Hætti hjá Fjölni eftir að þjálfarinn sagði henni að halda kjafti Sindri Sverrisson skrifar 21. janúar 2021 12:00 Halldór Karl Þórson ræðir við leikmenn í leiknum örlagaríka gegn Haukum. Ariana Moorer situr á stól sem dreginn hefur verið fjær þjálfaranum. Facebook/@fjolnirkarfa Leiðir skildi með Fjölni og bandarísku körfuknattleikskonunni Ariönu Moorer á dögunum eftir deilur sem náðu hámarki þegar að þjálfari Fjölnis, Halldór Karl Þórsson, sagði henni að „halda kjafti“ í fyrsta leik liðsins á árinu. Fjölnir mætti Haukum á heimavelli 13. janúar í fyrsta leik eftir hléið langa í Dominos-deildinni vegna kórónuveirufaraldursins. Moorer strunsaði inn í klefa í miðjum þriðja leikhluta eftir að þeim Halldóri Karli sinnaðist, en staðan var þá 37-31 Haukum í vil. Haukar unnu svo leikinn 70-54. Halldór Karl segir í viðtali við Karfan.is að þó að Moorer sé „algjörlega toppstelpa“ þá hafi andrúmsloftið verið orðið þungt í kringum hana. Aðdragandinn að því að hann lét hin þungu orð falla hafi verið langur: „Hápunkturinn á þessu veseni, ef svo má kalla, var í leik hérna. Okkar „gameplan“ var lagt upp og hún, eða ekki bara hún heldur allir, voru ekki að fylgja því. Svo kom „moment“ þarna þar sem öll virðing [Moorer] fyrir leiknum, dómurum, mér og liðsfélögum var farin,“ sagði Halldór Karl við Karfan.is. Talaði um að liðsfélagarnir væru latir „Hún var að tala um að liðsfélagarnir væru orðnir eitthvað latir og hún þyrfti að ná í boltann. Ég ætlaði að reyna að tala við hana og hún gaf mér ekki kost á því, og þá átti ég þessi orð að hún ætti að halda kjafti, eða á ensku „shut the fuck up“. Auðvitað segi ég það náttúrulega ekki í daglegum samskiptum við fólk en í hita leiksins þá kom þetta út. Ég þarf að hafa ákveðna línu sem má ekki fara yfir og hún fór dálítið yfir hana,“ sagði Halldór Karl og bætti við: „Hún brást mjög illa við, fór héðan út og skildi liðið sitt eftir, sem við vorum ekki mjög sátt með. Hún vildi svo ekki ræða þetta á neinn hátt og þá var ekki hægt að halda áfram. Það er bara svoleiðis og ég óska Ari alls hins besta.“ „Eitthvað sem ætti ekki að segja við leikmann“ Þetta sagði Halldór Karl í viðtali í gærkvöld en fyrr í gær birtist viðtal við Moorer á Karfan.is þar sem hún sagði sína hlið á málinu: „Ég var á bekknum og ég gat séð að Halldór var æstur, sem var skiljanlegt því við vorum að tapa. Hann gengur að mér og segir „með tvo leikmenn á þér ættir þú að geta náð boltanum“. Ég benti á að við værum með fleiri bakverði sem gætu hjálpað, og þetta voru bara svona eðlilegar samræður,“ sagði Moorer þegar hún rifjaði upp atvikið sem gerði útslagið varðandi framtíð hennar hjá Fjölni. Hún vildi ekki fara út í hvað Halldór Karl hefði nákvæmlega sagt: „Það sem hann sagði er eitthvað sem ætti ekki að segja við leikmann. Þetta var ástæðulaust. Við vorum bara að tala saman, ekkert rifrildi. Ég veit að ég gerði rétt með því að fara inn í búningsklefa því að þetta gerði mig reiða, en ég er fagmaður og það hefði ekki verið rétt að svara honum í sömu mynt ef við vorum bæði orðin reið. Ég fór því úr þessum aðstæðum sem ég tel að hafi verið hárrétt,“ sagði Moorer. Moorer, sem varð Íslandsmeistari með Keflavík fyrir fjórum árum, er nú í leit að nýju félagi. „Með því að halda áfram hjá félaginu hefði ég opnað á þann möguleika að þetta gæti gerst aftur,“ sagði hún við Karfan.is. Dominos-deild kvenna Fjölnir Mest lesið Vonast til að komast í Kórinn: „Menn hafa aldrei séð annað eins“ Fótbolti Fær þrjár milljónir á dag næstu sex árin fyrir að gera ekkert Sport Stöðufundur í Laugardal klukkan 10:30 Fótbolti