„Snjórinn er fallegur. Að renna sér á fjöldagröfum er ekki fallegt“ Hólmfríður Gísladóttir skrifar 15. janúar 2021 13:08 Buchenwald-búðirnar náðu yfir afar stórt og skóglent svæði, sem heimamenn nota nú til íþróttaiðkunar í Covid-19 faraldrinum. epa/Filip Singer Forsvarsmenn Buchenwald-safnsins í Þýskalandi hafa varað heimamenn við því að þeir sem verða uppvísir að því að stunda vetraríþróttir nálægt helgum reitum innan svæðisins verða tilkynntir til lögreglu. Frá þessu greinir meðal annars Der Spigel. Öryggisgæsla hefur verið aukin í kjölfar aukinnar umferðar íþróttaiðkenda um svæðið en þeir hafa meðal annars skilið eftir skíða- og sleðaför á fjöldagröfum. Aðstandendur stofnunarinnar sem heldur utan um rekstur fanga- og þrælkunarbúðanna fyrrverandi segja bílastæði hafa verið full undanfarið og rekja það til þess að nálæg útivistarsvæði hafa verið lokuð vegna Covid-19 faraldursins. Þeir biðla hins vegar til fólks að sýna hinum látnu virðingu og iðka ekki íþróttir á staðnum. Schnee ist schön. Rodeln an Massengräbern in @buchenwald_dora ist nicht schön.https://t.co/cDVlYDWx60— Stift. Gedenkstätten Buchenwald und Mittelbau-Dora (@Buchenwald_Dora) January 14, 2021 Aldrei séð jafn sláandi sýn Buchenwald nær yfir stórt og skóglent svæði en búðunum tilheyrðu meðal annars aðrar minni búðir. Þar er nú að finna safn og minnisvarða, svo eitthvað sé nefnt. Um 280 þúsund menn, konur og börn voru fangelsuð í Buchenwald á árunum 1937 til 1945 og fleiri en 56 þúsund létust í búðunum. Þeir voru annað hvort myrtir eða létust úr næringarskorti og öðrum sjúkdómum. Þeir sem lifðu voru frelsaðir af bandaríska hernum í apríl 1945 en við hermönnunum blöstu hrúgur af líkamsleifum, pyntingaklefar, brennsluofnar og illa leiknir fangar. Dwight D. Eisenhower sagði á sínum tíma að engin sýn hefði haft jafn mikil áhrif á hann. Að sögn sagnfræðingsins Rikola-Gunnar Lüttgenau hefur ávallt verið bannað að stunda íþróttir á svæðinu en það hafi færst í aukanna og fólk fari jafnvel um svæðið á mótorhjólum og hestum án nokkurs tillits til hinna látnu. Steinvölur eru lagðar á minnisvarða og leiði til að minnast látnu og votta þeim virðingu.epa/Martin Schutt Hernaður Skíðaíþróttir Þýskaland Söfn Mest lesið Öllum sem geri lítið úr morðinu „verði refsað“ Erlent Ósætti með nýtt grenndargámasvæði: „Þetta er bara mikið áhyggjuefni“ Innlent Í straffi fyrir skilaboð á vegg Kaffibarsins: „Þetta eru bara skemmdarverk“ Innlent Hefja frumkvæðisathugun á dauðsföllum tengdum bóluefnum Erlent Stærsti skjálfti síðan í maí fannst í byggð Innlent Bregðast við árás á barnaníðing í Fellabæ Innlent Áköf úrkoma hætti á skriðuföll á Ströndum Innlent Hinn 22 ára Tyler Robinson grunaður um morðið á Kirk Erlent Alvarlegt atvik kom upp í Heiðarskóla Innlent Ákærður fyrir tilraun til manndráps í Úlfarsárdal Innlent Fleiri fréttir Öllum sem geri lítið úr morðinu „verði refsað“ Hefja frumkvæðisathugun á dauðsföllum tengdum bóluefnum Allsherjarþingið ályktar um palestínskt ríki NATO eflir varnir í austri Erna Solberg hættir Hinn 22 ára Tyler Robinson grunaður um morðið á Kirk Trump segist nokkuð viss um að grunaður morðingi hafi verið handsamaður Bandaríkjastjórn fargar getnaðarvörnum fyrir 9,7 milljónir dala Stjórnvöld höfða mál á hendur Uber vegna mismununar gegn fötluðum Alríkislögreglan birtir myndskeið af morðingjanum Dæmdur í tuttugu og sjö ára fangelsi fyrir valdaránstilraun Rándýrar herþotur og flugskeyti gegn ódýrum drónum Breskur sendiherra rekinn vegna tengsla við Epstein Hver var Charlie Kirk? Vaktin: Vopnið fundið og FBI dreifir myndum Neyðarfundur verði boðaður í Öryggisráði SÞ Vill draga Netanyahu fyrir dóm vegna árásarinnar í Doha Trump segir öfga-vinstrið bera ábyrgð á morðinu Bandamaður Trumps skotinn til bana á fjölmennum viðburði Íslendingur fastur í Nepal: „Við erum búin að halda okkur inni allan tímann“ Faðirinn ákærður fyrir að beita Oscar ofbeldi Boða hertar aðgerðir gegn afbrotaunglingum Pólland ekki verið nær stríði frá því í seinni heimsstyrjöldinni Herinn skakkar leikinn í Katmandú Europol og Bandaríkin lýsa eftir úkraínskum tölvuþrjót Hyggjast bólusetja kóalabirni gegn klamydíu Rússneskir drónar skotnir niður í lofthelgi Póllands Óttast gremju uppgjafahermanna í Rússlandi Efast um að Bandaríkin leyfi sjálfstætt Grænland Taka tolla Trumps í flýtimeðferð Sjá meira
