Liverpool hefur ekki skorað deildarmark síðan Thiago kom aftur úr meiðslum Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 22. janúar 2021 09:21 Thiago Alcantara hefur fengið hrós fyrir frammistöðu sína í leikjum hans með Liverpool en hún er samt ekki að skila Liverpool liðinu mörkum. Getty/Andrew Powell Liverpool liðið hefur ekki skorað í meira en sjö klukkutíma í ensku úrvalsdeildinni og lærisveinar Jürgen Klopp eru enn markalausir á árinu 2021. Þegar eitt heitasta knattspyrnulið Englands snöggkólnar svona þá vakna auðvitað upp margar spurningar. Það er einkum eitt nafn sem er á milli tannanna á fólki. Heimsklassamiðjumaðurinn sem Liverpool fékk á útsöluverði í haust. Var Thiago Alcantara rétti maðurinn fyrir Liverpool liðið? Vissulega góður leikmaður en hentar hann leikstíl Jürgen Klopp? Tölurnar eru ekki alveg með spænska miðjumanninum á þessari leiktíð. Thiago Alcantara meiddist í fyrsta byrjunarliðsleik sínum í ensku úrvalsdeildinni sem var á móti Everton 17. október. Hann missti af næstu tíu deildarleikjum liðsins vegna þeirra hnémeiðsla. Liverpool had scored in every Premier League game this season until Thiago returned from injury. They haven't scored since. pic.twitter.com/GBrLaR2nLR— FootballFunnys (@FootballFunnnys) January 21, 2021 Thiago snéri aftur í leik á móti Newcastle 30. desember síðastliðinn. Hann spilaði sautján síðustu mínúturnar í markalausu jafntefli. Thiago Alcantara hefur síðan verið í byrjunarliðinu í þremur síðustu deildarleikjum Liverpool og uppskeran er eitt stig af níu mögulegum. Liverpool hafði skorað í öllum leikjum sínum á tímabilinu þegar Thiago Alcantara sneri aftur úr meiðslum en hefur ekki skorða eitt einasta mark síðan. Liverpool hefur alls spilað fjóra heila leiki í röð án þess að skora í ensku úrvalsdeildinni og það eru núna liðnar 438 leikmínútur síðan Sadio Mane skoraði á tólftu mínútu á móti West Bromwich Albion. 72 skottilraunir leikmanna Liverpool hafa ekki skilað einu einasta marki. Liverpool have now gone 438 minutes (7.3 hours) without scoring a Premier League goal.Their expected goals across their last four games (72 shots) alone is 5.63. pic.twitter.com/TgiEFMT6HS— Squawka Football (@Squawka) January 21, 2021 Nú er svo komið að það þarf að fara alla leið til ársins 2000 til að finna lengri tíma hjá Liverpool án marks í ensku úrvalsdeildinni. Í maí 2000 þá endaði Liverpool liðið tímabilið á því að skora ekki í síðustu fimm leikjum tímabilsins, gerði þá markalaus jafntefli við Everton og Southampton og tapaði fyrir Chelsea (0-2), Leicester (0-2) og Bradford City (0-1). Á þeim tíma var Jürgen Klopp enn að spila en hann lék þessa leiktíð 30 deildarleiki með Mainz 05 í þýsku b-deildinni og skoraði í þeim fjögur mörk. 4 - Liverpool have gone four league games without scoring for the first time since May 2000. Indeed, the Reds have had a total of 87 shots since Sadio Mané's 12th minute strike against West Brom. Inexplicable. pic.twitter.com/2kejqFiQRC— OptaJoe (@OptaJoe) January 21, 2021 Enski boltinn Mest lesið Eygló Fanndal fékk slæmar fréttir: „Hrædd við komandi mánuði“ Sport Tveir leikmenn gætu fengið 65 ára fangelsi Sport Vill halda Heimi og írska liðið lélegt Fótbolti Markvörður með skóflu á lofti í