Íslensku strákarnir voru klárir í slaginn á móti sterku liði Frakka sem hefur enn ekki tapað á heimsmeistaramótinu til þessa. Endaspretturinn var ekki alveg nógu góður en margir í íslenska liðinu voru að spila vel í kvöld. 22. janúar 2021 19:43 „Þetta er grátlegt“ Ýmir Örn Gíslason og félagar í íslensku vörninni stóðu sig vel gegn Frökkum í kvöld og Ýmir segir einfaldlega grátlegt að frammistaða íslenska liðsins hafi ekki skilað sigri. 22. janúar 2021 19:16 „Of mikil virðing fyrir þessu franska liði“ „Dómgæslan í dag var skrýtin. Það var of mikil virðing fyrir þessu franska liði,“ sagði svekktur Sigvaldi Björn Guðjónsson eftir tapið gegn Frökkum á HM í handbolta í Egyptalandi. 22. janúar 2021 19:05 „Fannst vera lag að vinna þá og lækka aðeins hrokann í þeim“ Bjarki Már Elísson, markahæsti leikmaður Íslands í kvöld, var ansi svekktur með tapið gegn Frökkum á HM í Egyptalandi. 22. janúar 2021 19:03 Topparnir í tölfræðinni á móti Frakklandi: Magnaðir hálfleikir hjá tveimur mönnum Íslenska landsliðið bauð upp á miklu fleiri langskot og hraðaupphlaup á móti sterkum Frökkum en náði ekki að halda út á síðustu átján mínútum leiksins og varð að sætta sig við tap. 22. janúar 2021 19:03 Twitter eftir tapið gegn Frökkum: Gísli Hulkgeir og ömurleg dómgæsla Twitter var á fleygiferð, eins og vanalega, yfir leik Íslands og Frakklands á HM í Egyptalandi. Landinn tísti mikið yfir leiknum eins og vaninn er yfir landsleikjum Íslands. 22. janúar 2021 18:33 Umfjöllun: Ísland - Frakkland 26-28 | Naumt tap gegn sexföldum heimsmeisturum Ísland varð að lokum að sætta sig við naumt tap gegn sexföldum heimsmeisturum Frakka, 28-26. Þar með er vonin úti um að Ísland fari í 8-liða úrslit HM í handbolta í Egyptalandi. 22. janúar 2021 19:45 Mest lesið „Kemur pabba mínum ekki við hvar ég spila fótbolta“ Íslenski boltinn Samskiptin furðuleg og fólk tengt Gylfa við stýrið Íslenski boltinn Umdeild frammistaða Gylfa í kveðjuleiknum Íslenski boltinn Faðir Gylfa Þórs segir Börk hafa gert samkomulag við sig Íslenski boltinn Nýr lögfræðingur KSÍ á yfir fjögur hundruð leiki í meistaraflokki Íslenski boltinn Hlógu að Tiger: Eitt það vandræðalegasta á ferlinum Golf Arnór fái um hundrað og sextíu milljónir fyrir að skrifa nafn sitt Fótbolti KSÍ fær styrk á ný en HSÍ fær langmest Fótbolti Fékk beint rautt fyrir sprenghlægilegan fávitaskap Fótbolti Brotið bein og Albert gæti misst af Kósovó og Víkingi Fótbolti Fleiri fréttir Mögnuð Elín Klara þegar Haukar unnu Stjörnuna Elvar Örn öflugur og Melsungen áfram á toppnum Selfoss sá ekki til sólar á Hlíðarenda Íslendingalið Benfica og Gummersbach halda í vonina Þriðja landsliðskona liðsins orðin ófrísk Ýmir sneri aftur í góðum sigri Reynsluboltinn fann sér nýtt lið Gísli stórkostlegur í toppslagnum ÍBV vann Gróttu sem hefur beðið í 136 daga Óðinn Þór markahæstur að venju KA/Þór beint aftur upp í deild þeirra bestu Heimsmeistararnir gengu frá lærisveinum Guðjóns Vals „Vorum nokkurn veginn búnir að kortleggja þetta“ Uppgjörið: Haukar - Jeruzalem Ormoz 31-23 | Öruggt hjá Haukum gegn slöku slóvensku liði Valsmenn skoruðu 48 í Breiðholti Haukar töpuðu stórt í Tékklandi Framkonur stálheppnar að missa ekki sigurinn ÍR skellti í lás og fór upp fyrir Stjörnuna Sviptur HM vegna mistaka í lyfjaprófi Sigursteinn setti fjórtán ára son sinn inn á gólfið í Olís deildinni Fyrsti sigur FH-inga á árinu kom þeim í toppsætið Danir fela HM-styttuna Svaðilför og svik umboðsmanns: „Þeir eiginlega bara gengu fram af mér“ Orri Freyr fullkominn í Meistaradeildinni í kvöld Framarar á toppinn eftir sigur á Akureyri Aron sá eini sem spilaði í Íslendingaslag Keyptu stærstu stjörnu Noregs af Íslendingaliðinu Frábær útisigur Magdeburg í Pólland „Hefði verið algjörlega brjálaður ef dæminu hefði verið snúið við“ „Þetta var skrautlegur handboltaleikur“ Sjá meira
