„Þetta svíður svakalega“ Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 20. janúar 2021 16:40 Guðmundur var ekki sáttur með sóknarleik Íslands í dag. EPA-EFE/Anne-Christine Poujoulat Guðmundur Guðmundsson var ekki sáttur með sóknarleik sinna manna í tveggja marka tapi gegn Sviss á HM í handbolta í dag. Hann sagði að mörg smáatriði hafi ekki fallið með Íslandi sem hafi á endanum leitt til þess að liðið tapaði leiknum. „Þetta svíður svakalega. Ég ætla að hrósa leikmönnum fyrir hetjulega baráttu í dag, þeir gáfu hjarta og sál í leikinn. Við fengum aðeins á okkur 20 mörk en skorum því miður bara 18 og þar liggur þetta. Þetta liggur í smáatriðunum, það fara tvö til þrjú fráköst í hendurnar á þeim þegar við erum ekki til staðar. Svoleiðis hlutir sitja í mér og þetta svíður svakalega,“ sagði Guðmundur í viðtali við RÚV eftir leik. „Sóknarlega var þetta mjög erfitt. Við erum að komast í ágætis stöður og vorum komnir yfir. Þetta var hálfgert ólán hjá okkur. Misnotum tvö víti og það fara alltof mörg dauðafæri, kannski ekki það mörg í heildina en hvert færi er svo dýrmætt í svona jöfnum leik. Það féll ekki með okkur nægilega vel,“ bætti Guðmundur við. „Við áttum í erfiðleikum með að opna þessa vörn þeirra, það verður bara að segjast. Ef þeir standa aftarlega þurfum við að skjóta fyrir utan, þau skiluðu sér ekki í markið. Kannski vantar skotógnun fyrir utan,“ sagði hann um slakan sóknarleik Íslands í dag. „Það var dýrt varnarlega að missa Alexander Petersson út. Dró aðeins úr okkur vígtennurnar. Þó þeir skori aðeins 20 mörk voru nokkur mistök hægra megin í vörninni þar sem þeir láku í gegn of oft. Þetta er samt fyrst og síðast sóknarleikurinn, skotnýtingin og að við hirðum ekki fráköst. Eru svona nokkur smáatriði sem enda í því að við töpum með tveimur mörkum.“ „Svo er annað sem við ætluðum að gera betur. Það voru hraðaupphlaupin, þau voru alls ekki nægilega góð í dag. Það virtist vera óöryggi yfir mannskapnum. Náðum ekki að fylgja því eftir en planið var að nýta þau betur í dag, það gekk ekki.“ „Það er allt mögulegt. Það eru tveir leikir eftir og við erum komnir hingað til að standa okkur svo við höldum áfram,“ sagði Guðmundur Guðmundsson, þjálfari íslenska landsliðsins, að lokum í viðtali á RÚV. Handbolti HM 2021 í handbolta Tengdar fréttir Umfjöllun: Sviss - Ísland 20-18 | Sóknarþrot gegn Sviss Sviss vann Ísland, 20-18, í miklum baráttuleik í fyrsta leik milliriðils III á heimsmeistaramótinu í handbolta í dag. 20. janúar 2021 16:30 „Best að gleyma þessum leik strax og fara í næsta verkefni“ Björgvin Páll Gústavsson var einn af fáum leikmönnum Íslands sem stóð vaktina með prýði í svekkjandi tapi Íslands gegn Sviss í milliriðli á HM í handbolta. Lokatölur 20-18 Sviss í vil. 20. janúar 2021 16:24 „Verður erfitt að sofna í kvöld“ „Þetta er ótrúlega fúlt. Það verður erfitt að sofna í kvöld,“ sagði Elliði Snær Viðarsson eftir tapið sára gegn Sviss á HM í handbolta í dag. 20. janúar 2021 16:24 Topparnir í tölfræðinni á móti Sviss: Markvörðurinn okkar næstmarkahæstur Sóknarleikurinn fær falleinkunn í leiknum gegn Sviss í dag enda skoraði liðið aðeins átján mörk í leiknum. Tölfræðin í varnarleiknum var miklu miklu betri. 