Kveður FCK sem stuðningsmaður og vill eitt ævintýri í viðbót Sindri Sverrisson skrifar 18. janúar 2021 17:02 Ragnar Sigurðsson er mættur í búning Rukh Lviv. mynd/fcrukh.com „Ég vil gjarnan fá að upplifa eitt ævintýri í viðbót,“ segir Ragnar Sigurðsson í kveðjuorðum sínum til stuðningsmanna FC Köbenhavn en Ragnar hefur lengi verið í miklum metum hjá stuðningsmönnunum. Ragnar hefur verið seldur til Rukh Lviv í Úkraínu. Á vef FCK er haft eftir William Kvist, íþróttastjóra félagsins, að samkeppnin um miðvarðastöðurnar hjá liðinu sé einfaldlega mjög hörð. „Útlitið varðandi spiltíma Ragnars í vor var því ekki sérlega gott. Þess vegna hentar það báðum aðilum að hann fari nú annað og fái eins mikið út úr restinni af ferlinum eins og hann getur, með því að spila leiki og upplifa eitt ævintýri enn. Við óskum honum alls hins besta í því,“ sagði Kvist. Ragnar lék alls 110 leiki fyrir FCK eftir að hann kom til félagsins frá IFK Gautaborg 2011. Hann spilaði svo í Rússlandi um árabil, og eitt tímabil með Fulham í næstefstu deild Englands, áður en hann sneri aftur til Kaupmannahafnar fyrir ári síðan. Deildarleikirnir urðu aðeins fimm talsins á síðasta ári en þar höfðu kórónuveirufaraldurinn og meiðsli sitt að segja. "Jeg bliver aldrig en FCK-spiller igen, men jeg bliver en FCK-fan." Se denne farvelhilsen fra Ragnar Sigurdsson til alle jer fans - tak for alt, Ragge! #fcklive #sldk pic.twitter.com/6oyf0nQHRZ— F.C. København (@FCKobenhavn) January 18, 2021 Ragnar segist þó ekki sjá eftir neinu varðandi það að koma aftur til FCK og hann sé stoltur af því að hafa spilað fyrir félagið á nýjan leik. „FCK verður alltaf mjög sérstakt í mínum huga og þó að ég verði ekki áfram leikmaður FCK þá verð ég alltaf stuðningsmaður FCK,“ sagði Ragnar við heimasíðu félagsins. „Ég á ekki mörg ár eftir af ferlinum og ég vil gjarnan fá að spila fleiri leiki og upplifa eitt ævintýri til viðbótar. Ég fæ núna möguleika á því og hlakka til að byrja,“ sagði Ragnar. Næsti leikur Rukh Lviv í úkraínsku úrvalsdeildinni er 12. febrúar gegn Vorskla. Liðið er í 12. sæti af 14 liðum í deildinni, með níu stig eftir 13 leiki. Danski boltinn Tengdar fréttir Ragnar seldur til Úkraínu Landsliðsmiðvörðurinn Ragnar Sigurðsson hefur verið seldur frá FC Köbenhavn til úkraínska knattspyrnufélagsins Rukh Lviv. FCK hefur staðfest félagaskiptin. 18. janúar 2021 11:27 Mest lesið Harmur hrokagikksins Haaland Enski boltinn Þrír boðaðir í viðtal: Víkingar gáfu KSÍ grænt ljós á að ræða við Arnar Fótbolti Gary sem stal jólunum Enski boltinn Þakið ætlaði að rifna af Ally Pally eftir níu pílna leik Heta Sport Tveir látnir úr sitthvorri áhöfninni í siglingakeppni í Sydney Sport Enginn verið jafn fljótur að tapa fjórum deildarleikjum Enski boltinn Telur daga McGregor í UFC talda Sport Tapaði níu leggjum í röð eftir níu pílna leik og var sendur heim Sport Freyr einnig í viðtal og einn erlendur Fótbolti „Ég var að skjóta“ Enski boltinn Fleiri fréttir Enn eitt skráningarvesenið hjá Börsungum Veit að starfið gæti verið í hættu ef liðið fer ekki að vinna Freyr einnig í viðtal og einn erlendur Þrír boðaðir í viðtal: Víkingar gáfu KSÍ grænt ljós á að ræða við Arnar Emilía til Leipzig Skilaboð frá Klopp minntu hann á áfangann: „Við elskum hann“ „Ég var að skjóta“ Víkingur má ekki spila í Kópavogi og leitar vallar erlendis Harmur hrokagikksins Haaland Eftirmaður Amorims rekinn eftir átta leiki City ætlar að kaupa í janúar Gary sem stal jólunum Liverpool hefur áhuga á framherja PSG Amorim hefur ekki hugmynd um hversu lengi hann verður að laga United Ættingi Endricks skotinn til bana Enginn verið jafn fljótur að tapa fjórum deildarleikjum Liverpool í litlum vandræðum eftir að hafa lent undir Andri skoraði fyrir Gent í fyrsta sinn síðan í september Ætla að áfrýja rauða spjaldinu Skoraði beint úr hornspyrnu eftir að United missti mann af velli Jason Daði sneri aftur í lið Grimsby og skoraði Willum í byrjunarliðinu er Birmingham tók toppsætið Slæmur skellur fyrir gestina á St. James Park Stefndi allt í sigur Chelsea en Fulham hafði aðrar hugmyndir Sáu ekki til sólar en unnu samt Hafa tvisvar áður mæst: „Gakpo er sem betur fer í mínu liði núna“ Haaland klúðraði víti og City tapaði stigum Tók „erfiðustu ákvörðun ævinnar“ og fór til Valencia Látnir gista líka á æfingasvæðinu Fimm hlutu dóm fyrir ólætin í Amsterdam Sjá meira
