Hætti hjá Fjölni eftir að þjálfarinn sagði henni að halda kjafti Sindri Sverrisson skrifar 21. janúar 2021 12:00 Halldór Karl Þórson ræðir við leikmenn í leiknum örlagaríka gegn Haukum. Ariana Moorer situr á stól sem dreginn hefur verið fjær þjálfaranum. Facebook/@fjolnirkarfa Leiðir skildi með Fjölni og bandarísku körfuknattleikskonunni Ariönu Moorer á dögunum eftir deilur sem náðu hámarki þegar að þjálfari Fjölnis, Halldór Karl Þórsson, sagði henni að „halda kjafti“ í fyrsta leik liðsins á árinu. Fjölnir mætti Haukum á heimavelli 13. janúar í fyrsta leik eftir hléið langa í Dominos-deildinni vegna kórónuveirufaraldursins. Moorer strunsaði inn í klefa í miðjum þriðja leikhluta eftir að þeim Halldóri Karli sinnaðist, en staðan var þá 37-31 Haukum í vil. Haukar unnu svo leikinn 70-54. Halldór Karl segir í viðtali við Karfan.is að þó að Moorer sé „algjörlega toppstelpa“ þá hafi andrúmsloftið verið orðið þungt í kringum hana. Aðdragandinn að því að hann lét hin þungu orð falla hafi verið langur: „Hápunkturinn á þessu veseni, ef svo má kalla, var í leik hérna. Okkar „gameplan“ var lagt upp og hún, eða ekki bara hún heldur allir, voru ekki að fylgja því. Svo kom „moment“ þarna þar sem öll virðing [Moorer] fyrir leiknum, dómurum, mér og liðsfélögum var farin,“ sagði Halldór Karl við Karfan.is. Talaði um að liðsfélagarnir væru latir „Hún var að tala um að liðsfélagarnir væru orðnir eitthvað latir og hún þyrfti að ná í boltann. Ég ætlaði að reyna að tala við hana og hún gaf mér ekki kost á því, og þá átti ég þessi orð að hún ætti að halda kjafti, eða á ensku „shut the fuck up“. Auðvitað segi ég það náttúrulega ekki í daglegum samskiptum við fólk en í hita leiksins þá kom þetta út. Ég þarf að hafa ákveðna línu sem má ekki fara yfir og hún fór dálítið yfir hana,“ sagði Halldór Karl og bætti við: „Hún brást mjög illa við, fór héðan út og skildi liðið sitt eftir, sem við vorum ekki mjög sátt með. Hún vildi svo ekki ræða þetta á neinn hátt og þá var ekki hægt að halda áfram. Það er bara svoleiðis og ég óska Ari alls hins besta.“ „Eitthvað sem ætti ekki að segja við leikmann“ Þetta sagði Halldór Karl í viðtali í gærkvöld en fyrr í gær birtist viðtal við Moorer á Karfan.is þar sem hún sagði sína hlið á málinu: „Ég var á bekknum og ég gat séð að Halldór var æstur, sem var skiljanlegt því við vorum að tapa. Hann gengur að mér og segir „með tvo leikmenn á þér ættir þú að geta náð boltanum“. Ég benti á að við værum með fleiri bakverði sem gætu hjálpað, og þetta voru bara svona eðlilegar samræður,“ sagði Moorer þegar hún rifjaði upp atvikið sem gerði útslagið varðandi framtíð hennar hjá Fjölni. Hún vildi ekki fara út í hvað Halldór Karl hefði nákvæmlega sagt: „Það sem hann sagði er eitthvað sem ætti ekki að segja við leikmann. Þetta var ástæðulaust. Við vorum bara að tala saman, ekkert rifrildi. Ég veit að ég gerði rétt með því að fara inn í búningsklefa því að þetta gerði mig reiða, en ég er fagmaður og það hefði ekki verið rétt að svara honum í sömu mynt ef við vorum bæði orðin reið. Ég fór því úr þessum aðstæðum sem ég tel að hafi verið hárrétt,“ sagði Moorer. Moorer, sem varð Íslandsmeistari með Keflavík fyrir fjórum árum, er nú í leit að nýju félagi. „Með því að halda áfram hjá félaginu hefði ég opnað á þann möguleika að þetta gæti gerst aftur,“ sagði hún við Karfan.is. Dominos-deild kvenna Fjölnir Mest lesið Blaðamannafundur HSÍ blásinn af á elleftu stundu Handbolti Lá nánast við skilnaði fyrir úrslitaleikinn Íslenski boltinn Höttur hlaut aftur langhæsta styrkinn: „Virkilega góð lyftistöng“ Íslenski boltinn Bruno til bjargar Enski boltinn Damir á leið til Asíu Íslenski boltinn Angulo látinn aðeins tuttugu og tveggja ára að aldri Fótbolti Murphy um Coote: „Hann er búinn“ Enski boltinn „Viðurkennt að svona gerum við ekki“ Körfubolti Stuðningsmenn Liverpool rifja upp gamlar syndir Coote Enski boltinn Ísak hættur með ÍR Körfubolti Fleiri fréttir Martin missir af landsleikjunum, Bjarni kemur inn og Viðar í stað Pavels „Viðurkennt að svona gerum við ekki“ Hattarmenn senda Kanann heim Ísak hættur með ÍR Heilsan ástæða þess að Árni lætur af störfum Betur fór en á horfðist hjá Martin sem virtist illa meiddur „Hef meiri áhyggjur af þessu með Kára“ Kallaði Giannis barn eftir að