„Kæmi á óvart ef önnur lið en Þór og ÍR yrðu í tveimur neðstu sætunum“ Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 22. janúar 2021 12:01 Róðurinn verður þungur fyrir ÍR. vísir/bára Erfitt er að ráða í hvað gerist í Olís-deild karla eftir að keppni þar hefst á ný eftir rúmlega þriggja mánaða hlé vegna kórónuveirufaraldursins. Þetta segir Theodór Ingi Pálmason, einn sérfræðinga Seinni bylgjunnar á Stöð 2 Sport. Þrír leikir fara fram á sunnudaginn en það eru fyrstu leikirnir í deildinni síðan 3. október. „Þetta verður mjög áhugavert. Hléið var lengra en sumarfríið er venjulega. Liðin eru núna búin að æfa í um mánuð sem er á mörkunum að vera nóg en rétt sleppur. Hugsanlega verður einhver losarabragur á þessu,“ sagði Theodór við Vísi. „Hann segir að þau lið og þeir leikmenn sem lögðu inn í bankann með því að æfa vel í hléinu muni eflaust uppskera þegar keppni hefst aftur. „Ég held að þeir leikmenn og þau lið sem hafa sinnt þessu almennilega og æft af krafti, mín tilfinning er að það sé mjög misjafnt, muni græða alveg helling á því, allavega til að byrja með,“ sagði Theodór. En venjulega leyfir maður nokkrum umferðum að klárast áður en maður dregur ályktanir. Mín tilfinning er að við séum aftur að fara í það ástand og það sé voðalega erfitt að byggja á þessum fjórum umferðum sem eru búnar.“ Magnús Óli Magnússon og félagar í Val þykja líklegir til afreka.vísir/Hulda Margrét Leikið verður mjög þétt það sem eftir lifir tímabils og Theodór segir að þau lið sem eru með breiðustu leikmannahópana muni græða á því, þá sérstaklega Valur. „Ég held að æfingamenningin hjá Val sé komin lengra en hjá öðrum liðum. Þeir munu græða á því en maður þarf bara að sjá hvernig þetta er. Ef allir hafa æft almennilega munar minna um það en þetta er á ábyrgð hvers og eins og sú ábyrgð er svolítið mikil. Til að byrja með munu liðin með breiðustu leikmannahópana græða á þessu. Það verður spilað rosalega þétt, og þéttar en flestir leikmenn í þessari deild eru vanir,“ sagði Theodór. Íslandsmeistarar Selfoss fengu góðan liðsstyrk um áramótin þegar hægri skyttan Ragnar Jóhannsson sneri aftur heim eftir dvöl hjá FH og svo nokkur ár í atvinnumennsku í Þýskalandi. Theodór lék með Ragnari hjá FH og segir að hann styrki lið Selfoss gríðarlega mikið. Ragnar Jóhannsson er kominn aftur á heimaslóðir á Selfossi.selfoss „Ragnar var nálægt landsliðinu á tíma og hefur staðið sig vel úti. Bæði var þetta veikleikastaða hjá Selfossi og hann er líka einn besti leikmaður deildarinnar. Hann er góður í vörn og sókn en mætti sjá línuna betur,“ sagði Theodór léttur en hann er greinilega ekki enn búinn að fyrirgefa Ragnari línusendingar sem aldrei bárust. Hvað fallbaráttuna varðar segir Theodór að þar muni Grótta, Þór og ÍR berjast, eins og búist var við fyrir tímabilið. Honum leist þó mun betur á Gróttu en hin liðin í fyrstu umferðunum. „Í fyrstu fjórum leikjunum fannst manni Grótta vera talsvert betri en Þór og ÍR,“ sagði Theodór. „Það kæmi mér á óvart ef það yrðu önnur lið en Þór og ÍR í neðstu tveimur sætunum.“ Olísdeildirnar í handbolta eru á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Olísdeildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur. Olís-deild karla Mest lesið 32 ára lögreglukona átti sögulegan klukkutíma Sport „Eins og Ísland en bara enn betra“ Fótbolti Jack Nicklaus fær sex milljarða í meiðyrðamáli Golf Dæmdur úr leik á grátlegan hátt á HM í bakgarði Sport Hrósaði unga Íslendingnum: „Gæti orðið okkar jóker“ Fótbolti Albert valdi leikmenn Man. United sem hann þolir ekki Enski boltinn Sigurbjörn gæti snúið aftur til starfa: „Það kemur bara í ljós á næstu dögum“ Sport „Veistu hvað leikmaðurinn sagði við mig?