miðjum úrslitaleik Fótbolti Antonelli sló 18 ára gamalt stigamet Lewis Hamilton Formúla 1 Dagskráin í dag: Rólegheit eftir langa helgi Sport Tólf Íslandsmet féllu á Íslandsmótinu í sundi Sport Þrenna frá Lewandowski og Rashford í stuði Fótbolti Sjáðu mörkin og allt það helsta úr meistaraslagnum Fótbolti Markaregn í enska boltanum í dag Fótbolti Fleiri fréttir Fjögur mörk, varið víti og Villa upp í sjöunda sætið Öruggur sigur City Færðu auglýsingaskiltin til að trufla löng innköst Arsenal Sjáðu alla dramatíkina og mörkin í enska í gær Sanngjarn heimasigur Tveir í röð hjá West Ham og þægilegt hjá Everton Dramatík í uppbótartíma Amorim fannst vanta hugrekki til að klára leikinn Stefán Teitur og félagar upp í þriðja sætið Tvö mörk í uppbótartíma í ótrúlegum leik Boro bannar Edwards að stýra liðinu í dag Ósammála Wenger að Wirtz hafi skemmt miðju Liverpool „Allt sem er satt í dag gæti verið lygi eftir þrjár vikur“ Þakklátur Klopp fyrir ríginn: „Ég sakna hans“ Dæmdur sekur vegna sex viðbjóðslegra færslna Fantasýn: Er að hugsa um að taka fyrirliðabandið af Haaland Slot segir að Isak sé byrjaður aftur að æfa en bað um eitt Fantasýn: Sölvi Tryggva með leynivopn Fótboltaleikur í beinni á TikTok í fyrsta sinn Góður í að þekkja stórstjörnur sem börn Segir að Man United sé ekki að búa til Harlem Globetrotters-lið Spilaði meira en síðustu tvo mánuði til samans „Mér finnst þetta ekki leiðinlegur fótbolti“ Rooney að kenna að Liverpool er komið á sigurbrautina á ný? Fékk faðmlag frá konu Diogo Jota í miðju maraþoni Ógnaði leikmanni Tottenham með byssu út á götu David Beckham aðlaður: „Ég gæti ekki verið stoltari“ Viðtal Kjartans við Carrick: „Þolinmæðin minni og dómharkan meiri í hverri viku“ Sjáðu glæsilegan einleik Ndiayes og jöfnunarmarkið frá Xhaka Fannst Tottenham spila eins og fjórðu deildarlið gegn Chelsea Sjá meira
Þegar eitt heitasta knattspyrnulið Englands snöggkólnar svona þá vakna auðvitað upp margar spurningar. Það er einkum eitt nafn sem er á milli tannanna á fólki. Heimsklassamiðjumaðurinn sem Liverpool fékk á útsöluverði í haust. Var Thiago Alcantara rétti maðurinn fyrir Liverpool liðið? Vissulega góður leikmaður en hentar hann leikstíl Jürgen Klopp? Tölurnar eru ekki alveg með spænska miðjumanninum á þessari leiktíð. Thiago Alcantara meiddist í fyrsta byrjunarliðsleik sínum í ensku úrvalsdeildinni sem var á móti Everton 17. október. Hann missti af næstu tíu deildarleikjum liðsins vegna þeirra hnémeiðsla. Liverpool had scored in every Premier League game this season until Thiago returned from injury. They haven't scored since. pic.twitter.com/GBrLaR2nLR— FootballFunnys (@FootballFunnnys) January 21, 2021 Thiago snéri aftur í leik á móti Newcastle 30. desember síðastliðinn. Hann spilaði sautján síðustu mínúturnar í markalausu jafntefli. Thiago Alcantara hefur síðan verið í byrjunarliðinu í þremur síðustu deildarleikjum Liverpool og uppskeran er eitt stig af níu mögulegum. Liverpool hafði skorað í öllum leikjum sínum á tímabilinu þegar Thiago Alcantara sneri aftur úr meiðslum en hefur ekki skorða eitt einasta mark síðan. Liverpool hefur alls spilað fjóra heila leiki í röð án þess að skora í ensku úrvalsdeildinni og það eru núna liðnar 438 leikmínútur síðan Sadio Mane skoraði á tólftu mínútu á móti West Bromwich Albion. 