hann neitaði að taka í höndina á honum Teitur spilaði með manni sem dekkaði Jordan og drakk kippu af bjór fyrir æfingar Körfuboltakvöld: Tilþrif 6. umferðar Uppgjörið: Ísland - Rúmenía 77-73 | Fyrsti sigur íslenska liðsins í tvö ár Fullkominn og frábær leikur Tryggvi dugði ekki Teitur og Sævar fóru fögrum orðum um Kane í Körfuboltakvöldi Martin með tvöfalda tvennu í sigri á toppliðinu „Þegar svona gír er á okkur þá erum við fjandi góðir“ Uppgjörið: Grindavík - Þór Þ. 99-70 | Grindvíkingar svöruðu kallinu Grindavík fær 35 þúsund króna sekt vegna háttsemi Kane Sendu Bronny James niður í G-deild og allir miðarnir seldust upp Fyrstir í NBA í níu ár til að vinna tíu fyrstu leiki sína Jónína með þrennu og Ármannsstelpur ósigraðar á toppnum Pétur leitar að nýjum Bandaríkjamanni: „Fjölhæfari leikmann, einhvern sem getur leyst margar stöður“ Álftanes sá til þess að Haukar eru enn án sigurs Uppgjörið: KR - Njarðvík 86-80 | Fyrsti sigur KR-inga á heimavelli Uppgjörið: ÍR - Keflavík 79-91 | Kanalausir Keflvíkingar sáu til þess að ÍR fagnaði ekki fyrsta sigrinum Leik lokið: Höttur - Valur 83-70 | Heimamenn á beinu brautina Gaz-leikur Pavels: „Þurfa ekki ótrúlegir hlutir að gerast“ Körfuboltamennirnir sem Nablinn væri mest til í að taka tali Uppgjörið: Ísland - Slóvakía 70-78 | Svekkjandi tap gegn Slóvakíu Davíð Tómas dæmir landsleik í Helsinki í dag Þreytir frumraun þrítug: „Beðið eftir þessu í tvö ár“ Sjá meira
Fjölnir mætti Haukum á heimavelli 13. janúar í fyrsta leik eftir hléið langa í Dominos-deildinni vegna kórónuveirufaraldursins. Moorer strunsaði inn í klefa í miðjum þriðja leikhluta eftir að þeim Halldóri Karli sinnaðist, en staðan var þá 37-31 Haukum í vil. Haukar unnu svo leikinn 70-54. Halldór Karl segir í viðtali við Karfan.is að þó að Moorer sé „algjörlega toppstelpa“ þá hafi andrúmsloftið verið orðið þungt í kringum hana. Aðdragandinn að því að hann lét hin þungu orð falla hafi verið langur: „Hápunkturinn á þessu veseni, ef svo má kalla, var í leik hérna. Okkar „gameplan“ var lagt upp og hún, eða ekki bara hún heldur allir, voru ekki að fylgja því. Svo kom „moment“ þarna þar sem öll virðing [Moorer] fyrir leiknum, dómurum, mér og liðsfélögum var farin,“ sagði Halldór Karl við Karfan.is. Talaði um að liðsfélagarnir væru latir „Hún var að tala um að liðsfélagarnir væru orðnir eitthvað latir og hún þyrfti að ná í boltann. Ég ætlaði að reyna að tala við hana og hún gaf mér ekki kost á því, og þá átti ég þessi orð að hún ætti að halda kjafti, eða á ensku „shut the fuck up“. Auðvitað segi ég það náttúrulega ekki í daglegum samskiptum við fólk en í hita leiksins þá kom þetta út. Ég þarf að hafa ákveðna línu sem má ekki fara yfir og hún fór dálítið yfir hana,“ sagði Halldór Karl og bætti við: „Hún brást mjög illa við, fór héðan út og skildi liðið sitt eftir, sem við vorum ekki mjög sátt með. Hún vildi svo ekki ræða þetta á neinn hátt og þá var ekki hægt að halda áfram. Það er bara svoleiðis og ég óska Ari alls hins besta.“ „Eitthvað sem ætti ekki að segja við leikmann“ Þetta sagði Halldór Karl í viðtali í gærkvöld en fyrr í gær birtist viðtal við Moorer á Karfan.is þar sem hún sagði sína hlið á málinu: „Ég var á bekknum og ég gat séð að Halldór var æstur, sem var skiljanlegt því við vorum að tapa. Hann gengur að mér og segir „með tvo leikmenn á þér ættir þú að geta náð boltanum“. Ég benti á að við værum með fleiri bakverði sem gætu hjálpað, og þetta voru bara svona eðlilegar samræður,“ sagði Moorer þegar hún rifjaði upp atvikið sem gerði útslagið varðandi framtíð hennar hjá Fjölni. Hún vildi ekki fara út í hvað Halldór Karl hefði nákvæmlega sagt: „Það sem hann sagði er eitthvað sem ætti ekki að segja við leikmann. Þetta var ástæðulaust. Við vorum bara að tala saman, ekkert rifrildi. Ég veit að ég gerði rétt með því að fara inn í búningsklefa því að þetta gerði mig reiða, en ég er fagmaður og það hefði ekki verið rétt að svara honum í sömu mynt ef við vorum bæði orðin reið. Ég fór því úr þessum aðstæðum sem ég tel að hafi verið hárrétt,“ sagði Moorer. Moorer, sem varð Íslandsmeistari með Keflavík fyrir fjórum árum, er nú í leit að nýju félagi. „Með því að halda áfram hjá félaginu hefði ég opnað á þann möguleika að þetta gæti gerst aftur,“ sagði hún við Karfan.is.
