Umfjöllun og viðtöl: Grindavík - Þór Ak. 119-105 | Erfiðari leikur en lokatölur gefa til kynna Smári Jökull Jónsson skrifar 15. janúar 2021 20:00 Dagur Kár fór fyrir sínum mönnum í kvöld. Alls gerði hann 24 stig. Vísir/Bára Grindavík er með fjögur stig eftir tvo leiki í Domino´s-deildinni í körfuknattleik eftir 119-105 sigur á Þór frá Akureyri á heimavelli í kvöld. Sóknarleikur var í hávegum hafður í leiknum en sigur Grindvíkinga var sanngjarn. Heimamenn byrjuðu af miklum krafti og virtust ætla að stinga af strax eftir fyrsta leikhluta. Þeir leiddu 32-17 að honum loknum og sóknarleikur þeirra beittur og þriggja stiga skotin að detta niður. Það var þó líkt og þeir hafi haldið að þeir gætu unnið leikinn á hálfum hraða eftir það. Þórsarar gengu á lagið og skoruðu heil 37 stig í öðrum leikhluta. Staðan í hálfleik 56-54 og Akureyringar gengu sáttir til búningsherbergja. Bæði lið voru að setja niður mikið af þristum í kvöld og hélt sú sýning áfram í þriðja leikhluta. Þórsarar komust þá yfir og Bandaríkjamaðurinn Dedrick Basile stríddi Grindvíkingum með hraða sínum og klókindum. Þá var hinn spænski Ivan Alcolado duglegur undir körfunni og Srdjan Stojanovic setti niður góðar körfur. Grindvíkingar náðu hins vegar vopnum sínum á ný og höfðu forystuna lengst af. Þeir leiddu með fjórum stigum fyrir 4.leikhlutann og strax í upphafi hans spýttu þeir í lófana og bættu í. Þórsarar náðu ekki að koma til baka eftir og það og sigur heimamanna nokkuð sanngjarn að lokum, lokatölur 119-105. Af hverju vann Grindavík? Þegar heimamenn voru skipulagðir og skynsamir í sínum sóknarleik þá skoruðu þeir. Boltinn gekk oft á tíðum mjög vel og þeir bjuggu sér til opin þriggja stiga skot sem fóru niður. Varnarlega náðu þeir að stoppa á réttum augnablikum og það dugði í kvöld. Þórsliðið átti fína spretti en það var of auðvelt fyrir heimamenn að skora. Gestirnir fóru illa með vítin sín og það var dýrkeypt þegar þeir hefðu getað haldið heimamönnum nær sér. Þessir stóðu upp úr: Hjá Grindavík var Dagur Kár frábær með 29 stig, 8 stoðsendingar og 5 fráköst. Frábær frammistaða og hann virðist vera tilbúinn að taka á sig aukna ábyrgð eftir brotthvarf Sigtryggs Arnars Björnssonar og Ingva Þórs Guðmundssonar. Eric Wise átti ágæta spretti, skilaði góðu framlagi og valdi skotin sín vel. Ólafur Ólafsson byrjaði á bekknum en kom snemma inn og skilaði mjög flottum tölum. Þá áttu þeir Jonas Jarveleinen og Kristinn Pálsson fína spretti sóknarlega sömuleiðis. Hjá Þór var Dedrick Basile góður og skemmtilegt að horfa á hann spila. Spánverjinn Alcolado heillaði sömuleiðis og var duglegur. Alcolado var stigahæstur með 28 stig og tók þar að auki 14 fráköst. Hvað gekk illa? Það gefur auga leið að varnir liðanna voru ekki nógu sterkar í kvöld. Ég veit ekki hvort Grindvíkingar hafi orðið værukærir eftir fyrsta leikhlutann en Þórsarar hittu afskaplega vel á köflum og settu niður erfið skot. Grindvíkingar létu dómgæsluna stundum fara fullmikið í taugarnar á sér og kvörtuðu yfir bæði grófum leik gestanna og meintum leikaraskap. Þeir þurfa að halda einbeitingunni betur í komandi leikjum. Hvað gerist næst? Það verður þétt