Það var ljóst að Guðmundi var mikið niðri fyrir eftir leikinn en hann sendi sömu spekingum einmitt tóninn í gær, daginn fyrir leikinn mikilvæga gegn Frökkum í dag. Hann var þó ánægður með strákana í leik dagsins er hann ræddi við RÚV í leikslok. „Ég er ofboðslega stoltur af liðinu. Ég hef ekki oft gengið í gegnum svona mót á þennan hátt. Varnarleikurinn hefur verið stórkostlegur. Við höfum tapað þremur leikjum, með tveimur mörkum gegn mjög góðum liðum, en ég er mjög stoltur af liðinu,“ sagði Guðmundur. „Mér fannst við fara mjög vel í gegnum þennan leik. Bæði varnar- og sóknarlega. Varnarleikurinn var frábær. Það komu kaflar í fyrri hálfleik en löguðum það. Sóknarleikurinn var mjög góður. Ég var ánægður með hraðaupphlaupin. Það var dags skipunin svo ég var ánægður með það.“ Guðmundur beindi sér síðan að stöðunni á liðinu og þeim væntingum sem hefur verið á íslenska liðið til þessa. „Það er svo furðulegt að upplifa það að fara inn í stórmót og það vantar fyrir fram þrjá lykilleikmenn og raunverulega síðan fjóra í framhaldinu. Þetta er svipað og við værum með norska landsliðið án Sander Sagosen, án Christian O'Sullivan og án Harald Reinkind. Svo bætist enn einn miðjumaður við, þá er ég að tala um Hauk Þrastarson. Þannig förum við inn í mótið en okkur er alltaf ýtt inn í eitthvað hlutverk sem við erum ekki með akkúrat mannskapinn til, til að klára.“ Hann skaut föstum skotum að Arnari Péturssyni og Loga Geirssyni sem hafa verið sérfræðingar RÚV á mótinu. „Það er algjörlega óþolandi að heyra hvernig sérfræðingar RÚV eru að tjá sig um þetta á niðrandi hátt. Talandi um þetta eftir leikinn á móti Sviss að liðið sé ráðalaust. Þetta eru svo niðrandi ummæli og þetta hefur farið mjög illa í hópinn og mig hvernig þetta hefur verið. Mér finnst þetta ekki eiga rétt á sér. Við skulum aðeins skoða þetta. Staðreyndirnar eru þessar: Það vantar fjóra mjög mikilvæga pósta í liðið fyrirfram, vegna þess að Alexander er nánast kýldur út í leiknum á móti Portúgal.“ Hann sagði marga leikmenn unga og efnilega og það mætti gagnrýna liðið, en sú gagnrýni þyrfti að vera faglega. Honum hafi ekki fundist hún vera það til þessa. „Það eru þrír leikmenn í liðinu núna að spila sína fyrstu stórkeppni. Það eru þrír leikmenn í þessu liði sem voru í æfingabanni og gátu ekki spilað handbolta í þrjá mánuði. Við þessar aðstæður er ekki þetta einfalt verkefni að koma hingað og ætla sér eitthvað enn meira. Þetta eru bara staðreyndir á borðinu. Mér finnst að það þurfi að vera vitrænni umræða um þetta en ekki verið að tala í einhverjum fyrirsögnum endalaust. Það er algjörlega óásættanlegt. Það er allt í lagi að gagnrýna en hún þarf að vera fagleg og hún þarf að vera sanngjörn. Númer eitt, tvö og þrjú. Þá erum við alveg til í að ræða hlutina. Það hefur mér alls ekki fundist vera.“ Landsliðsþjálfarinn sagði að varnarleikurinn hafi verið mikið á milli tannanna á fólki en þessi sami varnarleikur hafi verið í þróun í þrjú ár og að Guðmundur hlusti ekki á svona blaður. „Og talandi um ýmsa hérna í mínu liði og veltandi sér upp úr því, það er bara það sem ég sætti mig ekki við. Ég bara verð að segja það að ég ótrúlega stoltur af þessu liði. Ég er ótrúlega stoltur af þessari frammistöðu og hvernig við erum að gera þetta. Það er búið að gagnrýna mig meðal annars af öðrum sérfræðingnum og Loga Geirssyni í þrjú ár fyrir þessa vörn. Ég er búinn að fá að heyra það að þessi vörn sé svona og hinsegin og við þurfum að gera eitthvað annað. Auðvitað hlusta ég ekki á svona blaður. Þessi vörn er búin að vera í þrjú ár í mótun og þannig er vinnan á bakvið þetta og það verða menn fara að skilja. Menn verða að koma og gagnrýna liðið af einhverri sanngirni og viti. Það hefur ekki verið staðan það sem af er þessu móti.“ Fréttin hefur verið uppfærð.