Elsta konan til klára Járnkarlinn Sport Enska úrvalsdeildin í jólaköttinn Enski boltinn Nýi íþróttastjóri Kjartans stal mörgæs og endaði í fangelsi í Singapúr Fótbolti Markvörður Inter banaði háöldruðum manni í hjólastól Sport Brendan Rodgers sagði starfinu sínu lausu eftir ásakanir Fótbolti Tyrkneska sambandið segir dómara hafa veðjað á þúsundir leikja Fótbolti Einkaviðtal við Carrick: „Hálfgerð tískubylgja sem einkennir fótboltann í dag“ Enski boltinn Fleiri fréttir Stólarnir ekki í vandræðum á Egilsstöðum Enginn Lakers-maður hafði náð þessu í meira en 52 ár Veðmál rædd í Körfuboltakvöldi: „Bara ævintýralega heimskulegt“ Kvöddu húsið og Nablinn klifraði í kveðjuskyni Martin naut sín í fræknum sigri á meisturum Bayern Tryggvi lykilmaður í sigri Bilbao Elvar skoraði tólf í naumu tapi Tilþrifin: Varin skot og ótrúlegar körfur Valsmanna Þriðja tapið í röð hjá Jóni og félögum Fáránlegt eða klókt hjá Kristófer? „Ef það má þá gerir fólk það“ Brassi tekur við af Billups „Það er æðislegt að kveðja húsið svona“ Uppgjörið: ÍA - Álftanes 76-74 | ÍA kvaddi Vesturgötuna með stæl Uppgjörið: Stjarnan - ÍR 91-93 | ÍR skellti meisturunum „Ekki æskilegt og ekki það sem körfuboltinn vill standa fyrir“ Nær fimmtán árum og ætlar með Ísland á HM Stjórnarmaður KKÍ auglýsir ólöglega veðmálastarfsemi Handtökur í NBA: Lak upplýsingum um meiðsli James og bað um bita af kökunni Mál Kristófers enn til skoðunar og fleiri komin á borð KKÍ Uppgjörið: Ármann-Keflavík 94-107 | Öruggt hjá Keflvíkingum Daníel: Ég fór í smá ævintýra starfsemi Uppgjörið: Þór Þ. - Valur 117-119 | Vals sigur eftir tvær framlengingar Uppgjörið: Njarðvík-Tindastóll 98-90 | Njarðvíkingar skelltu Stólunum Átti sumar engu öðru líkt „Ég held að bæði lið séu ekkert himinlifandi með sína frammistöðu“ Uppgjörið: Grindavík-KR 78-77 | Arnór Tristan með sigurkörfuna Þjálfari og leikmaður í NBA handteknir Sá eftirsóttasti treystir bara á pabba gamla Þrenna Maddie Sutton dugði ekki á Hlíðarenda Elvar tapaði á grátlegan hátt á móti gömlu félögunum Sjá meira
Fjölnir mætti Haukum á heimavelli 13. janúar í fyrsta leik eftir hléið langa í Dominos-deildinni vegna kórónuveirufaraldursins. Moorer strunsaði inn í klefa í miðjum þriðja leikhluta eftir að þeim Halldóri Karli sinnaðist, en staðan var þá 37-31 Haukum í vil. Haukar unnu svo leikinn 70-54. Halldór Karl segir í viðtali við Karfan.is að þó að Moorer sé „algjörlega toppstelpa“ þá hafi andrúmsloftið verið orðið þungt í kringum hana. Aðdragandinn að því að hann lét hin þungu orð falla hafi verið langur: „Hápunkturinn á þessu veseni, ef svo má kalla, var í leik hérna. Okkar „gameplan“ var lagt upp og hún, eða ekki bara hún heldur allir, voru ekki að fylgja því. Svo kom „moment“ þarna þar sem öll virðing [Moorer] fyrir leiknum, dómurum, mér og liðsfélögum var farin,“ sagði Halldór Karl við Karfan.is. Talaði um að liðsfélagarnir væru latir „Hún var að tala um að liðsfélagarnir væru orðnir eitthvað latir og hún þyrfti að ná í boltann. Ég ætlaði að reyna að tala við hana og hún gaf mér ekki kost á því, og þá átti ég þessi orð að hún ætti að halda kjafti, eða á ensku „shut the fuck up“. Auðvitað segi ég það náttúrulega ekki í daglegum samskiptum við fólk en í hita leiksins þá kom þetta út. Ég þarf að hafa ákveðna línu sem má ekki fara yfir og hún fór dálítið yfir hana,“ sagði Halldór Karl og bætti við: „Hún brást mjög illa við, fór héðan út og skildi liðið sitt eftir, sem við vorum ekki mjög sátt með. Hún vildi svo ekki ræða þetta á neinn hátt og þá var ekki hægt að halda áfram. Það er bara svoleiðis og ég óska Ari alls hins besta.