spilað á næstunni. Grindavík keyrir Suðurstrandarveginn á sunnudag og mætir Þór frá Þorlákshöfn í afar áhugaverðum leik. Þórsarar fá meistaraefnin í Stjörnunni í heimsókn á Akureyri og þurfa á öllum sínum kröftum að halda ætli þeir sér að stríða stjörnum prýddu liði Garðbæinga. Daníel: Veit ekki hvort reksturinn bjóði upp á að við bætum einhverjum við Daníel Guðni Guðmundsson var ánægður með sigurinn á Þórsurum í en viðurkenndi að það væri ekki jákvætt að fá á sig 105 stig í sama leiknum. „Sóknarlega vorum við mjög góðir, skorum 119 stig á 40 mínútum sem er áfangi útaf fyrir sig. Það er líka áfangi að fá 105 stig á sig,“ sagði Daníel Guðni í samtali við Vísi í kvöld. „Þeir komu mér dálítið á óvart hér í kvöld, eru með tvo frábæra stóra menn, Srdjan (Stojanovic) sem er þekktur skotmaður og eldfljótan leikstjórnanda sem er góður að finna liðsfélaga og er ekki eigingjarn. Það er erfitt að spila á móti þannig liði og það var raunin í kvöld.“ Grindavík byrjaði leikinn af miklum krafti en slökuðu síðan á klónni og Þórsarar komu sér aftur inn í leikinn. „Við áttum frábæran fyrsta leikhluta og komumst í þægilegt forskot. Síðan héldum við kannski að þetta yrði of þægilegt og slökum á, því miður. Þeir gengu á lagið og þetta var ákveðið „ströggl“. Okkur leið síðan aðeins betur í þriðja og fjórða leikhluta.“ Þórsarar skoruðu 37 stig í öðrum leikhluta sem eru sjaldséðar tölur hjá gestaliði í Grindavík. „Það er auðvitað allt of mikið. Ég var virkilega stoltur eftir fyrsta leikhluta en þetta er næstum því fyrsti leikur í deild og mikið sem við eigum eftir að fara yfir og bæta. Við höfðum síðan lítið í höndunum til að undirbúa okkur nema gamlan leik hjá Þór sem var með öðrum þjálfara.“ „Bjarki [Ármann Oddsson] er með fínar áherslur og það var gaman að horfa á þá spila. Ég hélt að við myndum ná að klára þá fyrr því við erum kannski með aðeins dýpri bekk. Það var svo sem ekki raunin, við spiluðum held ég á átta mönnum og þetta var hálf óþægilegt á köflum.“ Það vakti töluverða athygli að Ólafur Ólafsson byrjaði á bekknum í kvöld en hann kom inn af krafti, skoraði 17 stig, tók 7 fráköst og gaf 7 stoðsendingar. „Það gildir einu fyrir mig hver þeirra þriggja byrjar á bekknum í þessari þriggja manna stóru línu. Síðan erum við með Jens til að bakka þá upp. Ég ræddi við Ólaf að koma inn af krafti og halda því jafnvægi. Hann gerði það og gott betur og spilaði ágætis vörn oft á tíðum á stóru mennina.“ Sigtryggur Arnar Björnsson yfirgaf Grindavík í vikunni og bjuggust flestir við því að Suðurnesjaliðið myndi reyna að fylla hans skarð með erlendum leikmanni. „Það væri kannski eðlilegt og við myndum gera það ef tímabilið væri í réttri lengd. Það er búið að lengja tímabilið og reksturinn erfiðari. Ég veit ekki hvort reksturinn bjóði upp á það að við getum bætt einhverjum við. Við þurfum að bíða og sjá hvernig þetta lítur út,“ sagði Daníel Guðni að lokum. Bjarki: Hef fulla trú á að við getum staðið í hinum liðunum Bjarki Ármann Oddsson tók við sem þjálfari Þórsara í Covid-pásunni og hann sá bæði jákvæða og neikvæða hluti við leik sinna manna gegn Grindavík í kvöld. „Það var ýmislegt jákvætt en margt neikvætt. Við þurfum auðvitað vinna í okkar leik og þetta er í fyrsta sinn sem þetta lið spilar saman. Erlendu leikmennirnir eru stór hluti af liðinu og við erum með unga íslenska leikmenn. Ég hef fulla trú á því að við getum staðið í öllum liðunum í deildinni þegar við erum búnir að slípa okkur saman.