HM 2021 í handbolta Tengdar fréttir Einkunnir á móti Frakklandi: Viggó bestur eftir stórbrotinn seinni hálfleik Íslensku strákarnir voru klárir í slaginn á móti sterku liði Frakka sem hefur enn ekki tapað á heimsmeistaramótinu til þessa. Endaspretturinn var ekki alveg nógu góður en margir í íslenska liðinu voru að spila vel í kvöld. 22. janúar 2021 19:43 „Þetta er grátlegt“ Ýmir Örn Gíslason og félagar í íslensku vörninni stóðu sig vel gegn Frökkum í kvöld og Ýmir segir einfaldlega grátlegt að frammistaða íslenska liðsins hafi ekki skilað sigri. 22. janúar 2021 19:16 „Of mikil virðing fyrir þessu franska liði“ „Dómgæslan í dag var skrýtin. Það var of mikil virðing fyrir þessu franska liði,“ sagði svekktur Sigvaldi Björn Guðjónsson eftir tapið gegn Frökkum á HM í handbolta í Egyptalandi. 22. janúar 2021 19:05 „Fannst vera lag að vinna þá og lækka aðeins hrokann í þeim“ Bjarki Már Elísson, markahæsti leikmaður Íslands í kvöld, var ansi svekktur með tapið gegn Frökkum á HM í Egyptalandi. 22. janúar 2021 19:03 Topparnir í tölfræðinni á móti Frakklandi: Magnaðir hálfleikir hjá tveimur mönnum Íslenska landsliðið bauð upp á miklu fleiri langskot og hraðaupphlaup á móti sterkum Frökkum en náði ekki að halda út á síðustu átján mínútum leiksins og varð að sætta sig við tap. 22. janúar 2021 19:03 Twitter eftir tapið gegn Frökkum: Gísli Hulkgeir og ömurleg dómgæsla Twitter var á fleygiferð, eins og vanalega, yfir leik Íslands og Frakklands á HM í Egyptalandi. Landinn tísti mikið yfir leiknum eins og vaninn er yfir landsleikjum Íslands. 22. janúar 2021 18:33 Umfjöllun: Ísland - Frakkland 26-28 | Naumt tap gegn sexföldum heimsmeisturum Ísland varð að lokum að sætta sig við naumt tap gegn sexföldum heimsmeisturum Frakka, 28-26. Þar með er vonin úti um að Ísland fari í 8-liða úrslit HM í handbolta í Egyptalandi. 22. janúar 2021 19:45 Mest lesið „Kemur pabba mínum ekki við hvar ég spila fótbolta“ Íslenski boltinn Samskiptin furðuleg og fólk tengt Gylfa við stýrið Íslenski boltinn Umdeild frammistaða Gylfa í kveðjuleiknum Íslenski boltinn Faðir Gylfa Þórs segir Börk hafa gert samkomulag við sig Íslenski boltinn Nýr lögfræðingur KSÍ á yfir fjögur hundruð leiki í meistaraflokki Íslenski boltinn Hlógu að Tiger: Eitt það vandræðalegasta á ferlinum Golf Arnór fái um hundrað og sextíu milljónir fyrir að skrifa nafn sitt Fótbolti KSÍ fær styrk á ný en HSÍ fær langmest Fótbolti Fékk beint rautt fyrir sprenghlægilegan fávitaskap Fótbolti Brotið bein og Albert gæti misst af Kósovó og Víkingi Fótbolti Fleiri fréttir Mögnuð Elín Klara þegar Haukar unnu Stjörnuna Elvar Örn öflugur og Melsungen áfram á toppnum Selfoss sá ekki til sólar á Hlíðarenda Íslendingalið Benfica og Gummersbach halda í vonina Þriðja landsliðskona liðsins orðin ófrísk Ýmir sneri aftur í góðum sigri Reynsluboltinn fann sér nýtt lið Gísli stórkostlegur í toppslagnum ÍBV