„Stór mistök að fara frá Everton“ Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 20. janúar 2021 14:01 Bjarni Þór Viðarsson var í fjögur ár hjá Everton. getty/David Rogers Bjarni Þór Viðarsson segir að það hafi verið mistök hjá sér að fara frá Everton 2008. Hann var í viðtali í leikskrá Everton á dögunum þar sem hann ræddi meðal annars um tíma sinn hjá félaginu og vonbrigðin að hafa ekki náð að spila með félögum sínum úr gullkynslóðinni svokölluðu í A-landsliðinu. Bjarni var fyrirliði íslenska U-21 árs landsliðsins sem komst á EM 2011. Í því voru leikmenn á borð við Aron Einar Gunnarsson, Gylfa Þór Sigurðsson, Jóhann Berg Guðmundsson og Kolbeinn Sigþórsson sem áttu seinna eftir að vera í lykilhlutverkum í frábærum árangri A-landsliðsins. Bjarni spilaði hins vegar aðeins einn A-landsleik, gegn Hvíta-Rússlandi 2008. „Mig dreymdi um að verða fyrirliði gullkynslóðarinnar þegar við þroskuðumst saman. En meiðsli og ýmislegt annað setti strik í reikninginn,“ sagði Bjarni. „Ef ég á að vera heiðarlegur var erfitt að horfa upp á félaga sína í U-21 árs landsliðinu í A-landsliðinu. En þessir leikmenn hafa talað um hvað ég gerði fyrir þetta lið og þessa kynslóð. Aron Einar gerði það í ævisögunni sinni. Ég reyni að líta jákvæðum augum á þetta því ég veit að ég átti þátt í að breyta íslenskri fótboltasögu.“ Upp með sér yfir áhuganum Bjarni var sextán ára þegar hann gekk í raðir Everton 2004. Hafnfirðingurinn var hjá Everton til 2008 og lék einn leik með aðalliði félagsins, gegn AZ Alkmaar í Evrópudeildinni. Félög á borð við Bayern München og Anderlecht höfðu áhuga á Bjarna en hann valdi Everton. „Þetta er stórt félag á heimsvísu og ég var upp með mér og ánægður ungur drengur,“ sagði Bjarni. „Það var fyrst í stað skrítið að flytja erlendis. Ég var í hálfgerðri „búbblu“ hérna heima og allir voru svo nánir.“ Bjarni fór á lán til Bournemouth 2007 og segir að það hafi gert sér gott. „Ég þurfti að bæta fullt. Ég var ekki nógu sterkur, þurfti að auka þolið og bæta verri fótinn [þann hægri]. Að spila fyrir Bournemouth, þar sem þú varst látinn vita ef þú stóðst þig ekki, var gott fyrir mig,“ sagði Bjarni. Rangt að fara til Hollands Þeir David Moyes, knattspyrnustjóri Everton, voru ekki sammála um hvert hann ætti að fara á lán 2008. Moyes benti Bjarna á að fara til Motherwell í Skotlandi en hann valdi Twente í Hollandi, þar sem bróðir hans, Arnar Þór, lék. Hann gekk svo endanlega í raðir hollenska félagsins vorið 2008. „Þjálfarinn og stjórnin hjá Twente voru með áætlun sem leit mjög vel út og hljómaði vel. En það sem þeir lofuðu stóðst ekki,“ sagði Bjarni. „Það voru mistök að fara frá Bretlandi því hollenski boltinn er allt öðruvísi og það voru stór mistök að fara frá Everton. Ég hélt að það væri réttast að fara til Hollands á lán en svo var ekki.