“ „Eitthvað sem ætti ekki að segja við leikmann“ Þetta sagði Halldór Karl í viðtali í gærkvöld en fyrr í gær birtist viðtal við Moorer á Karfan.is þar sem hún sagði sína hlið á málinu: „Ég var á bekknum og ég gat séð að Halldór var æstur, sem var skiljanlegt því við vorum að tapa. Hann gengur að mér og segir „með tvo leikmenn á þér ættir þú að geta náð boltanum“. Ég benti á að við værum með fleiri bakverði sem gætu hjálpað, og þetta voru bara svona eðlilegar samræður,“ sagði Moorer þegar hún rifjaði upp atvikið sem gerði útslagið varðandi framtíð hennar hjá Fjölni. Hún vildi ekki fara út í hvað Halldór Karl hefði nákvæmlega sagt: „Það sem hann sagði er eitthvað sem ætti ekki að segja við leikmann. Þetta var ástæðulaust. Við vorum bara að tala saman, ekkert rifrildi. Ég veit að ég gerði rétt með því að fara inn í búningsklefa því að þetta gerði mig reiða, en ég er fagmaður og það hefði ekki verið rétt að svara honum í sömu mynt ef við vorum bæði orðin reið. Ég fór því úr þessum aðstæðum sem ég tel að hafi verið hárrétt,“ sagði Moorer. Moorer, sem varð Íslandsmeistari með Keflavík fyrir fjórum árum, er nú í leit að nýju félagi. „Með því að halda áfram hjá félaginu hefði ég opnað á þann möguleika að þetta gæti gerst aftur,“ sagði hún við Karfan.is.
Dominos-deild kvenna Fjölnir Mest lesið Vonast til að komast í Kórinn: „Menn hafa aldrei séð annað eins“ Fótbolti Fær þrjár milljónir á dag næstu sex árin fyrir að gera ekkert Sport Stöðufundur í Laugardal klukkan 10:30 Fótbolti Elsta konan til klára Járnkarlinn Sport Enska úrvalsdeildin í jólaköttinn Enski boltinn Nýi íþróttastjóri Kjartans stal mörgæs og endaði í fangelsi í Singapúr Fótbolti Markvörður Inter banaði háöldruðum manni í hjólastól Sport Brendan Rodgers sagði starfinu sínu lausu eftir ásakanir Fótbolti Tyrkneska sambandið segir dómara hafa veðjað á þúsundir leikja Fótbolti Einkaviðtal við Carrick: „Hálfgerð tískubylgja sem einkennir fótboltann í dag“ Enski boltinn Fleiri fréttir Stólarnir ekki í vandræðum á Egilsstöðum Enginn Lakers-maður hafði náð þessu í meira en 52 ár Veðmál rædd í Körfuboltakvöldi: „Bara ævintýralega heimskulegt“ Kvöddu húsið og Nablinn klifraði í kveðjuskyni Martin naut sín í fræknum sigri á meisturum Bayern Tryggvi lykilmaður í sigri Bilbao Elvar skoraði tólf í naumu tapi Tilþrifin: Varin skot og ótrúlegar körfur Valsmanna Þriðja tapið í röð hjá Jóni og félögum Fáránlegt eða klókt hjá Kristófer? „Ef það má þá gerir fólk það“ Brassi tekur við af Billups „Það er æðislegt að kveðja húsið svona“ Uppgjörið: ÍA - Álftanes 76-74 | ÍA kvaddi Vesturgötuna með stæl Uppgjörið: Stjarnan - ÍR 91-93 | ÍR skellti meisturunum „Ekki æskilegt og ekki það sem körfuboltinn vill standa fyrir“ Nær fimmtán árum og ætlar með Ísland á HM Stjórnarmaður KKÍ auglýsir ólöglega veðmálastarfsemi Handtökur í NBA: Lak upplýsingum um meiðsli James og bað um bita af kökunni Mál Kristófers enn til skoðunar og fleiri komin á borð KKÍ Uppgjörið: Ármann-Keflavík 94-107 | Öruggt hjá Keflvíkingum Daníel: Ég fór í smá ævintýra starfsemi Uppgjörið: Þór Þ. - Valur 117-119 | Vals sigur eftir tvær framlengingar Uppgjörið: Njarðvík-Tindastóll 98-90 | Njarðvíkingar skelltu Stólunum Átti sumar engu öðru líkt „Ég held að bæði lið séu ekkert himinlifandi með sína frammistöðu“ Uppgjörið: Grindavík-KR 78-77 | Arnór Tristan með sigurkörfuna Þjálfari og leikmaður í NBA handteknir Sá eftirsóttasti treystir bara á pabba gamla Þrenna Maddie Sutton dugði ekki á Hlíðarenda Elvar tapaði á grátlegan hátt á móti gömlu félögunum Sjá meira