20. janúar 2021 16:35 Twitter yfir leik Íslands og Sviss: Markverðirnir í aðalhlutverkum Svekkjandi tap var niðurstaðan í fyrsta leik Íslands í milliriðli á HM í handbolta er liðið tapaði með tveggja marka mun gegn Sviss nú rétt í þessu. Lokatölur leiksins 20-18. 20. janúar 2021 16:05 Mest lesið Þurfti að ýta þjálfaranum af sér þegar hún kom í mark Sport Engin naglalögregla á HM kvenna en nýjar reglur um neglur Handbolti Scholes sakar Slot um virðingarleysi og að hann fái það í bakið núna Enski boltinn Dæmdu forsetann og alla leikmenn í bann Fótbolti Skoraði á móti Arsenal og semur nú við Vestra Fótbolti Sjáðu kraftaverkið í riðli Íslands Körfubolti Segir Slot hafa viku til þess að bjarga starfi sínu Enski boltinn Fantasýn: Eyjólfur Sverris pakkar fjölskyldunni saman Enski boltinn Spilaði með brotið bringubein í tvo mánuði Handbolti Segja þetta ekki sanngjarnt og að þetta yrði bara farsi Fótbolti Fleiri fréttir „Aðeins öðruvísi en alltaf geggjað að hafa Katrínu með mér“ „Ég er með mikla orku“ Spilaði með brotið bringubein í tvo mánuði „Þær eru með frábæran línumann“ Engin naglalögregla á HM kvenna en nýjar reglur um neglur „Þetta lítur verr út en þetta var“ Orri var flottur í Íslendingaslagnum Gott kvöld fyrir Norðurlandaþjóðirnar á HM í handbolta Umfjöllun: Afturelding-Haukar 31-22 | Mosfellingar léku sér að toppliðinu KA-menn búnir að byggja vígi í KA-heimilinu Valsmenn með fimmta sigurleikinn í röð Haukur kom að tíu mörkum og Ljónin með fyrsta sigurinn síðan í október Viktor gat ekki spilað í Meistaradeildinni í kvöld „Hún lamdi aðeins á mér“ Elísa er klár í slaginn gegn Serbíu: „Ég er alveg þyrst í að komast út á gólf“ „Mér finnst þetta vera hræðilegt“ Skýrsla frá Stuttgart: Betra en búist var við Magdeburg áfram með fullt hús í Meistaradeildinni Serbarnir unnu með tólf mörkum „Ágætt að byrja á þessu og blóðga liðið“ Sturluð upplifun og skjálftinn farinn „Náðum að stríða þeim og það var markmiðið“ Nýtti pirringin á réttan hátt Margt jákvætt en þýska stálið refsaði Alfreð Gísla keyrði í rúma sex tíma til að sjá íslensku stelpurnar spila Helmingur hópsins að spila á HM í fyrsta sinn Elísa ekki með og Andrea utan hóps „Þeirra helsti veikleiki“ „Það helsta sem ég sakna við Þýskaland“ Fiskur og rauðvín í Barcelona í skugga sögusagna: „Best að segja sem minnst“ Sjá meira
