„Ég hef oft pælt í því að fá mér dagvinnu eða fara í nám en svo var eins og einhver æðri völd gripu inn í og sögðu við mig að fara gera eitthvað annað. Vinur minn hringir í mig í kringum verslunarmannahelgina og segist vera að detta inn á rosalega spennandi tækifæri. Ég ákveð að hitta hann og hef alltaf treyst honum. Hann segir mér frá þessu öllu og ég þurfti smá meltingartíma og varð skoða allar rannsóknir á bak við þessa nýju vöru. Síðan þegar tökur af síðustu seríu af Í kvöld er gigg kláruðust í október þá hellti ég mér gjörsamlega í þetta. Ég hitti efnafræðinga og skoðaði þetta allt saman.“
Hann segist bjóða upp á þrjár mismunandi vörur. Til þess að setja í bílinn og ýtt er á einn taka og bifreiðin er sótthreinsuð. Síðan er brúsi fyrir eitt herbergi og er mælt með því að koma ekki inn í herbergið í eina klukkustund eftir að ýtt er á takkann.
Svo er einfaldur spreybrúsi sem hægt er að spreyja á allt eins og síma, tölvu og hurðarhúna.
„Þetta gerir umhverfið gjörsamlega sterilt bæði í lofti og öllum yfirborðsflötum,“ segir Ingó og bætir við að vörurnar eru komnar í Krónuna, N1 og víða.
Hér að neðan má hlusta á viðtalið við Ingó sem mætti í Brennsluna í morgun.