“ Þórsarar fengu á sig heil 119 stig í leiknum í kvöld og viðurkenndi Bjarki að það væri auðvitað alltof mikið. „Það er alls ekki vænlegt til árangurs. Grindvíkingar gerðu þetta rosalega vel, bjuggu til pláss og settu skotin sín. Þetta er klárlega eitthvað sem við þurfum að bæta okkur í.“ „Strákarnir komu öflugir til leiks í dag, sýndu æðruleysi á erfiðum tímum og stóðu sig mjög vel.“ Eins og Bjarki bendir á hefur ýmislegt gengið á. Júlíus Orri Ágústsson, lykilmaður liðsins, er frá vegna meiðsla og þá lést Ágúst Herbert Guðmundsson á dögunum en hann var risastór hluti af körfuboltanum hjá Þór á síðustu árum og hefur komið að starfinu á fjölmargan hátt. „Strákarnir eiga allt lof skilið fyrir að standa sig vel í þessu. Það er bara áfram gakk og leikur eftir tvo daga. Það þýðir ekkert að sitja við þennan leik,“ sagði Bjarki að lokum. Dominos-deild karla UMF Grindavík Þór Akureyri Körfubolti Tengdar fréttir Eigum að gera betur varnarlega Dominos-deild karla í körfubolta er farin aftur af stað eftir langa pásu sökum kórónufaraldursins. Grindavík vann flottan 14 stiga sigur á Þór Þorlákshöfn í kvöld, 119-105. 15. janúar 2021 20:45
Grindavík er með fjögur stig eftir tvo leiki í Domino´s-deildinni í körfuknattleik eftir 119-105 sigur á Þór frá Akureyri á heimavelli í kvöld. Sóknarleikur var í hávegum hafður í leiknum en sigur Grindvíkinga var sanngjarn. Heimamenn byrjuðu af miklum krafti og virtust ætla að stinga af strax eftir fyrsta leikhluta. Þeir leiddu 32-17 að honum loknum og sóknarleikur þeirra beittur og þriggja stiga skotin að detta niður. Það var þó líkt og þeir hafi haldið að þeir gætu unnið leikinn á hálfum hraða eftir það. Þórsarar gengu á lagið og skoruðu heil 37 stig í öðrum leikhluta. Staðan í hálfleik 56-54 og Akureyringar gengu sáttir til búningsherbergja. Bæði lið voru að setja niður mikið af þristum í kvöld og hélt sú sýning áfram í þriðja leikhluta. Þórsarar komust þá yfir og Bandaríkjamaðurinn Dedrick Basile stríddi Grindvíkingum með hraða sínum og klókindum. Þá var hinn spænski Ivan Alcolado duglegur undir körfunni og Srdjan Stojanovic setti niður góðar körfur. Grindvíkingar náðu hins vegar vopnum sínum á ný og höfðu forystuna lengst af. Þeir leiddu með fjórum stigum fyrir 4.leikhlutann og strax í upphafi hans spýttu þeir í lófana og bættu í. Þórsarar náðu ekki að koma til baka eftir og það og sigur heimamanna nokkuð sanngjarn að lokum, lokatölur 119-105. Af hverju vann Grindavík? Þegar heimamenn voru skipulagðir og skynsamir í sínum sóknarleik þá skoruðu þeir. Boltinn gekk oft á tíðum mjög vel og þeir bjuggu sér til opin þriggja stiga skot sem fóru niður. Varnarlega náðu þeir að stoppa á réttum augnablikum og það dugði í kvöld. Þórsliðið átti fína spretti en það var of auðvelt fyrir heimamenn að skora. Gestirnir fóru illa með vítin sín