56 launakröfur upp á ríflega 46 milljónir króna Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 18. janúar 2021 09:21 Fjöldi erlendra verkamanna er á meðal félaga í Eflingu. Vísir/Vilhelm Alls voru 186 ný mál skráð á Kjaramálasviði Eflingar á fjórða ársfjórðungi nýliðins árs að því er fram kemur í nýútkominni ársfjórðungskýrslu sviðsins. Af heildarfjölda mála eru 56 launkröfur upp á ríflega 46 milljónir króna. Fimm eða fleiri opnar launakröfur liggja hjá tveimur fyrirtækjum upp á samtals um 17 milljónir króna. Misvel gengur að innheimta kröfurnar og berst stéttarfélagið fyrir því að stjórnvöld efni loforð sitt um sektarheimild „févíti“ í því skyni að bæta árangur innheimtunnar. Af heildarfjölda launakrafna voru 15 kröfur í þrotabú upp á 17,3 mkr. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Eflingu. Af hátt í 25 þúsund greiðandi félögum í Eflingu voru um 54 prósent af erlendum uppruna í nóvember. Hins vegar var hlutfall félagsmanna af erlendum uppruna sem leituðu til Kjaramálasviðs 64 prósent á ársfjórðungnum. Mörg mál tengjast greiðslu uppsagnarfrests og kemur það heim og saman við að af 3.711 atvinnulausum Eflingarfélögum voru 75 prósent af erlendum uppruna og 25 prósent af íslenskum uppruna í október síðastliðnum. Atvinnuleysi meðal Eflingarfélaga var á þessum tíma nokkuð hærra en annars staðar á vinnumarkaði. Atvinnuleysi meðal Íslendinga var 10,6 prósent en atvinnuleysi meðal erlendra ríkisborgara 24 prósent í nóvember samkvæmt tölum Vinnumálastofnunar. Atvinnuleysi kemur því harðar niður á erlendum einstaklingum á vinnumarkaði en íslenskum og enn harðar niður á erlendu verka- og láglaunafólki en öðrum hópum erlendra starfsmanna á vinnumarkaði. Forsvarsmenn Eflingar segja að við þjónustu erlendra félagsmanna kemur sér vel að Efling býr yfir fjölda starfsmanna af ólíkum uppruna og með mikla tungumálakunnáttu. Meðal tungumála sem töluð eru reiprennandi í starfsmannahópnum megi nefna ensku, pólsku, litháísku, lettnesku, rússnesku, mandarín kínversku og spænsku. Vinnumarkaður Kjaramál Mest lesið Tólf látnir í hryðjuverkaárásinni í Ástralíu Erlent Tíu drepnir í skotárás á gyðingahátíð Erlent Tvinn-rafmagnsflugvél sem lækka á fargjöldin Erlent Skýrsla ráðherra svari ekki mikilvægum spurningum um brúun bilsins Innlent Skilur að starfsfólk hafi ekki viljað afgreiða manneskju með hakakross Innlent Segir Kristrúnu verja „lögbrot“ samráðherra síns Innlent Tveir látnir eftir skotárás í háskóla Erlent Tveir fluttir á spítala vegna umferðarslyss í Biskupstungum Innlent Grunaðir um að skipuleggja hryðjuverk á jólamarkaði Erlent Mikið myrkur þegar ekið var á konu á rafhlaupahjóli Innlent Fleiri fréttir Hálka þegar bíll valt í Biskupstungum Mikið myrkur þegar ekið var á konu á rafhlaupahjóli 270 íbúðir í byggingu í Þorlákshöfn Ástandið á bráðamóttökunni sýni viðkæmni kerfisins Segir Kristrúnu verja „lögbrot“ samráðherra síns Hryðjuverkaárás í Ástralíu og ástand í heilbrigðiskerfinu Sanna segir frá nýju framboði Dyraverðir handteknir vegna líkamsárásar Skýrsla ráðherra svari ekki mikilvægum spurningum um brúun bilsins Aðstæður bágbornar á spítalanum til að mæta svo miklu álagi Tveir fluttir á spítala vegna umferðarslyss í Biskupstungum Bjarnveig Birta og Stein Olav sigurvegarar forprófkjörs „Ég fæddist inn í pólitískan líkama“ Eldur í íbúð við Snorrabraut Skilur að starfsfólk hafi ekki viljað afgreiða manneskju með hakakross Sjúklingar ekki lengur í bílageymslu bráðamóttökunnar Sameiningu Dalabyggðar og Húnaþings vestra hafnað Píratar vilja ganga til viðræðna um sameiginlegt framboð Mikilvægt að geyma stafræn gögn innan lögsögunnar Bæjarskrifstofur fluttar: „Þetta húsnæði er barn síns tíma“ Óttast að fólk sleppi að kaupa lyf vegna minni greiðsluþátttöku Munu reyna að fá nýju virkjunarleyfi hnekkt Vara fólk við póstum og skilaboðum frá Grundarheimilunum Vara við póstum frá Grund og „jafnréttisþreyta“ Stuðningsyfirlýsing Össurar eins og koss dauðans Fjárlög, skattar og skipti á dánarbúum á laugardagsþingi Þau fái heiðurslaun listamanna Flúði lögregluna en reyndist allsgáð Mikilvægt að geyma stafræn gögn innan lögsögunnar Beitir sér ekki fyrir sveigjanlegri tilhögun fæðingarorlofs Sjá meira