vann Gróttu sem hefur beðið í 136 daga Óðinn Þór markahæstur að venju KA/Þór beint aftur upp í deild þeirra bestu Heimsmeistararnir gengu frá lærisveinum Guðjóns Vals „Vorum nokkurn veginn búnir að kortleggja þetta“ Uppgjörið: Haukar - Jeruzalem Ormoz 31-23 | Öruggt hjá Haukum gegn slöku slóvensku liði Valsmenn skoruðu 48 í Breiðholti Haukar töpuðu stórt í Tékklandi Framkonur stálheppnar að missa ekki sigurinn ÍR skellti í lás og fór upp fyrir Stjörnuna Sviptur HM vegna mistaka í lyfjaprófi Sigursteinn setti fjórtán ára son sinn inn á gólfið í Olís deildinni Fyrsti sigur FH-inga á árinu kom þeim í toppsætið Danir fela HM-styttuna Svaðilför og svik umboðsmanns: „Þeir eiginlega bara gengu fram af mér“ Orri Freyr fullkominn í Meistaradeildinni í kvöld Framarar á toppinn eftir sigur á Akureyri Aron sá eini sem spilaði í Íslendingaslag Keyptu stærstu stjörnu Noregs af Íslendingaliðinu Frábær útisigur Magdeburg í Pólland „Hefði verið algjörlega brjálaður ef dæminu hefði verið snúið við“ „Þetta var skrautlegur handboltaleikur“ Sjá meira
Einkunnir á móti Frakklandi: Viggó bestur eftir stórbrotinn seinni hálfleik Íslensku strákarnir voru klárir í slaginn á móti sterku liði Frakka sem hefur enn ekki tapað á heimsmeistaramótinu til þessa. Endaspretturinn var ekki alveg nógu góður en margir í íslenska liðinu voru að spila vel í kvöld. 22. janúar 2021 19:43
„Þetta er grátlegt“ Ýmir Örn Gíslason og félagar í íslensku vörninni stóðu sig vel gegn Frökkum í kvöld og Ýmir segir einfaldlega grátlegt að frammistaða íslenska liðsins hafi ekki skilað sigri. 22. janúar 2021 19:16
„Of mikil virðing fyrir þessu franska liði“ „Dómgæslan í dag var skrýtin. Það var of mikil virðing fyrir þessu franska liði,“ sagði svekktur Sigvaldi Björn Guðjónsson eftir tapið gegn Frökkum á HM í handbolta í Egyptalandi. 22. janúar 2021 19:05
„Fannst vera lag að vinna þá og lækka aðeins hrokann í þeim“ Bjarki Már Elísson, markahæsti leikmaður Íslands í kvöld, var ansi svekktur með tapið gegn Frökkum á HM í Egyptalandi. 22. janúar 2021 19:03
Topparnir í tölfræðinni á móti Frakklandi: Magnaðir hálfleikir hjá tveimur mönnum Íslenska landsliðið bauð upp á miklu fleiri langskot og hraðaupphlaup á móti sterkum Frökkum en náði ekki að halda út á síðustu átján mínútum leiksins og varð að sætta sig við tap. 22. janúar 2021 19:03
Twitter eftir tapið gegn Frökkum: Gísli Hulkgeir og ömurleg dómgæsla Twitter var á fleygiferð, eins og vanalega, yfir leik Íslands og Frakklands á HM í Egyptalandi. Landinn tísti mikið yfir leiknum eins og vaninn er yfir landsleikjum Íslands. 22. janúar 2021 18:33
Umfjöllun: Ísland - Frakkland 26-28 | Naumt tap gegn sexföldum heimsmeisturum Ísland varð að lokum að sætta sig við naumt tap gegn sexföldum heimsmeisturum Frakka, 28-26. Þar með er vonin úti um að Ísland fari í 8-liða úrslit HM í handbolta í Egyptalandi. 22. janúar 2021 19:45