og það var dýrkeypt þegar þeir hefðu getað haldið heimamönnum nær sér. Þessir stóðu upp úr: Hjá Grindavík var Dagur Kár frábær með 29 stig, 8 stoðsendingar og 5 fráköst. Frábær frammistaða og hann virðist vera tilbúinn að taka á sig aukna ábyrgð eftir brotthvarf Sigtryggs Arnars Björnssonar og Ingva Þórs Guðmundssonar. Eric Wise átti ágæta spretti, skilaði góðu framlagi og valdi skotin sín vel. Ólafur Ólafsson byrjaði á bekknum en kom snemma inn og skilaði mjög flottum tölum. Þá áttu þeir Jonas Jarveleinen og Kristinn Pálsson fína spretti sóknarlega sömuleiðis. Hjá Þór var Dedrick Basile góður og skemmtilegt að horfa á hann spila. Spánverjinn Alcolado heillaði sömuleiðis og var duglegur. Alcolado var stigahæstur með 28 stig og tók þar að auki 14 fráköst. Hvað gekk illa? Það gefur auga leið að varnir liðanna voru ekki nógu sterkar í kvöld. Ég veit ekki hvort Grindvíkingar hafi orðið værukærir eftir fyrsta leikhlutann en Þórsarar hittu afskaplega vel á köflum og settu niður erfið skot. Grindvíkingar létu dómgæsluna stundum fara fullmikið í taugarnar á sér og kvörtuðu yfir bæði grófum leik gestanna og meintum leikaraskap. Þeir þurfa að halda einbeitingunni betur í komandi leikjum. Hvað gerist næst? Það verður þétt spilað á næstunni. Grindavík keyrir Suðurstrandarveginn á sunnudag og mætir Þór frá Þorlákshöfn í afar áhugaverðum leik. Þórsarar fá meistaraefnin í Stjörnunni í heimsókn á Akureyri og þurfa á öllum sínum kröftum að halda ætli þeir sér að stríða stjörnum prýddu liði Garðbæinga. Daníel: Veit ekki hvort reksturinn bjóði upp á að við bætum einhverjum við Daníel Guðni Guðmundsson var ánægður með sigurinn á Þórsurum í en viðurkenndi að það væri ekki jákvætt að fá á sig 105 stig í sama leiknum. „Sóknarlega vorum við mjög góðir, skorum 119 stig á 40 mínútum sem er áfangi útaf fyrir sig. Það er líka áfangi að fá 105 stig á sig,“ sagði Daníel Guðni í samtali við Vísi í kvöld. „Þeir komu mér dálítið á óvart hér í kvöld, eru með tvo frábæra stóra menn, Srdjan (Stojanovic) sem er þekktur skotmaður og eldfljótan leikstjórnanda sem er góður að finna liðsfélaga og er ekki eigingjarn. Það er erfitt að spila á móti þannig liði og það var raunin í kvöld.“ Grindavík byrjaði leikinn af miklum krafti en slökuðu síðan á klónni og Þórsarar komu sér aftur inn í leikinn. „Við áttum frábæran fyrsta leikhluta og komumst í þægilegt forskot. Síðan héldum við kannski að þetta yrði of þægilegt og slökum á, því miður. Þeir gengu á lagið og þetta var ákveðið „ströggl“. Okkur leið síðan aðeins betur í þriðja og fjórða leikhluta.“ Þórsarar skoruðu 37 stig í öðrum leikhluta sem eru sjaldséðar tölur hjá gestaliði í Grindavík. „Það er auðvitað allt of mikið. Ég var virkilega stoltur eftir fyrsta leikhluta en þetta er næstum því fyrsti leikur í deild og mikið sem við eigum eftir að fara yfir og bæta. Við höfðum síðan lítið í höndunum til að undirbúa okkur nema gamlan leik hjá Þór sem var með öðrum þjálfara.“ „Bjarki [Ármann Oddsson] er með fínar áherslur og það var gaman að horfa á þá spila. Ég hélt að við myndum ná að klára þá fyrr því við erum kannski með aðeins dýpri bekk. Það var svo sem ekki raunin, við spiluðum held ég á átta mönnum og þetta var hálf óþægilegt á köflum.