“ Arteta bestur Bjarni æfði með aðalliði Everton og segir að Mikel Arteta, núverandi stjóri Arsenal, hafi staðið þar upp úr. „Ég lærði af Mikel Arteta, Lee Carsley og Leon Osman. Hreyfingarnar og tæknin hjá Mikel voru ótrúlegar. Hann var svakalega góður og sá besti sem ég æfði með,“ sagði Bjarni. Lesa má allt viðtalið við Bjarna með því að smella hér. Enski boltinn Mest lesið Rauðu djöflarnir verja ekki bikarinn Enski boltinn Tilkynnti að hún væri hætt í hjartnæmu viðtali Handbolti Píla festist í fæti keppanda Sport Sjáðu Benóný stimpla sig inn hjá stuðningsmönnum Stockport Enski boltinn Orri Steinn og félagar steinlágu í Katalóníu Fótbolti Orðinn þjálfari Galdurs eftir að hafa verið rekinn í beinni Fótbolti Munu taka hart á því hversu lengi markvörður heldur á boltanum Fótbolti Var í mótorhjólagengi, sat inni en er nú kominn á Opna breska Golf Kenndi hárvörum um í umdeildu jafntefli Sport Welbeck skaut Brighton áfram Enski boltinn Fleiri fréttir Hamrarnir hentu frá sér tveggja marka forystu gegn Arsenal Chelsea tapaði óvænt stigum á meðan Hlín tapaði fyrir Rauðu djöflunum Rauðu djöflarnir verja ekki bikarinn Welbeck skaut Brighton áfram Sjáðu Benóný stimpla sig inn hjá stuðningsmönnum Stockport Mateta líður vel þrátt fyrir tæklingu í andlitið Man City sterkari í síðari hálfleik og komið áfram Fyrrverandi markvörður Hattar lagði upp mark í toppslagnum Fólskulegt brot markvarðar Milwall þegar Palace fór áfram Hefur Amorim bætt Man United? Asensio skaut Villa áfram Lýsandi Sky Sports baðst afsökunar á ummælum um United UEFA segir Chelsea vera með dýrasta lið sögunnar Garnacho þarf að splæsa máltíð á allt liðið Segir glottandi Carragher að fara til fjandans Kvartar undan Man. City við Evrópusambandið Hamrarnir héldu Refunum í fallsæti Echeverri má loks spila fyrir Man City „Þú ert að tengja þetta við Rashford“ Liverpool rak stjóra kvennaliðsins Ten Hag segir leikmenn í dag of viðkvæma Komnir með þrettán stiga forskot Markalaust í Skírisskógi en Everton heldur áfram að safna stigum Fimm mörk, rautt spjald og kærkominn sigur United Haaland sneri aftur og var hetjan Darwin Núnez langt frá efstu mönnum í klúðruðum dauðafærum „Fyrr skal ég dauður liggja“ Slot í bann og stýrir Liverpool ekki í kvöld Lögreglumaður var fótboltabulla í felum Chelsea skrapaði botninn með Southampton Sjá meira
Bjarni var fyrirliði íslenska U-21 árs landsliðsins sem komst á EM 2011. Í því voru leikmenn á borð við Aron Einar Gunnarsson, Gylfa Þór Sigurðsson, Jóhann Berg Guðmundsson og Kolbeinn Sigþórsson sem áttu seinna eftir að vera í lykilhlutverkum í frábærum árangri A-landsliðsins. Bjarni spilaði hins vegar aðeins einn A-landsleik, gegn Hvíta-Rússlandi 2008. „Mig dreymdi um að verða fyrirliði gullkynslóðarinnar þegar við þroskuðumst saman. En meiðsli og ýmislegt annað setti strik í reikninginn,“ sagði Bjarni. „Ef ég á að vera heiðarlegur var erfitt að horfa upp á félaga sína í U-21 árs landsliðinu í A-landsliðinu. En þessir leikmenn hafa talað um hvað ég gerði fyrir þetta lið og þessa kynslóð. Aron Einar gerði það í ævisögunni sinni. Ég reyni að líta jákvæðum augum á þetta því ég veit að ég átti þátt í að breyta íslenskri fótboltasögu.“ Upp með sér yfir áhuganum Bjarni var sextán ára þegar hann gekk í raðir Everton 2004. Hafnfirðingurinn var hjá Everton til 2008 og lék einn leik með aðalliði félagsins, gegn AZ Alkmaar í Evrópudeildinni. Félög á borð við Bayern München og Anderlecht höfðu áhuga á Bjarna en hann valdi Everton. „Þetta er stórt félag á heimsvísu og ég var upp með mér og ánægður ungur drengur,“ sagði Bjarni. „Það var fyrst í stað skrítið að flytja erlendis. Ég var í hálfgerðri „búbblu“ hérna heima og allir voru svo nánir.