Ragnar hefur verið seldur til Rukh Lviv í Úkraínu. Á vef FCK er haft eftir William Kvist, íþróttastjóra félagsins, að samkeppnin um miðvarðastöðurnar hjá liðinu sé einfaldlega mjög hörð. „Útlitið varðandi spiltíma Ragnars í vor var því ekki sérlega gott. Þess vegna hentar það báðum aðilum að hann fari nú annað og fái eins mikið út úr restinni af ferlinum eins og hann getur, með því að spila leiki og upplifa eitt ævintýri enn. Við óskum honum alls hins besta í því,“ sagði Kvist. Ragnar lék alls 110 leiki fyrir FCK eftir að hann kom til félagsins frá IFK Gautaborg 2011. Hann spilaði svo í Rússlandi um árabil, og eitt tímabil með Fulham í næstefstu deild Englands, áður en hann sneri aftur til Kaupmannahafnar fyrir ári síðan. Deildarleikirnir urðu aðeins fimm talsins á síðasta ári en þar höfðu kórónuveirufaraldurinn og meiðsli sitt að segja. "Jeg bliver aldrig en FCK-spiller igen, men jeg bliver en FCK-fan." Se denne farvelhilsen fra Ragnar Sigurdsson til alle jer fans - tak for alt, Ragge! #fcklive #sldk pic.twitter.com/6oyf0nQHRZ— F.C. København (@FCKobenhavn) January 18, 2021 Ragnar segist þó ekki sjá eftir neinu varðandi það að koma aftur til FCK og hann sé stoltur af því að hafa spilað fyrir félagið á nýjan leik. „FCK verður alltaf mjög sérstakt í mínum huga og þó að ég verði ekki áfram leikmaður FCK þá verð ég alltaf stuðningsmaður FCK,“ sagði Ragnar við heimasíðu félagsins. „Ég á ekki mörg ár eftir af ferlinum og ég vil gjarnan fá að spila fleiri leiki og upplifa eitt ævintýri til viðbótar. Ég fæ núna möguleika á því og hlakka til að byrja,“ sagði Ragnar. Næsti leikur Rukh Lviv í úkraínsku úrvalsdeildinni er 12. febrúar gegn Vorskla. Liðið er í 12. sæti af 14 liðum í deildinni, með níu stig eftir 13 leiki.
Danski boltinn Tengdar fréttir Ragnar seldur til Úkraínu Landsliðsmiðvörðurinn Ragnar Sigurðsson hefur verið seldur frá FC Köbenhavn til úkraínska knattspyrnufélagsins Rukh Lviv. FCK hefur staðfest félagaskiptin. 18. janúar 2021 11:27 Mest lesið Harmur hrokagikksins Haaland Enski boltinn Þrír boðaðir í viðtal: Víkingar gáfu KSÍ grænt ljós á að ræða við Arnar Fótbolti Gary sem stal jólunum Enski boltinn Þakið ætlaði að rifna af Ally Pally eftir níu pílna leik Heta Sport Tveir látnir úr sitthvorri áhöfninni í siglingakeppni í Sydney Sport Enginn verið jafn fljótur að tapa fjórum deildarleikjum Enski boltinn Telur daga McGregor í UFC talda Sport Tapaði níu leggjum í röð eftir níu pílna leik og var sendur heim Sport Freyr einnig í viðtal og einn erlendur Fótbolti „Ég var að skjóta“ Enski boltinn Fleiri fréttir Enn eitt skráningarvesenið hjá Börsungum Veit að starfið gæti verið í hættu ef liðið fer ekki að vinna Freyr einnig í viðtal og einn erlendur Þrír boðaðir í viðtal: Víkingar gáfu KSÍ grænt ljós á að ræða við Arnar Emilía til Leipzig Skilaboð frá Klopp minntu hann á áfangann: „Við elskum hann“ „Ég var að skjóta“ Víkingur má ekki spila í Kópavogi og leitar vallar erlendis Harmur hrokagikksins Haaland Eftirmaður Amorims rekinn eftir átta leiki City ætlar að kaupa í janúar Gary sem stal jólunum Liverpool hefur áhuga á framherja PSG Amorim hefur ekki hugmynd um hversu lengi hann verður að laga United Ættingi Endricks skotinn til bana Enginn verið jafn fljótur að tapa fjórum deildarleikjum Liverpool í litlum vandræðum eftir að hafa lent undir Andri skoraði fyrir Gent í fyrsta sinn síðan í september Ætla að áfrýja rauða spjaldinu Skoraði beint úr hornspyrnu eftir að United missti mann af velli Jason Daði sneri aftur í lið Grimsby og skoraði Willum í byrjunarliðinu er Birmingham tók toppsætið Slæmur skellur fyrir gestina á St. James Park Stefndi allt í sigur Chelsea en Fulham hafði aðrar hugmyndir Sáu ekki til sólar en unnu samt Hafa tvisvar áður mæst: „Gakpo er sem betur fer í mínu liði núna“ Haaland klúðraði víti og City tapaði stigum Tók „erfiðustu ákvörðun ævinnar“ og fór til Valencia Látnir gista líka á æfingasvæðinu Fimm hlutu dóm fyrir ólætin í Amsterdam Sjá meira
Ragnar seldur til Úkraínu Landsliðsmiðvörðurinn Ragnar Sigurðsson hefur verið seldur frá FC Köbenhavn til úkraínska knattspyrnufélagsins Rukh Lviv. FCK hefur staðfest félagaskiptin. 18. janúar 2021 11:27