“ Það vakti töluverða athygli að Ólafur Ólafsson byrjaði á bekknum í kvöld en hann kom inn af krafti, skoraði 17 stig, tók 7 fráköst og gaf 7 stoðsendingar. „Það gildir einu fyrir mig hver þeirra þriggja byrjar á bekknum í þessari þriggja manna stóru línu. Síðan erum við með Jens til að bakka þá upp. Ég ræddi við Ólaf að koma inn af krafti og halda því jafnvægi. Hann gerði það og gott betur og spilaði ágætis vörn oft á tíðum á stóru mennina.“ Sigtryggur Arnar Björnsson yfirgaf Grindavík í vikunni og bjuggust flestir við því að Suðurnesjaliðið myndi reyna að fylla hans skarð með erlendum leikmanni. „Það væri kannski eðlilegt og við myndum gera það ef tímabilið væri í réttri lengd. Það er búið að lengja tímabilið og reksturinn erfiðari. Ég veit ekki hvort reksturinn bjóði upp á það að við getum bætt einhverjum við. Við þurfum að bíða og sjá hvernig þetta lítur út,“ sagði Daníel Guðni að lokum. Bjarki: Hef fulla trú á að við getum staðið í hinum liðunum Bjarki Ármann Oddsson tók við sem þjálfari Þórsara í Covid-pásunni og hann sá bæði jákvæða og neikvæða hluti við leik sinna manna gegn Grindavík í kvöld. „Það var ýmislegt jákvætt en margt neikvætt. Við þurfum auðvitað vinna í okkar leik og þetta er í fyrsta sinn sem þetta lið spilar saman. Erlendu leikmennirnir eru stór hluti af liðinu og við erum með unga íslenska leikmenn. Ég hef fulla trú á því að við getum staðið í öllum liðunum í deildinni þegar við erum búnir að slípa okkur saman.“ Þórsarar fengu á sig heil 119 stig í leiknum í kvöld og viðurkenndi Bjarki að það væri auðvitað alltof mikið. „Það er alls ekki vænlegt til árangurs. Grindvíkingar gerðu þetta rosalega vel, bjuggu til pláss og settu skotin sín. Þetta er klárlega eitthvað sem við þurfum að bæta okkur í.“ „Strákarnir komu öflugir til leiks í dag, sýndu æðruleysi á erfiðum tímum og stóðu sig mjög vel.“ Eins og Bjarki bendir á hefur ýmislegt gengið á. Júlíus Orri Ágústsson, lykilmaður liðsins, er frá vegna meiðsla og þá lést Ágúst Herbert Guðmundsson á dögunum en hann var risastór hluti af körfuboltanum hjá Þór á síðustu árum og hefur komið að starfinu á fjölmargan hátt. „Strákarnir eiga allt lof skilið fyrir að standa sig vel í þessu. Það er bara áfram gakk og leikur eftir tvo daga. Það þýðir ekkert að sitja við þennan leik,“ sagði Bjarki að lokum.
Dominos-deild karla UMF Grindavík Þór Akureyri Körfubolti Tengdar fréttir Eigum að gera betur varnarlega Dominos-deild karla í körfubolta er farin aftur af stað eftir langa pásu sökum kórónufaraldursins. Grindavík vann flottan 14 stiga sigur á Þór Þorlákshöfn í kvöld, 119-105. 15. janúar 2021 20:45
Eigum að gera betur varnarlega Dominos-deild karla í körfubolta er farin aftur af stað eftir langa pásu sökum kórónufaraldursins. Grindavík vann flottan 14 stiga sigur á Þór Þorlákshöfn í kvöld, 119-105. 15. janúar 2021 20:45
Leikjahæst frá upphafi: „Loksins núna að hætta að gráta, þannig ekki láta mig byrja aftur“ Körfubolti
Leikjahæst frá upphafi: „Loksins núna að hætta að gráta, þannig ekki láta mig byrja aftur“ Körfubolti