Innlent

Tomasz og fjölskylda þakka þeim sem komu að slysinu

Hólmfríður Gísladóttir skrifar
Tomasz missti eiginkonu sína, Kamilu, í slysinu og soninn Mikolaj.
Tomasz missti eiginkonu sína, Kamilu, í slysinu og soninn Mikolaj.

Lögregla hefur komið á framfæri kæru þakklæti frá Tomasz Majewski og fjölskyldu hans til vegfarenda sem voru fyrstir á vettvang í Skötufirði á laugardag og til allra viðbragðsaðila auk starfsfólks Landspítalans.

Eiginkona Tomasz og sonur, Kamila og Mikolaj, létust í slysinu sem varð á veginum og þakkar fjölskyldan þann mikla samhug sem þau hafa fundið fyrir.

Lögreglan var beðin um að koma eftirfarandi kveðju á framfæri við þá vegfarendur sem komu fyrstir á vettvang, sem og...

Posted by Lögreglan á Vestfjörðum on Friday, January 22, 2021

Vegfarendur komu að bifreið fjölskyldunnar þar sem hún hafði farið af veginum og út í sjó og tókst að koma Kamilu og Mikolaj út. 

„Fyrstu tveir komu þarna að og vinna þarna þrekvirki. Svo kemur þriðji þarna að og fjórði og þetta fólk hefur allt staðið sig með miklum ágætum,“ sagði Hlynur Snorrason, yfirlögregluþjónn á Vestfjörðum um þátt vegfarenda.

Fjölskyldan hafði komið heim með flugi um nóttina og var á leið til Flateyrar í sóttkví. Þau voru flutt til Reykjavíkur með þyrlum Landhelgisgæslunnar.

Daginn eftir var greint frá því að konan hefði látist og hinn 19. janúar að drengurinn hefði fallið frá. Hann var á öðru ári.

Stofnaður hefur verið söfnunarreikningur fyrir Tomasz.

Stofnaður hef­ur verið so fn­un­ar­reikn­ing­ur fyrir Tomasz Majewski sem lenti i ho rmu­legu bi l­slysi þann 16....

Posted by Sunneva Sigurðardóttir on Tuesday, January 19, 2021



Fleiri fréttir

Sjá meira


×