“ Bjarni fór á lán til Bournemouth 2007 og segir að það hafi gert sér gott. „Ég þurfti að bæta fullt. Ég var ekki nógu sterkur, þurfti að auka þolið og bæta verri fótinn [þann hægri]. Að spila fyrir Bournemouth, þar sem þú varst látinn vita ef þú stóðst þig ekki, var gott fyrir mig,“ sagði Bjarni. Rangt að fara til Hollands Þeir David Moyes, knattspyrnustjóri Everton, voru ekki sammála um hvert hann ætti að fara á lán 2008. Moyes benti Bjarna á að fara til Motherwell í Skotlandi en hann valdi Twente í Hollandi, þar sem bróðir hans, Arnar Þór, lék. Hann gekk svo endanlega í raðir hollenska félagsins vorið 2008. „Þjálfarinn og stjórnin hjá Twente voru með áætlun sem leit mjög vel út og hljómaði vel. En það sem þeir lofuðu stóðst ekki,“ sagði Bjarni. „Það voru mistök að fara frá Bretlandi því hollenski boltinn er allt öðruvísi og það voru stór mistök að fara frá Everton. Ég hélt að það væri réttast að fara til Hollands á lán en svo var ekki.“ Arteta bestur Bjarni æfði með aðalliði Everton og segir að Mikel Arteta, núverandi stjóri Arsenal, hafi staðið þar upp úr. „Ég lærði af Mikel Arteta, Lee Carsley og Leon Osman. Hreyfingarnar og tæknin hjá Mikel voru ótrúlegar. Hann var svakalega góður og sá besti sem ég æfði með,“ sagði Bjarni. Lesa má allt viðtalið við Bjarna með því að smella hér.
Enski boltinn Mest lesið Rauðu djöflarnir verja ekki bikarinn Enski boltinn Tilkynnti að hún væri hætt í hjartnæmu viðtali Handbolti Píla festist í fæti keppanda Sport Sjáðu Benóný stimpla sig inn hjá stuðningsmönnum Stockport Enski boltinn Orri Steinn og félagar steinlágu í Katalóníu Fótbolti Orðinn þjálfari Galdurs eftir að hafa verið rekinn í beinni Fótbolti Munu taka hart á því hversu lengi markvörður heldur á boltanum Fótbolti Var í mótorhjólagengi, sat inni en er nú kominn á Opna breska Golf Kenndi hárvörum um í umdeildu jafntefli Sport Welbeck skaut Brighton áfram Enski boltinn Fleiri fréttir Hamrarnir hentu frá sér tveggja marka forystu gegn Arsenal Chelsea tapaði óvænt stigum á meðan Hlín tapaði fyrir Rauðu djöflunum Rauðu djöflarnir verja ekki bikarinn Welbeck skaut Brighton áfram Sjáðu Benóný stimpla sig inn hjá stuðningsmönnum Stockport Mateta líður vel þrátt fyrir tæklingu í andlitið Man City sterkari í síðari hálfleik og komið áfram Fyrrverandi markvörður Hattar lagði upp mark í toppslagnum Fólskulegt brot markvarðar Milwall þegar Palace fór áfram Hefur Amorim bætt Man United? Asensio skaut Villa áfram Lýsandi Sky Sports baðst afsökunar á ummælum um United UEFA segir Chelsea vera með dýrasta lið sögunnar Garnacho þarf að splæsa máltíð á allt liðið Segir glottandi Carragher að fara til fjandans Kvartar undan Man. City við Evrópusambandið Hamrarnir héldu Refunum í fallsæti Echeverri má loks spila fyrir Man City „Þú ert að tengja þetta við Rashford“ Liverpool rak stjóra kvennaliðsins Ten Hag segir leikmenn í dag of viðkvæma Komnir með þrettán stiga forskot Markalaust í Skírisskógi en Everton heldur áfram að safna stigum Fimm mörk, rautt spjald og kærkominn sigur United Haaland sneri aftur og var hetjan Darwin Núnez langt frá efstu mönnum í klúðruðum dauðafærum „Fyrr skal ég dauður liggja“ Slot í bann og stýrir Liverpool ekki í kvöld Lögreglumaður var fótboltabulla í felum Chelsea skrapaði botninn með Southampton Sjá meira