„Þetta svíður svakalega. Ég ætla að hrósa leikmönnum fyrir hetjulega baráttu í dag, þeir gáfu hjarta og sál í leikinn. Við fengum aðeins á okkur 20 mörk en skorum því miður bara 18 og þar liggur þetta. Þetta liggur í smáatriðunum, það fara tvö til þrjú fráköst í hendurnar á þeim þegar við erum ekki til staðar. Svoleiðis hlutir sitja í mér og þetta svíður svakalega,“ sagði Guðmundur í viðtali við RÚV eftir leik. „Sóknarlega var þetta mjög erfitt. Við erum að komast í ágætis stöður og vorum komnir yfir. Þetta var hálfgert ólán hjá okkur. Misnotum tvö víti og það fara alltof mörg dauðafæri, kannski ekki það mörg í heildina en hvert færi er svo dýrmætt í svona jöfnum leik. Það féll ekki með okkur nægilega vel,“ bætti Guðmundur við. „Við áttum í erfiðleikum með að opna þessa vörn þeirra, það verður bara að segjast. Ef þeir standa aftarlega þurfum við að skjóta fyrir utan, þau skiluðu sér ekki í markið. Kannski vantar skotógnun fyrir utan,“ sagði hann um slakan sóknarleik Íslands í dag. „Það var dýrt varnarlega að missa Alexander Petersson út. Dró aðeins úr okkur vígtennurnar. Þó þeir skori aðeins 20 mörk voru nokkur mistök hægra megin í vörninni þar sem þeir láku í gegn of oft. Þetta er samt fyrst og síðast sóknarleikurinn, skotnýtingin og að við hirðum ekki fráköst. Eru svona nokkur smáatriði sem enda í því að við töpum með tveimur mörkum.“ „Svo er annað sem við ætluðum að gera betur. Það voru hraðaupphlaupin, þau voru alls ekki nægilega góð í dag. Það virtist vera óöryggi yfir mannskapnum. Náðum ekki að fylgja því eftir en planið var að nýta þau betur í dag, það gekk ekki.“ „Það er allt mögulegt. Það eru tveir leikir eftir og við erum komnir hingað til að standa okkur svo við höldum áfram,“ sagði Guðmundur Guðmundsson, þjálfari íslenska landsliðsins, að lokum í viðtali á RÚV.
Handbolti HM 2021 í handbolta Tengdar fréttir Umfjöllun: Sviss - Ísland 20-18 | Sóknarþrot gegn Sviss Sviss vann Ísland, 20-18, í miklum baráttuleik í fyrsta leik milliriðils III á heimsmeistaramótinu í handbolta í dag. 20. janúar 2021 16:30 „Best að gleyma þessum leik strax og fara í næsta verkefni“ Björgvin Páll Gústavsson var einn af fáum leikmönnum Íslands sem stóð vaktina með prýði í svekkjandi tapi Íslands gegn Sviss í milliriðli á HM í handbolta. Lokatölur 20-18 Sviss í vil. 20. janúar 2021 16:24 „Verður erfitt að sofna í kvöld“ „Þetta er ótrúlega fúlt. Það verður erfitt að sofna í kvöld,“ sagði Elliði Snær Viðarsson eftir tapið sára gegn Sviss á HM í handbolta í dag. 20. janúar 2021 16:24 Topparnir í tölfræðinni á móti Sviss: Markvörðurinn okkar næstmarkahæstur Sóknarleikurinn fær falleinkunn í leiknum gegn Sviss í dag enda skoraði liðið aðeins átján mörk í leiknum. Tölfræðin í varnarleiknum var miklu miklu betri. 20. janúar 2021 16:35 Twitter yfir leik Íslands og Sviss: Markverðirnir í aðalhlutverkum Svekkjandi tap var niðurstaðan í fyrsta leik Íslands í milliriðli á HM í handbolta er liðið tapaði með tveggja marka mun gegn Sviss nú rétt í þessu. Lokatölur leiksins 20-18. 