“ Íslenski boltinn Rýndu í lið Bjarna og Guðlaugs: „Eins og í formannsslagnum um árið“ Enski boltinn Breyta reglum eftir brellu Stjörnunnar Körfubolti Fleiri fréttir Hjartavandamál halda Reyni frá keppni Stórar breytingar á Evrópukeppnum í handbolta Framarar töpuðu aftur á heimavelli í Evrópudeildinni Magdeburg komst örugglega áfram í sextán liða úrslitin Íslensku strákarnir áberandi í Evrópudeildinni „Stærri og sterkari en liðin sem við þekkjum hérna heima“ Viktor til liðs við frænda sinn og bróður Uppgjörið: Portúgal - Ísland 26-25 | Annar eltingaleikur íslenska liðsins endar með öðru tapi Kom að fjórtán mörkum í stórsigri á Leipzig Unnu seinni leikinn en eru úr leik „Langar að segja að ég hafi aldrei verið hrædd en var það allan tímann“ Viggó markahæstur í góðum sigri Erlangen Eins marks sigur Eyjamanna í Mosfellsbænum Donni með skotsýningu Átta marka tap FH í Tyrklandi Fækkar í starfsteyminu vegna fjárhagskragga Framarar enduðu langa taphrinu með sannfærandi sigri Gott kvöld fyrir Stiven og félaga Þrír markverðir valdir en enginn Bjarki Már Haukar einir á toppnum og HK á hraðri leið upp töfluna Tíu marka kvöld hjá Orra í Meistaradeildinni KA-menn fögnuðu fjórða sigrinum í röð og nú á móti Val Ekki góð ferð til Lemgo hjá Hauki og félögum Meira harpix á milli Íslands, Færeyja og Grænlands Gæti misst af HM ef hún fær ekki vegabréf fyrir nýfædda dóttur sína Fórnaði frægasta hári handboltans Portúgalarnir í skýjunum yfir gestrisni Framara Hafa unnið 31 af síðustu 33 leikjum í deild og Meistaradeild „Mér finnst þetta bara ömurlegt“ Varnaræfingar bitnuðu á sóknarleiknum Sjá meira
„Þetta verður mjög áhugavert. Hléið var lengra en sumarfríið er venjulega. Liðin eru núna búin að æfa í um mánuð sem er á mörkunum að vera nóg en rétt sleppur. Hugsanlega verður einhver losarabragur á þessu,“ sagði Theodór við Vísi. „Hann segir að þau lið og þeir leikmenn sem lögðu inn í bankann með því að æfa vel í hléinu muni eflaust uppskera þegar keppni hefst aftur. „Ég held að þeir leikmenn og þau lið sem hafa sinnt þessu almennilega og æft af krafti, mín tilfinning er að það sé mjög misjafnt, muni græða alveg helling á því, allavega til að byrja með,“ sagði Theodór. En venjulega leyfir maður nokkrum umferðum að klárast áður en maður dregur ályktanir. Mín tilfinning er að við séum aftur að fara í það ástand og það sé voðalega erfitt að byggja á þessum fjórum umferðum sem eru búnar.“ Magnús Óli Magnússon og félagar í Val þykja líklegir til afreka.vísir/Hulda Margrét Leikið verður mjög þétt það sem eftir lifir tímabils og Theodór segir að þau lið sem eru með breiðustu leikmannahópana muni græða á því, þá sérstaklega Valur. „Ég held að æfingamenningin hjá Val sé komin lengra en hjá öðrum liðum. Þeir munu græða á því en maður þarf bara að sjá hvernig þetta er. Ef allir hafa æft almennilega munar minna um það en þetta er á ábyrgð hvers og eins og sú ábyrgð er svolítið mikil. Til að byrja með munu liðin með breiðustu leikmannahópana græða á þessu. Það verður spilað rosalega þétt, og þéttar en flestir leikmenn í þessari deild eru vanir,“ sagði Theodór. Íslandsmeistarar Selfoss fengu