Innlent

Fáum Pfizer-skammtana í næstu viku þrátt fyrir breytingar hjá fyrirtækinu

Margrét Helga Erlingsdóttir skrifar
Þórólfur Guðnason, sóttvarnalæknir, segir að afhending á bóluefni Pfizer muni ganga eftir í næstu viku en eftir það sé ekki ljóst hvaða áhrif breytingar hjá fyrirtækinu muni hafa fyrir Ísland.
Þórólfur Guðnason, sóttvarnalæknir, segir að afhending á bóluefni Pfizer muni ganga eftir í næstu viku en eftir það sé ekki ljóst hvaða áhrif breytingar hjá fyrirtækinu muni hafa fyrir Ísland. Almannavarnir

Þórólfur Guðnason, sóttvarnalæknir segir að Ísland muni fá þá skammta af bóluefni Pfizer í næstu viku sem samið hafði verið um þrátt fyrir að fyrirtækið hafi tilkynnt um breytingar á afhendingaráætlun í Evrópu.

Færri skammtar munu berast af bóluefninu til Evrópu tímabundið vegna endurskipulagningar á framleiðslu Pfizer sem, með þessu, hyggst auka framleiðslugetu sína. Þegar þeirri vinnu verður lokið verður aftur hægt að fjölga skömmtum.

Sjá nánar: Pfizer fækkar skömmtum til Evrópu næstu vikur

Þórólfur var spurður hvaða áhrif breytingarnar hefðu á afhendingaráætlun hér á landi.

„Það er ekki ljóst hvaða áhrif þetta hefur hér, við vitum að við fáum umræddan skammt í næstu viku eins og talað var um en eftir það er ekki alveg ljóst þannig að við eigum eftir að fá betri fregnir af því en þetta helgast af því að þeir eru að breyta ferlunum en síðan ætla þeir að vinna það upp aftur. Jafnvel í mars munu þeir geta bætt fyrir þetta tapaða magn sem þeir áætla fram að því.“

Hvað býstu við mörgum skömmtum frá Pfizer fram til mars?

„Út mars erum við að tala um að í heildina verðum við búin að fá um 50 þúsund skammta, við erum búin að fá 10 þúsund skammta nú þegar þannig að ég býst við því og vona að það standist.“


Tengdar fréttir

Pfizer fækkar skömmtum til Evrópu næstu vikur

Færri skammtar af bóluefni lyfjaframleiðandans Pfizer munu berast til Evrópu frá og með næstu viku en áætlað var. Um tímabundna breytingu á afhendingaráætlun er að ræða, að því er fram kemur á vef Lýðheilsustofnunar Noregs. Þar segir einnig að breytingin hafi áhrif á öll lönd í Evrópu.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×