20. janúar 2021 16:05 Mest lesið Þurfti að ýta þjálfaranum af sér þegar hún kom í mark Sport Engin naglalögregla á HM kvenna en nýjar reglur um neglur Handbolti Scholes sakar Slot um virðingarleysi og að hann fái það í bakið núna Enski boltinn Dæmdu forsetann og alla leikmenn í bann Fótbolti Skoraði á móti Arsenal og semur nú við Vestra Fótbolti Sjáðu kraftaverkið í riðli Íslands Körfubolti Segir Slot hafa viku til þess að bjarga starfi sínu Enski boltinn Fantasýn: Eyjólfur Sverris pakkar fjölskyldunni saman Enski boltinn Spilaði með brotið bringubein í tvo mánuði Handbolti Segja þetta ekki sanngjarnt og að þetta yrði bara farsi Fótbolti Fleiri fréttir „Aðeins öðruvísi en alltaf geggjað að hafa Katrínu með mér“ „Ég er með mikla orku“ Spilaði með brotið bringubein í tvo mánuði „Þær eru með frábæran línumann“ Engin naglalögregla á HM kvenna en nýjar reglur um neglur „Þetta lítur verr út en þetta var“ Orri var flottur í Íslendingaslagnum Gott kvöld fyrir Norðurlandaþjóðirnar á HM í handbolta Umfjöllun: Afturelding-Haukar 31-22 | Mosfellingar léku sér að toppliðinu KA-menn búnir að byggja vígi í KA-heimilinu Valsmenn með fimmta sigurleikinn í röð Haukur kom að tíu mörkum og Ljónin með fyrsta sigurinn síðan í október Viktor gat ekki spilað í Meistaradeildinni í kvöld „Hún lamdi aðeins á mér“ Elísa er klár í slaginn gegn Serbíu: „Ég er alveg þyrst í að komast út á gólf“ „Mér finnst þetta vera hræðilegt“ Skýrsla frá Stuttgart: Betra en búist var við Magdeburg áfram með fullt hús í Meistaradeildinni Serbarnir unnu með tólf mörkum „Ágætt að byrja á þessu og blóðga liðið“ Sturluð upplifun og skjálftinn farinn „Náðum að stríða þeim og það var markmiðið“ Nýtti pirringin á réttan hátt Margt jákvætt en þýska stálið refsaði Alfreð Gísla keyrði í rúma sex tíma til að sjá íslensku stelpurnar spila Helmingur hópsins að spila á HM í fyrsta sinn Elísa ekki með og Andrea utan hóps „Þeirra helsti veikleiki“ „Það helsta sem ég sakna við Þýskaland“ Fiskur og rauðvín í Barcelona í skugga sögusagna: „Best að segja sem minnst“ Sjá meira
Umfjöllun: Sviss - Ísland 20-18 | Sóknarþrot gegn Sviss Sviss vann Ísland, 20-18, í miklum baráttuleik í fyrsta leik milliriðils III á heimsmeistaramótinu í handbolta í dag. 20. janúar 2021 16:30
„Best að gleyma þessum leik strax og fara í næsta verkefni“ Björgvin Páll Gústavsson var einn af fáum leikmönnum Íslands sem stóð vaktina með prýði í svekkjandi tapi Íslands gegn Sviss í milliriðli á HM í handbolta. Lokatölur 20-18 Sviss í vil. 20. janúar 2021 16:24
„Verður erfitt að sofna í kvöld“ „Þetta er ótrúlega fúlt. Það verður erfitt að sofna í kvöld,“ sagði Elliði Snær Viðarsson eftir tapið sára gegn Sviss á HM í handbolta í dag. 20. janúar 2021 16:24
Topparnir í tölfræðinni á móti Sviss: Markvörðurinn okkar næstmarkahæstur Sóknarleikurinn fær falleinkunn í leiknum gegn Sviss í dag enda skoraði liðið aðeins átján mörk í leiknum. Tölfræðin í varnarleiknum var miklu miklu betri. 20. janúar 2021 16:35
Twitter yfir leik Íslands og Sviss: Markverðirnir í aðalhlutverkum Svekkjandi tap var niðurstaðan í fyrsta leik Íslands í milliriðli á HM í handbolta er liðið tapaði með tveggja marka mun gegn Sviss nú rétt í þessu. Lokatölur leiksins 20-18. 20. janúar 2021 16:05