72 skottilraunir leikmanna Liverpool hafa ekki skilað einu einasta marki. Liverpool have now gone 438 minutes (7.3 hours) without scoring a Premier League goal.Their expected goals across their last four games (72 shots) alone is 5.63. pic.twitter.com/TgiEFMT6HS— Squawka Football (@Squawka) January 21, 2021 Nú er svo komið að það þarf að fara alla leið til ársins 2000 til að finna lengri tíma hjá Liverpool án marks í ensku úrvalsdeildinni. Í maí 2000 þá endaði Liverpool liðið tímabilið á því að skora ekki í síðustu fimm leikjum tímabilsins, gerði þá markalaus jafntefli við Everton og Southampton og tapaði fyrir Chelsea (0-2), Leicester (0-2) og Bradford City (0-1). Á þeim tíma var Jürgen Klopp enn að spila en hann lék þessa leiktíð 30 deildarleiki með Mainz 05 í þýsku b-deildinni og skoraði í þeim fjögur mörk. 4 - Liverpool have gone four league games without scoring for the first time since May 2000. Indeed, the Reds have had a total of 87 shots since Sadio Mané's 12th minute strike against West Brom. Inexplicable. pic.twitter.com/2kejqFiQRC— OptaJoe (@OptaJoe) January 21, 2021
Enski boltinn Mest lesið Eygló Fanndal fékk slæmar fréttir: „Hrædd við komandi mánuði“ Sport Tveir leikmenn gætu fengið 65 ára fangelsi Sport Vill halda Heimi og írska liðið lélegt Fótbolti Markvörður með skóflu á lofti í miðjum úrslitaleik Fótbolti Antonelli sló 18 ára gamalt stigamet Lewis Hamilton Formúla 1 Dagskráin í dag: Rólegheit eftir langa helgi Sport Tólf Íslandsmet féllu á Íslandsmótinu í sundi Sport Þrenna frá Lewandowski og Rashford í stuði Fótbolti Sjáðu mörkin og allt það helsta úr meistaraslagnum Fótbolti Markaregn í enska boltanum í dag Fótbolti Fleiri fréttir Fjögur mörk, varið víti og Villa upp í sjöunda sætið Öruggur sigur City Færðu auglýsingaskiltin til að trufla löng innköst Arsenal Sjáðu alla dramatíkina og mörkin í enska í gær Sanngjarn heimasigur Tveir í röð hjá West Ham og þægilegt hjá Everton Dramatík í uppbótartíma Amorim fannst vanta hugrekki til að klára leikinn Stefán Teitur og félagar upp í þriðja sætið Tvö mörk í uppbótartíma í ótrúlegum leik Boro bannar Edwards að stýra liðinu í dag Ósammála Wenger að Wirtz hafi skemmt miðju Liverpool „Allt sem er satt í dag gæti verið lygi eftir þrjár vikur“ Þakklátur Klopp fyrir ríginn: „Ég sakna hans“ Dæmdur sekur vegna sex viðbjóðslegra færslna Fantasýn: Er að hugsa um að taka fyrirliðabandið af Haaland Slot segir að Isak sé byrjaður aftur að æfa en bað um eitt Fantasýn: Sölvi Tryggva með leynivopn Fótboltaleikur í beinni á TikTok í fyrsta sinn Góður í að þekkja stórstjörnur sem börn Segir að Man United sé ekki að búa til Harlem Globetrotters-lið Spilaði meira en síðustu tvo mánuði til samans „Mér finnst þetta ekki leiðinlegur fótbolti“ Rooney að kenna að Liverpool er komið á sigurbrautina á ný? Fékk faðmlag frá konu Diogo Jota í miðju maraþoni Ógnaði leikmanni Tottenham með byssu út á götu David Beckham aðlaður: „Ég gæti ekki verið stoltari“ Viðtal Kjartans við Carrick: „Þolinmæðin minni og dómharkan meiri í hverri viku“ Sjáðu glæsilegan einleik Ndiayes og jöfnunarmarkið frá Xhaka Fannst Tottenham spila eins og fjórðu deildarlið gegn Chelsea Sjá meira