Fimm eða fleiri opnar launakröfur liggja hjá tveimur fyrirtækjum upp á samtals um 17 milljónir króna. Misvel gengur að innheimta kröfurnar og berst stéttarfélagið fyrir því að stjórnvöld efni loforð sitt um sektarheimild „févíti“ í því skyni að bæta árangur innheimtunnar. Af heildarfjölda launakrafna voru 15 kröfur í þrotabú upp á 17,3 mkr. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Eflingu. Af hátt í 25 þúsund greiðandi félögum í Eflingu voru um 54 prósent af erlendum uppruna í nóvember. Hins vegar var hlutfall félagsmanna af erlendum uppruna sem leituðu til Kjaramálasviðs 64 prósent á ársfjórðungnum. Mörg mál tengjast greiðslu uppsagnarfrests og kemur það heim og saman við að af 3.711 atvinnulausum Eflingarfélögum voru 75 prósent af erlendum uppruna og 25 prósent af íslenskum uppruna í október síðastliðnum. Atvinnuleysi meðal Eflingarfélaga var á þessum tíma nokkuð hærra en annars staðar á vinnumarkaði. Atvinnuleysi meðal Íslendinga var 10,6 prósent en atvinnuleysi meðal erlendra ríkisborgara 24 prósent í nóvember samkvæmt tölum Vinnumálastofnunar. Atvinnuleysi kemur því harðar niður á erlendum einstaklingum á vinnumarkaði en íslenskum og enn harðar niður á erlendu verka- og láglaunafólki en öðrum hópum erlendra starfsmanna á vinnumarkaði. Forsvarsmenn Eflingar segja að við þjónustu erlendra félagsmanna kemur sér vel að Efling býr yfir fjölda starfsmanna af ólíkum uppruna og með mikla tungumálakunnáttu. Meðal tungumála sem töluð eru reiprennandi í starfsmannahópnum megi nefna ensku, pólsku, litháísku, lettnesku, rússnesku, mandarín kínversku og spænsku.
Vinnumarkaður Kjaramál Mest lesið Tólf látnir í hryðjuverkaárásinni í Ástralíu Erlent Tíu drepnir í skotárás á gyðingahátíð Erlent Tvinn-rafmagnsflugvél sem lækka á fargjöldin Erlent Skýrsla ráðherra svari ekki mikilvægum spurningum um brúun bilsins Innlent Skilur að starfsfólk hafi ekki viljað afgreiða manneskju með hakakross Innlent Segir Kristrúnu verja „lögbrot“ samráðherra síns Innlent Tveir látnir eftir skotárás í háskóla Erlent Tveir fluttir á spítala vegna umferðarslyss í Biskupstungum Innlent Grunaðir um að skipuleggja hryðjuverk á jólamarkaði Erlent Mikið myrkur þegar ekið var á konu á rafhlaupahjóli Innlent Fleiri fréttir Hálka þegar bíll valt í Biskupstungum Mikið myrkur þegar ekið var á konu á rafhlaupahjóli 270 íbúðir í byggingu í Þorlákshöfn Ástandið á bráðamóttökunni sýni viðkæmni kerfisins Segir Kristrúnu verja „lögbrot“ samráðherra síns Hryðjuverkaárás í Ástralíu og ástand í heilbrigðiskerfinu Sanna segir frá nýju framboði Dyraverðir handteknir vegna líkamsárásar Skýrsla ráðherra svari ekki mikilvægum spurningum um brúun bilsins Aðstæður bágbornar á spítalanum til að mæta svo miklu álagi Tveir fluttir á spítala vegna umferðarslyss í Biskupstungum Bjarnveig Birta og Stein Olav sigurvegarar forprófkjörs „Ég fæddist inn í pólitískan líkama“ Eldur í íbúð við Snorrabraut Skilur að starfsfólk hafi ekki viljað afgreiða manneskju með hakakross Sjúklingar ekki lengur í bílageymslu bráðamóttökunnar Sameiningu Dalabyggðar og Húnaþings vestra hafnað Píratar vilja ganga til viðræðna um sameiginlegt framboð Mikilvægt að geyma stafræn gögn innan lögsögunnar Bæjarskrifstofur fluttar: „Þetta húsnæði er barn síns tíma“ Óttast að fólk sleppi að kaupa lyf vegna minni greiðsluþátttöku Munu reyna að fá nýju virkjunarleyfi hnekkt Vara fólk við póstum og skilaboðum frá Grundarheimilunum Vara við póstum frá Grund og „jafnréttisþreyta“ Stuðningsyfirlýsing Össurar eins og koss dauðans Fjárlög, skattar og skipti á dánarbúum á laugardagsþingi Þau fái heiðurslaun listamanna Flúði lögregluna en reyndist allsgáð Mikilvægt að geyma stafræn gögn innan lögsögunnar Beitir sér ekki fyrir sveigjanlegri tilhögun fæðingarorlofs Sjá meira