Frá þessu greinir meðal annars Der Spigel. Öryggisgæsla hefur verið aukin í kjölfar aukinnar umferðar íþróttaiðkenda um svæðið en þeir hafa meðal annars skilið eftir skíða- og sleðaför á fjöldagröfum. Aðstandendur stofnunarinnar sem heldur utan um rekstur fanga- og þrælkunarbúðanna fyrrverandi segja bílastæði hafa verið full undanfarið og rekja það til þess að nálæg útivistarsvæði hafa verið lokuð vegna Covid-19 faraldursins. Þeir biðla hins vegar til fólks að sýna hinum látnu virðingu og iðka ekki íþróttir á staðnum. Schnee ist schön. Rodeln an Massengräbern in @buchenwald_dora ist nicht schön.https://t.co/cDVlYDWx60— Stift. Gedenkstätten Buchenwald und Mittelbau-Dora (@Buchenwald_Dora) January 14, 2021 Aldrei séð jafn sláandi sýn Buchenwald nær yfir stórt og skóglent svæði en búðunum tilheyrðu meðal annars aðrar minni búðir. Þar er nú að finna safn og minnisvarða, svo eitthvað sé nefnt. Um 280 þúsund menn, konur og börn voru fangelsuð í Buchenwald á árunum 1937 til 1945 og fleiri en 56 þúsund létust í búðunum. Þeir voru annað hvort myrtir eða létust úr næringarskorti og öðrum sjúkdómum. Þeir sem lifðu voru frelsaðir af bandaríska hernum í apríl 1945 en við hermönnunum blöstu hrúgur af líkamsleifum, pyntingaklefar, brennsluofnar og illa leiknir fangar. Dwight D. Eisenhower sagði á sínum tíma að engin sýn hefði haft jafn mikil áhrif á hann. Að sögn sagnfræðingsins Rikola-Gunnar Lüttgenau hefur ávallt verið bannað að stunda íþróttir á svæðinu en það hafi færst í aukanna og fólk fari jafnvel um svæðið á mótorhjólum og hestum án nokkurs tillits til hinna látnu. Steinvölur eru lagðar á minnisvarða og leiði til að minnast látnu og votta þeim virðingu.epa/Martin Schutt
Hernaður Skíðaíþróttir Þýskaland Söfn Mest lesið Öllum sem geri lítið úr morðinu „verði refsað“ Erlent Ósætti með nýtt grenndargámasvæði: „Þetta er bara mikið áhyggjuefni“ Innlent Í straffi fyrir skilaboð á vegg Kaffibarsins: „Þetta eru bara skemmdarverk“ Innlent Hefja frumkvæðisathugun á dauðsföllum tengdum bóluefnum Erlent Stærsti skjálfti síðan í maí fannst í byggð Innlent Bregðast við árás á barnaníðing í Fellabæ Innlent Áköf úrkoma hætti á skriðuföll á Ströndum Innlent Hinn 22 ára Tyler Robinson grunaður um morðið á Kirk Erlent Alvarlegt atvik kom upp í Heiðarskóla Innlent Ákærður fyrir tilraun til manndráps í Úlfarsárdal Innlent Fleiri fréttir Öllum sem geri lítið úr morðinu „verði refsað“ Hefja frumkvæðisathugun á dauðsföllum tengdum bóluefnum Allsherjarþingið ályktar um palestínskt ríki NATO eflir varnir í austri Erna Solberg hættir Hinn 22 ára Tyler Robinson grunaður um morðið á Kirk Trump segist nokkuð viss um að grunaður morðingi hafi verið handsamaður Bandaríkjastjórn fargar getnaðarvörnum fyrir 9,7 milljónir dala Stjórnvöld höfða mál á hendur Uber vegna mismununar gegn fötluðum Alríkislögreglan birtir myndskeið af morðingjanum Dæmdur í tuttugu og sjö ára fangelsi fyrir valdaránstilraun Rándýrar herþotur og flugskeyti gegn ódýrum drónum Breskur sendiherra rekinn vegna tengsla við Epstein Hver var Charlie Kirk? Vaktin: Vopnið fundið og FBI dreifir myndum Neyðarfundur verði boðaður í Öryggisráði SÞ Vill draga Netanyahu fyrir dóm vegna árásarinnar í Doha Trump segir öfga-vinstrið bera ábyrgð á morðinu Bandamaður Trumps skotinn til bana á fjölmennum viðburði Íslendingur fastur í Nepal: „Við erum búin að halda okkur inni allan tímann“ Faðirinn ákærður fyrir að beita Oscar ofbeldi Boða hertar aðgerðir gegn afbrotaunglingum Pólland ekki verið nær stríði frá því í seinni heimsstyrjöldinni Herinn skakkar leikinn í Katmandú Europol og Bandaríkin lýsa eftir úkraínskum tölvuþrjót Hyggjast bólusetja kóalabirni gegn klamydíu Rússneskir drónar skotnir niður í lofthelgi Póllands Óttast gremju uppgjafahermanna í Rússlandi Efast um að Bandaríkin leyfi sjálfstætt Grænland Taka tolla Trumps í flýtimeðferð Sjá meira