Dominos-deild kvenna Fjölnir Mest lesið Blaðamannafundur HSÍ blásinn af á elleftu stundu Handbolti Lá nánast við skilnaði fyrir úrslitaleikinn Íslenski boltinn Höttur hlaut aftur langhæsta styrkinn: „Virkilega góð lyftistöng“ Íslenski boltinn Bruno til bjargar Enski boltinn Damir á leið til Asíu Íslenski boltinn Angulo látinn aðeins tuttugu og tveggja ára að aldri Fótbolti Murphy um Coote: „Hann er búinn“ Enski boltinn „Viðurkennt að svona gerum við ekki“ Körfubolti Stuðningsmenn Liverpool rifja upp gamlar syndir Coote Enski boltinn Ísak hættur með ÍR Körfubolti Fleiri fréttir Martin missir af landsleikjunum, Bjarni kemur inn og Viðar í stað Pavels „Viðurkennt að svona gerum við ekki“ Hattarmenn senda Kanann heim Ísak hættur með ÍR Heilsan ástæða þess að Árni lætur af störfum Betur fór en á horfðist hjá Martin sem virtist illa meiddur „Hef meiri áhyggjur af þessu með Kára“ Kallaði Giannis barn eftir að hann neitaði að taka í höndina á honum Teitur spilaði með manni sem dekkaði Jordan og drakk kippu af bjór fyrir æfingar Körfuboltakvöld: Tilþrif 6. umferðar Uppgjörið: Ísland - Rúmenía 77-73 | Fyrsti sigur íslenska liðsins í tvö ár Fullkominn og frábær leikur Tryggvi dugði ekki Teitur og Sævar fóru fögrum orðum um Kane í Körfuboltakvöldi Martin með tvöfalda tvennu í sigri á toppliðinu „Þegar svona gír er á okkur þá erum við fjandi góðir“ Uppgjörið: Grindavík - Þór Þ. 99-70 | Grindvíkingar svöruðu kallinu Grindavík fær 35 þúsund króna sekt vegna háttsemi Kane Sendu Bronny James niður í G-deild og allir miðarnir seldust upp Fyrstir í NBA í níu ár til að vinna tíu fyrstu leiki sína Jónína með þrennu og Ármannsstelpur ósigraðar á toppnum Pétur leitar að nýjum Bandaríkjamanni: „Fjölhæfari leikmann, einhvern sem getur leyst margar stöður“ Álftanes sá til þess að Haukar eru enn án sigurs Uppgjörið: KR - Njarðvík 86-80 | Fyrsti sigur KR-inga á heimavelli Uppgjörið: ÍR - Keflavík 79-91 | Kanalausir Keflvíkingar sáu til þess að ÍR fagnaði ekki fyrsta sigrinum Leik lokið: Höttur - Valur 83-70 | Heimamenn á beinu brautina Gaz-leikur Pavels: „Þurfa ekki ótrúlegir hlutir að gerast“ Körfuboltamennirnir sem Nablinn væri mest til í að taka tali Uppgjörið: Ísland - Slóvakía 70-78 | Svekkjandi tap gegn Slóvakíu Davíð Tómas dæmir landsleik í Helsinki í dag Þreytir frumraun þrítug: „Beðið eftir þessu í tvö ár“ Sjá meira
Pétur leitar að nýjum Bandaríkjamanni: „Fjölhæfari leikmann, einhvern sem getur leyst margar stöður“
Uppgjörið: ÍR - Keflavík 79-91 | Kanalausir Keflvíkingar sáu til þess að ÍR fagnaði ekki fyrsta sigrinum