góðan liðsstyrk um áramótin þegar hægri skyttan Ragnar Jóhannsson sneri aftur heim eftir dvöl hjá FH og svo nokkur ár í atvinnumennsku í Þýskalandi. Theodór lék með Ragnari hjá FH og segir að hann styrki lið Selfoss gríðarlega mikið. Ragnar Jóhannsson er kominn aftur á heimaslóðir á Selfossi.selfoss „Ragnar var nálægt landsliðinu á tíma og hefur staðið sig vel úti. Bæði var þetta veikleikastaða hjá Selfossi og hann er líka einn besti leikmaður deildarinnar. Hann er góður í vörn og sókn en mætti sjá línuna betur,“ sagði Theodór léttur en hann er greinilega ekki enn búinn að fyrirgefa Ragnari línusendingar sem aldrei bárust. Hvað fallbaráttuna varðar segir Theodór að þar muni Grótta, Þór og ÍR berjast, eins og búist var við fyrir tímabilið. Honum leist þó mun betur á Gróttu en hin liðin í fyrstu umferðunum. „Í fyrstu fjórum leikjunum fannst manni Grótta vera talsvert betri en Þór og ÍR,“ sagði Theodór. „Það kæmi mér á óvart ef það yrðu önnur lið en Þór og ÍR í neðstu tveimur sætunum.“ Olísdeildirnar í handbolta eru á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Olísdeildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur.
Olísdeildirnar í handbolta eru á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Olísdeildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur.
Olís-deild karla Mest lesið 32 ára lögreglukona átti sögulegan klukkutíma Sport „Eins og Ísland en bara enn betra“ Fótbolti Jack Nicklaus fær sex milljarða í meiðyrðamáli Golf Dæmdur úr leik á grátlegan hátt á HM í bakgarði Sport Hrósaði unga Íslendingnum: „Gæti orðið okkar jóker“ Fótbolti Albert valdi leikmenn Man. United sem hann þolir ekki Enski boltinn Sigurbjörn gæti snúið aftur til starfa: „Það kemur bara í ljós á næstu dögum“ Sport „Veistu hvað leikmaðurinn sagði við mig?“ Íslenski boltinn Rýndu í lið Bjarna og Guðlaugs: „Eins og í formannsslagnum um árið“ Enski boltinn Breyta reglum eftir brellu Stjörnunnar Körfubolti Fleiri fréttir Hjartavandamál halda Reyni frá keppni Stórar breytingar á Evrópukeppnum í handbolta Framarar töpuðu aftur á heimavelli í Evrópudeildinni Magdeburg komst örugglega áfram í sextán liða úrslitin Íslensku strákarnir áberandi í Evrópudeildinni „Stærri og sterkari en liðin sem við þekkjum hérna heima“ Viktor til liðs við frænda sinn og bróður Uppgjörið: Portúgal - Ísland 26-25 | Annar eltingaleikur íslenska liðsins endar með öðru tapi Kom að fjórtán mörkum í stórsigri á Leipzig Unnu seinni leikinn en eru úr leik „Langar að segja að ég hafi aldrei verið hrædd en var það allan tímann“ Viggó markahæstur í góðum sigri Erlangen Eins marks sigur Eyjamanna í Mosfellsbænum Donni með skotsýningu Átta marka tap FH í Tyrklandi Fækkar í starfsteyminu vegna fjárhagskragga Framarar enduðu langa taphrinu með sannfærandi sigri Gott kvöld fyrir Stiven og félaga Þrír markverðir valdir en enginn Bjarki Már Haukar einir á toppnum og HK á hraðri leið upp töfluna Tíu marka kvöld hjá Orra í Meistaradeildinni KA-menn fögnuðu fjórða sigrinum í röð og nú á móti Val Ekki góð ferð til Lemgo hjá Hauki og félögum Meira harpix á milli Íslands, Færeyja og Grænlands Gæti misst af HM ef hún fær ekki vegabréf fyrir nýfædda dóttur sína Fórnaði frægasta hári handboltans Portúgalarnir í skýjunum yfir gestrisni Framara Hafa unnið 31 af síðustu 33 leikjum í deild og Meistaradeild „Mér finnst þetta bara ömurlegt“ Varnaræfingar bitnuðu á sóknarleiknum Sjá meira